Episodios
-
Í þessum þætti fáum við að kynnast Köru Hólm, Dale Carnegie þjálfara sem hefur skapað sér einstakt viðhorf og nálgun á lífið. Kara rekur sjálfa sig eins og stórt fyrirtæki og trúir því að það skipti öllu máli að vera með sjálfan sig í liði.
„Ef þú ert ekki með þér í liði, þá er enginn með þér í liði.“
Hún er keppnismanneskja inn að beini og hefur alltaf þorað að stíga út fyrir þægindarammann. Kara er óhrædd við að prófa nýja hluti og segir að það sé lykillinn að því að vaxa og ná árangri. Hún er alltaf með eitthvað í gangi og lifir lífinu af krafti – hjá henni er aldrei dauð stund. Í þættinum ræðum við það sem Kara stendur fyrir: drifkraft, hugrekki og mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig. Hún deilir hugsunum sínum og reynslu sem hafa hjálpað henni að halda áfram, sama hvaða áskoranir mæta henni. -
„Tíminn er núna!“ – Indíana hvetur þig til að grípa gæsina.
Í þessum þætti spjöllum við við Indíönu Líf, forritara hjá 50skills og fyrrum þátttakanda á Dale Carnegie námskeiði fyrir 20-25 ára og svo síðar varð hún aðstoðarmaður á námskeiði. Hún deilir með okkur reynslu sinni af því að fara ótroðnar slóðir og við komumst einnig af því að ef flétt er uppi orðinu Indíana í orðabók, þá birtist orðið hugrekki.Eldmóður, markmiðasetning og að taka ábyrgð á eigin lífi hafa einkennt hennar vegferð. Indíana segir frá því hvernig hún lærði að ná tökum á heilanum þegar hann vill flýja aðstæður og hvernig hún lætur verkin tala. Hún minnir okkur á að framtíðin byggist á því sem við gerum núna!
Ef þú ert tilbúin/n að hætta að hugsa og byrja að framkvæma, þá er þetta þátturinn fyrir þig.
Nýtt ár býður upp á óteljandi tækifæri.Þáttastjórnandi: Jóna Dóra
📧 [email protected] | 📞 845-3150 -
¿Faltan episodios?
-
„Þetta er erfitt núna og þetta mun verða mun verra áður en það verður betra.“
Í þessum podcast-þætti opnar Viðar sig um erfiða reynslu sína af því að missa barn sitt, áhrif þess á líf hans og hvernig hann hefur unnið úr sorginni.
Viðar lýsir hvernig gildi hans breyttust í kjölfar missisins og hvernig hann reynir að halda minningu dóttur sinnar á lofti.
Þátturinn veitir innsýn í hvernig það er að upplifa slíkan missi og hvernig aðrir geta sýnt stuðning á þessum erfiðu tímum. Með þátttöku í Gleym Mér Ei - Styrktarfélag vinnur Viðar að því að varðveita minningar og styðja aðra sem hafa upplifað svipaða reynslu.
Þetta er áhrifamikill þáttur sem snertir hjörtu og vekur fólk til umhugsunar um lífið, gildin og hvernig við getum staðið með öðrum á erfiðum tímum.
*Hundurinn minn, Viddi var með okkur í upptöku, hann hrýtur smá (ekki hafa áhyggjur, þetta er ekki prump...)
-
Viðar Pétur Styrkársson er menntaður verkfræðingur sem starfar hjá Advania og sérhæfir sig í verkefnum tengdum gervigreind. Auk þess hefur hann um árabil verið þjálfari ungs fólks og fullorðinna og er með réttindi til að þjálfa grunnnámskeið Dale Carnegie fyrir alla aldurshópa, ásamt námskeiðinu Áhrifaríkar kynningar.
-
Auður Bríet er tvítug og starfar hjá Hrafnistu í dag. Hún útskrifaðist úr fatahönnunarbraut frá FG í vor og stefnir á frekara nám í fatahönnun við háskóla í Hollandi. Auður hefur farið 3x á Dale Carnegie námskeið fyrir ungt fólk þ.e.a.s. 10-12 ára námskeið, 13-15 ára námskeið og svo 16-19 ára námskeið. Einnig sótti hún námskeiðið ,,Næsta kynslóð leiðtoga” og hefur verið aðstoðarmaður tvisvar sinnum.
Auður Bríet er lýsandi dæmi um að vera opin fyrir því að vaxa og stækka. Hún sér tækifærin og stekkur á þau. Auður er manneskja sem þorir að vera hún sjálf, fara sína eigin leið. Jákvæðni og útgeislun eru meðal styrkleika hennar.
Eftir að hafa sótt námskeið hjá Dale Carnegie upplifir hún að hún er rík af góðum verkfærum til þess að viðhalda jákvæða viðhorfi sínu ásamt samskiptafærninni. Einnig er hún dugleg að minna sig á að fara út fyrir þægindarammann reglulega til þess að auka sjálfstraustið alltaf enn meira.
-
Elísa Ósk er 23 ára sálfræðinemi í HR og starfar í félagsmiðstöð. Hún fór fyrst á Dale Carnegie námskeið árið 2022 og hefur síðan þá einnig farið á námskeiðið “Næsta kynslóð leiðtoga” og verið aðstoðarmaður þrisvar sinnum. Elísa hefur fundið sjálfstraustið aukast gríðarlega frá því að hún byrjaði á sínu fyrsta námskeiði, en einnig hefur hún fengið fullt af tækjum og tólum sem hjálpa henni að halda jákvæðu hugarfari, kynnast nýju fólki og stækka þægindahringinn sinn.Í þessum podcast þætti hvetur Elísa okkur með einlægni sinni til þess að kýla á það sem okkur þykir óþægilegt, af því að við getum miklum meira en við höldum!
-
Aðalheiður Tómasdóttir er 26 ára leikskólakennaranemi.
Á yngri árum upplifi Heiða mikinn kvíða og lítið stjálfstraust. Árið 2020 fór hún á Dale Carnegie námskeið sem gjörbreytti lífi hennar til hins betra. Hún sýnir okkur hvernig jákvætt viðhorf hennar hefur hjálpað henni að tækla krefjandi aðstæður. Hún hefur verið aðstoðarmaður hjá Dale Carnegie og brennur fyrir því að sjá fólk vaxa eins hún sjálf gerði á sínu námskeiði.
-
Ólafur Jóhann er 22 ára drengur og býr í Garðinum.
Honum er margt til listana lagt og má því nefna að hann er kokkur og hefur verið að vinna í eldhúsi síðan hann var 16 ára gamall.
Við þekkjum hann sem Óli dale þar sem hann kom á 20-25 ára Dale Carnegie námskeið og hefur verið aðstoðarmaður þó nokkrum sinnum í kjölfarið.
Eftir dale tók hann áskoruninni að taka þátt í Idolinu og fékk þar gælunafnið Óli Idol og var hann meðal top 8 í Idolinu. Hann vill þakka árangri sínum þessa eina söngtíma sem hann fór í þegar hann var 10 ára gamall. Mikil einlægni sem fylgir honum Óla og ræðum við t.d. hvenær hann fékk sitt fyrsta tattoo og afhverju (tengist dale), einnig hve mikilvægt það er að leyfa sér að njóta árangurs síns og vera ánægður í núinu. Óli er flott fyrirmynd fyrir okkur öll og er mikið hægt að læra af þessum unga manni. Því verður gaman að fylgjast með honum og hvað hann tekur sér fyrir næst.
-
Guðmundur er 23 ára og er starfandi hjá Norðurál.
Þrúður Sóley er 21 árs nemandi í Íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík.
Gummi og Þrúður kynntust á Dale Carnegie námskeiði fyrr á þessu ári. Á námskeiðinu mynduðust sterk vinatengsl milli þátttakenda sem þau halda fast í með reglulegum hittingum. Bæði voru þau að klára sitt fyrsta námskeið sem aðstoðarmenn og þvílík forrréttindi að fá að kynnast þeim.
Við förum yfir áhuga þeirra á að sjá fólk vaxa, hvar þau hafa vaxið og hvernig þau hafa verið að nýta sér. Deilum nokkrum mjög vandræðalegum mómentum líka..
-
Bryndís er menntuð í alþjóðlegum heilsu- og næringarfræðum og sérhæfði sig í lífsstíls- og heilsufræðum. Hún fór í framhaldsnám í vinnusálfræði, eftir að hafa stundað hugleiðslu- og jóga nidra kennaranám á Indlandi. Bryndís dýrkar að ferðast og hefur farið í mörg bakpokaferðalög um allan heim og búið í fjórum löndum. Eftir áratug erlendis kom hún aftur til Íslands og lét gamlan draum rætast og gerist aðstoðarmaður í Dale Carnegie.
-
Daníel Arnfinnsson er 21 árs ungur drengur sem stefnir á viðhalda markmiðinu á að vera hamingjusamur. Daníel var búinn að lesa bókina Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie áður en hann kom á námskeið núna í janúar á þessu ári. Daníel hefur húmor fyrir sjálfum sér og heyrist það þegar hann tók heldur betur létt í það þegar 9 börn voru rædd í þættinum. Heiðarlegur drengur sem ólst upp í boltanum og starfar á ráðgjafarsviði KPMG í dag. Daníel hvetur fólk til þess að skora á sig að fara út fyrir þægindarammann, ögra sjálfum sér.
-
Óskar Heiðar er 31 árs tónlistamaður úr sveitinni en býr í Reykjavík í dag. Hann sótti Dale Carneige námskeið fyrir fullorðna í fyrra og kom honum það á óvart hvað hann eignaðist nána og góða vini á námskeiðinu. Hann finnur hvað hann er sjálfsöruggari í dag með sjálfið og líður almennt betur. Hann tók af skarið og hætti í gömlu vinnunni og er byrjaður í drauma vinnunni.
Tónleikar núna 22. júní nk. hjá drengnum!
-
Alma Dóra er þrítug ungur frumkvöðull og segir okkur frá því hvað það er sem mótaði hana að þeirri persónu sem hún er í dag.
Hún er annar stofnandi appsins Heima ásamt því að vera með podcastið ,,Konur í nýsköpun”. Alma fór á námskeið þegar hún var á menntaskóla aldri og í kjölfar þess ákvað hún að slá sig til og vera aðstoðarmaður líka.
Síðan þá hefur Alma gripið öll tækifæri og ef tækifærin voru ekki til staðar, þá bjó hún þau til.
Leiðtogi, fyrirmynd, einlæg og lausnamiðuð eru orð sem lýsa henni afar vel.
Alma Dóra vill meina að það er aldrei slæm fjárfesting að fjárfesta í sjálfum sér. Hvort það er tími, peningur eða annað. Lífið er ævintýri sem við eigum að gera að góðri sögu. -
Kristjana Mist er kröftug ung stelpa sem verður 18 ára á þessu ári. Hún fór á 10-12 ára námskeið og svo aftur 13-15 ára námskeið. Einnig hefur hún verið 3x aðstoðarmaður á námskeiði fyrir ungt fólk. Kristjana stundar nám við Verslunarskóla Íslands ásamt því að spila körfu og er með stóra drauma. Kristjana minnir okkur á hve gott það er að slaka á og njóta lífsins.
-
Linda Sofia er öflug og efnileg 17 ára stúlka úr Kópavoginum. Faðir hennar reyndi ótal tilraunir að ,,senda" hana á námskeið þegar hún var á grunnskóla aldri og 14 ára lét hún undan og prufaði einn tíma til að þóknast honum. Hún steig mörg skref út fyrir sinn þægindaramma og hefur heldur betur verið að framkvæma markmiðin sín í kjölfarið. Nýlega ákvað hún að fara aftur á námskeið og skráði sig á 16-19 ára námskeiðið og ákvað að slá til og vera aðstoðarmaður á öðru námskeiði á sama tíma.
Ef þú vilt upplifa innblástur, þá er þetta þátturinn!
Þegar ,,hann" er nefndur á nafn eða Stefán, þá er það hljóðmaðurinn okkar.
-
Í þessum hlaðvarpsþætti hjá Dale Carnegie fékk Jóna Dóra til sín hana Alettu Sif sem var að klára 16-19 ára námskeið í ágúst s.l.
Aletta ætlaði nú ekkert að skrá sig á námskeið, hún kom bara sem stuðningur fyrir vinkonu sína sem langaði að forvitnast um námskeiðin. Það breyttist þó og nefnir hún að skóla námsráðgjafi hennar sjái mun á henni sjálfri eftir námskeiðið. Aletta er þó allra mest ánægðust með að hafa fengið einingar fyrir að hafa mætt á námskeið.
Aletta elskar að syngja, sauma, hanna og vera með vinum og fjölsk.
-
Rebekka Rún er algjör jarðýta og því forréttindi að fá hana í fyrsta þáttinn í Dale Carnegie podcastinu. Rebekka er persóna sem sækir í tækifærin, eins og leiðtogar gera.