Episodios
-
Fríða Ísberg spjallar við Einar Kára Jóhannsson um skáldsöguna Stargate eftir Ingvild Rishøi. Stargate er jólaævintýri frá Noregi sem hefur farið sigurför víða um heim og endaði meðal annars á lista Oprah Winfrey yfir bækur ársins 2024. Fríða ræðir líka um útkomu Merkingar á ensku í sumar, kunningsskap þeirra Ingvild Rishøi og áhuga sinn á bókmenntum frá Norðurlöndum.
-
Eva Rún Snorradóttir spjallar við Einar Kára Jóhannsson um sína fyrstu skáldsögu, Eldri konur. Þau ræða þráhyggju höfundar fyrir eldri konum, bókmenntahátíðina Queer Situations og að kerlingabylting sé leiðin til að breyta heiminum til betri vegar.
-
¿Faltan episodios?
-
Eva Rún Snorradóttir les úr sinni fyrstu skáldsögu, Eldri konur.
-
Þórdís Gísladóttir ræðir við Einar Kára Jóhannsson um ljóðabókina Aðlögun. Þau ræða líka feril Þórdísar og þýðingar hennar á tveimur nýjum bókum, Þessir djöfulsins karlar eftir Andrev Walden og Æsku eftir Tove Ditlevsen.
-
Þórdís Gísladóttir les ur sinni sjöttu ljóðabók, Aðlögun.
-
Halla Þórðardóttir spjallar við Einar Kára Jóhannsson um sína fyrstu ljóðabókina sína Sólin er hringur. Þau ræða um feril Höllu hjá Íslenska dansflokknum og hvernig dansinn smitast yfir í ljóðlistina.
-
Halla Þórðardóttir les úr sinni fyrstu ljóðabók, Sólin er hringur.
-
Tómas Ævar Ólafsson les valin kafla úr skáldsögunni Breiðþotur.
-
Tómas Ævar Ólafsson spjallar við Einar Kára Jóhannsson um sína fyrstu skáldsögu, Breiðþotur. Þeir ræða uppgang öfgahugmynda, uppvöxt á Akranesi, gagnaleka og ást á pizzum!
-
Brynja Hjálmsdóttir les upphafið á skáldsögunni Friðsemd.
-
Brynja Hjálmsdóttir spjallar við Einar Kára Jóhannsson um sína fyrstu skáldsögu, Friðsemd. Einnig ræða þau um áhrif B-mynda, hrylling, uppáhaldshöfunda og nýja Nóbelsskáldið.
-
Dagur Hjartarson les valin kafla úr skáldsögunni Sporðdrekar.
-
Dagur Hjartarson ræðir við Einar Kára Jóhannsson um nýjustu skáldsöguna sína; Sporðdrekar, bókmenntir, barnabækur, Nóbelsskáld og líf rithöfunda.