Episodios
-
Þéttingarstefna borgarstjórnarmeirihlutans var löngu fyrirséð stórslys sem mun taka borgarbúa áratugi að jafna sig á. Þrátt fyrir að þetta sé að koma betur og betur í ljós hefur meirihlutinn engan áhuga á að breyta um kúrs þó ekki væri nema til að milda höggið. Við ræðum einnig í þessum þætti um margumtalað bakslag í hinsegin samfélaginu og rýnum í hvaða þetta er sprottið. Einnig tölum við um þáttöku Íslands í Eurovision en hlutii stjórnar RÚV hefur lýst yfir vilja til að sniðganga keppnina. Allt þetta og miklu meira í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Norræn Karlmennska er loksins komin aftur og við förum í sturlunina sem er búin að vera í gangi þar sem fólk sem kann ekki stærðfræði útskýrir tölfræði fyrir okkur hinum. Lítum á karlmann vikunnar, af hverju góða fólkið leyfir börnum ekki að vera börn í friði og skoðum sambærilegt mál þar sem fólk klappar fyrir aðila sem gerir það sama og Haukur H. fékk á sig ákæru fyrir.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
¿Faltan episodios?
-
Samúel Ívar Árnason hefur undanfarin tvö ár unnið að því að safna upplýsingum um aðdraganda þess að Arnar bróðir hans féll fyrir eigin hendi í mars mánuði árið 2023. Arnar starfað bæði sem handboltaþjálfari hjá HK og umsjónakennari í Kópavogsskóla en hann hafði skömmu fyrir andlát sitt fengið veður af alvarlegum ásökunum á hendur sér sem hann fékk þó aldrei að vita nákvæmlega hverjar voru. Samúel hefur komist að því að málið hafi hafist með nafnlausri tilkynningu til Samskiptaráðgja íþrótta- og æskulýðsmála, en það embætti var sett á fót af Barna- og menningarmálaráðuneytinu og er ætlað að sjá um viðkvæm mál sem komið geta upp innan Íþróttasambands Íslands. Ásökunin sem sett var fram í þeirri tilkynningu var óljós og sendandi kvittaði undir hana með bæði fölsku nafni og símanúmeri. Samskiptaráðgjafinn ákvað í framhaldi af því að hefja rannsókn á Arnari án þess að tilkynna honum sjálfum um það. Arnar þurfti sjálfur að óska eftir fundi með samskiptaráðgjafanum til að leita sér upplýsinga um málið en fékk í raun ekkert að vita á þeim fundi annað en að hann gæti í raun ekki starfað áfram sem handboltaþjálfari. Þannig gekk Arnar út af skrifstofu samskiptaráðgjafans í nagandi óvissu og vanlíðan og var allur skömmu síðar. Samúel hefur áður sagt frá því hvernig hann telji ásakanirnar hafa komið frá fólki úr hópi foreldra sem voru ósátt við Arnar sem þjálfara og vildu fá hann rekinn í þeirra von að börn þeirra fengju meiri möguleika í liðinu. Hann segist sannfærður um að vinnubrögð samskiptaráðgjafans hafi ýtt bróður sínum yfir brúnina og að vel hefði mátt koma í veg fyrir þann harmleik sem hinar nafnlausu ásakanir höfðu í för með sér.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.is
Fylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_
Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/
Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttv
Brotkast á vefnum: https://brotkast.is
-
Samúel Ívar Árnason hefur undanfarin tvö ár unnið að því að safna upplýsingum um aðdraganda þess að Arnar bróðir hans féll fyrir eigin hendi í mars mánuði árið 2023. Arnar starfað bæði sem handboltaþjálfari hjá HK og umsjónakennari í Kópavogsskóla en hann hafði skömmu fyrir andlát sitt fengið veður af alvarlegum ásökunum á hendur sér sem hann fékk þó aldrei að vita nákvæmlega hverjar voru. Samúel hefur komist að því að málið hafi hafist með nafnlausri tilkynningu til Samskiptaráðgja íþrótta- og æskulýðsmála, en það embætti var sett á fót af Barna- og menningarmálaráðuneytinu og er ætlað að sjá um viðkvæm mál sem komið geta upp innan Íþróttasambands Íslands. Ásökunin sem sett var fram í þeirri tilkynningu var óljós og sendandi kvittaði undir hana með bæði fölsku nafni og símanúmeri. Samskiptaráðgjafinn ákvað í framhaldi af því að hefja rannsókn á Arnari án þess að tilkynna honum sjálfum um það. Arnar þurfti sjálfur að óska eftir fundi með samskiptaráðgjafanum til að leita sér upplýsinga um málið en fékk í raun ekkert að vita á þeim fundi annað en að hann gæti í raun ekki starfað áfram sem handboltaþjálfari. Þannig gekk Arnar út af skrifstofu samskiptaráðgjafans í nagandi óvissu og vanlíðan og var allur skömmu síðar. Samúel hefur áður sagt frá því hvernig hann telji ásakanirnar hafa komið frá fólki úr hópi foreldra sem voru ósátt við Arnar sem þjálfara og vildu fá hann rekinn í þeirra von að börn þeirra fengju meiri möguleika í liðinu. Hann segist sannfærður um að vinnubrögð samskiptaráðgjafans hafi ýtt bróður sínum yfir brúnina og að vel hefði mátt koma í veg fyrir þann harmleik sem hinar nafnlausu ásakanir höfðu í för með sér. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ljósmyndarinn Spessi, Sigurþór Hallbjörnsson, kemur frá Ísafirði og mamma hans lét hann frá sér þegar hann var lítill drengur. Hann segir okkur frá uppvextinum, neyslunni, lífinu í Kaupmannahöfn, vinnu á leikskóla og mörgu fleira í þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Fjölmiðlanefnd hefur greint frá því að hún ætli á næsta fundi sínum að taka fyrir fréttaflutning vefmiðilsins Fréttarinnar þar sem fjallað var um meinta hópnauðgun hælisleitenda þar sem sú frétt er sögð hafa verið byggð á ótraustum heimildum. Þetta vekur athygli sér í lagi þar sem Fjölmiðlanefnd hefur hingað til ekki gert neinar athugasemdir eða rannsakað fréttaflutning Ríkisútvarpsins þegar fréttastofa þeirra hefur augljóslega farið fram úr sér og gert risa fréttamál úr málum sem reynst hafa tilhæfulaus með öllu. Við förum yfir þetta og miklu meira í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ritstjórarnir, þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, rýna í Kauphöllina og efnahagslífið. Nýjustu verðbólgumælingar valda nokkrum vonbrigðum en næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 21. maí. Verður breyting á stefnu bankans en nú eru menn farnir að sjá aftur auknar verðbólguvæntingar í kortunum. Um leið tóku þeir stöðuna á nokkrum dægurmálum svo sem Kveiksþættinum um njósnir og stöðu litlu hluthafanna í Landsbankanum á sínum tíma og svo rafmagnsleysið á Spáni og í Portúgal. Einnig rýndu þeir í stöðu ferðaþjónustunnar í ljósi uppgjöra Icelandair og Play og áforma Bláa lónsins um skráningu.
Kauphöllin er ekki fyrir hjartveika og miklar sveiflur á markaði enda arðgreiðslur nýbúnar og margir velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að horfa frekar á arðgreiðslufélögin. Og hvað verður um Íslandsbankaútboðið? Rætt var um að fyrri hluti uppboðsins yrði nú í maí og ríkið gerði ráð fyrir að fá hátt í 100 milljarða fyrir hlut sinn í bankanum. Verður af þessu og mun ný ríkisstjórn sætta sig við að selja á lægra gengi en síðasta ríkisstjórn?
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Það er gríðarlega miklvægt að fólk lesi fjölmiðla með gagnrýnum hætti og enn mikilvægara að blaðamenn kanni heimildir sínar vel áður en byggðar eru á þeim fréttir. Í þessari viku sáum við katastrófískt dæmi þar sem hvorutveggja fór ofan garðs og neðan. Við ræðum gríðarlega fögnuð kennara með tillögur um kynjafræði í öllum greinum og tölum um afspyrnu slappa greiningu þjóðfélagsrýnisins Hallgríms Helgasonar á hugtakinu woke og afleiðingum þess. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Brynjar hefur lengi staðið í stappi við íþróttahreyfinguna. Nú hefur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins gert úttekt á þjálfunaraðferðum Brynjars og sent hana á Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands. Brynjar er allt annað en sáttur við skýrsluna sem hann segir að sé glæpsamlega illa unnin. Þar hafi verið lagt af stað með fyrirfram ákveðna niðurstöðu og að í engu hafi hlutleysis verið gætt. Hann fer ítarlega yfir málið í þessu viðtali.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.is
Fylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_
Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/
Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttv
Brotkast á vefnum: https://brotkast.is
-
Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Brynjar hefur lengi staðið í stappi við íþróttahreyfinguna. Nú hefur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins gert úttekt á þjálfunaraðferðum Brynjars og sent hana á Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands. Brynjar er allt annað en sáttur við skýrsluna sem hann segir að sé glæpsamlega illa unnin. Þar hafi verið lagt af stað með fyrirfram ákveðna niðurstöðu og að í engu hafi hlutleysis verið gætt. Hann fer ítarlega yfir málið í þessu viðtali.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Það gat engin séð það fyrir að hreyfing sósíalista á Íslandi myndi fara éta sjálfa sig upp að innan þegar hún tryggði sér væna summu úr sjóðum skattgreiðenda í síðustu kosningum. Stærsta og óvæntasta frétt vikunnar var að RÚV skyldi loksins fjalla um ófremdarástand á íslenskum leigubílamarkaði og að kaffistofa leigubílstjóranna hefði verið breytt í bænahús Múhameðs spámanns. Þá sjáum við íslenska fjölmiðla segja enn og aftur hálfan sannleikann í aðhaldsaðgerðum bandarískra stjórnvalda, sem og í íslenskum dómsmálum um það sem virðast vera upplognar sakir í kynferðisbrotamálum. Allt þetta og miklu meira í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur og pistlahöfundur er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Íris hefur verið búsett í Bandaríkjunum í þrjá áratugi og hefur í gegnum störf sín þar fylgst vel með þróun stjórnmála. Hún segist sjálf hafa verið ævilangur stuðningsmaður demókrataflokksins en að það hafi breyst á undanförnum árum þegar flokkurinn hafi tekið kúvendingu í stefnumálum sínum. Íris telur demókrataflokkinn hafa verið yfirtekinn af öfga-vinstri öflum og nefnir transhugmyndafræðina sem eina helstu sönnun þess.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Flett hefur verið ofan af fjárstuðningi USAID við fjölmðla í meira en 30 löndum frá árinu 2003. Margir af stærstu meginstraumsfjölmiðlunum sem íslenskir miðlar fá allan sinn sannleika frá eru þar á meðal. Við sjáum hins vegar engar athugasemdir um þetta frá Fjölmiðlanefnd eða öðrum þeim sem hæst hafa talað um upplýsingaóreiðu hér á landi. Við ræðum þetta og önnur mál í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Haukur H. var nýlega kærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að halda manninum sem dæmdur var fyrir að brjóta kynferðislega á 18 ára stjúpdóttur hans er maðurinn reyndi að flýja af vettvangi glæpsins.Við ræðum dóminn og ýmislegt annað í góðu spjalli.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún hefur að undanförnu vakið mikla athygli fyrir gagnrýni sína hina margumtölu woke hugmyndafræði en í þessu viðtali fer hún yfir þá vinstri pólitík sem hún aðhyllist og vill standa fyrir. Sólveig segir frá því hvernig baráttan, sem hún og félagar hennar hjá Eflingu hafa staðið fyrir á undanförnum árum, mætti upphaflega mikilli mótstöðu sérstaklega frá meginstraumsfemínistum sem virðast kæra sig kollótta um hagsmuni láglaunakvenna.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ólafur Egilsson er einn af okkar fremstu leikstjórum og leikurum. Hann er sonur hinna merku hjóna Egils Ólafssonar og Tinnu Gunnlaugsdóttur og hefur átt viðburðaríka ævi sem hann segir okkur frá í þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
In the latest episode of Brotkast Iceland, Canadian professor and author Dr. Gad Saad joins host Frosti Logason to discuss the effects of woke ideology on free speech and scientific thinking.
Dr. Saad, known for his outspoken criticism of political correctness is coming to Iceland and will give a talk at Harpa conference hall on the 2nd of June 2025.
-
Dr. Gad Saad er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann hefur á undanförnum áratugum verið einn helsti talsmaður gegn hinni margumtöluðu woke hugmyndafræði sem Íslendingar eru nú loksins farnir að ræða sem þá meinsemd sem hún raunverulega er. Í bókinni The Parasitic Mind og fjölda ritrýndra greina hefur hann greint þessa hugmyndafræði mjög ítarlega og leggur til lausnir sem unnið geta gegn henni. Dr. Gad Saad er væntanlegur til Íslands og mun ræða þessar hugmyndir á viðburði sem haldin verður í Hörpu 2. júní næstkomandi. Miðasala er hafin á Tix.ishttps://tix.is/event/19369/dr-gad-saad-a-islandiFáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þessum þætti ræðum við um andverðleikasamfélagið Ísland en til að vinna gegn einsleitni í framhaldsskólum hefur menntamálaráðherra ákveðið að mælitæki eins og einkunnir séu til óþurftar. Við skoðum líka staðreyndavakt ríkisútvarpsins sem fer á kostum í þessari viku og fjöllum um áherslur utanríkisráðherra í varnarmálum sem almenningur virðist í meginatriðum vera ósammála. Allt þetta og miklu meira í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
- Mostrar más