Episodes
-
Send us a text
Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir stofnaði fyrirtækið Maika'i eftir að hafa fundið
açaí skálar á ferðalagi um Bali. Þau byrjuðu heima í eldhúsi en í dag eru þau með nokkrar staðsetningar og 15 starfsmenn. Í þættinum fáum við að heyra hvernig þetta allt byrjaði og hvert þau eru að stefna.
Skráðu þig á póstlistann okkar & á islenskidraumurinn.is. -
Send us a text
Eyþór Aron Wöhler er rithöfundur, fótboltamaður, TikTok stjarna og tónlistarmaður. Hann hefur verið að gera góða hluti í tónlistinni nýlega með hljómsveitinni sinni HúbbaBúbba sem hefur nú skotist fram á sjónarsviðið og verið mjög áberandi á TikTok.
Skráðu þig á póstlistann okkar & á islenskidraumurinn.is. -
Missing episodes?
-
Send us a text
Leifur Damm Leifsson er stofnandi og eigandi GG Sport sem er ein af vinsælustu útivistarvöruverslunum á Íslandi. Leifur hefur ástríðu fyrir heilbrigðu líferni og útivist. GG Sport var stofnað árið 2004 og byrjaði sem lítið fyrirtæki með áherslu á að veita björgunarsveitamönnum hágæða búnað og þjónustu. Í gegnum árin hefur GG Sport vaxið og þróast og orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum á Íslandi í sínu sviði. Leifur hefur haldið áfram að byggja upp traust og nýsköpun, auk þess að vera ávallt í tæknilegum framförum þegar kemur að nýjum vörum og þjónustu.
Skráðu þig á póstlistann okkar & lestu greinina um Knút á islenskidraumurinn.is. -
Send us a text
Knútur Rafn Ármann er eigandi Friðheima sem er eitt af þekktasta gróðurhús og ferðamannastaður á Íslandi. Knútur ásamt Helenu konunni sinni stofnaði Friðheima árið 1995 og hefur síðan þá unnið markvisst að því að þróa og bæta framleiðsluferla, þar sem það hefur einkum verið áhersla á gróðurhúsaræktun tómata með nýtísku tækni og vistvænum aðferðum. Fyrirtækið er sérstaklega þekkt fyrir að nýta jarðvarma og gróðurhúsaorku til að bæta framleiðslu og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
Skráðu þig á póstlistann okkar & lestu greinina um Knút á islenskidraumurinn.is.
-
Send us a text
Sigurjón Ernir Sturluson er stofnandi Ultra Form. Ásamt því er hann íþróttafræðingur, þjálfari og einn fremsti hlaupari landsins.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Send us a text
Daníel Pétursson er stofnandi Wake Up Reykjavík & Gorilla Vöruhús.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Send us a text
María Lena er eigandi M Fitness sem er vinsælt íþróttavörumerki á Íslandi. Hún stofnaði fyrirtækið árið 2016 og var á þeim tíma einkaþjálfari og einstæðmóðir á Egilsstöðum. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið mikið og í dag rekur hún þrjár búðir, Reykjavik, Akureyri og á Egilstöðum.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Send us a text
Ásgeir Kolbeinsson er fjölmiðlamaður og þekktastur fyrir að vera fyrrum eigandi eins vinsælasta skemmtistað landsins Austur ásamt því að hafa stofnað og rekið veitingastaðinn Pünk. Ásgeir er í dag framkvæmdastjóri Self Invest sem heldur úti orkugreiningu.is sem aðstoðar fólk við það að finna sjálfan sig í gegnum stjörnuspeki.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Send us a text
Friðrik Pálsson er eigandi Hótel Rangá, sem er eitt þekktasta lúxushótel á Íslandi. Hann keypti hótelið árið 2003 og hefur síðan þá unnið að því að byggja það upp sem áfangastað fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Friðrik er með ástríðu fyrir gestrisni og þjónustu, og undir hans stjórn hefur Hótel Rangá náð alþjóðlegri viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði, sérstaklega í tengslum við norðurljósaskoðun og náttúruupplifanir. Hann hefur einnig lagt áherslu á sjálfbærni og að styðja við samfélagið í nágrenni hótelsins.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Send us a text
Eyþór Jónsson byrjaði að taka upp og klippa myndbönd þegar hann var 14 ára gamall og hefur síðan þá unnið sem sjálfstætt starfandi framleiðandi og tökumaður. Hann hefur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri með skapandi markaðsefni, stofnaði fasteignafélagið Lúðvík og opnaði nýlega verslunina Train í Keflavík.
Skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is. -
Send us a text
Birgir Haraldson er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Nordurflugs sem er stærsta þyrluþjónusta landsins.
-
Send us a text
Haukur Skúlason er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Indó sem er fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem hefur verið stofnaður frá 1991.
-
Send us a text
Sigurður Svansson er einn af eigendum og stofnandi Auglýsingastofunar Sahara.
-
Send us a text
Þorsteinn Ingi Einarsson er eigandi og stofnandi Steinabón og Garður Apartments. Í viðtalinu fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars um fjárfestingar í fasteignum.
-
Send us a text
Guðmundur Óli Sigurjónsson er eigandi Matarkompaní, Eldabuskunar og einn af stofnendum Prepp up og Prepp barsins.
-
Send us a text
Þáttur síðan 2020
Nökkvi Fjalar Orrason er stofnandi Áttunar og Swipe. Við settumst niður með Nökkva á skrifstofu Swipe og ræddum við hann um þær áskornanir sem hann hefur þurft að takast við og framtíðar plön hans í rekstrinum. -
Send us a text
Þáttur síðan 2019
Magnús Sverrir Þorsteinsson er stofnandi og eigandi Bílaleigurnar Blue Car Rental. Magnús eða Maggi í Blue eins og hann er stundum kallaður fór af stað með aðeins 5 bíla árið 2010 en síðan þá hefur bílaleigan vaxið gríðarlega og telur bílaflotinn yfir 2 þúsund bíla í dag, sem gerir Blue Car Rental eina af stærstu bílaleigum landsins.
Við settumst niður með Magnúsi á skrifstofu Blue Car Rental í Keflavik og ræddum við hann um stofnun bílaleigunar, þær áskornanir sem hann hefur þurft að takast á við í rekstrinum og framtíðarsýn hans á ferðaþjónustu á Íslandi. -
Send us a text
Þáttur síðan 2019
Einar Kristjánsson er eigandi og stofnandi Alpha Gym í Keflavik. Við förum vel yfir hvernig þetta byrjaði allt saman og hvað varð til þess að hann ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki. -
Send us a text
Þáttur síðan 2019
Steinþór Jónsson er eigandi Hótel Keflavik og Diamond Suites. Hótel Keflavik er eitt elsta hótel landsins og Diamond Suites er fyrsta 5 stjörnu hótelið á Íslandi. Við tökum nokkur skref til baka og förum yfir hans viðskiptaferli frá því hann byrjaði í hótelbransanum og þangað sem hann er kominn núna. - Show more