Episodios
-
Dögg Guðmundsdóttir er mögnuð kona sem hefur mikla ástríðu fyrir næringarfræði og heilbrigðu sambandi við mat. Hún er á lokametrunum að klára MS í næringarfræði vinnur við ráðgjöf innan heilbrigðiskerfisins.
Við förum vítt og breitt í hið stóra viðfangsefni sem er næringarfræðin og kemur í ljós að það er ekki til neitt eitt svar til að öðlast heilbrigt líf í gegnum mataræði (sem var ákveðinn skellur). Við ræðum m.a. mýturnar sem eru þarna úti, af hverju kolvetnin hafa verið máluð út í horn sem einhvers konar djöfull, þarmaflóruna, nútvitund og geðheilbrigði. Alveg dásamlega skemmtilegt spjall og ég lærði svo mikið.
Endilega fylgið @naeringogjafnvaegi sem er æðislegur vettvangur sem kemur inn á ótalmargt í sambandi við heilsu, næringu og jafnvægi lífins.
Dögg á insta: @dogg.gudmunds
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Vigdis Jakobsdóttir er ástríðufullur listamaður sem hefur komið að ævintýralegum verkefnum. Hún lærði leikstjórn í Bretlandi og við heimkomu byrjaði hún strax að leikstýra ásamt því að stofna fræðsludeild Þjóðleikhússins og starfaði þar í áratug. Hún var einnig aðjúnkt í listkennsludeild LHÍ, hefur verið í alþjóðastjórn ASSITEJ (samtök sviðslistahópa og leikhúsa fyrir unga áhorfendur) og er þessi misserin að ljúka störfum sem listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.
Í þætti vikunnar ræðum við ástríðu okkar beggja sem eru aðgengismál og hvernig listin getur verið farvegur fyrir kærleikann og magnaðar samfélagsbreytingar. Það var dásamlegt að eiga hispurslaust og gefandi spjall við þessa drífandi og kærleiksríku konu.
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
¿Faltan episodios?
-
Bjartmar er magnaður listamaður og sprenglærður í þokkabót. Hann vinnur jöfnum höndum við að leika, syngja, leikstýra og kenna auk þess sem hann nýtur þess að gera upp íbúðir.
Sameiginlegir snertifletir okkar tveggja eru margir í lífi og list þar sem við erum báðir hommar og leikarar. Við köfum djúpt í þann skrítna veruleika sem getur myndast þegar hið heterónormatíva samfélag vill setja okkur í box. Við ræðum ást okkar á söngleikjum, sem og leiklist í víðu samhengi og eigum hér yndislegt og heiðarlegt spjall. -
Ray left his home country of Venezuela because of persecution because there he is a well known out gay man and drag queen, and he didn't feel safe. He moved to Iceland last year and has already made a huge impact on the queer community here with his drag performance artistry and love. We talk about his background in his hometown in Venezuela, his dancing and drag. He tell me about how he stopped feeling safe in his country and how his journey to Iceland was. We talk about the gay life, coming out, love, laughter and fun times.
Please follow Ray's drag queen Crisartista on instagram and go see her at her next gig! Her handle is @crisartista
----
Bjarni Snæbjörnsson is the creator of Mennska (Humanity). Find out more and/or follow him here:
www.bjarnisnae.comInstagram: bjarni.snaebjornsson
facebook.com/bjarniactor
Tónlist/music: Axel Ingi ÁrnasonGrafísk hönnun/cover design: Emilía Ragnarsdóttir hjá Forlaginu.
-
Jóhanna Jónasdóttir er leikkona, heilar, þerapisti og dansari. Hún er móðursystir mín og hefur verið uppáhaldsfrænka frá því ég man eftir mér. Hún menntaði sig sem leikkona í Bandaríkjunum og átti mikilli velgengni að fagna í þeim bransa, fyrst í New York og Hollywood, en við heimkomu til Íslands var hún fastráðin við Borgarleikhúsið í nokkur ár. Í kjölfar algers hruns á líkama og sál tók við djúp heilunar- og sjálfsvinna sem leiddi hana í heilunarnám. í dag starfar hún sem heilari og samtalsþerapisti og hjálpar öðrum að takast á við áföll og erfiðleika. Þessa dagana gefur hún út sjálfsævisögu sína: Frá Hollywood til heilunar, sem er ekki aðeins heiðarlegt uppgjör við ævina, sorgir og sigra, heldur einnig aðgengileg sjálfshjálparbók.
Þetta er yndislegt spjall þar sem tenging okkar er nú þegar mjög djúp og við týnum okkur alveg í flæði og tengingu.
Heimasíða Jóhönnu með hugleiðslum og námskeiðum:
www.johannajonasar.is
------
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Kolbrún Dögg er sviðslistakona, höfundur, aktívisti og leikkona. Hún leikur nú í sínu eigin verki í Þjóðleikhúsinu sem nefnist Taktu flugið, beibí og þar segir hún frá lífshlaupi sínu, sigrum og hindrunum.
Í spjalli vikunnar förum við vítt og breitt eins og vanalega og tölum að sjálfsögðu um listina, aktívismann, aðgengismál, mannréttindi, ritstörfin og drauma framtíðarinnar. Kolbrún er svo yndisleg og jarðtengd að ég öðlaðist stærra hjarta og mikla innri ró við að kynnast henni svona vel og eyða með henni smá stund.
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Una þarf varla að kynna en hún hefur geirneglt sig inn í íslenskt tónilstarlíf á stuttum en kraftmiklum ferli frá því fyrsta lagið hennar kom út í mars 2022. Í þætti dagsins förum við yfir hvað leiddi hana að tónlistarferlinum og hvernig er umhorfs hjá henni í dag. Við ræðum einnig sviðslistir, klæðskerasaum, giggin og að sjálfsögðu nýjan söngleik hennar Storm, sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu snemma árs 2025. Þetta var svo gefandi og skemmtilegt spjall við konu sem gerir allt frá hjartanu.
----Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Sindri Sparkle (hún/hán/hann) er einstakt fjöllistakvár sem starfar við grafíska hönnun, uppistand, ljóðaskrif og myndlist. Í þætti vikunnar kynnist ég þessum stormsveip sem er uppfullt af húmor, gáska og hlátri. Við ræðum að sjálfsögðu hinseginleikann í allri sinni dýrð og förum vítt og breitt um heim listarinnar, hvernig við látutum hlutina gerast og þurfum líka að vinna tengiliðavinnu og plögga okkur. Svo mergjaður þáttur og það gustar alveg um stúdíóið í orkunni sem stafar af Sindra.
Sindri á instagram: sindrisparklefreyr
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska, í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Birna Rún er manneskja með marga hatta og hún er alveg svakalega góð í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Sem leikkona hefur hún sést á skjám landsmanna í fjölda ára og hlaut Edduna á sínum tíma fyrir Rétt. Hún hefur leikið mikið á sviði og flæddi lífrænt inn í það að verða mjög vinsæl á tiktok og instagram. Svo er hún uppistandari, veislustjóri og er nú að stíga sín fyrstu skref sem leikstjóri í gamanþáttaseríunin Flamingo Bar sem sýndur er á Stöð 2.
í þættinum ræðum við bransann, lífið, kynlífið, börnin, hundana, að stíga inn í sjálfa sig, hræðslu okkar beggja við stöðnun og hvernig við getum gefið okkur sjálfum heimild til að vera við sjálf. Þetta er svo skemmtilegt og heiðarlegt spjall. Ég elskaði hverja mínútu.
Birna á instagram: birnaruneiriks
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Kristín Taiwo Reynisdóttir (hún/hennar) er háskólanemi og einn af stofnendum Antirastistanna sem er hópur aktivista sem er með það markmið að fræða Íslendinga um rasisma. Hópurinn heldur úti instagram reikningnum @antirasistarnir og hefur gefið út hlaðvörp og staðið fyrir ýmiskonar fræðslu. Í þættinum segir Stína mér frá reynsluheimi sínum og hvernig það er að vera svört á Íslandi. Svo förum við yfir hvernig hvernig við getum mætt hvert öðru betur. Fyrir utan allt þetta læri ég líka um hvernig unga fólkið djammar í dag eins og t.d. á októberfest. Þetta var svo skemmtilegt spjall þar sem við hlógum að lífinu og hversu fáránlegt fólk getur stundum verið.
------
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Einar Þór er einstakur aktívisti sem hefur staðið vaktina í málefnum hinsegin fólks og HIV smitaðra í áraraðir. Í þætti vikunnar förum við yfir æsku hans í Bolungavík og lærum hvernig sögur okkar tveggja eru að mörgu leiti líkar, þó 20 ár skilji okkur að. Einar segir okkur einnig frá ferðalagi sínu út úr skápnum og hann lýsir því hvernig alnæmisfaraldurinn var fyrir hann og hans samferðafólk. Svo tölum við auðvitað um tilfinningar og hann segir okkur hvernig hann passar upp á sig í gegnum lífsins ólgusjó og áföll.
-----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Bashar Murad was the main guest at Reykjavík Pride this year performing both at the opening ceremony as well as on the big stage in down town Reykjavík for the 100.000 guests that showed up for the celebration.
He is a Palestinian pop star who has been making a name for himself in Europe and beyond. In this episode he tells me about his childhood and how it was growing up under an occupation. We delve into the topics of pinkwashing and talk music, art, queerness and how we can come together and make the world a better, safer place.
Please follow bashar on instagram: basharmuradofficial
---
Bjarni Snæbjörnsson is the host in the podcast Mennska (meaning: humanity).
www.bjarnisnae.comInstagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Music: Axel Ingi Árnason
Graphic design: Emilía Ragnarsdóttir
-
Helga Haraldsdóttir stendur í ströngu þessa dagana enda er hún formaður Hinsegin daga í Reykjavík (ekki "Íslands" eins og ég segi í þáttunum!). Hún er einnig magnaður kokkur og við tengjumst beint í gegnum nostalgískar æskuminningar frá Vestfjörðum.
Í þætti vikunnar förum við yfir mikilvægi Hinsegindaga og tölum um hátíðina í ár sem er stórglæsileg að vanda. Hún segir mér frá skemmtilegu lífshlaupi sínu og hver hennar togstreita hefur verið í sambandi við hinseginleikann. Svo hlæjum við svo mikið og gerum stólpagrín - að okkur sjálfum.
Þáttur vikunnar kemur extra snemma því ég er svo spenntur fyrir Hinsegindögum!
---
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu MennskuHægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Lilja Sif er magnaður sálfræðingur sem heldur úti instagram reikningnum Heilshugar (@heilshugar_)
Eftir tveggja vikna sumarfrí dembum við okkur á dýptina varðandi hvað tengsl eru mikilvæg fyrir okkur mannverur, hvernig við erum hópdýr og hvernig það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að eiga náin sambönd við annað fólk. Við ræðum líka sjálfsrækt og sjálfsvinnu og auðvitað komum við inn á kerfin sem maðurinn hefur skapað sem er að buga okkur felst; kapítalismi, kynjakerfið, rasismi og nýlendustefnan.
Bækur sem við ræðum:
My Grandmother's Hands eftir Resmaa Menakem
How to be an Antirasist eftir Ibram X. Kendi
The Boy Who Was Raised as a Dog eftir Bruce D. Perry og Maia Szalavitz
ALOK á instagram: @alokvmenon
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku.
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska, í næstu bókabúð.www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
For this episode I welcome the amazing humans who are creators of REC Arts Reykjavik; Chaiwe Sól Patiswa Drífudóttir (she/her), Eva Yggrasil (she/they) and Rebecca Hidalgo (she/her). They are activists, artists, teachers and so many other beautiful things are fighting continuously to make the world a better place by highlighting stories and artistry of marginalised groups
We go over many heartfelt topics that matters dearly to all of us like inclusion, how to create a community and a safe space, the power of the arts, and what it is to feel like to truly belong.
Please follow REC Arts Reykjavik on social media:
Instagram: @recartsrvk
Facebook: https://www.facebook.com/recartsrvk
Personal IG handles:
Chaiwe: @chaiwe_the_blaiking
Rebecca: @ondinathequeen
Eva: @eva.yggdrasil
----
Bjarni Snæbjörnsson is the creator of the podcast Mennskawww.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactorMusic: Axel Ingi Árnason
Graphic design and book cover Emilía Ragnarsdóttir
-
Í þætti vikunnar förum við Ellý Ármanns um víðan völl. Ellý þarf vart að kynna enda ein af eftirminnilegustu þulum RÚV og starfar m.a. í dag sem spákona og myndlistakona. Ég var svo spenntur að kynnast Ellý í gegnum þetta samtal og hér förum við í fullkomið flæði þar sem við ræðum þakklæti, lærdóm lífsins, listina, litlu börnin innra með okkur, leiðir til heilunar og margt margt fleira.
Ellý á instagram: ellyarmannsdottir
-----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennskuwww.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdótti
-
María Thelma (hún) er mögnuð leikkona sem hefur komið víða við á sinni stuttu starfsævi; skrifað og leikið í sínum eigin einleik, leikið í Þjóðleikhúsinu og mörgum sjónvarpsþáttum og fengið tilnefningar til Grímunnar.
Í þætti vikunnar ræðum við á dýptina um list leikarans, um stóra samhengi lista, fjölbreytileika og hvað það skiptir miklu máli að eiga dýnamískar fyrirmyndir. Við förum yfir hvað það þýðir að standa með sjálfri sér og hvernig lífið og listin eru í raun últramaraþon.
María Thelma á instagram: mariathelma93
---
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennskuwww.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Ugla er mögnuð kona sem hefur stigið fast til jarðar varðandi réttindi trans fólks frá unga aldri. Í þætti vikunnar segir hún okkur frá sögu sinni og hvernig hún datt inn í aktívisma. Við ræðum einnig stöðuna í dag í réttindamálunum og hvernig við þurfum að passa upp á það á hverjum degi að sjálfsögð mannréttindi okkar séu ekki tekin af okkur.
Ugla á instagram: uglastefania
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennskuwww.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Ingileif Friðriksdóttir er mögnuð kona sem framkvæmir hugmyndir sínar og hefur því komið víða við, t.d. sem aktivisti, framleiðandi og höfundur sjónvarpsefnis, áhrifavaldur, fjölmiðlakona og margt margt fleira. Fyrir stuttu gaf hún út sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Ljósbrot sem er mjög spennandi og grípandi bók sem hverfist um ástir kvenna.
Í þættinum ræðum við að sjálfsögðu um hinseginleikann, mikilvægi fyrirmynda, hvernig það er að skrifa heila bók, meðvirkni okkar, tilfinningagreind og hvernig við höfum lært að treysta flæðinu í lífinu.
Hér er hægt að finna Ingileif á instagram: ingileiff
Svo er það að sjálfsögðu hinseginleikinn á instagram: hinseginleikinn
Hér er hægt að kaupa bókina Ljósbrot: https://www.salka.is/collections/nyjustu-baekurnar/products/ljosbrot
----Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
www.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
-
Bjarki Steinn (hann) er ein af þessum manneskjum sem kemur inn í lífið manns og það er eins og við höfum alltaf þekkst. Hann er einstök fyrirmynd, opin og kærleiksrík sál sem segir mér frá lífi sínu og lærdóm í gegnum heilunarvinnu. Við ræðum hugvíkkandi efni, hinseginleikann, óttann, skömmina og mikilvægi þess að taka fagnandi á móti öllum tilfinningum okkar.
Bjarki Steinn á instagram: https://www.instagram.com/bjarki_p?igsh=MXRuNjRmMHVjOTE4Nw==
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennskuwww.bjarnisnae.com
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir
--
Eins og hlustendur taka eftir þá eru engar auglýsingar í Mennsku og ég vil gjarnan halda því þannig. Ef einstaklingar eða fyrirtæki vilja styrkja hlaðvarpið þá býð ég upp á valkvæða millifærslu þar sem þið ráðið upphæðinni. Hægt er að biðja um greiðslukvittun með því að senda mér skilaboð hér og taka fram kennitölu einstaklings / fyrirtækis: https://www.bjarnisnae.com/contact-me
Vinsamlegast skrifið "hlaðvarp" í skýringu á millifærslu.
kt: 0707785139
rn: 0111-26-269483
Með fyrirfram þökk, Bjarni - Mostrar más