Episodios
-
Viðmælandi þáttarins er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir. Hún er verkefnastýra jafnréttisskóla Reykjavíkur, en hann sér um allt sem snýr að jafnréttis- og kynheilbrigðismálum í skólum í skólum og frístundarstarfi Reykjavíkurborgar. Kolbrún stýrir einnig þverfaglegu ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar sem styður við starfsstaði þegar upp koma ofbeldismál og þá sérstaklega sem tengjast óæskilegri kynhegðun og kynferðisofbeldi í skóla- og frístundastarfi.
Kolbrún nefnir í þættinum mímörg dæmi um þann harða raunveruleika sem blasa við ungmennum í dag. -
Í þessum þætti fer Bent yfir ákveðna aðferðarfræði við framkvæmd verkefna eða daglegra athafna sem má kallast GETMO, en það er skammstöfun á Good Enough To Move On. Þeir sem þekkja fullkomnunaráráttu að einhverju leyti vita hversu hamlandi það fyrirbæri er. GETMO hefur verið fín lausn fyrir marga og endilega kíktu á það!
-
¿Faltan episodios?
-
Kvef er einn algengasti kvillinn sem herjar á okkur mannfólkið. Það eru þekktar yfir 200 tegundir veira sem orsaka kvef hjá okkur mannfólkinu. Algengt er að börn fái kvef 6-10x á ári og að meðaltali fá fullorðnir kvef um 4x á ári. Kvef læknast yfirleitt af sjálfu sér og þurfum við að gefa ónæmiskerfinu tækifæri á að kljást við veiruna.
-
Hrefna Óskarsdóttir iðjuþjálfi á Reykjalundi er gestur okkar í þessum þætti. Í þættinum bendir Hrefna á mikilvægi þess að hafa gaman og að leika sér, rannsóknir sýna fram á það vísindalega að það hafi góð áhrif á líðan og heilsu. Hrefna bendir einnig á að of lítill tími aflögu geti haft slæm áhrif á lífsgæði okkar en vegna þess að það er mikilvægt fyrir okkur að hafa eitthvað fyrir stafni þá geti það haft jafn slæm áhrif að hafa of mikinn tíma - sérstaklega þegar okkur skortir tilgang. Að hafa tilgang, leika sér og hafa gaman er meginefni þáttarins.
Styrktaraðili þáttarins er RB rúm, rbrum.is -
Í þessum þætti skoðum förum við yfir helstu flokka vítamína, þeas C og B vítamín annarsvegar og hinsvegar A, D, E og K vítamín. Við förum stuttlega yfir í hvaða fæðu þessi vítamín eru og hvernig skortseinkenni lýsa sér.
-
Heiðrún María er gestur okkar í dag. Í þættinum ræða þau Bent og Heiðrún María m.a. töfra þess að njóta náttúrunnar, vatnsins, kuldans og ná stjórn á eigin hugsunum og líkama. Einnig ræða þau seiglu, viðbrögð okkar, taugakerfið og margt annað spennandi og skemmtilegt.
Styrktaraðili er RB rúm, rbrum.is -
Einar Valur Sceving tónlistarmaður er gestur okkar að þessu sinni. Bent Marinósson og Einar eiga hér stutt spjall milli kennslustunda hjá Einari og ræða þar m.a. upprunann, stiklað á stóru um tónlistarferilinn og ræða mikilvægi betra lífs - án áfengis, að hlusta meira á innsæið og trúa því og treysta.
Styrktaraðilli þáttarins er RB rúm, rbrum.is -
Í þessum þætti skoðum við ýmis vandamál sem eru við áramótaheit, eða önnur markmið, hvernig við getum mögulega skoðað markmiðin okkar í öðru ljósi og þ.a.l. náð betri árangri.
-
Í þessum þætti ræða Arnór Bjarki Blomsterberg, Nói, og Bent um reynslu sína af einelti. Annarsvegar segir Nói frá sinni hlið af einelti sem gerandi, þroskaferli, iðrun og leiðina að fyrirgefningu. Hinsvegar segir Bent frá sinni hlið af einelti sem þolandi og upplifun barns í slíkum aðstæðum. Og saman skiptast þeir á skoðunum og ræða þessi mál vítt og breitt.
Styrktaraðilli þáttarins er RB rúm, rbrum.is -
Taugakerfið er magnað fyrirbæri og mætti almenn þekking á því sannarlega meiri því með því að skilja hvað taugakerfið er að segja okkur getur okkur liðið betur og fundið leiðir til betri heilsu, andlegrar og líkamlegrar. Í dag ætlum við að skoða taugakerfið og þá tvo meginhluta þess, sympatíska taugakerfið og parasympatíska taugakerfið og hvernig þau vinna saman. Við förum m.a. hvernig sympatíska taugakerfið og "flótta- og árásarviðbragð" (oft þekkt sem "fight og flight" viðbragð) virka saman og hvað við getum mögulega gert til að hafa smá áhrif á viðbrögð okkar gegn streitu og álagi.
Styrktaraðili þáttarins er RB rúm, rbrum.is -
Gestur okkar að þessu sinni er Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir kírópraktor. Hrefna Sylvía sérhæfir sig í ákveðinni tækni innan kírópraktík sem nefnis Cox tækni, en það er mýkri meðferð og er ólík þeim hnykkingum sem fólk kannast mögulega við.
Í þessum þætti ræða Hrefna Sylvía og Bent um Brjósklos, hvað er brjósklos og hvað er hægt að gera við því ?
Styrktaraðilli þáttarins er RB Rúm - rbrum.is -
Í dag lítum við á 80/20 regluna, eða Pareto lögmálið. Vilfredo de Pareto var ítalskur félags- og hagfræðingur sem tók eftir því að 80% af tekjum þjóðarinnar væri í höndum 20% þeirra, 20% af ávaxtatrjánum í garðinum sínum skilaði 80% uppskerunni ofl. Þetta lögmál getum við nýtt okkur í nánast öllu sem við erum að gera, hvort sem það er í leik eða starfi.
Markmiðið er að finna þau 20% verkefna sem skila sem mestum árangri, 80%. Þó reglan sé kölluð 80/20, þá eru þær tölur ekki eitthvað sem meitlað er í stein heldur frekar eitthvað til að miða við.
Þátturinn er styrktur af RB rúm, rbrum.is -
Leifur Dam Leifsson er gestur þáttarins að þessu sinni. Umræðuefni þáttarins er skíðaiðkun og skíðabúnaður. Bent Marinósson ræðir hér við Leif um allt milli himins og jarðar sem snýr að skíðum og skíðaiðkun. Leifur er útivistarmaður mikill og ævintýramaður i húð og hár. Hann er einn af eigendum GG sport útivistarverslunar og er þekkir vel til skíðaiðkunar og skíðabúnaðar.
Styrkaraðili þáttarins er RB rúm, rbrum.is -
Í þessum þætti fjallar Bent Marinósson um Pomodoro tímaskipulagningatæknina. Pomodoro dregur nafn sitt af timer í formi tómats sem höfundur kerfisins, Francesco Cirillo, notaði til að hjálpa sér í námi. Hann sat við lærdóm í 25 mínútna lotum og notaði þennan timer til að fylgjast með því og tók svo tímasettar pásur inn á milli.
Styrktaraðilli þáttarins er RB rúm, rbrum.is -
Eggert Eyjólfsson bráðalæknir er gestur okkar að þessu sinni. Eggert sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið þar sem hann hefur lýst óboðlegum starfsaðstæðum og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga og heilsu starfsfólks ógnað.
Eiginkona Eggerts er hjúkrunarfræðingur og starfaði einnig á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðastliðið vor, af sömu ástæðum og Eggert.
Í þessum þætti setjast þeir Eggert og Bent niður og ræða störf bráðalæknis, hjúkrunarfræðinga, bráðamóttökuna og í raun heilbrigðiskerfið í víðu samhengi og hvað mætti betur fara.
Styrktaraðilli þáttarins er RB Rúm, rbrum.is -
Nú í upphafi árs er fólk að hrúgast inn á líkamsræktarstöðvar landsins og oft veit fólk ekki hvar það á að byrja, hvernig tækin virka, hvaða lóð á að nota og þá hvernig. Sumir fara þá leið að herma eftir öðrum og það getur bókstaflega verið slæmt. Það er að mörgu að hyggja við uppbyggingu æfingaáætlana og mikilvægt að taka þau atriði með í dæmið.
Ég vil mæla sterklega gegn því að nota æfingaprógram sem hefur verið útbúið fyrir annan. Það eru atriði eins og meðslasaga, stoðkerfisvandamál ofl. sem skipta hér miklu máli við gerð æfingaáætlana. Það er því gott að leita til fagfólks til að hjálpa sér að komast af stað. En í þessum þætti förum við yfir nokkur mikilvæg atriði sem ber að hafa í huga verið gerð æfingaáætlana.
Styrktaraðilli þáttarins er RB rúm - rbrum.is -
Áramótin marka tímamót hjá mörgum, fólk setur sér markmið hægri vinstri. Því miður virðast margir brotlenda í sínu markmiðaflugi, mögulega er fólk að setja sér of háleit eða óraunhæf markmið. Hér förum við yfir eitt model markmiðasetningar, en það kallast SMART. Í þessum þætti skoðum við hvernig við getum notað SMART aðferðina til að setja okkur raunhæf markmið, sem um leið eykur líkurnar á að við náum þeim.
SMART stendur fyrir:
Skýrt
Mælanlegt
Aðgerðarbundið
Raunhæft
Tímasett -
Það er gamlársdagur 2022, árið senn á enda og tilvalið að líta aðeins um öxl en um leið að horfa fram á veginn og skoða hvaða stefnu maður vill taka. Það er misjafnt hvort fólk strengi áramótaheit eða ekki og þá einnig líka hverskonar heit eru strengd. Margir detta í þá gildru að setja sér of háleit eða óraunhæf markmið og gætu eflaust grætt á því að stilla því aðeins í hóf.
Í þessum þætti er farið yfir nokkur atriði varðandi áramótaheit og mikilvægi þess að setja sér hófleg markmið, en umfram allt að njóta ferðalagsins sem nýtt ár býður upp á.
Gleðilegt nýtt ár! -
Heyrnin er eitt af okkar mikilvægasta. Það er svo auðvelt fyrir okkur að verða fyrir varanlegum heyrnarskaða ef við pössum okkur ekki. Hér förum við yfir nokkur praktísk atriði hvað varðar heyrnina.
- Mostrar más