Episodios
-
Þessi þáttur er sólókast þar sem ég tala um vegferð mína á breytingaskeiðinu, hvað ég þurfti að gera í heilbrigðiskerfinu og hverju ég breytti varðandi lífsstíl, bætiefni, mataræði og æfingar til að fara í gegnum þetta skeið eins þægilega og kostur er.
Vonandi einhverjum konum þarna úti til gagns og jafnvel gamans.
Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á Íslandi
@nowiceland
@netto.is -
Gestir Heilsuvarpsins eru Helga Fríður Garðarsdóttir félagsráðgjafi, Inga Guðlaug Helgadóttir sálfræðingur, Margrét K. Pétursdóttir jógakennari standa að baki Ég alla leið, sem er sjálfsræktardagbóka helguð sjálfseflingu sem og sjálfsstyrkingarnámskeiðum. Við spjölluðum um allt sem tengist sjálfsrækt, núvitund, sálfræði með allskonar ráð til að hlúa að andlegu hliðinni.
@eg.allaleid
Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó
@nowiceland
@netto.is
Ég mæli með mysuprótíni eftir æfingu frá NOW sem fæst bæði í Hverslun og í Nettó. -
¿Faltan episodios?
-
Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á Morgunblaðinu og lyftingakappi per exelans er gestur Heilsuvarpsins. Atli er fimmtugur og hefur lyft síðan hann var 14 ára gamall. Við tölum um hvað stuðlar að langlífi í lyftingum nú þegar við samanlagt erum með 70 ára lyftingasögu. Atli talar líka um hverju hann þurfti að breyta og aðlaga eftir því sem hann varð eldri.
Atli er megahress og þetta var stórskemmtilegt spjall.
Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó.
@nowiceland
@netto.is -
Hafdís Helgadóttir næringarfræðingur er gestur Heilsuvarpsins var að gefa út barnabókina Petra paprika, fræðsluefni um næringu fyrir börn sem nýtist líka fullorðnum. Hafdís kom með góðar ráðleggingar bæði fyrir matarvenjur barna og fullorðna.
Súper fróðlegur þáttur, svo dragið fram penna og glósubók.
Fylgið Hafdísi á Instagram @hafdisnaering
Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó
@nowiceland
@netto.is -
Gestur Heilsuvarpsins er Þorleifur Þorleifsson últrahlaupari.
Hann er gríðarleg fyrirmynd því hann sýnir okkur að öll geta hreyft sig því hann er faðir í fullri vinnu sem byrjaði að hlaupa þrítugur en lauk nýverið 62 hringum í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet. Við tölum um vegferð hans í hlaupunum, hvernig félagslegur stuðningur hefur spilað stórt hlutverk í árangrinum, og hvernig hann kemst andlega og líkamlega í gegnum þrekraun eins og Bakgarðshlaupið og hvaða hlaupaskór hafa hentað okkur í hlaupum. -
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari er gestur Heilsuvarpsins. Hún býr í Slóveníu og þarf vart að kynan fyrir neinum en hún var fyrsta og eina konan til að fara Suðurpólinn og ganga 8000 m tind ein síns liðs. Hún hefur marga fjöruna sopið í fjallamennskunni, en hún upplifði bæði jarðskjálfta og snjóflóð á Everest. Og haldið fjölda fyrirlestra um mikilvægi þess að taka bara eitt lítið skref í einu til að komast á leiðarenda.
Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó
@nowiceland
@netto.is -
Unnur Borgþórsdóttir úr Morðcastinu kíkti í spjall um Heilsudaga en þessi þáttur er síðasti þáttur í Heilsudagaseríu Nettó. Við töluðum um sameiginlegan áhuga á sönnum sakamálum, og um allskonar heilsustöff, vegan gúrmeti og Heilsudagagleði.
@mordcastid
Heilsuvarpið er einnig í boði NOW á Íslandi
@nowiceland
@netto.is -
Helga Dís markaðs og upplifunarstjóri og Bjarki innkaupastjóri hjá Nettó kíktu í spjall og fræða okkur um sögu Heilsudaga, þróun og vinnuna við að skipuleggja stærstu hátíð okkar heilsuperranna.
Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á íslandi
@netto.is
@nowiceland -
Jana Steingríms heilsukokkur kíkti í Heilsuvarpið en hún heldur úti vinsælu matarbloggi undir jana.is og á instagram undir janast.
Þessi þáttur er annar af fjórum í sérstakri Heilsudagaseríu í samstarfi við Nettó.
Jana er einmitt forsíðustúlkan á heilsublaðinu og segir að við getum öll eldað.
Við Jana getum matarperrast saman í marga klukkutíma og vonandi skilaði spjallið allskyns góðum ráðum í að matarpreppa, minnka matarsóun og gera góð kaup á Heilsustöffi.
@netto.is
@janast
Heilsuvarpið er einnig í boði Now á Íslandi
@nowiceland -
Helgi Ómars er einn áhrifavaldur hjá Nettó og hann kíkti í Heilsuvarpið af þessu tilefni og við röbbuðum saman um allskonar heilsutengt, og eins og okkar er von og vísa förum við um víðan völl þar sem meira að segja Smjattpattarnir koma við sögu.
Þessi þáttur er fyrsti þáttur af fjórum í Heilsudagaseríu í samstarfi við Nettó í tilefni af Heilsudagar eru 29/8-8/9 með fullt af frábærum tilboðum á heilsustöffi.
@nowiceland
@netto.is -
Gestur Heilsuvarpsins er Magnús Jóhann einkaþjálfari í Hreyfingu,BS í sálfræði og margfaldur íslandsmeistari í borðtennis.er með , s
Hann hefur hjálpað hundruðum ná markmiðum sínum í ræktinni en einnig búið í Suður Kóreu svo hann hefur upplifað margt og hefur frá mörgu að segja. Skemmtilegt spjall við megahressan gaur,
Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á Íslandi
@nowiceland
@netto.is -
Allt um lotuþjálfun (HIIT) í þessu sólóvarpi.
Vonandi öllum spurningum um þetta æfingaáreiti svarað.
Hvað er það?
Hvers vegna er HIIT gott fyrir okkur
Hvenær er best að gera lotuþjálfun?
Hversu margar lotur í einu?
Hversu langar lotur?
Hversu oft í viku.
Heilsuvarpið er styrkt af NOW á Íslandi og Nettó
@nowiceland
@netto.is -
Krissi Haff félagsfræðingur er örugglega jákvæðasti maður Íslands.
Hann missti pabba sinn 15 ára og glímdi við sorgina með jákvæðni og von og hugarfari að glasið er alltaf hálffullt
Hann heldur úti hlaðvarpinu Jákastið þar sem hann fær til sín þekkta einstaklinga og spyr hvernig þau nota jákvæðni í sínu lífi.
Rosalega skemmtilegt spjall og öll fara súper jákvæð inni í daginn eftir þessa hlustun. -
Harpa Lind og Sonja frá Gynamedica eru hafsjór af fróðleik um allt sem viðkemur breytingaskeiðinu. Gynamedica er lækninga og heilsumiðstöð fyrir konur sem fagna 2 ára afmæli um þessar mundir. Þar starfar teymi lækna, hjúkrunarfræðing sem bjóða stuðning, fræðslu, eftirfylgni á breytingaskeiði. Leggið vel við hlustir og dragið fram glósubækurnar.
Styrktaraðilar
@nowiceland
@netto.is -
Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirberg er gestur Heilsuvarpsins. Eirberg selja vörur sem efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf. Undir þeim hatti eru ALTRA hlaupaskór sem og Vivo barefoot skór. Umfjöllunarefni þáttarins er hvernig skór eru bestir í hlaup, göngur sem og daglegt líf.
Mjög fróðlegur þáttur fyrir alla sem vilja gefa fótunum sínum alla ást sem þeir eiga skilið með hágæðaskóm.
@eirberg
Heilsuvarpið er í boði Nettó og Now á Íslandi
@nowiceland
@netto.is -
Allt sem þú þarft að vita um lyftingar og hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að byggja upp vöðva.
Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó.
@nowiceland
@netto.is -
Birna Varðar, næringarfræðingur, doktorsnemi í íþrótta og heilsufræði, rannsakandi á sviði fæðu og átraskana.
Hún hefur skoðað orkuskort í íþróttum og áhrif á heilsu og árangur.
Við tölum um orkuskort í æfingum hjá almenna ræktariðkanda því alltof mörg borða of lítið í samræmi við æfingarnar og fjöllum um áhrif of lítillar næringar hefur á líkamlega og andlega heilsu, og langtíma afleiðingar.
Fylgdu Birnu á Instagram:
@birnavardar
@sportbitarnir
Heilsuvarpið er í boði Nettó og Now á Íslandi
@netto.is
@nowiceland -
Í þessum þætti tala ég um kreatín og svara algengum spurningum
Hvernig virkar kreatín? Hvenær er best að taka það.
Hvernig? Hversu mikið? Hvaða týpa er best? Get ég tekið kreatín þó ég sé ekki að æfa?
Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó
@nowiceland
@netto.is -
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur er gestur Heilsuvarpsins
Geir Gunnar starfar hjá Heilsustofnun NLFÍ og ritstjóri heimasíðunnar. BS í matvælafræði og MS í næringarfræði og einkaþjálfarapróf og brennur fyrir heilsu, næringu, hreyfingu og berst gegn öfgum og hindurvísindum í næringar- og heilsufræðum.
Bókin hans Góð heilsa alla ævi án öfga fáanleg í næstu bókabúð.
Við töluðum um nýju bókina, mýtur og öfgar í mataræði og hreyfingu og hætturnar við samfélagsmiðla í að miðla áfram misgáfulegum og stundum hættulegum ráðleggingum.
@ggunnz
Styrktaraðilar Heilsuvarpsins
@nowiceland
@netto.is -
Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, með MS í stjórnun og stefnumótun, BA í félagsráðgjöf. áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody.
Við tölum um meðvirkni og samskipti og áföll í æsku.
Stútfullur þáttur af fróðleik og verkfærum fyrir góð samskipti og aukinn skilning á meðvirkni.
www.fyrstaskrefid.is
Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó
@netto.is
@nowiceland - Mostrar más