Played
-
Gústi from the Future mætti með Dr. Football og Sigurði
-
Fullur bátur fór yfir 4. umferðina í 2. og 3. deild karla.Meðal umræðuefnis:Baráttan um 2. sætið í báðum deildum, Garðurinn endurheimti virðinguna, ÍR að leika sér, hver ætlar að skora á móti Ægi, hver ætlar að tapa á móti Reyni, ÍH vantar nýjan fjármálastjóra, bestu vinunum gengur vel.Þátturinn er í boði Bola, Jako, Ice, Pizzunnar þar sem hlustendur geta notað afsláttarkóðann "astridan" til að fá 40% afslátt og Acan Wines inná acan.is.Hægt er að hlusta á í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.
-
Sverrir Mar Smárason er umsjónarmaður í Innkastinu eftir 8. umferð Bestu deildarinnar. Með honum eru Baldvin Már Borgarsson og Aron Elí Sævarsson, leikmaður Aftureldingar.
Valur lenti í hremmingum gegn Fram og tapaði fjórða leik sínum í röð, Kjartan Henry á skotskónum og hrakfarir FH halda áfram, Breiðablik heldur áfram að vinna og Leiknir heldur áfram að tapa, Víkingar á sigurbraut en KA tapaði öðrum leik sínum í röð, Stjarnan vann ÍBV naumlega og Gaui Lýðs í agabanni, Keflavík komið í gírinn en ÍA í frjálsu falli. -
Innkastið eftir sjöundu umferð Bestu deildarinnar er aðeins seinna á ferðinni en venja er. Þar er þó boðið upp á beinskeytta yfirferð yfir allt það sem skiptir máli.
Elvar Geir stýrir þættinum en sérstakir gestir eru Magnús Haukur Harðarson FH-ingur og fjölmiðlamaðurinn Þór Bæring sem fjallar um deildina fyrir Morgunblaðið.
Blikar eru í bílstjórasætinu eftir markasúpu gegn Fram, FH-ingar halda sig í neðri hlutanum, Valsmenn hafa tapað tveimur leikjum í röð, KR er með erfiðan heimavöll, Víkingar eru óstöðugir, Stjörnumenn eru í stuði og í Vestmannaeyjum er pirringur milli manna. -
Lárus Guðmundsson fótboltagoðsögn og Lúðvík Jónasson mættu og fóru yfir íslenska og enska boltann.
-
Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas fara yfir 3. umferð Bestu deildarinnar.
Sóknarmenn í ham en varnarmenn í basli í besta leik í sögu Bestu deildarinnar, drama á Dalvík, allir komnir á blað nema Keflvíkingar, Blikar rúlluðu yfir FH-inga og hasar á Hlíðarenda þar sem Valur vann KR. -
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 26. mars. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór.
Hitað er upp fyrir Bestu deildina og bestu menn undirbúningstímabilsins valdir, úrvalslið, besti leikmaðurinn og besti þjálfurinn.
Hver er líklegastur til að verða besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar?
Þá mætir sjálfur Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, í þáttinn og rætt er um komandi tímabil og fleira.