Episodios
-
Í þætti dagsins förum við yfir hvernig fjölmiðlar eru notaðir til að matreiða ofan í almenning skilaboð sem eru afar hentug fyrir hergagnaiðnað hins vestræna heims. Stjórnmálamenn taka þannig gagnrýnilaust við fyrirmælum um hvaða skoðun þeir eiga að hafa á málefnum líðandi stundar og almenningur er teymdur í humátt á eftir.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.is
Fylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_
Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/
Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttv
Brotkast á vefnum: https://brotkast.is
-
Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi, segir að sér finnist fullkomin tímaskekkja að ríkið sé að reka ÁTVR, fyrirtæki á samkeppnismarkaði, þar sem einkaaðilar eru fullfærir um að annast. Hún segist þó vilja draga upp annan markað sem sé henni mun kærari, það sé orkumarkaðurinn. Hið opinbera geri sig mjög gildandi á raforkusölu í smásölu. Af 9 aðilum sem selji raforku í smásölu séu 4 í opinberri eigu – og þar af séu þrjú þeirra sjálf í framleiðslu og dreifingu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
¿Faltan episodios?
-
Vísbendingar eru um að hin margumtalaða woke-hugmyndafræði, sem meirihluti almennings á vesturlöndum annað hvort aðhylltist eða þorði ekki að andmæla á undanförnum árum, sé nú á hröðu undanhaldi. Þá sjáum við hina sósíalísku hugmynd um hvernig sumir eigi að vera jafnari en aðrir kristallast í innri baráttu íslenska vinstrisins og við ræðum einnig um ráðherran sem fékk allt en vildi samt meira. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Einar Þorsteinsson vann í mörg ár hjá Ríkissjónvarpinu, lærði stjórnmálafræði og hefur gengt embætti borgarstjóra síðustu misseri. Hann sleit nýverið samstarfi við meirihlutann og hætti í kjölfarið sem borgarstjóri. Hann kom til okkar og sagði okkur frá lífinu og tilverunni.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Tjörvi Schiöth, sagnfræðingur, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er mjög gagnrýnin á umfjöllun fjölmiðla af stríðinu í Úkraínu og segir almenningi vera seldar augljósar blekkingar og lygar sem gangi í berhögg við raunveruleikann og almenna skynsemi. Hann rekur í þessu viðtali þær sögulegu staðreyndir sem hann telur skipta máli til að skilja ástæður stríðsins og ræðir hvernig þær hafa verið hundsaðar bæði af evrópskum ráðamönnum og fjölmiðlum sem hafa þannig kynnt undir frekari átök með röngum og yfirborðskenndum upplýsingum um stríðið.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ekki fer mikið fyrir ólíkum sjónarmiðum á Ríkismiðlinum RÚV sem er sannfærður um að mikið bakslag hafi orðið í réttindum kvenna á undanförnum árum. En er almenningur sammála þessari rétttrúnaðarhugmynd? Við fjöllum um þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Við fjöllum um ótrúlegt íslenskt eltihrellismál og vangetu lögreglunnar til að koma fórnarlömbum slíkra mála til aðstoðar. Við ræðum einnig um svimandi há laun borgarstjóra og ákvörðun borgarstjórnar um að hafna framtaki einkaaðila í leikskólamálum í Reykjavík. Þá förum við yfir hatrið á Elon Musk og veltum fyrir okkur hvaðan nákvæmlega það er komið. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann ræðir hér um þær stjórnmálahræringar sem eiga sér stað á vesturlöndum um þessar mundir og stöðu alþjóðamála. Hann telur stefnu Evrópuríkja gagnvart Bandaríkjunum sem hafa viljað enda stríðið í Úkraínu varasama og hefur áhyggjur af þáttöku íslenskra ráðamanna í því. Arnar segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin vera í mikilli hættu þegar íslenskir stjórnmálamenn eru nokkurn vegin farnir að taka sér stöðu gegn Bandaríkjunum og hefur áhyggjur af því að stefna stjórnvalda sé að fara sækja hraðar um inngöngu í Evrópusambandið. Arnar spáir Flokki fólksins ekki miklu langlífi þar sem hann telur alveg ljóst að styrkjamálið svokallaða hafi ekki enn verið til lykta leitt.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þættinum ræða þeir Dagur og Óli við Soffíu Lenu sem hefur verið að flúra bæði hér á Íslandi og á Spáni. Að vanda fara þeir vítt og breitt í þættinum, hvenær hún byrjaði að gera flúr og opnaði stofu á Íslandi, tribal flúr og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þætti dagsins förum við yfir hvernig fjölmiðlar eru notaðir til að matreiða ofan í almenning skilaboð sem eru afar hentug fyrir hergagnaiðnað hins vestræna heims. Stjórnmálamenn taka þannig gagnrýnilaust við fyrirmælum um hvaða skoðun þeir eiga að hafa á málefnum líðandi stundar og almenningur er teymdur í humátt á eftir.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Flosi Eiríksson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er í framboði til formanns VR sem er stærsta verkalýðsfélag landsins. Hann telur sig hafa rétta bakgrunninn og þekkinguna til að leiða félagið og hefur sterkar skoðanir á því hvernig standa skuli að kjaramálum á Íslandi. Flosi fer í þessu viðtali yfir áherslur sínar og kynnir sig fyrir kjósendum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.is
Fylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_
Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/
Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttv
Brotkast á vefnum: https://brotkast.is
-
Flosi Eiríksson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er í framboði til formanns VR sem er stærsta verkalýðsfélag landsins. Hann telur sig hafa rétta bakgrunninn og þekkinguna til að leiða félagið og hefur sterkar skoðanir á því hvernig standa skuli að kjaramálum á Íslandi. Flosi fer í þessu viðtali yfir áherslur sínar og kynnir sig fyrir kjósendum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og fyrrverandi verkalýðsforingi er gestur Fullorðins að þessu sinni. Hann er þekktur fyrir beitt viðtöl og að tala tæpitungulaust. Hann segir okkur frá uppvexti sínum úti á landi og hvað hefur gert hann að þeim manni sem hann er í dag.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Gústaf Níelsson sagnfræðingur er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann ræðir í þessu viðtali stjórnmálin vítt og breytt, tjáningarfrelsi í Evrópu, aðhaldsaðgerðir Donald Trump og stríðið í Úkraínu.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Það er svakalegur munur á markaðsverði símafyrirtækjanna. Þannig er markaðsvirði Símans sjö sinnum meira en Sýnar – og makaðsvirði Nova er þrisvar sinnum meira en Sýnar. Þetta er mjög sláandi. Sætta hluthafar Sýnar sig við þetta? Markaðsvirði Símans er 35 milljarðar kr., Nova 16 milljarðar og Sýnar 5 milljarðar.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ein af okkar ástsælustu leikkonum og hefur verið í leikhúsum og sjónvarpi landsmanna í gegnum árin. Í þætti dagsins segir hún okkur frá æskuárunum, ástinni og lífinu almennt.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Við rifjum upp þann trylling sem átti sér stað þegar lögfræðingur og stjórnarkona í fjölmörgum íslenskum stórfyrirtækjum hvatti fyrirtæki til að reka starfsmenn umsvifalaust ef á þá voru bornar einhverjar ásakanir í MeToo byltingunni. Einnig tölum við um taktleysi evrópskra stjórnmálamanna sem vilja hvetja Úkraínu til að berjast til síðasta blóðdropa og vilja helst ekki heyra minnst á samningaviðræður við Rússa. Þá ræðum við um stjórnmál í Þýskalandi og mögulega rannsóknarnefnd Alþingis um byrlunar- og símastuldsmálið. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Hilmar Þór Hilmarsson prófessor er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir Evrópusambandið ekkert hafa um stríðið í Úkraínu að segja lengur. Donald Trump er að hans mati eini leiðtoginn sem hafi um eitthvað að semja við Pútín Rússlandsforseta og segir hann ríkisstjórn Bandaríkjanna vera búna að átta sig á því að nú er ekkert annað hægt að gera en að ljúka stríðinu til að lágmarka þann skaða sem orðinn er.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Kaup fasteignafélagsins Heima á vísindahúsinu Grósku á háskólasvæðinu – félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar eru á vissan hátt söguleg. Þeir verða stærstu hluthafar í Heimum og frkvstj. Heima segir að með kaupunum sé félagið komið með meiri aþjóðleg tengsl.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
- Mostrar más