Episodes
-
Trump forseti. Geópólitík. Deepfakes og gervigreindarmyndbönd. Gestur þáttarins er Tumi Gonzo, listamaður og leikstjóri. Önnur umfjöllunarefni eru kosningar á Íslandi, orkumálin og framtíð landsins.
Þátturinn er í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar. Ef þig langar að fá fullan aðgang að öllu efni Heimsendis bendum við á
patreon.com/heimsendir -
Hlustið í heild á www.patreon.com/heimsendir
Löndun í Grindavík. Heimavinnandi húsfaðir í Hlíðunum. Milljón á mánuði. Og Kamala Harris í vandræðum. Allt þetta og meira í þessum flæðiþætti (sumir kalla það gas). Njótið vel!
-
Missing episodes?
-
Bolli Már Bjarnason er uppistandari og útvarpsmaður, veiðimaður líka, og margt fleira. Í þættinum ræðum við jólin og rjúpurnar, áhugamál og fjölskyldulíf, vinnu og peninga. Lífið á Íslandi er líka til umræðu sem og samanburður við Japan.
Þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon.
-
Hlustið í heild á patreon.com/heimsendir
Björt framtíð? Mögulega. Í þessum þætti fjöllum við um framtíð íslenskrar náttúru og efnahags, fólksþróun, menningu og tungumál, listir og alþjóðamál. Er íslenskan á útleið? Verður stofnaður her á Íslandi? Munu jöklarnir bráðna? Þessar og fleiri verða í brennidepli.
-
Sykur vs. Sykurlaust? Aspartam eða aspas? Í þessum þætti skoðum við möguleg neikvæð áhrif gervisykurs og spurjum okkur hvort það sé ekki bara betra að borða venjulegan sykur í staðinn.
Þessi þáttur er í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Takk fyrir að hlusta!
-
Veiðiveiran leggst í dvala. Sumarið 2024 var risastórt í stangveiði. Í þættinum fer ég yfir vatnaveiði í Þingvallavatni, Baulárvallarvatni, Meðalfellsvatni og fleiri góðum tjörnum ásamt laxveiði fyrir norðan og sjóbirtingsveiði síðsumars.
Vakin skal athygli á að myndbandsútgáfa þáttarins er til á YouTube, X og auðvitað á Patreon.
-
ÞESSI GÆTI BREYTT LÍFI ÞÍNU. Þátturinn fjallar um bókina Ríkur faðir, fátækur faðir eftir Robert Kiyosaki. Við förum yfir eignir og skuldir, vinnu og viðskipti, eyðslu og sparnað.
Hlustið í fullri lengd inni á patreon.com/heimsendir
-
Rabies, please. Já, í þættinum ræðum við Jóhannes Gauti Óttarsson, Cand. med., veirusýkinguna hundaæði sem er enn ábyrg fyrir um 60.000 dauðsföllum árlega. Við ræðum einkenni, meðferðir, zombie-myndir og fleira.
Þátturinn er í boði Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Þú getur prófað frítt í 7 daga á patreon.com/heimsendir
-
Menn lentu í kulnun. Tvöfaldri. Í þessum þætti fjalla ég um síðustu vikur á Íslandinu, góða veðrið, stangveiði, Verslunarmannahelgina, pestó á pasta og fleira gott. Einnig eru Heimsfréttir vikunnar og Íslenskuhornið til staðar.
Þátturinn er í boði Heimsendafjölskyldunnar á Patreon.
-
Full lengd: patreon.com/heimsendir
Langar þig að vita hvernig það er að sigla umhverfis Ísland á skemmtiferðaskipi með 150 manns sem kalla þig Steven? Langar þig að fræðast um Flatey og Látrabjarg? Þá er þessi fyrir þig. Komdu með um borð og hlustaðu á ferðasöguna sem og punkta um allt það góða og slæma við núverandi starf mitt á skipinu góða.
-
Þátturinn er í boði Heimsendafjölskyldunnar á Patreon.
You don't use it, you lose it. Svo hljóða Hávamál. Í þessum þætti fjalla ég um nokkra vel valda punkta úr viðtali Andrew Huberman við Dr Gabrielle Lyon þar sem tengsl vöðva við langlífi eru í brennidepli. Við skoðum ofþyngd, innkirtla, prótein og kolvetni, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess eru nokkrir punktar úr daglegu lífi hér á Íslandi. Njótið vel!
-
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á
patreon.com/heimsendirÍ þessum þætti fjalla ég meira um vinnumál og fjármál, rigningu og tuðmenningu, útilegu með 7 mánaða dreng og loks spurninguna: Er dýrt að búa á Íslandi. Svo bregðum við okkur víðsvegar um heiminn í Heimsfréttum vikunnar.
-
Fyrsti þáttur í seríunni Spurjum lækni þar sem við fjöllum um mismunandi sjúkdóma, sögu þeirra og meðferðir. Í þessum þætti tæklum við Jóhannes Gauti Óttarsson, læknir og tónlistarmaður, sjúkdóminn berkla sem herjar enn á stóran hluta jarðarbúa þrátt fyrir að vera lítið í umræðunni hérlendis.
Þátturinn er í opinni dagskrá í boði þeirra sem styðja Heimsendi á Patreon. Takk fyrir stuðninginn og takk fyrir að hlusta!
-
Þáttinn má nálgast í fullri lengd inná https://www.patreon.com/heimsendir
Ég er faðir án fæðingarorlofs. Það er brekka en hún er líka full af lærdómi. Í þessum þætti fjalla ég um vinnu, gigghagkerfið, uppeldi barna, fjármálin og fleira. Í lok þáttar er síðan Heimsendir vikunnar sem snýr að vendingum í Úkraínu.
-
Ég er kominn heim, eins og segir í laginu góða. Í þessum þætti fjalla ég um sjokkið við að kveðja austrið og mæta vestur til Íslands. Brenglað hæðarskyn, hátt matvöruverð, sviðasulta í leikhús og orlofshús í Rússlandi. Auk þess eru Heimsfréttirnar og Íslenskuhornið á sínum stað.
Þessi þáttur er opinn í boði Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Vertu með!
-
Afsakið frönskuna. Ég er staddur í Finnlandi með kettinum Tító og okkur líður vel þrátt fyrir langt ferðalag að baki. Helsinki er flott borg og hér á hótelinu er sána og rækt. Í þættinum fjalla ég um ferðasöguna frá Japan og heimspekina á bakvið einveru erlendis.
Kæri hlustandi, ef þú vilt fullan aðgang að öllu efni Heimsendis, þá vitið þér hvar skal leita. Takk fyrir að hlusta!
-
Hlustið á þáttinn í heild sinni á patreon.com/heimsendir
Gott fólk, það er komið að því. Heimsendir flytur til Íslands og segir skilið við Japan, í bili. Í þættinum lítum við um öxl og gerum upp árin 2 í Japan - hvað lærðist, hvað afrekaðist, hvers mun sakna og hvers ekki.
-
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á patreon.com/heimsendir
Stórborgir eða smábæir? Sumar eða vetur? Reiðufé eða kort? Tattú eða bað? Í þessum þætti svara ég ykkar spurningum varðandi ferðalög til Japans. Ég minni á að það má senda mér spurningar beint ef fólk vill kafa dýpra. Njótið vel!
-
Ég ætla að verða 120 ára og ég hef fundið formúluna! Í þessum þætti fjalla ég um hreyfingu, mataræði, föstur, stress, tilgang og fleira tengt langlífi, sem og punkta um lífið í Japan og nýtilkomna japönskukennslu.
Kæri hlustandi, þessi þáttur er opinn en ég minni á Patreon fyrir heldra fólk.
-
Hvernig kemst maður í gegnum ósigra? Hvernig lifum við með samfélagsmiðlum? Af hverju í ósköpunum þurfum við að vinna 40 tíma vinnuviku? Í þessum þætti fjöllum við um kosti og galla nútímans ásamt stuttri japönskukennslu og punktum um lífið í Sapporo.
Kæri hlustandi, þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Ef þú ert enn að lesa þá segi ég vel gert, og hvet þig síðan til að prófa Patreon frítt í 7 daga og sjá hvað setur. Takk fyrir að hlusta!
- Show more