Episodes
-
Miðvikudagur 6. nóvember
Trump, efnahagur, stjórnarskrá, neytendur, rödd almennings, verkfallsvakt.
Við Rauða borðið í kvöld verður tekið á grundvallarmálunum og nýjustu fréttum. Sigurjón Magnús Egilsson tekur á móti góðum gestum í beina útsendingu til að ræða meðal annars um úrslit kosninganna í Bandaríkjunum; Eva Bergþóra Þorbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gunnnar Hólmsteinn Ársælsson, kennari, Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur, Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði í Háskóla Íslands. Efnahagsstjórnin hér hefur gengið frekar illa, ríkissjóður er rekinn með halla ár eftir ár. Hvers vegna er það og hvað er unnt að gera til að snúa þessu við? Við fáum fjóra góða hagfræðinga til að greina stöðuna. Þeir eru: Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB, Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur hjá SA og Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ. Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrárfélaginu setja nýja stjórnarskrá á dagskrá og útskýra hvers vegna það er kosningamál sem liggur til grundvallar öllum helstu kröfum okkur og draumum um betra líf og réttlátara. Benjamín Julian fer yfir neytendafréttir og fólk á förnum vegi svarar spurningum um stjórnarskrá sem kosningamál og hvað þurfi til að gera til að bjarga ríkissjóði úr halla. Á Verkfallsvakt Rauða borðsins ræðir Haukur Hilmarsson, smíðakennari í Reykjanesbæ um kennara sem blóraböggla en hann skrifaði samninganefndunum skeyti í formi dagbókar kennara sem varpar ljósi á umfang starfsins sem er vanmetið. -
Þriðjudaginn 5. nóvember
Kosningar, forsetakjör í USA, samgöngumál, Færeyjar, rokkstjörnur og gamalt sakamál.
Við hefjum leik með hópumræðu þar sem spurt verður hvað við ættum helst að vera að ræða fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Frosti Logason, Hjálmar Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Kristín Erna Arnardóttir ræða málin. Nú þá verða samgöngumál sem kosningamál rædd frá ýmsum hliðum. Stefán Jón Hafstein, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Ólafur Arnarson blaðamaður og Hjalti Jóhannesson landfræðingur á Akureyri spjalla við Björn Þorláks. María Lilja Þrastardóttir Kemp ræðir við almenning um forsetakjörið í Bandaríkjunum. Hún spyr einnig hvað rokkstjörnur kjósi. Hljómsveitin Spacestation kemur beint úr hljóðprufu að Rauða borðinu en bandið tekur eins dags forskot á Airwaves vertíðina sem hefst á morgun með grasrótartónleikum í Hörpu í kvöld. Oddný Eir Ævarsdóttir flytur okkur fréttir frá Færeyjum í gegnum viðmælandann Carl Jóhan Jensen. Skorað verður á frambjóðendur að taka afstöðu til aukins samstarfs Íslendinga og Færeyinga. Við ljúkum svo þætti kvöldsins með umræðu um nýja bók. Magnús Ólafsson fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum segir okkur frá riti sem fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi og varpar ljósi á réttvísi og ranglæti. -
Missing episodes?
-
Mánudagurinn 4. nóvember
Pólitíkin, flóttafólk, geðheilbrigði, kjósendur, verkfall, landflótti og Gaza
Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Helga Arnardóttir fjölmiðlakona og Páll Ásgeir Ásgeirsson fjallamaður ræða stöðuna í pólitíkinni í aðdraganda kosninga. Hvernig verður fólki við þegar manneskjur sem dvalið hafa hér misserum saman eru allt í einu fangelsaðar með hótun um brottvísun. Ragnar Magnússon framhaldsskólakennari segir frá. Við tökum fyrir geðheilbrigðismál, verða þau kosningamál? Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi í Hlutverkasetri, Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar og Sigurþóra Bergsdóttir frá Berginu headspace ræða stöðuna. Við förum í Kringluna og ræðum við kjósendur og tvær unglingsstúlkur sem eru í kennaraverkfalli: Lena Louzir og Þórdís Sigtryggsdóttir. Jack Hrafnkell Danielsson er fluttur til Noregs. Hann er í heimsókn hér á landi en honum líst hvorki á pólitíkina né umferðina. Í lokin verður Radíó Gaza. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir við mótmælendur: Pétur Eggertz, Sigtrygg Ara Jóhannsson, Guðbjörgu Ásu Jóns-Huldudóttur og Möggu Stínu. -
Sunnudagurinn 3. nóvember:
Synir Egils: Kosningar, kappræður, kjaradeilur
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR, Sema Erla Serdaroglu aðjúnkt og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og ræða pólitík og samfélag í aðdraganda kosninga. Þeir bræður taka púlsinn á Alþingi og ræða síðan um verkföll í kosningabaráttu. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins greinir stöðuna í kjaraviðræðum. -
Laugardagurinn 2. nóvember
Helgi-spjall: Magnús Scheving
Magnús Scheving segir frá harðræði í æsku, hvernig hann lifði af og hvernig þau viðbrögð mótaðu líf hans, frá lífsviðhorfum sínum og leit að því að sætta þá Magga sem búa innra með honum. -
Föstudagur 1. nóvember
Vikuskammtur: Vika 44
Að Rauða borðinu í beina útsendingu í Vikuskammtinn koma til að ræða frjálslega út frá fréttum vikunnar þau Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari og plötusnúður, Valur Gunnarsson, rithöfundur, Sigrún Sandra Ólafsdóttir, endurvinnsluáhugamanneskja, Arnar Páll Gunnlaugsson, bifvélavirki og frambjóðandi og Þór Martinsson, sagnfræðingur. Umsjón með umræðunni hefur Oddný Eir. -
Fimmtudagur 31. október
Grimmi og Snar #28 - Hverju vill Haraldur Þorleifsson spyrja Manga Tarot stokkinn að🔮
Haraldur Þorleifsson hitti Grimma og Snar sem hvatti hann til að hætta á Twitter og Chat gpd túlkaði niðurstöður spádómsins 🦥🦭🐆 -
Fimmtudagurinn 31. október
Kosningar, samkeppni, verkfall, Bandaríkin og klassíkin
Spennan í íslenskum stjórnmálum vex. Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarfræðingur, Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og þingmaður, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar taka stöðuna. Við ræðum samkeppnismál í aðdraganda kosninga: Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Gísli Tryggvason lögmaður og fyrrum talsmaður neytenda ræða hvað stjórnvöld þurfa að gera til efla samkeppni og styrkja hag neytenda. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara, Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins koma á verkfallsvakt kennara. Jón Ólafsson prófessor og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi ræða forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Magnús Lyngdal Magnússon sagnfræðingur segir okkur frá bók sinni um Klassíska tónlist. -
Miðvikudagurinn 30. október
Kosningar, skattar, verkfall, öryggismál og gervigreind
Við byrjum á kosningum: Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrrverandi þingkona og nú bæjarfulltrúi, Erna Hlynsdóttir blaðakona, Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna og Guðmundur Ari Sigurjónsson formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar greina stöðuna. Skattamál verða kosningamál. Stefán Ólafsson prófessor, Indriði H. Þorláksson fyrrum skattstjóra og Skapti Harðarson formaður Samtaka skattgreiðenda ræða allar hliðar skattamála. Egill Helgason og Hulda Lovísa Ámundadóttir, deildarstjórar á Drafnarsteini, koma á verkfallsvaktina. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir öryggismál Evrópu og Úkraínustríðið og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur ræðir um áhrif gervigreindar á samfélagið. -
Þriðjudagurinn 29. október
Kosningar, útlendingamál, Selenskí, lýðræði og Elísabet
Við ræðum komandi kosningar, um hvað verður kosið, hvaða flokkar eru í sókn og hverjir í vörn. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins greina stöðuna. Svo kölluð útlendingamál eru eitt af kosningamálunum. Qussay Odeh íslensk-palestínskur aðgerðarsinni, Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri, Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum ræða þetta hitamál. Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði greinir hvað Selenskí Úkraínuforseti var að biðja Norðurlöndin um. Björn Þorsteinsson heimspekiprófessor ræðir um lýðræðiskrísuna og Elísabet Jökulsdóttir segir okkur frá bók sinni um Grikklandsárin sín, þegar hún var barn. -
Mánudagurinn 28. október
Kosningar, skólamál, forseti USA, kennaraverkfall og heilbrigðiskerfið
Við höldum áfram að ræða komandi kosningar: Bolli Héðinsson hagfræðingur, Davíð Þór Jónsson prestur og frambjóðandi Sósíalista, Halldóra Mogensen þingkona Pírata og Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur og skútuskipstjóri ræða stöðuna. Skólamál verða eitt af kosningamálunum: Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur, Björgvin Þór Þórhallsson aðstoðarskólastjóri og Ragnar Þór Pétursson kennari Í Norðlingaskóla ræða skólamálin og meta áhrif þeirra á kosningarnar. Guðmundur Hálfdanarson prófessor og Magnús Helgason sagnfræðingur greina æsispennandi forsetakosningar í Bandaríkjunum og áhrif þeirra innanlands og utan. Kennarar eru að fara í verkfall: Þórunn Sif Böðvarsdóttir kennari í Laugalækjarskóla, Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri í Drafnarsteini, Helga Baldursdóttir varaformaður Félags framhaldsskólakennara og kennir í Tækniskólanum og Egill Helgason kennari í Drafnarsteini ræða stöðuna og í lokin ræðir Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur um heilbrigðiskerfið. -
Sunnudagurinn 27. október:
Synir Egils: Kosningar, átök og deilur
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Margrét Sanders bæjarfulltrúi, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi og ræða stöðuna í aðdraganda kosninga á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseta til að fjalla um fjölmiðlamálið og Icesave í tilefni af útgáfu dagbóka sinna. -
Rauða borðið - Helgi-spjall: Sigurður Skúlason
-
Föstudagur 25. október
Heimsmyndir - Valgerður Þ. Pálmadóttir
Valgerður Þ. Pálmadóttir doktor í hugmyndasögu kom i þáttinn að ræða breytingar á heimsskilningi fólks í gegnum tíðina. Svo tóku þau Kristinn djúpa dýfu í Frankenstein eftir Mary Shelley. Það ótrúlega margbrotna verk. -
Föstudagur 25. október
Með á nótunum #101
Í þessum þætti fengum við til liðs við okkur Hrund Atladóttur myndlistarkonu og fórum yfir málefni líðandi stundar og allt þar á milli. Hópurinn skellti sér í Bíó Paradís og sá myndina Substance og var hún rædd. Ríkistjórnin er spruning. Nýjar vendingar í máli rapparans P Diddy halda áfram að koma í ljós og virðast fleiri og fleiri frægir flækjast inn í það erfiða mál. Hliðarverðlaun Nóbels voru veitt á dögunum og fékk frekar áhugaverð uppgötvun þau í ár og að sjálfsögðu eru afmælisbörnin á sínum stað.
ATH: Með á nótunum er venjulega á dagskrá Samstöðvarinnar annað hvert þriðjudagskvöld kl. 23 en af óviðráðanlegum orsakum forfallaðist útsending s.l. þriðjudag og sýnum við því þátt þriðjudagsins núna. -
Föstudagur 25. október
Vikuskammtur - Vika 43
Í vikuskammt að þessu sinni koma þau Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, Yngvi Ómar Sighvatsson, tölvuleikjahönnuður og varaformaður leigjendasamtakanna, Sunna Ingólfsdóttir, mannfræðingur, kennari og tónlistarkona og Geir Sigurðsson, rithöfundur og prófessor. Umsjón hefur Oddný Eir Ævarsdóttir. -
Fimmtudagurinn 24. október
Kosningar, átök, hækkun matarverð, hernaðarandstæðingar, Gaza og vond leikrit
Við ræðum pólitík í aðdraganda kosninga. Karen Halldórsdóttir fyrrum bæjarfulltrúi, Marinó G. Njálsson ráðgjafi, Guðríður Arnardóttir fyrrverandi form Félags framhaldsskólakennara og fyrrum bæjarfulltrúi og Hákon Gunnarsson varabæjarfulltrúi, allt Kópavogsbúar, koma fyrst og svo blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Frosti Logason og Karen Kjartansdóttir. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambandsins, fjallar um hækkun matvælaverðs og önnur neytendamál. Árni Hjartarson, sem var ritstjóri veglegar bókar um baráttu hernaðarandstæðinga, segir okkur frá bókinni og baráttunni. Árni segir enn: Ísland úr Nató og herinn burt. María Lilja fær til sín ungliða til að ræða þjóðarmorðið í Gaza: Gunnar Ásgrímsson kemur frá Ung Framsókn, Ármann Leifsson frá Ungum jafnaðarmönnum í Samfylkingunni, Karl Héðinn Kristjánsson frá Roða í Sósíalistaflokknum og Sverrir Páll frá Uppreisn í Viðreisn. Og Lára Magnúsardóttir ræðir um tvö leikrit á fjölum leikhúsanna og þær leiðir sem hægt er að fara til að virkja menningarstofnanir okkar til að styrkja íslensku og fólk sem vill læra íslensku. -
Fimmtudagur 24. október
Grimmi og Snar #27 - Þessi þáttur á eftir að slá í gegn eftir 50 ár 🎛️
Haldið ykkur, Halldóra Geirhards og Barbara hittu Grimma, Snar og Munda 🐇🤡 -
Miðvikudagur 23. október
Pallborð ungliða, pólitíkin, stjórnmálaafl innflytjenda, leikhús og forn vinnumenning
Við hefjum leik á umræðu ungs fólks, heyrum hvað þeim finnst að stjórnmálaflokkar ættu að setja á oddinn nú fyrir kosningarnar. Þau Jósúa Gabríel Davíðsson, Valgerður Birna, Karl Héðinn Kristjánsson og Viktor Pétur Finnsson ræða málin með Birni Þorláks umsjónarmanni í beinni útsendingu.
Að þeirri umræðu lokinni koma þau Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður, Björg Eva Erlendsdóttir fyrrum fréttamaður og Sigmundur Ernir, sem er bæði fyrrum ritstjóri og fyrrum þingmaður og ræða ýmsa anga stjórnmálanana og bregðast að einhverju leyti við orðum unga fólksins. Jasmina Vajzovic ætlar svo að segja okkur frá höfnun og útilokun sem hún upplifði eftir röðun á lista Viðreisnar. Hún upplýsir um hugmyndir um stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem aðeins yrði skipaður innflytjendum. Gunnar Smári fjallar um Óskalandið, gamandrama í Borgarleikhúsinu, og ræðir við leikstjórann Hilmi Snæ Guðnason og leikarana Esther Talíu Casay og Vilhelm Neto. Einnig kynnum við nýlega bók um forna búskaparhætti, Bjarni Guðmundsson kennari er höfundur hennar og segir hann okkur frá bókinni og efni hennar. -
Þriðjudagurinn 22. október
Kosningar, karlar, dans og ofbeldi
Við höldum fram að ræða komandi kosningar: Jón Gnarr frambjóðandi Viðreisnar, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Valur Gunnarsson sagnfræðingur og Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður Framsóknar metra stöðuna og síðan halda þau áfram: Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og þjóðfræðingarnir Auður Viðarsdóttir og Vilborg Bjarkadóttir. Í karlaspjalli á þriðjudegi ræðum við spaka karlinn. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur leiðir samtalið og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og hönnuður, Sverrir Norland rithöfundur og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri taka þátt. Svartir fuglar er dansverk sem sýnt er í Tjarnarbíói, Lára Stefánsdóttir samdi dansa við ljóð Elísabetar Jökulsdóttur og Lára Þorsteinsdóttir dansar. Við fáum þær í heimsókn. Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins ræðir breytta birtingarmynd ofbeldis. Engin teikn eru á lofti um að útlendingar beiti frekar íslenskar konur ofbeldi en innfæddir karlar. - Show more