Episodes
-
Í þessum þætti af Blöndu ræðir Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tungu. Hún ræðir um tungumálið frá ýmsum áhugaverðu sjónarhornum, hvort alltaf hafi verið öruggt að íslenskan héldi velli og ástæður þess að svo fór. Eins setur hún stöðu íslenskunnar í fortíð í samhengi við stöðu hennar í samtímanum og jafnvel í framtíðinni. Kristjana Vigdís hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu sem Sögufélag gefur út.
-
Lífshlaupið er leikur sem stendur yfir milli fyrirtækja og einstaklinga í febrúarmánuði. Þetta ár, 2022, er engin undantekning frá fyrri árum og má því segja að hér sé um að ræða árlegan viðburð. Aðalsteinn Sigurgeirsson lítur á lífshlaupið frá nýju sjónarhorni þar sem skógur spilar heldur betur mikla rullu. Með ritrýndum heimildum sýnir hann fram á ágæti skóga í umhverfi manna og hvernig heilsuefling getur eflt líkama, sál og skóg.
-
Missing episodes?
-
Í þessum þætti af Blöndu spjallar Davíð Ólafsson sagnfræðingur um efni nýju bókarinnar hans sem heitir Frá degi til dags og er 27. bindið í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Umræðuefnið er í aðra röndina eðli og umfang dagbókaritunar á Íslandi um tveggja alda skeið, frá 1720 til 1920 og hins vegar allar þær raddir alþýðufólks sem heyrst hafa í skrifum sagnfræðinga frá því um 1970. Þróun sagnfræðinnar, eðli hennar og tilgangur er heldur hvergi langt undan. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2021.
-
Einar Kári Jóhannsson ræðir við Hauk Ingvarsson um nýja bók hans, Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu.
Haustið 1955 sótti bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner Íslendinga heim. Kalda stríðið var í algleymingi og íslenska þjóðin klofin í afstöðu sinni til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Faulkner var eindreginn talsmaður stórveldisins í vestri en fangaði hugi og hjörtu Íslendinga þvert á flokkslínur, sósíalistar lýstu honum sem fulltrúa þess besta í bandarískri menningu. En hver var þessi Faulkner? Og hvernig stóð á vinsældum hans? Í bókinni er fjallað um landnám módernismans í íslenskum bókmenntum og bandarísku bylgjuna sem reið yfir bókmenntaheiminn á fjórða áratug 20. aldar. Brugðið er nýju og óvæntu ljósi á þátttöku íslenskra hægrimanna í alþjóðlegu menningarstarfi í kalda stríðinu en á bak við tjöldin hélt bandaríska leyniþjónustan um þræði. Hér er á ferðinni nýstárleg rannsókn sem byggir á fjölbreyttum heimildum, þar á meðal gögnum af innlendum og erlendum skjalasöfnum. Bókin á erindi til alls áhugafólks um bókmenntir og sögu.
-
Markús Þórhallsson ræðir við Pál Björnsson um nýja bók hans, Ættarnöfn á Íslandi: Átök um þjóðararf og ímyndir. Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Í bókinni er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna.
-
Markús Þórhallsson ræðir við Má Jónsson um Galdur og guðlast. Galdramál 17. aldar eru óhugnanlegur vitnisburður um refsihörku yfirvalda sem á sextíu árum létu brenna eina konu og tuttugu og einn karl á báli. Í þessu tveggja binda verki eru teknir saman allir tiltækir dómar og bréf sem vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1576-1772. Már Jónsson prófessor bjó til útgáfu og ritar inngang.
-
Bændaskógrækt hófst í Reykhúsum árið 1983 og rann svo inn í Norðurlandsskóga. Plantað var samkvæmt áætlun skógarráðgjafa, langmest lerki fyrst og svo furu eftir ástandi og gæðum jarðvegs og gróðurs. Engu birki var plantað þar sem nokkuð var um sjálfsáið birki sem fór að verða áberandi eftir að landið var friðað fyrir sauðfjárbeit.
-
Nú er haustið mætt í allri sinni dýrð og eins og boðað hafði verið fara strákarnir yfir fyrri reynslu sína af Októberfest í Munchen. Þá er farið yfir jólabjórana aðeins, gott grín á kostnað strákanna og jólahlaðborðs strategíur.
Í þessum þætti er smakkað:
Paulaner Oktoberfest Bier
Litla Brugghúsið Keilir IPA
Veður fyrir leður Hoppy Pils nr. C30
The Brothers Brewery Dirty Julie IPA
Býkúpudrottning honey soured ale
-
Þessi þáttur hefst á óvenjulegum slóðum þegar Lite markaðinum á Íslandi eru gerð smávægileg skil. Þá er farið um víða völl og allskyns smakkað meðan piltarnir velta vöngum yfir lífi og tilveru.
-
Einar Kári Jóhannsson ræðir við Þorstein Vilhjálmsson um grein hans, Betra fólk: Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938, sem birtist í vorhefti Sögu 2021. Í greininni er fjallað um hugmyndir um getnaðarvarnir í mannkynbóta skyni frá fyrstu skrifum Guðmundar Hannessonar, í læknablaðið 1923, þar til slíkt ratar í íslenska löggjöf á síðari hluta fjórða áratugarins. Við sögu koma menntamenn sem flytja inn erlenda hugmyndafræði, menntakonur sem standa að útgáfu róttækra handbóka, ólöglegar ófrjósemisaðgerðir og heilsufræðisýning í Reykjavík með áróðursefni beint frá nasistum í Þýskalandi.
-
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir frá Vinstri grænum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Axel Sigurðsson frá Viðreisn situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Guðmundur Auðunsson frá Sósíalistaflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Haraldur Benediktsson frá Sjálfstæðisflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Valgarður Lyngdal Jónsson frá Samfylkingunni situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Magnús Norðdahl frá Pírötum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Erna Bjarnadóttir frá Miðflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Guðmundur Franklín Jónsson frá Frjálslynda lýðræðisflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
-
Ásta Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
- Show more