Episodes

  • Þið eruð að fara að hlusta á þátt númer 50 af Sönnum Íslenskum Draugasögum! 

    Við værum ekki hér ef það væri ekki fyrir ykkur! Takk fyrir að senda inn sögur, takk fyrir að hlusta og takk takk takk til allra áskrifenda og styðja þannig við podcastið okkar ♥️♥️♥️

    Eins og alltaf við við hvetja ÞIG kæri hlustandi að senda inn þína sögu á [email protected] svo að við getum haldið áfram að gefa út þætti. 

    Á bakvið allar sögurnar sem við höfum sagt hingað til er alvöru manneskja sem raunverulega upplifði það sem hún er að segja hér. Og það sem er svo fallegt í þessu samfélagi sem við erum búin að búa til hér saman er að við dæmum ekki hvort annað. Við trúum hvort öðru, við berum virðingu fyrir hvort öðru og við höfum gaman að því að bera saman bækur okkar 🙂

    Sögurnar í dag koma frá FJÓRUM einstaklingum og þær eru skuggalegar! 

    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    Haldið áfram að senda okkur frásagnir á [email protected] 📧

    SAGA 1: Ömmur eru bestar 

    (Sendandi: nafnleynd) 

    ,,Svo ég segi við ömmu í algjörum fíflagangi "ef bíllinn verður ekki til friðs á leiðinni, viltu þá stoppa það af að ég komist af stað á honum" og viti menn, bíllinn neitar að fara í gang alveg sama hvað ég reyndi..."SAGA 2: Árekstur 

    (Sendandi: Stella) 

    ,,Ég var nýbyrjuð í vinnunni. Það var myrkur úti en ljós frá veginum. Ég var að bíða eftir einum starfsmann enþá úti í bíl þar sem ég var ekki komin með lykla. Þá sé ég allt í einu mann ganga frá bænum í áttina til mín..."
    SAGA 3: Íbúðin sem hún bjó í 

    (Sendandi: nafnleynd) 

    ,,Um hádegisbil er bankað hjá mér og er það Palli sonur konunnar sem ég leigði íbúðina af.  Hann tjáði mér það að móðir hans hefði látist í kringum miðnætti kvöldið áður. Ég man hvað mér kólnaði við að heyra þetta..."SAGA 4: Heltekinn af hræðslu 

    (Sendandi:nafnleynd) 

    ,,Ég var alveg að sofna en allt i einu heyrði eg hurðina niðri opnast og fann strax á mér að þetta væri ekki pabbi, þrátt fyrir það að ég var uppi í rúmi á efri hæðinni þá heyrði eg þetta svo skýrt og hátt..."Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að senda okkur sögurnar sínar, leyfa okkur að segja þær og öðrum að hlusta ♥️

    Vilt þú að við tökum fyrir þína sögu í komandi þáttum?

    Sendu okkur þá línu á [email protected]ábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    HELL ICE COFFEE

    Ghostbox.is

    Leanbody

    Haldið áfram að vera dugleg að senda okkur sögur á [email protected] 📧

  • Komið þið sæl, þið eruð að fara að hlusta á þátt númer 51 af Sönnum Íslenskum Draugasögum! 😁

    Sögur dagsins eru virkilega góðar, og eins og alltaf þá viljum við hvetja ykkur hlustendur til þess að senda ykkar sögur á [email protected]


    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    SAGA 1: Vegbúinn 

    (sendandi: Inga) 

    ,,Við lögðum af stað á föstudegi og ætluðum að vera yfir helgina fram á mánudag, því þetta voru margir aðilar. Og á leið minni sé ég konu standa við vegkant, ég sá að systir mín sá ekki þessa konu og vissi strax að hún væri ekki meðal lifanda..."SAGA 2: Poltergeist 

    (sendandi: Magga) 

    ,,Ég er með lítinn spegi úr mósaik sem ég bjó til í skólanum á yngri árum og hann er staðsettur á hillu fyrir ofan klósettið. Þar sem ég sat inn í stofu þá heyri ég allt í einu skell inná baði, mér dauðbrá og fer inn á bað og sé þá..."SAGA 3: 10 mínútur yfir 6 

    (sendandi: Aðalheiður Tómasdóttir) 

    ,,Nokkrum mínútum seinna heyrir hún í mér inn í svefnherbergi. Mamma kom inn í herbergi til mín og þá sat ég upprétt í rúminu öskrandi en það sem var dálítið ógnvekjandi var að ég var ennþá sofandi..."SAGA 4: Ekki fara inn til þeirra 

    (sendandi: Snædís María) 

    ,,Ég öskra í símann, hundurinn truflast út í horni og ég tryllist af hræðslu og eina sem ég kem upp er börnin mamma, börnin þannig að ég tek á rás og ætla hlaupa inn til þeirra til að athuga hvort þau væru ekki í lagi en mamma öskrar á mig EKKI FARA INN TIL ÞEIRRA!..."Þá er komið að lokum hjá ykkur í dag og við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að leyfa okkur að segja sögurnar þeirra og leyfa ykkur að hlusta. Endilega sendu okkur þína sögu á [email protected] og við tökum hana fyrir í komandi þáttum! Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að senda okkur sögurnar sínar, leyfa okkur að segja þær og öðrum að hlusta ♥️

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    HELL ICE COFFEE

    Ghostbox.is

    Leanbody

    Haldið áfram að vera dugleg að senda okkur sögur á [email protected] 📧

  • Missing episodes?

    Click here to refresh the feed.

  • Komið þið sæl kæru áskrifendur og verið velkomin í þátt númer 52 af Sönnum Íslenskum Draugasögum!

    Ef að þú situr á sögu sem þig langar til þess að deila með okkur, endilega sendu okkur línu á [email protected] og við tökum hana fyrir í komandi þáttum!

    Njótið vel og eigið yndislega viku!

    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    SAGA 1: Draugasögur úr Kópavogi

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Í stuttu máli er Þinghóll einn af þingstöðum sem var í Gullbringusýslu í ‘‘gamla daga‘‘. Ásamt því að vera þingstaður þá var þetta einnig aftökustaður og fólk því tekið af lífi og grafið jafnvel þarna í kring, eða eins og gert var á þessum tíma ‘dysjað‘. en dys er orð yfir gröf, þar sem grafið var hálfan meter niður í jörðina og svo hlaðið yfir með grjóti eftir að líkið var sett ofan í dysina"SAGA 2: Hótelherbergi á Suðurlandi

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Þegar við vorum komin þangað og búin að tékka okkur inn í herbergið fann ég eitthvað á mér. Eins og eitthvað væri að fylgjast með mér inní herberginu, en svo spáði ég ekki meira í því. Um kvöldið fórum við í veitingasalinn á  hótelinu og höfðum það kósý og fengum okkur að borða síðan ákváðum við að fara snemma að sofa þetta kvöld..."SAGA 3: Konan við rúmið

    (sendandi: Helga)

    ,,Ég vaknaði um miðja nótt og sá konu standa beint hliðina á rúminu mín megin og ég hélt að þetta væri mamma mín. Konan var með stutt krullað hár og frekar lágvaxin, nákvæmlega eins og mamma mín var á þessum tíma. Ég reyndi að tala við hana..."SAGA 4: Óvæntur gestur

    (sendandi: Mjöll)

    ,,En þegar ég kem inní eldhús situr þar gömul kona sem ég veit að ég á að þekkja en ég kem henni ekki fyrir mig. Hún heilsar mér en ég fer að velta því fyrir mér hvernig hún komst inní íbúðina afþví að ég var ein heima og mamma enn í vinnunni...."Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að senda okkur sögurnar sínar, leyfa okkur að segja þær og öðrum að hlusta ♥️

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    HELL ICE COFFEE

    Ghostbox.is

    Leanbody

  • Komið þið sæl elsku bestu!

    Þið eruð hér að fara að hlusta á þátt númer 53 af Sönnum Íslenskum Draugasögum og sögur dagsins eru skuggalega góðar! Ef þú vilt að við tökum þína sögu fyrir í komandi þáttum, endilega sendu okkur hana á [email protected]

    En það er ekki eftir neinu að bíða skellum okkur í sögurnar!!

    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    SAGA 1 - Læknirinn að handan

    (sendandi: nafnleynd)

    "Ég var alltaf vör við umgang þarna þó að ég væri ein heima en var ekkert að kippa mér upp við það, en þegar ég var um 10 ára vaknaði ég upp við að það var einhver að stumra yfir fótunum á mér þar sem ég lá í rúminu mínu. Mér brá illilega og hljóp upp í til mömmu og pabba og vildi ekki fara aftur í mitt rúm...,,
    SAGA 2 - Spítalinn á Spáni

    ( sendandi: nafnleynd)

    "Enn á leiðinni heim fer ég að finna fyrir mikilli ógleði, og vinkonur mínar urðu líka eitthvað skrýtnar. Það endaði á því að ég þurfti að biðja kærastann minn um að stoppa bílinn skyndilega þar sem ég byrjaði að kasta upp á fullu. Stuttu eftir það fór gps aftur í rugl...,,
    SAGA 3 - Fjárhúsin

    (sendandi: Sigrún Harpa Harðardóttir)

    "Mikið hefur komið uppá í þessum fjárhúsum en þau hafa tvívegis orðið fyrir flóði og annað skiptið sem það gerðist þá gjöreyðilögðust þau en hjálpuðumst við fjölskyldan við það að endurbyggja þau og eftir það fórum við frænka mín að finna fyrir mikilliog sterkri orku í hlöðunni....,,
    SAGA 4 - Eftir Covid

    (sendandi: nafnleynd)

    "Færum okkur síðan yfir til sumarsins 2023. Ég og maðurinn minn vorum skilin og ég fékk að búa tímabundið hjá vinkonu minni. Eitt kvöldið var ég að koma úr sturtu, vinkona mín farin að sofa og ég átti ekki von á neinum. Þá heyrði ég kallað nafnið mitt...,,

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    HELL ICE COFFEE

    Ghostbox.is

    Leanbody


    Þá er þætti númer 53 af Sönnum Íslenskum Draugasögum lokið og við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að senda okkur sínar sögur og fyrir að leyfa ykkur hlustendum að njóta þeirra.

    Til þess að halda þessu hlaðvarpi gangandi þá er nauðsynlegt að fá sendar sögur frá ykkur svo endilega ekki hika við að senda inn ykkar frásagnir á [email protected]

  • Komið þið sæl elsku bestu 🙂

    ÞIÐ ERUÐ AÐ FARA AÐ HLUSTA Á ÞÁTT NÚMER 54 AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM! 🇮🇸

    Mikið yrðum við nú ánægð að fá sögu senda frá ÞÉR hlustandi góður! Endilega, ef þú lumar á einni sendu okkur hana þá við fyrsta tækifæri á [email protected] og við tökum hana fyrir í komandi þáttum.

    Hefur þú kannski sent okkur sögu og við erum ekki búin að taka hana fyrir? Þá gæti verið að það leynist póstur í inboxinu þínu, frá okkur þar sem við biðjum þig um skriflegt samþykki fyrir að fá að segja sögurnar þínar í podcastinu okkar. Þetta þarf allt saman að vera löglegt sjáið þið til 😉 Svo þið sem hafið sent inn sögur athugið hvort þið hafið ekki fengið póst frá okkur og endilega gefið okkur GO þar!

    EN að því sögðu, þá ætlum við í dag að segja ykkur fjórar skuggalegar draugasögur sem koma frá fjórum einstaklingum......

    Svo komið ykkur nú fyrir, slökkvið ljósin (já ekki svindla slökkvið ljósin!) og hlustið vel....

    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    HELL ICE COFFEE

    Ghostbox.is

    Leanbody

    SAGA 1: Konan í bústaðnum

    (sendandi: Anna)

    ,,Um nóttina vaknar maðurinn minn við bank á hurðina. Bústaðurinn er langt frá vegi, og engar mannaferðir þarna nálægt. Hann gerir fyrst ekkert en aftur er bankað svo hann stendur upp..."SAGA 2: Strákurinn í Kirkjugarðinum

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Ég starfaði í nokkur ár sem trukkabílstóri og keyrði þá á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Þessi keyrsla fór alltaf fram á næturnar og oftast var ég að fara Skeiðarársand á milli klukkan 9 og 10 á kvöldin þar sem ég tók skyldu stopp í Freysnesi og fékk mér að borða. En stundum þá var ég seinna á ferðinni. Ég lenti nokkrum sinnum í því..."
    SAGA 3: Hliðið

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Ég og strákarnir mínir fórum í fjölskyldugrill á sveitabæ sem ég er frá. Þegar ég fór í gegnum hliðið þá fór mér hinsvegar að líða mjög illa í hálsinum og það fór bara versnandi þegar leið á..."
    SAGA 4: Úlfljótsvatn árið 1998

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Ég man mér fannst orkan dáldið sérstök á þessum stað, en tengdi það smá við kannski óöryggi að vera að heiman án foreldra. En í seinna skiptið sem ég fór gisti ég ekki í aðalhúsinu heldur var okkur vinkonunum úthlutaður útiskáli..."

    Þá er 54 þætti af Sönnum Íslenskum Draugasögum lokið!Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að leyfa okkur að segja sögurnar þeirra og fyrir að leyfa ykkur hinum að hlusta. Við viljum hvetja alla sem að sitja á draugalegum atvikum að senda okkur frásagnir á [email protected].

    En eins og þið heyrðuð í þættinum þá kom þarna spurning í seinustu sögunni sem hljómaði svona: 

    Gerist það oft að kirkjuklukkur hringi svona á nóttunni? 

    Hvað segið þið hlustendur, einhver hér sem býr nálægt kirkju og hefur lent í því sama?

    Annars viljum við bara þakka ykkur öllum kærlega fyrir að hlusta og fyrir að vera í þessu draugasamfélagi með...

  • Kæru hlustendur þið eruð að fara að hlusta á þátt númer 55 af Sönnum Íslenskum Draugasögum 💀

    Ef að þú situr á sögu sem þú vilt að við tökum fyrir í komandi þáttum endilega sendu okkur línu á [email protected] afþví að eina leiðin til þess að halda þessu hlaðvarpi gangandi er að fá sendar sögur frá ykkur 🖤

    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    Leanbody

    SAGA 1: PÓLLAND OG ÍSLAND

    (sendandi: Justyna) 

    ,,Eftir að við beygjum inn á bílastæði, tók framúr okkur hvítur sportsbíll á ógnahraða. Það tók pabba nokkrar mínutur að athuga hvort það væri í lagi með bílinn okkar en hann sá ekkert óeðlilegt. Við byrjuðum því að leggja rólega af stað aftur og vorum næstum komin á veginn þegar við sáum allt í einu mikinn reyk...."SAGA 2: ÞORP Á VESTFJÖRÐUM

    (sendandi: Berglind Kvaran Ævarsdóttir)

    ,,Ég fer inn í starfsmannarýmið þar sem skáparnir okkar eru, fer úr útifötunum og er að labba til baka þar sem inngangurinn er þegar ég heyri hurðina opnast. Ég lít upp og þar stendur samstarfsmaður minn, sem ég sá í glugganum nokkrum mínútum áður á hæðinni fyrir ofan..."SAGA 3: DRAUGASÖGUR AÐ NORÐAN

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Ég var eitt sinn að keyra að kvöldi til og þá var búið að loka en ég sá svartklæddann mann vera að labba um búðina. Fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri öryggisvörður svo ég fór inn á bílastæðið til að athuga það en nei. Það var ekki bíll frá Securitas og svo sá ég..."
    Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að leyfa okkur að segja sögurnar þeirra og fyrir að leyfa ykkur hinum að hlusta. Við viljum hvetja alla sem að sitja á draugalegum atvikum að senda okkur frásagnir á [email protected].
  • Kæru hlustendur, þið eruð að fara að hlusta á þátt númer 56 af Sönnum Íslenskum Draugasögum!

    Þáttur dagsins er tileinkaður Guðrúnu, því allar sögurnar hér í dag tilheyra henni.

    En við höfum nokkrum sinnum gert svona áður þar sem við tileinkum heilu þættina einhverjum sem sendir okkur margar sögur í einu 🤗

    Við skulum fara yfir þær saman í dag.....

    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    Leanbody

    Maðurinn í stofunni"..Ég var eitthvað að leika mér inn í stofu en kem svo hlaupandi inn í eldhúsið til hans og spyr ,hvaða maður er í stofunni? Pabbi lítur hissa á mig og svarar hvaða maður..,,Speglasímamyndirnar"...Mér leið aldrei illa eða neitt svoleiðis en ég man oft þegar ég kom heim eftir skóla þá sofnaði ég stundum í stofunni og fannst mér ég oft heyra umgang í kringum mig þar...,,
    Tælandsferðin"...Þetta var einbýlishús með fullt af herbergjum og frekar stórt en svo gerðist það eftir að ég hafði verið þarna í nokkra daga, að þá sá ég allt í einu um hábjartann dag hvítann reyk beint fyrir framan mig inn í einu herberginu þar sem ég svaf...,,Kærasta pabba"...Ég stend þarna á miðju stofugólfinu og ætlaði að beygja mig eftir ryksugunni og slökkva á henni þegar ég sé allt í einu konu setjast upp í rúminu...,,Pabbi"....Ég man að ég leit á myndina á gólfinu og hugsa, þetta er skrítið því síðast þegar ég var hérna eftir að pabbi dó þá var þessi mynd ekki á gólfinu heldur á ísskápnum. Það var heldur enginn annar með lykil að íbúðinni svo það gat ekki verið að einhver annar hafi farið þangað inn...,,

    Ps. Það er líka ein míní draugasaga um páfagauk, sem er ansi skemmtileg 😉

    Guðrún lumar á fleiri sögum handa okkur sem við munum taka fyrir í komandi þáttum.

    En eins og alltaf viljum við hvetja ykkur til þess að senda ykkar frásagnir á [email protected]. Við munum halda áfram með þetta podcast svo lengi sem sögurnar halda áfram að berast 🤗

    Takk kærlega fyrir að hlusta!

  • Komið þið sæl elsku hlustendur og velkomin í þátt númer 57 af Sönnum Íslenskum Draugasögum.

    Nú eru eflaust margir að fara í ferðalög næstu vikur og mánuði, annahvort erlendis eða hér innanlands og við vonum að við fáum að vera í eyrunum á ykkur á meðan þið fljúgið, keyrið, hjólið eða labbið á þann stað sem þið ætlið að heimsækja 🤗

    Í dag ætlum við að segja ykkur draugasögur frá fimm einstaklingum og við viljum minna á að ÞÚ getur sent inn þína sögu á [email protected] og við tökum hana þá fyrir í komandi þáttum!

    Njótið vel 🎧

    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    Leanbody

    SAGA 1 - DRAUGURINN Á STOKKSEYRI

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Stundum var meira að segja hægt að sjá það fyrir fram að draugurinn væri að fara bralla eitthvað vegna þess að kötturinn varð órólegur. Oftar en ekki þegar að ég var ein heima yfir nótt vaknaði ég um miðja nótt og það var eins og það væri veisla frammi með fullt af fólki..."SAGA 2 - MAÐURINN Í LEÐURFRAKKANUM

    (sendandi: Maríanna Vestmann)

    ,,Ég reisti mig upp í rúminu og sá þá mann standa á miðju gólfi fyrir framan hurðina sem var aðeins frá rúminu. Ég fann mikla sorg koma frá honum en hann var hávaxinn og klæddur í leðurfrakka með hettu, en höfuðið snéri niður svo ég sá ekki framan í hann..."SAGA 3 - ELTIHRELLIR

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Við vinkona mín sitjum úti á svölum einn daginn og sjáum gamlan mann með tvo mjög þunga poka og hann virtist eiga erfitt með að bera þá, svo við ákváðum að fara niður og bjóðast til að beta pokana fyrir hann heim, sem hann þáði.  Hann var breskur og mjög gamall, en ég myndi giska á ca 75-85 ára, og greinilega veikur..."
    SAGA 4 - ALÞÝÐUSKÓLINN Á EIÐUM

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Eitt skiptið þegar ég horfði þangað þá sá ég að það var myrkur inní einni stofunni, eins og það átti að vera en síðan sá ég hvernig ljósið kviknaði og byrjaði að blikka. Ég stóð þarna með kvíðahnút í maganum og beið eftir því að fá mitt kjú svo ég gæti farið inná svið..."
    SAGA 5 - HJÚKRUNARKONAN SEM HÚKKAR FAR 

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Þegar pabbi varungur maður var hann að keyra ásamt vini sínum í mosfellssveit á leið í bæinn þegar hann sér unga konu í gömlum hjúkkubúning standa við veginn að húkka sér far. Pabbi tekur hana uppí en þar sem hún talaði ekki íslensku og pabbi ekki ensku þá ákvað hann að keyra hana áleiðis í bæinn..."
    Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að leyfa okkur að segja sögurnar þeirra. Vonandi höfðuð þið gaman að

    Þú getur sent inn þína sögu á

    [email protected] 

  • ÞIÐ ERUÐ AÐ FARA AÐ HLUSTA Á ÞÁTT NR 58 AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM 🇮🇸

    Allar sögurnar sem við ætlum að segja ykkur hér í dag koma frá ósköp venjulegu fólki úr þjóðfélaginu sem eiga það sameiginlegt að hafa upplifað eitthvað yfirnáttúrulegt!

    Við höfum alltaf sagt að við höldum þessu podcasti gangandi svo lengi sem þið haldið áfram að senda okkur sögur. Nú er byrjað að saxast ansi vel á þær, sem er ósköp eðlilegt svona á sumrin, en við viljum hvetja ÞIG hlustandi góður til þess að senda ÞÍNA sögu á [email protected].

    NÚNA ER TÍMINN TIL ÞESS AÐ SETJAST NIÐUR OG SKRIFA ÞÍNA UPPLIFUN! 

    En að því sögðu, þá erum við með smá þema í dag þar sem við ferðumst saman á milli heimilisfanga en sögurnar eru virkilega góðar.

    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    Leanbody

    SAGA 1: HÚSIÐ Í ÞINGHOLTUNUM 

    (sendandi: nafnleynd) 

    ,,Ég sofnaði með sögu í eyrunum en vakna svo klukkan 3 um nóttina við tónlist. Ég hrekk upp og það fyrsta sem ég hugsa er að síminn minn hafi farið í gang en svo var ekki. Tónlistin var greinilega í hergberginu en það var slökkt á sjónvarpinu. Ég sá þá að útvarpið hafði farið í gang..."SAGA 2: KRUMMAHÓLAR

    (sendandi: nafnleynd) 

    ,,Þegar ég var unglingur bjó ég í Breiðholti, Krummahólum 6 á efstu hæð tveggja hæða íbúð. Þegar við flytjum inn var mikil spenna og skemmtilegheit en við fórum fljótt að taka eftir því að allskonar hljóð heyrðust hér og þar og þá aðalega í stiganum. Oft heyrðum við einhvern labba upp og niður, upp og niður og jafnvel hlaupa en aldrei var neinn þarna..."
    SAGA 3: DRAUGAHÚSIÐ Í FOSSVOGINUM 

    (sendandi: Guðrún sem var einnig með sögur í þætti 57) 

    ,,Eftir fyrstu nóttina sem hann gisti í húsinu þá hringir hann út til okkar og segir að hann hafi aldrei lent í annarri eins nótt og þessari en hann sagðist hafa ætlað að fara að sofa í gestaherberginu og þegar hann var að fara að sofa þá var svoleiðis þrammað þungt og hátt aftur og aftur, upp og niður stigann og þegar hann leit fram þá var enginn..."

    Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að leyfa okkur að segja ykkur sögurnar, og ykkur hinum fyrir að hlusta. 

    Endilega haldið áfram að senda okkur á [email protected] 

  • ÞIÐ ERUÐ AÐ FARA AÐ HLUSTA Á ÞÁTT NÚMER 59 AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM! 🇮🇸

    Við hjónin vorum greinilega í miklu stuði við upptökur á þessum þætti svo við förum með ykkur um víðann völl 😁 Maður þarf ekki alltaf að vera alvarlegur þegar maður er að tala um dauðann og drauga, það er líka allt í lagi svona inná milli að ræða um þessi málefni á léttu nótunum.

    Eins og alltaf þá viljum við hvetja þig hlustandi góður til þess að senda okkur þína sögu á [email protected] og þá tökum við hana fyrir í komandi þáttum.

    Njótið vel!
    👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉR

    Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:

    Happy Hydrate

    Leanbody

    SAGA 1 - FYLGJUR OG FYRIRBOÐAR

    (sendandi: Guðrún)

    ,,Þegar ég bjó með pabba þá talaði hann oft um að fylgjan mín kæmi oft rétt á undan mér og í gegnum árin hef ég oft fundið það sterkt líka að einhver komi á undan manninum mínum heim..."SAGA 2 - ÍBÚÐIN VIÐ HLIÐINÁ

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Svo nokkrum mánuðum seinna er ég að labba út úr íbúðinni okkar og sé þá að íbúðin hliðiná er galopin. Ég ákvað að labba inní hana og athuga málið. En hún var mannlaus. Ég prófaði svo að kalla halló en fékk ekkert svar..."SAGA 3 - DRAUGAR Á HJÚKRUNARHEIMILUM

    (sendandi: Hjördís María)

    ,,Eitt skiptið var ég á kvöldvakt á annarri hæð þegar bjöllumotta sem er rápmotta  á gólfi fer í gang. Ég hleyp til, en einstaklingurinn er upp í rúmi og engin starfsmaður var inni hjá einstaklingnum..."
    SAGA 4 - GAMLA KONAN Í HORNINU

    (sendandi: nafnleynd)

    ,,Við fluttum inní eldra hús í bæ út á landi og ég var með ónota tilfinningu í þau ár sem við bjuggum þarna. Börnin mín voru í tíma og ótíma að slasa sig í þessu húsi og urðu mikið veik..." 

    Þá er enn öðrum þætti af Sönnum Íslenskum Draugasögum lokið og við viljum þakka öllum höfundum dagsins kærlega fyrir að fá að segja sögurnar þeirra, og ykkur hinum fyrir að hlusta.

    Við höldum áfram að gefa út þætti svo lengi sem sögurnar ykkar halda áfram að koma svo endilega sendið þær á [email protected] .

    Þær mega vera stuttar eða langar og það er alveg velkomið að senda oftar en einu sinni.

    TAKK FYRIR AÐ HLUSTA! 

    Draugakveðjur,

    Stebbi & Katrín 

  • VIÐ ÆTLUM AÐ BYRJA ÞENNAN MÁNUÐ MEÐ ÍSLENSKRI SPRENGJU 💣 🇮🇸 🤗

    Í þessum þætti ætlum við að tala um íslenska draugatrú í gegnum aldirnar og einkenni íslenskra drauga. Síðan tökum við fyrir þekktar sögur eins og t.d. um Gretti og Glám, Miklubæjar Sólveigu og Djáknann á Myrká.

    Við munum einnig staldra aðeins við og kynna fyrir ykkur sjódraugana en sögur um sjórekin lík eru nokkuð algengar í íslenskri sagnahefð.

    Rétt í lokin munum við svo skoða hvarfið á Bjarna Matthíasi Sigurðssyni og spjalla um myndina sem Jón Haukur tók hér um árið.

    Stútfullur þáttur sem þið viljið alls ekki missa af 😁

    Hlustaðu á allann þáttinn með því að smella á hlekkina hér að neðan:)

    SPOTIFY ÁSKRIFT!

    Fáðu draugasögu í hverri einustu viku!

    SMELLTU HÉR:

    https://open.spotify.com/show/4OFMmF6XHx0BkEA4aYkpQ9?si=ggN0eHUZQB6baceXaX0bRA

    FYRIR ÞÁ SEM KJÓSA AÐ KOMA Í ÁSKRIFT MEÐ PATREON APPINU ER BEINN HLEKKUR HÉR FYRIR NEÐAN

    PATREON ÁSKRIFT:

    https://www.patreon.com/draugasogur

    *Þátturinn inniheldur auglýsingar frá Ghost Network ehf.

  • *Áskriftarprufa (ein frásögn)

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Við viljum við hvetja ÞIG til þess að senda okkur ÞÍNA frásögn á [email protected]

    Kæru hlustendur, þið eruð hér að fá þátt númer 49 af Sönnum Íslenskum Draugasögum! 

    Við bjóðum alla nýja áskrifendur velkomna í stóra drauga samfélagið okkar hér á patreon, og þökkum gömlu og góðu áskrifendum okkar fyrir að hlusta, standa við bakið á podcastinu okkar, og síðast en ekki síst, senda okkur sögur ♥️

    Ef að þú vilt að við tökum þína frásögn fyrir í komandi þáttum, endilega sendu okkur hana á [email protected]

    Til þess að podcastið lifi, þá verðum við að fá sögur frá ykkur... svo ekki bíða með það, komið ykkur þægilega fyrir, skrifið ykkar frásögn og sendið okkur 😄 Munið líka, að allir sem senda okkur frásögn fá að eiga upptökuna af sinni sögu og fá cover mynd.. en þetta er eitthvað sem þið getið átt um ókomna tíð! 

    EN BYRJUM ÞÁ ÞETTA DRAUGAPARTÝ!SAGA 1 - GAFLARALEIKHÚSIР

    (sendandi: Heiðrún) 

    "Maður fann fyrir ákveðinni nærveru sem við vinirnir vorum sammála um. Manni leið ALLTAF eins og það væri einhver að fylgjast með manni. Ég heyrði margoft fótartak, þá oftast í áhorfandasalnum eða andardrátt...,,

    Svo skellið headphone á ykkur og hafið okkur í eyrunum 💛

    Hlustaðu á allan þáttinn SPOTIFY ÁSKRIFT- HÉR:

    https://open.spotify.com/show/4kGrAjh70e3L5f8RAqLc0a?si=jKCkYngTSOaIXIuiegDvNg
  • *Áskriftarprufa (ein frásögn)

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Við viljum við hvetja ÞIG til þess að senda okkur ÞÍNA frásögn á [email protected]

    SAGA 3: HERBERGI NÚMER 1 ,,Oft á kvöldin eftir að búið var að læsa heimavistum (strákar á jarðhæð, stelpur á 2. hæð) heyrðist dularfullir hurðaskellir úr kjallaranum og umgangur þó það væri niðamyrkur þar og enginn á ferli..."

    Svo skellið headphone á ykkur og hafið okkur í eyrunum 💛

    Hlustaðu á allan þáttinn SPOTIFY ÁSKRIFT- HÉR:

    https://open.spotify.com/show/4kGrAjh70e3L5f8RAqLc0a?si=jKCkYngTSOaIXIuiegDvNg

  • *Áskriftarprufa (ein frásögn)

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Við viljum við hvetja ÞIG til þess að senda okkur ÞÍNA frásögn á [email protected]

    SAGA 1: REYKJANESBÆR

    (höfundur: Selma)

    ,,Þegar ég kalla þá fæ ég ógreinilegt svar, svo ég kalla til baka að ég skilji ekki og hvar hún væri. Mér fannst svarið koma frá efri hæðinni, þar sem ég stóð nálægt tröppunum upp..."

    Svo skellið headphone á ykkur og hafið okkur í eyrunum 💛

    Hlustaðu á allan þáttinn SPOTIFY ÁSKRIFT- HÉR:

    https://open.spotify.com/show/4kGrAjh70e3L5f8RAqLc0a?si=jKCkYngTSOaIXIuiegDvNg

  • *Áskriftarprufa

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Auðvitað vonum við að flest ykkar fari með okkur inní 2024 og að því sögðu viljum við hvetja ÞIG til þess að senda okkur ÞÍNA frásögn á [email protected]

    En sögur dagsins koma frá Önnu Maríu Hoffman Guðgeirsdóttur.

    Hún deilir með okkur fimm frásögnum sem við ætlum að fá að segja ykkur í dag.

    Svo skellið headphone á ykkur og hafið okkur í eyrunum 💛

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

  • *Áskriftarprufa

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Í dag ætlum við að segja ykkur draugasögur sem allar koma frá Hörpu Finnsdóttur! Hún hefur sent okkur fjölmargar skemmtilegar og áhugaverða sögur áður og við vonum innilega að hún haldi áfram að senda okkur sínar frásagnir 😀

    Við viljum samt líka minna sérstaklega á að það saxast á sögurnar mjög hratt og til þess að halda þessu hlaðvarpi á lífi þá verðum við að fá sögur sendar frá ykkur!

    Svo endilega ekki bíða með að senda okkur á [email protected] 💛

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

  • *Áskriftarprufa

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Velkomin inní desesember sem vissulega fallegur, en líka svolítið dimmur og draugalegur.....

    Í dag ætlum við að segja ykkur fjórar draugasögur og eins og alltaf þá hvetjum við ÞIG kæri áskrifandi til að senda okkur ÞÍNA sögu á [email protected].

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

  • *Áskriftarprufa

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Draugasögur dagsins eru fimm talsins og þær koma allar frá Hörpu Finnsdóttur.

    Hún Harpa hefur áður sent okkur sögur og þá fékk hún, líkt og núna, þátt tileinkaðan sér 🧡

    Það er alveg ótrúlega áhugavert og gaman að rýna í sögurnar hennar. Hún er frábær penni og segir skemmtilega og vel frá á sama tíma og hún er skeptísk.

    Ef þú hefur upplifað eitthvað yfirnáttúrulegt þá hvetjum við ÞIG til þess að senda okkur ÞÍNA frásögn á [email protected].

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

  • *Áskriftarprufa

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Þið getið sent ykkar sögu á [email protected]

    Komið þið sæl kæru áskrifendur! 

    Við vonum að þið hafið haft það gott um helgina og séuð tilbúin í vikuna sem framundan er. En í dag er sunnudagur sem þýðir að við erum hér með glænýjar og sannar íslenskar draugasögur handa ykkur!!

    *Áskriftarprufa

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

  • *Áskriftarprufa

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR

    Þið getið sent ykkar sögu á [email protected]

    Við viljum endilega nota tækifærið og minna ykkur góðfúslega á að halda áfram að senda okkur ykkar upplifanir af draugagangi á Íslandi svo við getum við haldið þessu hlaðvarpi áfram gangandi.

    Þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af stafsetningu eða uppröðun og munið að það er engin saga of stutt eða of löng. Eða ómerkileg eða ekki nógu góð.

    Munið að við trúum ykkur og allir sem eru hér inná líka 🙏

    Draugasögur geta líka verið berdreymni, fyrirboðar, skynjun "tilviljanir"! og þannig fram eftir götunum.

    Hlökkum til að fá fleiri sögur frá ykkur en á [email protected]

    Í dag munum við segja ykkur 3 sögur frá 3 einstaklingum!

    *Áskriftarprufa

    Hlustaðu á allan þáttinn FRÍTT í 7 daga prufuáskrift HÉR