Episodes
-
Guðrún Hálfdánardóttir ræðir við Brynjólf Karlsson og Jónas Hall sem kynntust þegar þeir voru 12 ára og störfuðu sem tollverðir um árabil.
Tónlist: Stolin stef - Gunnar Gunnarsson
Speak softly - Haukur Heiðar Ingólfsson
Catching Lightning - Alex Mastronardi.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Birgir Þór Helgason var boðaður á fund í höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins haustið 1986 og fenginn til að stýra leiðangri hringinn í kringum jörðina; leynilegum siglingarleiðangri sem tók á annað ár í þeim tilgangi að flytja mikilvægan farm. Þessi farmur kom aldrei til hafnar samkvæmt opinberum gögnum. Samt, átti hann eftir að setja mark sitt á hernaðarsögu heimsins.
Viðmælendur í þættinum eru: Albert Jónsson, Birgir Þór Helgason og Jón Ingi Þórarinsson.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Missing episodes?
-
Haustið 1986 tók Birgir Þór Helgason vélstjóri að sér verkefni án þess að vita hvað það fól í sér. Næstu misserin sigldi hann, ásamt áhöfn, gömlu smyglskipi heimsálfa á milli. Það var ekki fyrr en seint og um síðir að upplýst var um hver förinni var heitið og hvað biði þeirra þar.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Íslenski vélstjórinn Birgir Þór Helgason hefur tekist á við ýmislegt á sinni löngu ævi. Meðal annars leyniför hringinn í kringum jörðina. Baráttan við Bakkus er aldrei langt undan í fjölskyldu Birgis og sú barátta tekur toll sem enginn vill þurfa að greiða.
Viðmælendur í þættinum eru Birgir Þór Helgason og Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingum í alþjóðamálum.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Framleiðandi: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Birgir Þór Helgason vélstjóri var boðaður á leynilegan fund haustið 1986. Fund sem markaði upphaf háskafarar um heimsins höf. Birgir hefur reynt ýmislegt um ævina og í þessum þætti heyrum við meðal annars af smygli og sjóskaða.
Viðmælendur í þættinum eru Birgir Þór Helgason, Brynjólfur Karlsson og Jónas Hall.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Framleiðandi: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Haustið 1986 var íslenski vélstjórinn Birgir Þór Helgason boðaður á leynilegan fund. Það var upphafið að mikilli háskaför hinum megin á hnettinum. En hver er þessi Birgir?
Í þessum þætti fáum við að kynnast bakgrunni hans og hvað gerði hann að þeim manni sem hann er nú.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Framleiðandi: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.