Episodes
-
2024 var viðburðarríkt ár hjá besta hlaupara landsins. Fyrri hluti ársins fór í að slá nokkur Íslandsmet (þmt. 44 ára gamalt Íslandsmet) en seinni hluti ársins litaðist af vonbrigðum af því að komast ekki inn á EM og Ólympíuleikana. Baldvin gerir hér upp væntingarnar, Íslandsmetin, Vo2max-ið sitt, leiðir til að bæta sig í hlaupum, hvaða græjur hann notar til að bæta sig, áhugaverða keppnisrútínu (rauðrófoskot (ft.) og koffíntyggjó (ft.)), og stundum ósjarmerandi lífsstíl atvinnuíþróttamanna.
+ Hvað kemst Baldvin marga hringi í bakgarðinum?
-
Í þættinum er kíkt undir húddið og komist að því hvað íþróttafólk þarf til að ná árangri. Ágústa veit sitt hvað um málið enda spannar ferillinn fimleika, handbolta, hjólreiðar og nú hlaup.
Ágústa lék 62 handboltalandsleiki og varð 3x Íslandsmeistari, hún var hjólreiðakona ársins 2017, 2018 og 2019 og hljóp nú í desember Valencia maraþonið á 3 tímum og 14 mínútum.
ATH. Þátturinn inniheldur innblástur.
-
Missing episodes?
-
Íris Anna og Sigurgísli deila miklum metnaði fyrir langhlaupum en þetta áhugamál þeirra þarf að deila klukkutímunum í sólarhringnum með 6 manna heimili og fyrirtækjarekstri. Íris er sjálf á sínum 'öðrum hlaupaferli' en hún tók fjögurra-meðgöngu-pásu frá íþróttinni áður en hún mætti aftur til að sækja sér Íslandsmeistaratitla. Sigurgísli yfirgaf málarastarfið fyrir draum um skrifstofulífið en það tók hann ekki langan tíma að átta sig á því að þetta væri ekki fyrir hann svo hér rekjum við söguna af endurkomu hans í iðnaðinn, edrúlífið, fyrirtækjakaup, yfirmannastöðuna, ráðningu Írisar og listina við það að fara alltof hratt af stað í keppnishlaupum.
-
Pétur Helgason er flestum Íslendingum kunnugur sem maðurinn í kraftgallanum með gjallarhornið í Powerade hlaupunum. Hann hefur haldið hlaupið sleitulaust síðan um aldamótin og á sjálfur 30 ára hlaupaferil, með sub3 maraþon, fyrsta Laugaveginn (1997) og Ironman undir beltinu.
Dóttir hans, Þóra Bríet, horfði upp á föður sinn smitast af langhlaupabakteríunni og er sjálf komin í ultra vegalengdirnar, en þau eru einu feðgin í Félagi 100km hlaupara. Þóra lauk nýverið 100 mílna hlaupi í Svíþjóð og að sjálfsögðu lét Pétur sig ekki vanta í hlaupið.
-
Kata Páls áttaði sig á því að hún yrði að vera andlega sterk ef hún ætlaði sér að komast til Kona á heimsmeistaramótið í IronMan. Langar vetraræfingar á Vestfjörðum og 'heilaæfingar' alla morgna klukkan 5 bjuggu til það sterkan haus að þegar hún greindist óvænt með lungnakrabbamein árið 2019 var hún andlega tilbúin að slátra því verkefni - og járnkarli í kjölfarið, með hálft annað lungað fjarlægt.
Kata segir okkur frá aganum sem fylgir því að vinna í frystihúsi sem barn, æfingarnar á Bolungarvík, hugarfarið fyrir íþróttina, hörðustu íþróttamenn í heimi, 1500km hjólakeppni yfir Malasíu og margt fleira skemmtilegt.
-
Siggi P er stórt númer og brautryðjandi í íslenskri hlaupasögu. Flestum er kunnugt um Íslandsmetið hans í maraþoni, sem stóð í 26 ár áður en Kári Steinn sló það, en færri þekkja leiðina sem lá að árangri hans í langhlaupum.
Við ræðum hvaða eiginleika langhlauparar þurfa að hafa, fókusinn sem hann hafði á árangur í íþróttinni, tenging afreksíþrótta við sveitalífið, fyrirmyndir, hvað hann hefði gert öðruvísi til að lengja í ferlinum (sem lauk fyrir þrítugt), æfingabúðir með Gunna Palla og Jóni Diðrikssyni og greiningu á hlaupasenunni í dag.
-
Andri Guðmundsson, bakgarðshetja og úthverfapabbi, og Einar Sigurjónsson, járnkarl og sjúkraþjálfari, tóku á stóru sem smáu málunum: Hvernig komst Ruth undir 2:10 í marþoni? Hvernig berum við það saman við heimsmet karla? En 100 metrana hjá Usian Bolt? Er þetta dóp? Eru þetta skórnir?
Af hverju hættir maður að hlaupa í bakgarðinum? Hver eru algengustu orsakir þreytu og af hverju eru Norðmenn með allt sitt á hreinu þegar kemur að mjólkursýru, hitaþjálfun, hæðaraðlögun, álagsstjórnun, endurheimt og næringu en ná því ekki út úr sér í keppnum?
-
Þorleifur var kannski með harðsperrur þegar hann mætti í stúdíóið en hann var tilbúinn að leysa frá skjóðunni um allan þann tilfinningarússíbana sem hann fór í gegnum síðustu helgi og síðustu ár sem einn af okkar fremstu bakgarðs-hlaupurum.
Hvernig var tilfinningin að missa Íslandsmetið?
Hvernig var tilfinningin að endurheimta það?
Af hverju hættir maður keppni í eitt skiptið en heldur áfram í næsta hring í því næsta - jafnvel þó maður sé hágrátandi í bæði skiptin?
Hvað hélt Þorleifi mótiveruðum gegnum allt æfingatímabilið og alla 415 kílómetrana?
Hvert verður Íslandsmetið eftir 5 ár?
Vinsældir bakgarðsins, samband Þorleifs og Mari, hvernig það að missa Íslandsmetið til Mari á sínum tíma var mikilvægasta keppnin fyrir Þorleif, ofur-fókus á sjálfan sig og fleira stórgott!
-
Æfinga- og keppnissaga Kára Steins og Tobba spannar tvo áratugi, fjölda Íslandsmeta, Ólympíuleika og þúsundir franskra kartaflna. Hér rifja þeir upp fyrsta Laugaveginn (og maraþonið) hans Kára, álit Bandaríkjamanna á brjálaða hlaupafélaganum sem heimsótti Kára til Berkeley, ótrúlegar framfarir í langhlaupum, hugmyndir um Bakgarðinn og bestu hlaupaminningarnar.
-
Egill Trausti er Íslandsmeistari (30-34) í 60m spretthlaupi, fór 160km í Bakgarðinum og leiddi Hrólf yfir línuna í 100km Hengli fyrr í sumar. Hrólfur hefur allar fjörurnar sopið en hann hefur gengið Bandaríkin endilöng, þverað Ísland og Skotland, lokið CCC, UTMB og settist hér niður til að segja sögurnar af þessu öllu saman.
-
Þegar Guðlaug lagði sundið til hliðar og hljóp 10 kílómetrana á næst besta tíma íslenskrar konu (34:57) var nokkuð ljóst að þarna var um framúrskarandi þríþrautarmann að ræða. Sem reyndist rétt því Guðlaug er fyrst Íslendinga til að keppa á Ólympíuleikum í þríþraut.
Við ræðum leiðina á Leikana (10 tíma leigubíll í Nepal, Namibía, Filippseyjar, Kína...), heimsmeistaratitil í Aquathon, hennar bestu frammistöður í skugga erfiðra meiðsla, sturlaðar VO2max mælingar, að reiða sig ekki eingöngu á íþróttaferilinn, bakslög og sigra.
👀 www.instagram.com/langa_hladvarp/
-
Elísa Kristins er sannkallaður ultrahlaupari með 4 bakgarða undir beltinu, í síðustu tilraun fór hún 375 kílómetra og ætlar sér mikið meira núna í október. Elísa kemur frá brotnu heimili og átti erfiða æsku sem mótaði styrk og hæfileika sem hún nýtir sér til að fara einn hring í viðbót.
Við ræðum ótrúlegt hlaupasumar sem hún kemur undan, hvernig svakalegar vegalengdir í keppnum byggja á svakalegu æfingamagni (ásamt fullu starfi og móðurhlutverki), status-checkið sem Mari tók á henni fyrir bakgarðinn, ráðin sem ultrahetjan Elísabet Margeirs gaf henni og komu henni nokkra hringi í viðbót, frammistöðukvíða og sjálfsvinnu sem skilaði henni í því að geta hlaupið, æft og keppt skælbrosandi á sínum eigin forsendum.
👀 www.instagram.com/langa_hladvarp/
-
Tobbi sigraði nýverið Wildstrubel 70K og bætti þar með ofan á heimsklassa frammistöður sínar fyrir árið 2024 - þrátt fyrir að hafa ætlað að blása ferðalagið af aðeins nokkrum dögum fyrir hlaup. Snjóskaflar, lágfjallaloft, kolvetnainntaka og hvatningarorð dóttur hans lögðu drögin að einni bestu frammistöðu hlaupara á árinu.
👀 www.instagram.com/langa_hladvarp/
-
Magnús Már Leifsson, Thelma Björk Einarsdóttir (Greiningardeild LANGA) og þáttastjórnandi sátu öll á hliðarlínunni þetta sumarið og fylgdust náið með frammistöðu íslenskra og erlenda hlaupara. Gagnasöfnun og úrvinnslu er formlega lokið og búið er að sjóða saman topplista yfir bæði íslensk og erlend afrek ásamt skemmtilegum fréttum, myrkum hestum og heiðurstilnefningum.
👀 www.instagram.com/langa_hladvarp/
-
Er hægt að leggja meira á íþróttamann heldur en 23 daga í röð af peloton-þvottavélinni í frönsku ölpunum?
Á Kristian Blummenfelt séns í pelotonið? Jonas Vingegaard: úr fiskverksmiðju í Tour de France, yfirburðir Tadej Pogacar, hjólarar sem hlaupa, hvað geta aðrar úthaldsíþróttir lært af hjólreiðum? Kolvetnainntaka, ketónar, sodium bicarbonate, þyngdarstjórnun og margt margt fleira.
-
Landsliðskonurnar og 100km hlaupararnir Andrea Kolbeins og Halldóra Huld gera upp sín lengstu hlaup til þessa: 100km og CCC, viðhorfið til langra vegalengda, keppa vs. njóta, UTMB og fleira skemmtilegt.
Í boði Sjóvá, Gifflar og COLLAB HYDRO.
-
Hafsteinn Sveinsson hljóp, fyrstur Íslendinga, heilt maraþon árið 1957.
Hann verður 95 ára gamall eftir fáeinar vikur og hló að mér þegar ég spurði hvort hann hafi keyrt sjálfur í stúdíóið.
Aðstæður til að æfa hlaup á sjötta áratugnum voru vægast sagt lélegar svo Hafsteinn þurfti að láta sér nægja að klofa snjó í stígvélum til að komast uppá Ingólfsfjall í kolniðamyrkri eftir 17 tíma vinnudag.
Í þættinum rekur hann sína sögu:
Af hverju hann byrjaði að stunda hlaup Æfingarnar sem hann stundaði til að verða betri hlaupari Hvers vegna maraþonið kallaði á hann Áhrifin sem maraþonhlaupið hafði á fólk í kringum hann Stuðninginn sem hann fékk frá mömmu sinni og hvernig hún gaf besta ráðið fyrir maraþonhlaupið mikla (og hann hefði betur tekið mark á) Hvernig draumurinn um Ólympíuleikana í Róm 1960 þurrkaðist út á einum degi Sigling sem hann fór hringinn í kringum landið á 16 feta bát (það er mjög lítill bátur) Hvernig hann heldur sér svona hraustum í dag -
Vo2max, zone 2, mjólkursýruþröskuldur, tempó... hvað þýða þessi hugtök og af hverju er mikilvægt að vita hvernig líkaminn bregst við mismunandi álagi sem við setjum á hann?
Einar, betur þekktur sem Latsi, heldur hér fyrirlestur um þjálffræði og lífeðlisfræðina á bakvið æfingar ásamt því að útskýra hvernig úthaldsíþróttamaður getur fundið sína veikleika og bætt þá fyrir næstu áskorun.
-
Björgvin Karl er fremsti karlkyns Crossfittari okkar Íslendinga og Þröstur er fyrrum heimsmeistari í kraftlyftingum. Báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið til staðar fyrir hvorn annan í þeirra lengstu áskorunum: 106km ultrahlaupi og maraþon róðri.
Við fáum keppnissögu þeirra beggja; hvernig Þröstur kom sér í gegnum 106 kílómetrana í 100 kílóa líkama og hjálpina sem hann fékk (ekki) frá Björgvini, og stríðsástandið sem myndaðist eftir maraþon róðurinn á Heimsleikunum 2018.
- Show more