Episodios
-
Strákarnir hrærðu í einn svona aukaþátt, rétt fyrir áramótin.
Ýmislegt skeggrætt og skrafað.
Hér er smakkaður
Bóndalager frá Ægisgarði
Frelsislager frá Dokkunni
SkyrjarmurSkyrjarmur
Ketkrókur Sour jólaglögg - Borg brugghús
Röðull rauðöl - RVK Brugg
Huginn - RVK Brugg
SteðjaKveðja - Collab milli Borgar og Steðja
-
Enn og aftur telja piltarnir í Bruggvarpsþátt. Vissulega er langt um liðið síðan síðast og fögur fyrirheit ávalt brostin, en hér er talið í nýtt tímabil fyrir Bruggvarpið. FArið er yfir víðan völl, enda langt síðan síðast. Lagabreytingar, nýjir bjórar, breytingar á Brugghúsamarkaði og allskonar sem er rætt.
Smakkað hér er:
Gæðingur Octopus
Segull 67 Tindur Október öl
Ölverk Hrekkur Festbier
Októfer Bock
Daniel nr. 97 Pastry Double Bock
-
¿Faltan episodios?
-
Eftir logn, lágdeyðu, lægðir, storma, COVID og rauðar viðvaranir rumskar þetta Bruggvarp loksins. Hér er farið svona létt yfir stöðu mála, hvað hefur gerst síðan síðast og þetta smakkað:
Skúli nr. 70 Pale Ale frá Borg Brugghúsi
Hver? nr. 10 frá Ölverk Brugghúsi
Einstök Arctic Lager frá Einstök/Víking
Skvetta berjakóla frá Ægisgarði (Óáfengur)
Borghildur Lager og
Steinbúi Pale Ale frá KHB Brugghúsi
-
Í þessum fyrsta þætti ársins 2022 er farið yfir helstu áramótahluti hjá strákunum. Áramótaskaupið er skoðað, toppar og lægðir ársins á undan, í bjór og rennt er yfir sölutölur í Vínbúðinni örlítið.
-
Senn líður að tíðum og núna er síðasti jólaþátturinn kominn í hús. Amk þetta árið. Hér er farið yfir ýmislegt, jólin rædd, nýjar sóttvarnaraðgerðir ræddar, og bara allskonar. Fátt mannlegt óviðkomandi þessum strákum.
Hér er smakkað
Akasleikir frá Borg
Drunken Monkey frá RVK brewing
Choc HoHo frá Smiðjunni í Vík
Cosmos 2022 frá RVK brewing
Gáttaþefur frá Borg Brugghúsi
-
Hér er dottinn annar þátturinn sem gengur meira og minna útá jólabjór. Strákarnir fara í „djúpa“ greiningu á jólabjóramarkaðinum og kasta fram sleggjudómum eins og þeim einum er lagið. Staðsetningar nýrra Vínbúða og þróun stór-Hlemmsvæðisins rædd.
Í þessum þætti var smakkað:
Hátíð í bæ frá Múla
Litla Brugghúsið jóla hvað?
Haltá jólaketti frá Smiðjunni Vík
Vetrarævintýri IPA frá OG natura
Anchor Merry Christmas
-
Í ár ætla strákarnir nú ekki alveg að missa sig í jólabjórunum eins og síðast en ætla að smakka allskonar sem þeim finnst skemmtilegt. Hér er farið aðeins yfir jólabjóramarkaðinn, Ora Jólabjórinn smakkaður ásamt HóHóHó tunnuþroskuðum stout frá Ægisgarði. Þá er Hampbjór frá Svaneke brugghúsinu í Borgundarhólmi.
En strákarnir kíktu líka í heimsókn í Öldur Mjaðargerð og rifja upp viðtalið sem þeir tóku þar. Þar opnaði Sigurjón Friðrik Garðarsson augu BruggVarpsins fyrir leyndardómum mjaðarins.
-
Strákarnir fóru að heimsækja Þórgný Thoroddsen hjá Bjórlandi. Þar var ekki í kot vísað og fóru þeir yfir upphaf og mögulegan endi Bjórlands ásamt ýmsu öðru.
Í þessum þætti var ýmislegt smakkað, m.a. Raföl frá A6 brugghúsinu á Akureyri, tilraunabjór frá Steðja, Samstarfsverkefni við Ægisgarð og loks einhver algjör bomba frá Omnipolo.
-
Nú er haustið mætt í allri sinni dýrð og eins og boðað hafði verið fara strákarnir yfir fyrri reynslu sína af Októberfest í Munchen. Þá er farið yfir jólabjórana aðeins, gott grín á kostnað strákanna og jólahlaðborðs strategíur.
Í þessum þætti er smakkað:
Paulaner Oktoberfest Bier
Litla Brugghúsið Keilir IPA
Veður fyrir leður Hoppy Pils nr. C30
The Brothers Brewery Dirty Julie IPA
Býkúpudrottning honey soured ale -
Þessi þáttur hefst á óvnjulegum slóðum þegar Lite markaðinum á Íslandi eru gerð smávægileg skil. Þá er farið um víða völl og allskyns smakkað meðan piltarnir velta vöngum yfir lífi og tilveru.
-
Bruggvarpið snýr aftur. Strákarnir setjast aftur við míkrafóninn og röfla eins og þeim einum er lagið. Í þessum þætti er farið aðeins yfir kosningarnar framundan. Höskuldur veltir því fyrir sér með hvaða leiðtoga stjórnmálaflokkanna hann myndi vilja fá sér bjór, með dyggir aðstoð Stefáns. Þá er forystuféð aðeins dregið í dilka með hvaða bjóra þeir eru paraðir við. Svo ræða þeir piltar að sjálfsögðu daginn og veginn og snerta aðeins á netverslunum.
Í þessum þætti er smakkað:
Garðskagi hveitibjór frá Litla brugghúsinu
Grænihver Skyr Sour frá Ölverk
Summer Melon frá Gæðingi
Sunnan Kaldi NEIPA collab með Borg Brugghúsi
Rugl frá Böl Brewing -
Síðasti reglubundni þáttur sumarsins. Hér var farið aðeins yfir Bjórhátíðina sem að var haldin í Vestmannaeyjum, hjá Brothers Brewery. Þá var farið um víðan völl, meðal annars kíkt aðeins í Brugghús blaðið sem að fylgdi með Fréttablaðinu í loka júní.
Hér var smakkað:
Djúpið frá Dokkunni
Sumarálfur Strawberry White frá Álfi Brugghúsi
Hver? nr. 4 frá Ölverk Hveragerði
Malbygg Ribbit frá... Malbygg
Skjálfti tunnuþroskaður frá Ölvísholti
-
Strákarnir fóru og hittu hann Sigga hjá RVK Bruggfélagi á nýja veitingastað félagsins á Snorrabrautinni. Viðeigandi að þetta var áður ein vinsælasta ÁTVR búðin, en það er önnur saga. Sigurður Pétur Snorrason eða Siggi eins hann er alltaf kallaður fór með strákunum yfir sögu RVK brewing , brugghússins og ræddi ý verkefni. Þá voru kranar og dósir vitanlega ekki langt undan: Hér var smakkað:
Hnoðri SIPA
Verum bara vinir
Skuggi Porter
Holt Brett Ale
Keisarinn Tripel IPA
-
Bjórhátíð Brothers Brewery. Það er fjör og strákarnir fóru þangað. Það er of langt mál að telja allt upp sem var smakkað en í staðin var hatíðinni gerð stutt skil á staðnum. Óklippt gleðinu hljómar svo!
-
Sumarið er tíminn söng maðurinn. Og það er alveg rétt. Sumarið hefur fært okkur þónokkra sumar bjórar sem hér eru smakkaðir. Strákarnir ræða saman um norðurlandið og hvernig Stefán mun taka N1 mótið í sumar. Þá eru bjórhátíðir sumarsins ræddar lítið eitt ásamt því að baráttunni um netverslanirnar er gerð skil.
Hér er smakkað:
Sundsprettur frá Segli 67
Ölverk Cuexcomate sumarbjór
Fá Cher til að ná sér frá Smiðjunni Vík
Ferskjur á kantinum sumar hefeweizen frá Böl Brewing
Bríó de Janeiro nr. 89 frá Borg Brugghúsi
-
Sumarið er handan hornsins og í stað sólar virðist það koma með vefverslanir og óáfenga bjóra. Hér er farið yfir ýmislegt, byrjað á óáfengum bjórum og svo færa strákarnir sig út um allt borðið. Löng umræða um vefverslanir í áfengi, smá spjall um bjórhátíðir og sitthvað fleira.
Hér er smakkað:
Ylfa, Óáfengur bjór frá Borg Brugghúsi
Kjartan, Kombucha frá Borg Brugghúsi
Lady Brewery Dream Baby Dream NEIPA Lady Brewery
Dr. Schepsky's Passion Fruit Sour frá Ægi Brugghúsi
Co&Co Kókos Imperial Stout frá Reykjavík Brewing
-
Jæja, það er komið sumar. Loksins. En það er enn COVID, þó það sjái fyrir endann á því. Strákarnir fara hér aðeins yfir stöðuna og fókusa aðeins á sumarbjórana. Smá umræða um allar þessar netverslanir.
Hér er smakkað:
Slipfrá Smiðjunni í Vík
10 Beers Cream Ale nr. C29 Frá Borg Brugghúsi
Sólstingur– Segull 67
Hey Kanína nr. C22 IPL frá Borg Brugghúsi
Er of snemmt að fá sér ? Frá Smiðjunni í Vík
Sólveig nr. 25 hveitibjór Frá Borg Brugghúsi
Sömmer Lövin Wheat Ale frá Reykjavík Brewing
Loksins Loksins Gose frá Lady Brewery
Hlíðar Passion Peach Sour Ale frá Reykjavík Brewing
-
Í þessum þætti bregða strákarnir undir sig betri fætinum og fara upp fyrir Elliðaárnar. Stefnan var tekin á Ölvísholt þar sem að hún Ásta Ósk Hlöðversdóttir ræður ríkjum. Þar var ekki í kot vísað og sagði Ásta strákunum upp og ofan af starfseminni Ölvísholti, hvernig hún fór í brugg, allt á meðan hún bruggði bjór.
Í þessum þætti var smakkað:
Skjálfti
Freyja Wit bjór
Freyja Bláberja Wit
Rauðvínstunnuþroskuð Jóra, imperial stout
Hvítvínstunnuþroskaður Skaði
Laufey – sambrugg kvenna í bjórgerð
Hercule Peru og engifer skyrsúr
-
Jæja, það er formlega komið sumar. Sumarbjórarnir eru að komast á kreik og um ýmislegt að spjalla. Ný brugghús skoðuð aðeins og vangaveltur um allskonar íþróttatengingar í bjórnum.
Í þessum þætti var smakkað:
Bergið Pilsner frá Litla Brugghúsinu
Bönní Bönní Bönní Bönní White Ale
Cyclopath Pale Ale frá Reykjavík Brewing
Hlemmur IPA frá Reykjavík Brewing
Fornar ástir Frá Reykjavík Brewing
Glussi nr. T32 Double IPA frá Borg Brugghús
-
Þegar pósturinn bankar með töskuna fulla af góðgæti var ekki annað hægt en að taka því fagnandi. Upp úr pokanum komu 4 alveg prýðis bjórar sem að strákarnir gerðu góð skil. Austri og Múli eru tvö brugghús með miklar tengingar og flæktar rætur á Austurlandi. Um ýmislegt er spjallað í tengslum við þetta og það var meira að segja Alþjóðlegi Saison dagurinn.
Smakkað:
Herðubreið
Skessa, wasabi infused DIPA
Birtingur Saison
Burning Down the House Beer
- Mostrar más