Episodes
-
Það er ljóst að sjálfstæðismenn þurfa að leita út fyrir raðir þingflokks flokksins ef þeir ætla finna aðila sem fyllt getur í fótspor Bjarna Benediktssonar. Helsti kandídatinn er auðvitað Stefán Einar Stefánsson. Hann hefur fyrir löngu sannað sig sem verðugan leiðtoga sem hefur munninn fyrir neðan nefið og skilur kjarna sjálfstæðisstefnunnar betur en margir kjörnir fulltrúar flokksins. Við förum yfir þetta og margt fleira í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Farið yfir árið í Kauphöllinni og atvinnulífinu almennt og horfur næsta árs metnar. Við fáum til okkar góða gesti að þessu sinni:
Hermann Guðmundsson, forstjóra Kemi, Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar og Eggert Þór Aðalsteinsson, fjárfestingarstjóra hjá Kviku Eignastýringu. Hressilegur þáttur að venju.
-
Missing episodes?
-
Farið yfir árið í Kauphöllinni og atvinnulífinu almennt og horfur næsta árs metnar. Við fáum til okkar góða gesti að þessu sinni: Hermann Guðmundsson, forstjóra Kemi, Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar og Eggert Þór Aðalsteinsson, fjárfestingarstjóra hjá Kviku Eignastýringu. Hressilegur þáttur að venju.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Það er greinilega talsvert flóknara að sitja í ríkisstjórn heldur en að gagnrýna úr stjórnarandstöðu. Strax á fyrsta degi hefur Valkyrjustjórnin lýst því yfir að nokkur af helstu baráttumálum flokkanna muni ekki verða að veruleika. En það er ekkert víst að þetta klikki og megi þeim ganga sem allra best að ná niður verðbólgu og vöxtum allri þjóðinni til heilla. Gleðileg Jól frá Harmageddon.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari Íslands, hefur ítrekað vakið athygli fyrir ákvarðanir sínar í málum sem sumir telja einkennast af pólitískum eða samfélagslegum þrýstingi. Við förum yfir nokkur mál sem varpa ljósi á það. Ljóst er að þjóðin fær Valkyrjuríkisstjórn í jólagjöf en óljóst er hvað sá jólapakki á nákvæmlega eftir að kosta. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Með yfirtöku Samkaupa á Heimkaupum, sem reka m.a. Prís og 10-11 verslanir, er mikil gerjun að eiga sér stað á matvörumarkaðnum. Þetta virðist vera leið Prís inn á markaðinn og má gera ráð fyrir fjölda Prís-verslana á næsta ári. Þetta er mat þeirra Jóns G. Haukssonar og Sigurðar M. Jónssonar í nýjum og eldfjörugum þætti Hluthafaspjallsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Efni þáttarins inniheldur samtöl um barnaníð, barnagirnd og nauðganir. Indíana Rós er sjálfstætt starfandi kynfræðingur og veitir faglega og skemmtilega fræðslu fyrir ýmiskonar hópa. Hún kom til okkar í spjall til að ræða um kynlíf, að sjálfsögðu, kynfræðslu í skólum og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson er gestur Blekaða að þessu sinni. Þeir Dagur og Óli ræða við hann um langstökkið, fordóma gagnvart húðflúrum í andliti, aðferðir sem sumir íþróttamenn nota til að ná lengra og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þætti dagsins sjáum við ótrúlega gott og afhjúpandi dæmi um hvernig meginstraumsfjölmiðlar afskræma sannleikann og móta frásagnir til að þjóna ríkjandi rétttrúnaði hverju sinni. Hugmyndin um fjórða valdið sem aðhald að stjórnvöldum er þannig löngu úr sér gengið. Við ræðum líka um aðkomu hins frjálsa markaðar að úrræðum sem við viljum að hið opinbera þjónusti, mannfjöldaþróun á Íslandi og margt margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Opinberir starfsmenn, sem fá laun sín greidd frá skattgreiðendum, njóta ríkulegra forréttinda sem stjórnmálamenn þurfa að hafa þor til að afnema. Íslenskt réttarfar sínir heimilisofbeldi alltof mikla linkind og Reykjavíkurborg er með gjörsamlega allt niður um sig í skipulagsmálum. Þá sýna meginstraumsfjölmiðlar uppreisninni í Sýrlandi grunsamlega mikla samúð sem gefur til kynna að eitthvað sé rotið í Danaveldi. Allt þetta og miklu meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Verði af samruna JBT og Marels eftir rúma viku verður félagið það verðmætasta í Kauphöll Íslands með markaðsverðmæti í kringum 770 milljarða króna. Þetta kemur fram í mjög líflegum umræðum þeirra Jóns G. Haukssonar og Sigurðar M. Jónssonar í Hluthafaspjallinu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Björgvin Franz Gíslason er leikari og er sonur Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar. Hann er um þessar mundir að leika í Ellý en hefur komið víða við í leiklistinni. Í þætti dagsins segir hann okkur frá edrúmennskunni, föðurmissinum og fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Dagur og Óli fara sem fyrr vítt og breytt yfir sviðið, allt frá jólaundirbúningi, afgreiðslu á veitingastöðum yfir í ferðir Dags til Amsterdam.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Jafnréttið í Svíþjóð er komið í heilan hring og nú vilja ungar stúlkur helst fá að vera heimavinnandi húsmæður. Öfgavinstrið túlkar þetta auðvitað sem hræðilegt bakslag en við veltum fyrir okkur hvort þetta sé virkilega svo neikvætt. Við ræðum líka fall Sýrlands og skoðum hvað muni hugsanlega taka við en leiðtogi uppreisnarinnar þar er vægast sagt áhugaverður karakter sem vert er að fylgjast með. Allt þetta og miklu meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ragnar Jónsson, blóðferlasérfræðingur í tæknideild lögreglunnar, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann fer hér yfir feril sinn í lögreglunni sem spannar 33 ár og ræðir um verkefni tæknideildarinnar sem eru ansi fjölbreytt. Ragnar ræðir líka um andlega líðan lögreglumanna og háa tíðni sjálfsvíga í stéttinni sem lítið er rætt um í samfélaginu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Teddi Smith er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er öndunar- og svettleiðbeinandi, Íslandsmeistari í ísbaði og hefur magnaða sögu að segja. Líf hans hefur sannarlega ekki alltaf verið dans á rósum en Teddi glímdi við fíknisjúkdóminn í langan tíma og var inn og út úr meðferðum frá unga aldri. Undir lokin má segja að hann hafi verið orðinn einn af góðkunningjum lögreglunnar enda reglulegur gestur í fangageymslum þeirra. Það breyttist þó allt í hans síðustu afplánun þegar hann hóf að stunda hugleiðslu, öndun og svett undir leiðsögn góðra manna sem hafa í áraraðir verið að fara sem sjálfboðaliðar með andlegan stuðning inn í fangelsin. Bataakademían bjargaði lífi Tedda og nú er hann sjálfur farinn að leiðbeina og aðstoða stráka sem misst hafa fókus sinn í lífinu. Teddi stofnaði líka félagið Dharmabreath og kennir námskeið í heildrænni öndun við símenntun Háskólans á Akureyri.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Við veltum fyrir okkur hvort það geti verið að ríkisstjórnarmyndum Valkyrjanna svokölluðu eigi eftir draga dilk á eftir sér þar sem ólíklegt þykir að skattahækkanakröfur Fólks flokksins eigi eftir að geta flogið í gegn hjá Þorgerði í Viðreisn. Einnig ræðum við um hvalveiðileyfin, listamannalaun og aðför Samtakanna 78 gegn málfrelsinu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ekki er svigrúm fyrir loforð Ingu Sælands í yfirstandi viðræðrum um stjórnarmyndun, að mati Jóns G. og Sigurðar Más í Hluthafaspjallinu. Fram kemur að stofnandi Viðreisnar, Benedikt Jóhannsson, skrifar athyglisverða grein á Facebook, nánast undir fyrirsögninni Peningunum er kastað.
„Fjárlög næsta árs eru með 70 milljarða króna halla. Útgjöld hafa verið aukin og ríkið hefur þannig stuðlað að spennu og hærri verðbólgu en ella. Það er ekki svigrúm til þess að kasta meiri peningum núna,“ eru lokaorð Benedikts á Facebook og er hann augljóslega að senda skýr skilaboð til Valkyrjanna að sýna ábyrga fjármálastjórn hins opinbera í stað þess að stíga á bensínið í útgjöldum.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Meðal þess sem Dagur og Óli ræða í þættinum er ný húðflúrstofa Dags, fatnaður í jarðarförum og jólakvikmyndir.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sóley Kristjánsdóttir er 46 ára kona sem varð mamma fyrir 3 árum, fékk breytingaskeiðið á heilann og heldur úti hlaðvarpi um það. Hún er líka alveg svakalega skemmtileg og hefur átt viðburðaríka ævi hingað til. Hún er gestur Fullorðins að þessu sinni og segir okkur allt af létta.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
- Show more