Episodios
-
Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík Foto! Afsláttarkóðinn Kvidakastid15 gefur 15% afslátt af öllum vörum á fors.is. Þórdís Rúnarsdóttir er einn af eigendum Sálfræðistofunnar. Hún útskrifaðist með doktorspróf frá California School of Professional Psychology árið 2007. Hún sinnir mest einstaklingsmeðferð átraskana, kvíða, depurðar og sjálfsmyndarvanda. Einnig er hún verkefnisstjóri forvarnarverkefnisins Sterkari út í lífið.
-
Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík Foto! Afsláttarkóðinn Kvidakastid15 gefur 15% afslátt af öllum vörum á fors.is. Sigurþóra er framkvæmdarstjóri og stofnandi Bergsins headspace og í framboði fyrir Samfylkinguna. Hún segir okkur frá reynslu sinni að missa son sinn úr sjálfsvígi, sorgarferlinu og stofnun Bergsins Headspace í kjölfarið til að veita ungu fólki öruggan stað til að leita til.
-
¿Faltan episodios?
-
Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík Foto! Afsláttarkóðinn kvidakastid15 gefur 15% afslátt af öllum vörum! Í þættinum tölum við um hamingju og hvernig við stuðlum að henni í daglegu lífi.
-
Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík foto! Afsláttarkóðinn kvidakastid15 gefur 15% afslátt af öllum vörum! Halla Ósk Ólafsdóttir er sálfræðingur í geðhvarfateymi Landspítalans, doktorsnemi og stundarkennari við Háskólann í Reykjavík. Í þættinum tölum við um einkenni geðhvarfa, förum yfir hvaða meðferð er algengust við geðhvörfum, hverjar helstu áskoranirnar eru í meðferð ásamt því að fara yfir hvaða mýtur eru til staðar um geðhvörf og hvað aðstandendur geta gert þegar grunur er um geðhvörf.
-
Tómas Kristjánsson er lektor við Háskóla Íslands og sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Í þessum þætti er fjallað um sjálfsvígshugsanir, þróun þeirra, áhættuþætti, ýmis verkfæri til að kljást við þær, hvert fólk á að leita og hvað aðstandendur geta gert. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is, Píeta símann s.552-2218, bráðamóttöku geðsviðs eða bráðamóttöku í Fossvogi utan opnunartíma geðsviðsins. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
-
Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík Foto! Afsláttarkóði á fors.is: kvidakastid15 fyrir 15% afslátt! Í þættinum förum við yfir orsakir og afleiðingar einmannaleika, algengi og hvernig við getum unnið með hann.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Halla er ráðgjafi (senior consultant) hjá Deloitte í Kaupmannahöfn og hefur byggt upp mikla sjálfsþekkingu og þrautseigju í gegnum ævina. Við förum yfir hennar vinnu í eigin sjálfsmati, ADHD greiningu á fullorðinsárum og ýmis verkfæri sem hún hefur sankað að sér í gegnum mörg ár hjá sálfræðingi.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Léttur þáttur þar sem við spyrjum hvort annað óvæntra spurninga.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum förum við yfir hvernig við tökum ákvörðun, af hverju sumir eiga erfitt með að taka ákvarðanir og hvernig við getum verið ánægðari með ákvarðanirnar okkar.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Tómas Páll er einn af eigendum og sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og sérhæfir sig í meðferðum kvíðaraskanna. Í þættinum tölum við meðal annars um ferlið að fara í greiningu og í meðferð við kvíðaröskunum, áskoranir sem koma fram í meðferð og hvernig kvíði getur haft áhrif á sjálfsmyndina.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto!
Gyða Hjartardóttir er félagsráðgjafi ásamt því að vera umsjónar- og ábyrgaraðili SES á Íslandi, www.samvinnaeftirskilnad.is
Í þættinum fræðir hún okkur m.a. um hvernig sé best að tala við börn um skilnað foreldra, líðan barna, umgengi, skipta búsetu, meðlagsgreiðslur, samskipti foreldra og margt fleira.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum förum við yfir spurningar sem við fengum á instagram um sálfræðinámið (inntökuferli, mun á HÍ og HR og fleira), hundahræðslu, dagbókarskrif og annað létt og skemmtilegt!
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Tómas er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum fræðir hann okkur um vítahring frestunar, óhjálplegar hugsanir sem koma fram í frestun og hvernig við getum tæklað þær ásamt því að að gefa okkur ýmis hagnýt verkfæri.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þessum fjórða rannsóknarþætti fórum við yfir "the Batman Effect", einmannaleika og að blekkja aðra á stefnumótaforritum.
Rannsóknir nefndar:
The “Batman Effect”: Improving Perseverance in Young Children - White ofl., 2016
The socioeconomic consequences of loneliness: Evidence from a nationally representative longitudinal study of young adults - Byan ofl, 2024
Deception in online dating: Significance and implications for the first offline date - Sharabi og Cauglin, 2019
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Ási er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og sérhæfir sig í ýmsum kvíðavanda. Í þættinum útskýrir hann hvernig flughræðsla birtist og viðhelst af mismunandi ástæðum, hvað eru óhjálpleg viðbrögð við flughræðslu og hvað sé hægt að gera til ná bata.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum tölum við um grufl (rumination), hvernig það lýsir sér, hvenær það er óhjálplegt, hvað við getum gert til að taka eftir því og hjálpleg ráð til að takast á við það.
-
Þátturinn er í boði World Class! Brot úr þætti 18. Hvað eru lífsgildi og hvernig tengjast þau markmiðum okkar? Í klippunni förum við yfir spurningar sem hjálpa okkur að finna lífsgildin okkar og af hverju það er mikilvægt. Kvíðakastið er í boði World Class og Reykjavík Foto!
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Aldís Þorbjörg er sálfræðingur hjá Líf og sál. Í þættinum fræðir Aldís okkur um para- og kynlífsráðgjöf, skilgreinir kynlífsvanda, ásamt því að fara yfir algengi og helstu úrræði sem eru í boði. Hún svarar líka nokkrum spurningum hlustenda.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Ellen og Vala eru sálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum förum við yfir hverjar eru algengar birtingarmyndir af líðan og hegðun einstaklinga sem eru að upplifa náttúruvá, hvað þarf að hafa í huga varðandi líðan barna í þessu ástandi og förum yfir mörg verkfæri sem hægt er að nýta sér á erfiðum tímum til að hjálpa eigin geðheilsu og geðheilsu barnanna sinna. Í lokin förum við yfir hvað aðstandendur og samfélagið getur gert til að hlúa að Grindvíkingum og öllum sem eru að ganga í gegnum erfiðleika.
-
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavik Foto! Í þættinum förum við yfir hvað hlustendum finnst einkenna góða sálfræðinga ásamt því að ræða hvaða rannsóknir sýna og okkar eigin reynslu á meðferðarvinnu.
- Mostrar más