Episodios
-
Við erum í jólafríi þangað til að við gerum upp árið um áramótin en þangað til bjóðum við upp á endurútgáfu af It's A Wonderful Life. Jólaklassíker sem allur ættu að sjá
-
Það þurfa allir að sjá eina Hallmark jólamynd og það vildi svo heppilega til að þeir voru að gefa út mynd sem gerist á Íslandi. Þannig að hvernig gátum við sleppt því að horfa á hana og læra um týnda fjarsjóð jólasveinanna?
-
Það eru að koma jól! Einstöku sinnum mætir mynd sem engin býst við og heillar mann upp úr skónum, Klaus er ein af þessum myndum.
Í næstu viku tökum við The Christmas Quest -
Síðasta myndin fyrir desember þegar við byrjun jólaveisluna okkar, jól jól jól jól jól jól! Við ætlum að byrja á Klaus, frábær fyrsta í aðventu mynd.
-
Hvernig stendur á því að svona high budget mynd með Val Kilmer og Marlon Brando endi sem eitt stærsta lestarslys sem hefur verið fest á filmu?
Í næstu viku er Brother where art thou
-
Við ákváðum að kíkja á eina af fyrstu myndunum hans Bong Joon Ho sem leikstýrði og vann óskarinn fyrir Parasite. Hér höfum við glæpathriller í anda Zodiac og Seven sem er alls ekki að valda vonbrigðum.
Í næstu viku tökum við fræga lestarslysið The Island of Dr Moreau með Val Kilmer og Marlon Brando
-
Við horfum á myndina sem gerði Steve Martin að kvikmyndastjörnu. Spurningin er þó, hefur svona gömul grínmynd elst vel og afhverju er Al Pacino að sms-ast við 6 mánaða gamalt barnið sitt?
Næst er Memories of Murder
-
Asian horror, bring it. Gerum þetta bara. Kveiktu á myndinni og keyrum þessa veislu í gang, við munum alveg sofa. Vona ég.
Næst er The Jerk með Steve Martin
-
Kona missir manninn sinn, sonur missir föður, grámygla allstaðar og allir eru í geðrofi. Good times!
Næst er....því miður....Gonjinam : Haunted Asylum
-
HERE WE GO AGAIN! Annað ár, annar þjáningarmánuður. Þvílík veisla, fyrir ykkur það er að segja ekki okkur. Við gjörsamlega hötum þetta. Ég myndi meira að segja halda því fram að þetta sé versti mánuðurinn fyrir okkur en mögulega besti fyrir ykkur. Við viðurkennum hvað við erum litlir í okkur, tölum um ótta og hrylling og allt sem hræddi okkur sem börn.
Næst er The Babadook og svo Martyrs
-
Ekki myndin með Asthton Kutcher heldur myndin með Seth Rogen, bara svo það sé á hreinu fyrir alla
Þjáningamánuðurinn er að byrja í næstu viku og Paranormal Activity 1 verður fyrir valinu
-
Eina grínmyndin hans Kubrick er tekin fyrir í þessari viku, þetta er fjórða svarthvíta myndin sem við tökum fyrir og eins og Tryggvi getur vottað þá hafa þær ekki valdið vonbrigðum hingað til
Í næstu viku tökum við Steve Jobs eftir Danny Boyle og Aaron Sorkin, eftir það förum við í hryllingsmyndir
-
Það er komið að lokum í þessu Ethan Hunt ævintýri okkar, er þetta besta myndin í seríunni þrátt fyrir að vera sjöunda? Kannski
Næst er : Dr. Strangelove
-
Mmmmmmm Henry Cavill.... Er þetta Mission Impossible mynd? Við tókum nú eiginlega ekkert eftir því þar sem hönkið Henry Cavill tók alla athygli með þessu magnaða yfirvaraskeggi sínu. Hvernig er það, er einhver sem getur plöggað Cavill til okkar sem gest? Væri best ef hann gæti komið til landsins, ég er með pláss hérna heima fyrir hann.
-
Ethan Hunt neyðist til að "go rogue" í enn eitt skiptið nema nú er hann alveg einn á báti þar sem CIA andar ofan í hnakkann á liðsfélögum hans. Hunt eltir The Syndicate, SAD eltir IMF, CIA fylgist með og MI6 bætist þarna einhverstaðar við.
-
WE'RE BACK BABY!!! Við tókum kannski aðeins lengra sumarfrí en það er allt í góðu, við höldum áfram með Mission Impossible seríuna og horfum á Cruise hægt og rólega missa vitið.
-
Síðasta ómögulega verkefnið með númer í titlinum er tekið fyrir áður en við förum í sumarfrí. Sjáumst aftur í ágúst með Mission Impossible : Ghost Protocol
-
Tryggvi er veikur þannig að það er styttri þáttur en vanalega, Sigurjón tekur á sig að fara yfir lestarslysið sem er Mission : Impossible 2 en gengur þó ekkert brjálæðislega vel að halda sig við efnið enda engin til að minna hann á að halda sér á réttri braut. Njótið.
-
Við ætlum í algjörlega ómögulegt verkefni! Næstu þættir verða tileinkaðir Mission Impossible seríunni er við horfum á þær allar í röð á meðan að brjálæðin á skjánum stigmagnast með hverju eintaki.
-
JÆJA!!! Þá er það síðasta X-Men myndin í upphituninni fyrir Deadpool, vonandi verður hún góð annars var þetta allt gagnslaust. Þessi er allavega dúndur góð mynd en hlustið og sjáum hvort allir séu á sama máli.
Næst ætlum við að taka Mission : Impossible
- Mostrar más