Episodes
-
Newcastle, Aston Villa og Nottingham Forest töpuðu öll sínum leikjum í baráttunni um meistaradeildarsætin. Evrópudeildarmeistarar Tottenham steinlágu á heimavelli gegn Brighton 1-4
Man Utd kvöddu stuðningsmenn sína með sigri og á Anfield fór Englandsbikarinn á loft. -
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Sverrir Örn Einarsson.
-
Missing episodes?
-
Það voru vendingar í síðustu umferð Bestu deildar kvenna eins og rætt er um í nýjum þætti af Uppbótartímanum, sérstökum hlaðvarpsþætti um kvennaboltann.
Þróttur Reykjavík er á toppnum eftir að FH tókst að leggja Breiðablik að velli í Kaplakrika.
Rætt er um síðustu umferð sem er að baki og einnig um mikilvæga leiki sem eru framundan hjá kvennalandsliðinu gegn Noregi og Frakklandi.
Guðmundur Aðalsteinn og Magnús Haukur sjá um þáttinn en Hertz er stoltur stuðningsaðili kvennaboltans á Fótbolta.net. -
Liverpool er Englandsmeistari. Það er löngu vitað. En bikarinn fór á loft á Anfield í gær.
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar var annars mjög áhugaverð þar sem dómaramistök á Old Trafford höfðu mikið að segja í Meistaradeildarbaráttunni.
Hrafn Kristjánsson, stuðningsmaður Liverpool, og Haraldur Örn Haraldsson, gerðu lokaumferðina og tímabilið upp ásamt Guðmundi Aðalsteini. -
Óskar Smári Haraldsson er bóndasonur úr Varmahlíð. Hann var tvisvar sinnum valinn í lið umferðarinnar í Lengjudeildinni fyrir rúmum áratug síðan og það var hápunktur ferilsins sem var sjálfmiðaður, að hans mati!Kristján Guðmundsson tók í burtur úr honum hrokann og kenndi honum auðmýkt, leikgreiningu og ýmislegt annað og undanfarin fjögur ár hefur Óskar Smári unnið þrekvirki með kvennalið Fram. Við fórum yfir þetta allt og miklu fleira í þessum þætti!Góða skemmtun.
-
Innkastið eftir 8. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og með þeim er Óskar Smári, þjálfari kvennaliðs Fram.
Víkingur tók toppsætið, Blikar töpuðu verðskuldað fyrir FH og Vestri kom til baka með stæl gegn Stjörnunni. Skagamenn eru á botninum en KA náði í mikilvægan sigur. -
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 24. maí. Umsjón: Tómas Þór og Elvar Geir.
Íslenski boltinn í fyrri hálfleik þáttarins. Baldvin Borgarsson ræðir um 8. umferð Bestu deildarinnar, leikur KR og Fram er gerður upp og einnig rætt um Lengjudeildina.
Enska hringborðið í seinni hálfleik þáttarins. Kristján Atli gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, skoðar liðin sem eru að koma upp og um úrslitaleik Evrópudeildarinnar. -
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Halli Óla og Tómas Helgi fóru yfir 3. umferð í 2. og 3. deild karla, 2. umferð í 4. deild og 1. umferð í 5 deild. Íslenskur neðrideildar fótbolti er uppi.2. deild, 2:10, 3. deild, 37:20, 4. deild, 1:10:00, 5.deild, 1:29:20
-
Það var stór stund fyrir Tottenham í gær þegar liðið fór með sigur af hólmi í Evrópudeildinni. Spurs lagði Manchester United að velli í Bilbao.
Þessu var vel fagnað hjá stuðningsmönnum Tottenham enda fyrsti bikar félagsins í 17 ár.
Hörður Ágústsson og Ingimar Helgi Finnsson, stuðningsmenn Tottenham, gerðu stóru stundina upp í skemmtilegum hlaðvarpsþætti. -
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Sverrir Örn Einarsson.
-
Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn! Nottingham Forest eru ennþá í möguleika á meistaradeildar sæti. Brighton lögðu meistara Liverpool. Aston Villa með lífsnauðsynlegan sigur á Tottenham. Fulham með flottan útisigur á Brentford.
Og Jaime Vardy kvaddi King Power með stæl! Declan Rice tryggði Arsenal í meistaradeildina með 1-0 sigri gegn Newcastle. -
Jóhann Kristinn Gunnarsson, Jói Belladona, er þjálfari Þór/KA í Bestu deild kvenna. Jói hefur þjálfað rétt tæpa 500 leiki í meistaraflokki hjá tveimur félögum. Við ræddum margt. Húsavík, tæklinguna á Mark Duffield, titilinn með Þór/KA 2012, kvennalandsliðið og feimnir blaðamanna við að spyrja réttu spurninganna á réttum stöðum!
-
Innkastið eftir 7. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er Magnús Þórir Matthíasson.
Blikar tróna einir á toppnum eftir kvöldið, vandræði ÍA halda áfram, leiðinlegasti leikur sumarsins var í Eyjum, markaregn í Mosó og Lengjudeildarhorn. -
Það er komið að þætti tvö af uppbótartímanum, nýjum hlaðvarpsþætti um kvennaboltann hér á Fótbolta.net.
Valur er í mikilli lægð í Bestu deild kvenna þessa stundina en þær töpuðu 4-0 á móti Breiðabliki síðasta föstudag. Valsliðið er aðeins með sjö stig eftir sex leiki og er með -2 í markatölu. Hvað er eiginlega í gangi hjá Hlíðarendafélaginu?
Rætt er um það og margt annað í þættinum. Breiðablik og Þróttur eru á toppnum, Víkingur er í fallsæti og það eru áhugaverðir hlutir í gangi.
Guðmundur Aðalsteinn stýrir og sérfræðingar í þessum þætti eru Adda Baldursdóttir og Magnús Haukur Harðarson.
Hertz er stoltur stuðningsaðili kvennaboltans á Fótbolta.net. -
Crystal Palace varð bikarmeistari á laugardag eftir sigur á Manchester City. Þetta er fyrsti stóri titillinn í sögu Crystal Palace.
Daníel Örn Sólveigarson, stuðningsmaður Crystal Palace, kom í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fór yfir þennan magnaða sigur.
Bernharð Antoníusson, stuðningsmaður Sunderland, er með honum í þættinum en félagið er í séns á að komast upp í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í gegnum dimma dali síðustu árin. -
The greatest Barclays Man alive Heiðar Helgusson og synirnir hans Aron og Oliver Heiðarssynir mættu í settið í svokallaðan feðgaþátt!
- Ferilinn ræddur
- Góðar leikmannasögur
- Enska úrvalsdeildin á tþeim tíma
- Oliver Heiðars leikmaður ÍBV og markmið hans
- Hver er líklegastur?
- Yfirheyrsla frá fans -
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 17. maí.
Elvar Geir, Tómas Þór og Valur Gunnars fara yfir fótboltavikuna hér á Íslandi; meistarar féllu úr leik í Mjólkurbikarnum, áhugaverðir leikir framundan í Bestu deildinni og Lengjudeildin ætlar að verða galopin.
Gestur þáttarins kemur úr röðum Íslandsmeistara Breiðabliks en það er Arnór Gauti Jónsson, miðjumaðurinn sem lék lykilhlutverk í Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. -
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Halli Óla og Tómas Helgi fóru yfir 2. umferð í 2. og 3. deild karla og 1. umferð í 4. deild karla. Íslenskur neðrideildar fótbolti er uppi.2. deild, 1:00, 3. deild, 32:50, 4. deild, 1:05:20.
-
Samantha Smith afrekaði það að vera valinn besti leikmaður Lengjudeildarinnar og vera valin í lið ársins í Bestu deildinni í fyrra, það er afrek!Samantha kom til mín á Ölhúsið í Hafnarfirði og við ræddum uppvaxtarárin, tímann í Texas, hvernig hún svo endaði á Reyðarfirði og í kjölfarið á Breiðablik. Sammy svarar því svo til hvort hún hafi áhuga á að spila fyrir Íslands hönd ef einhver á þingi mætir í vinnuna og græjar vegabréf fyrir hana. Þátturinn er að sjálfsögðu í boði Budvar, Keilir Golf Club, Lengjunnar, Fiskverslunarinnar Hafið og WC!Góða skemmtun.
-
Liverpool og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli á Anfield í stórleik helgarinnar. Newcastle upp í 3 sætið eftir sterkan sigur gegn Chelsea. Man City misstigu sig á suðurströndinni gegn Southampton. Ollie Watkins með sigurmark á útivelli gegn Bournemouth. Nottingham Forest gerði einungis jafntefli 2-2 gegn föllnum Leicester liðum. Kevin Schade heldur áfram að spila vel og Eze var kóngurinn á Tottenham Hotspur stadium.
- Show more