Episodios
-
Kolla stal hugmynd úr podcastinu "Toni And Ryan".
Þetta er okkar útgáfa af því.
Við tölum um hvað tekur okkur úr jafnvægi í daglegu lífi, hvað er það sem við vildum óska að hreyfði ekki við okkur en í rauninni finnst okkur svoooo pirrandi. -
Tobba talar um alvarlegt bílslys sem hún lenti í þegar hún var 17 ára gömul, hún segir frá þeirri lífsreynslu og ófyrirgefanlegum mistökum lækna.
Kolla talar um hvernig umheimurinn sá til þess að pabbi hennar væri á réttum stað á réttum tíma þegar veikindi bar að. -
¿Faltan episodios?
-
Hversu miklu máli skiptir það hvernig við öndum?
Hvort er betra að anda í gegnum munninn eða í gegnum nefið?
Er nefið óþarfi eða eitt mikilvægasta líffærið okkar?
Öndum bara rólega og hlustum á þennan geggjaða þátt! -
Spjöllum um lucky girl syndrome sem hefur farið eins og sinubruni í gegnum TikTok með svakalegum árangri og tölum um hvernig þetta hefur áhrif á okkar líf.
Við fjöllum um mjög mikilvægt málefni sem ekki margir vita um en allir ættu að þekkja, það er Tobba Taco. -
Við tölum um hversu ógeðslega fokking erfitt það er að ala upp börn,
Tobba segir okkur frá skemmtilega veruleikafyrrtum manni og Kolla hræðir líftóruna úr Tobbu þegar hún hraunar yfir fáránlegan ökumann sem stoppaði á miðjum ÞJÓÐVEGI!? -
Við tölum um skrýta drauma sem okkur hefur dreymt og um hápunkta stefnumóta sem við höfum farið á.
-
Haltu fast um typpið á þér og verið viðbúin óvæntum uppákomum í þessum þætti!
-
Heyriru hvað fólk er að segja við þig?
Hlustaru til að svara eða hlustaru til að skilja?
Þorbjörg miðlar sinni visku, segir okkur hvað betur má gera og hvað virk hlustun er í raun og veru.
HLUSTUM BETUR! -
Við fjöllum um það sem virðist vera venjuleg rannsókn á músum en haldið ykkur hæg.
Þessi rannsókn fær ykkur til að hugsa um lífið og tilveruna og er þess verðug að fá eyrun ykkar lánuð í 49 mínútur.
Loksins loksins er kominn annar þáttur um rannsóknir! -
Hvað er daður fyrir þér?
Daðraru við afgreiðslumanninn á dekkjaverkstæðinu til að fá afslátt eða bíður þér við tilhugsuninni að hann gæti fengið röng skilaboð og sendi þér poke á facebook?
Við pælum í þessu og svo miklu meira á nýju ári, verið spennt! -
Gleðileg Jól kæru hlustendur.
Við vonum að þessi jól verði ykkur góð, við tölum um dimmu kaflana á jólunum, hvernig þessi blessaði heili okkar virkar og hvað skiptir í raun og veru mestu máli á þessum tíma.
Við viljum þakka kærlega fyrir okkur og stuðninginn sem þið hafið sýnt okkur á liðnu ári.
Við elskum ykkur! -
Hvaða stefnu hefur þú í lífinu?
Leyfiru sjálfri/um þér að setja stundum stefnuljósin á og skipta eða ertu stefnulaus? -
.. do it but don't.
-
Við fáum til okkar mann sem þurfti að upplifa heimilisleysi á sinni ævi og spjöllum um hvað hægt sé að gera betur.
-
Þátturinn er ekki um barn með bindi, heldur um jólin.
-
Við spjöllum um 4 stig tunglsins, hvaða áhrif það hefur á okkur og við fáum að heyra söguna þegar Kolla fór út á píkunni!
-
Hvenær jarðaðir þú þig síðast? .. Þá meinum við, hvenær jarðtengdir þú þig síðast?
Við tölum um jákvæðu áhrifin við það að tengjast jörðinni og hversu kraftmikil þessi elskulega jörð okkar er.
https://youtu.be/44ddtR0XDVU
fyrir ofan er linkur að heimildarmyndinni "Earthing Movie" sem við mælum eindregið með að þú horfir á! -
Lærum við af sögunni?
-
Myndir þú flytja burt af þínu eigin landi fyrir 250.000 dollara?
-
Trúir þú á bölvanir?
Við fjöllum um tvær sem varla er hægt að neita og fleira skemmtilegt sem hefur drifið á okkar daga.
Njótið! - Mostrar más