Episodios
-
Þegar 23 ára gamall leikur er endurgerður er það algjör guðsgjöf að hafa einhvern sem spilaði upprunalega leikinn við útgáfu.
Okkar eini Óli Jóels mætir í sett og spjallar við Arnór Stein um þessa stórgóðu endurgerð.
Hvaða endi fengu þeir í leiknum? Hvað þýða allar þessar óvinatýpur? Meikar sagan einhvern sens?
Mikilvægasta spurningin er auðvitað: er leikurinn þess virði?
Í stuttu máli: JÁ
Takk Óli fyrir komuna!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Það er margt sem gerist á tíu árum. Tré vaxa, leikjatölvukynslóðir hefjast og klárast og leikir - oftast allavega - koma út.
Star Citizen var kynntur árið 2012 og átti að koma út 2014.
Hann er ekki enn kominn út. Búið er að safna um 700 milljón dollurum fyrir framleiðsluna á Kickstarter.
Aftur: Leikurinn Er Ekki Kominn Út.
Arnór Steinn og Gunnar ræða þetta áhugaverða verkefni í þætti vikunnar. Eigum við að prófa Star Citizen og gera þátt? Endilega segið okkur!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
¿Faltan episodios?
-
Nei djók.
Hlustendur vita alveg að Arnór Steinn og Gunnar eru ekki í þessu asnalega menningarstríði.
Þáttur vikunnar fjallar um "woke listann" sem einhverjir gaurar settu saman, yfir 1536 leiki (já, 1536) þar sem þeir eru flokkaðir eftir því hversu woke þeir eru.
Við stökkvum aðeins yfir þennan lista og tölum aðeins um hvað "woke" er.
Er woke gagnrýni á samfélagið? Eða eru karlmenn pirraðir yfir því að karakterar fylgja ekki lengur óraunhæfum staðalmyndum útlitslega séð?
Allt þetta og meira í stórskemmtilegum þætti!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Spooky season er byrjað og þá þýðir ekkert annað en að setja bleyjur á Arnór Stein og Gunnar og henda þeim í Until Dawn.Interactive drama horror leikur segja þau víst um þennan leik og það er bara nokkuð nákvæm lýsing. Einnig kallaður "Movie: The Game"Hvernig gengur þér að bjarga átta unglingum frá vofeiflegum dauðdaga í fjallakofa útí rassgati? Arnór Steinn og Gunnar segja hvernig þeim gekk í sinni fyrstu fjar upptöku.Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Ískaldur dagur í helvíti í dag. Arnór Steinn fílar ANNAN fótboltatölvuleik.
EA FC 25 er ræddur í þætti vikunnar. Gunnar talar um manager career og Arnór Steinn tekur player career í nösina. Nei, hann spilar ekki sem defensive central midfielder aftur.
Hvað finnst ykkur um EA FC 25? Betri en í fyrra? Alveg eins? Látið okkur vita!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Þú hefur eitt markmið - komast yfir þessa tíu jarda .. af einhverjum ástæðum.
Arnór Steinn og Gunnar leggja í sitt metnaðarfyllsta verk til þessa:
MADDEN
Arnór veit EKKERT um Amerískan Fótbolta. Gunnar veit eitthvað. Hvað verður úr? Úffff ... snilld!
Ætlar þú í Madden 25?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Hvað er góð endurgerð? Hvað er gott remaster?
Arnór Steinn og Gunnar pæla aðeins í þessu í þætti vikunnar. Það er slatti af endurgerðum að koma út og því áhugavert að kafa aðeins ofan í hugtakið.
Góðar endurgerðir, slæmar, meh, “fan made” og margt fleira í pökkuðum þætti.
Hver er þín uppáhalds endurgerð?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Viltu rifja upp sögu PlayStation í formi eins skemmtilegasta platform leiks ársins?
Astro Bot SPRINGUR fram á sjónarsviðið með ótrúlega skemmtilegri spilum, fjölbreyttum eiginleikum og frábærri grafík (vökva physics eru FRÁBÆR)
Arnór Steinn og Gunnar eru vægast sagt hrifnir. Við erum klárlega að tala um topp 3 stykki á árinu.
Astro Bot og hin vinsæla Astro Bot PS5 fjarstýring eru að sjálfsögðu til í Elko Gaming. Talandi um það ...
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Langar þig að vera skúrkur í Star Wars heiminum?
Það er heldur betur hægt í Outlaws.
Arnór Steinn og Gunnar ræða fyrstu hughrif af þessari tilraun Ubisoft til að gera nýjan og öðruvísi Star Wars leik.
Sölvi Santos er gestur vikunnar en hann streymir Outlaws á GameTíví rásinni alla miðvikudaga kl 20! Þátturinn hans heitir Skúrkur í skýjunum og er SNILLDAR tilvitnun í þýðingar Tölvuleikjaspjallsins!
Eruð þið óviss um Outlaws? Hlustið á þáttinn, kannski náum við að hafa einhver áhrif á skoðunina ykkar.
Tjékkið á Sölva, hann er @solvisantos á bæði TikTok og Twitch, og tjékkið að sjálfsögðu á þættinum hans Skúrkur í skýjunum á GameTíví alla miðvikudaga kl 20!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Hvað er eftir að koma út í ár?
Star Wars Outlaws er nýkominn og við bíðum spennt eftir nýjum Zelda leik (þar sem við spilum sem Zelda!!!), Indiana Jones, Warhammer 40k, Silent Hill 2 og mörgum fleirum!
Arnór Steinn og Gunnar ræða hvað þeim finnst spennandi á leiðinni. Tjékkið endilega á greininni okkar um næstkomandi leiki á https://blogg.elko.is/leikjahaustid-2024/
Hvað vekur mesta spennu hjá þér?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Einn af þessum stóru er kominn út og við gerum að sjálfsögðu þátt.
Return to monke er þema leiksins, soulslike unninn upp úr kínverskri goðafræði, með fluid bardagakerfi, stórfurðulegum óvinum og mikilvægast (fyrir Arnór Steinn og Gunnar allavega) þá er engin alvöru refsing fyrir það að deyja.
Leikurinn hefur fengið gagnrýni fyrir skort á fjölbreytileika og strákarnir ræða það í þaula.
Hvað fannst þér um Black Myth Wukong?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Þetta var langt og gott frí, en strákarnir eru komnir aftur. Við fengum Óla fokking Jóels í stúdíó til að taka stöðuna á næstu leikjum ársins, stöðunni hjá GameTíví og MARGT fleira.
Þurfa online framleiðendur ekki að huga að pissupásum hjá spilurum sínum? Pælum aðeins í essu ...
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Tölvuleikjaspjallið er FJÖGURRA ára gamalt, krakkar!
Börn hafa mörg verið til í 4 ár! Það er klikkað!
Arnór Steinn og Gunnar taka spjall um hvers vegna þeir eru ennþá að þessu. Ræðum þá leiki ársins sem eru komnir út og aðeins um tattú.
Hvernig tölvuleikjatattú myndir þú fá þér?
Þátturinn er í boði Elko Gaming. -
Á næstu vikum opnar glæný og glæsileg tölvuleikjamiðstöð í Egilshöll - NEXT LEVEL GAMING!
Við fengum Þóri Viðarsson og Adam Scanlon í heimsókn og þeir segja okkur frá öllu sem verður í boði.
VR herbergi, arcade vélar, console herbergi og auðvitað tugir af PC tölvum til að spila með vinum þínum.
Ætlar þú að kíkja við þegar það opnar?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Annar þáttur af tveimur sem kemur út í dag!
Hellblade 2 kom út í maí og við ætlum að sjálfsögðu að fjalla um hann.
Saga baráttukonunnar frá Orkneyjum heldur áfram og hér er ekkert gefið eftir. Hún heldur til Íslands til að granda þrælasölum þar. Ekkert glens hér á ferð.
Arnór Steinn og Gunnar taka leikinn fyrir og ræða allar hliðar. Sagan, combat kerfið, útlitið og margt fleira!
Er þessi leikur þess virði? Við pælum vel í því saman. Við spillum ekki fyrir neinu alvarlegu í þættinum, þannig ykkur er óhætt að hlusta! En við segjum í hreinskilni hvað okkur finnst og það er margt.
Hvað fannst þér? Er spenna hjá ykkur fyrir þessum leik?
Endilega tékkið á þætti 207 þar sem við ræddum við Aldísi Amah Hamilton um hennar hlutverk í leiknum! Virkilega gott og fræðandi spjall.
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Helgin síðasta var STÚT full af kynningum fyrir spennandi leiki ársins. Star Wars Outlaws, Lego Horizon, munkabruggleikur og margir fleiri.
Arnór Steinn og Gunnar taka best of og það kemur á óvart hvað hver er spenntur fyrir hverju.
Er Arnór raunverulega að peppa Assassin´s Creed leik? Er Gunnar að fara að kaupa gæludýra-farming leik á degi eitt?
Hlustið og tékkið á því! Þessi og næsti þáttur (209 – Hellblade 2) tengjast því við tókum þá upp einn á eftir öðrum. Þeir koma BÁÐIR út í dag!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Leikkonan Aldís Amah Hamilton snýr aftur í stúdíó til strákanna og það er ekkert annað en VEISLA eins og í síðasta þætti.
Eins og kunnugt er leikur hún aðalhlutverkið í íslensk-framleidda leiknum Echoes of the End, sem kemur ekki alveg strax út, EN! hún leikur í nýja Hellblade leiknum, Senua's Saga!
Hún segir Arnóri Steini og Gunnari allt um hvernig það er að leika í þeim leik, tölum enn meira um Final Fantasy og hver er drauma tölvuleikjaserían til að leika í.
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Í tilefni þess að FURIOSA er komin í bíó taka Arnór Steinn og Gunnar fyrir Mad Max leikinn, falinn demant frá 2015.
Leikurinn var svo óheppinn að koma út sama DAG og annar frekar legendary leikur .. munið þið hver það er?
Strákarnir minnast líka á tilraun þeirra til að komast í samband við forsetaframbjóðendur varðandi tölvuleikjaspilun þeirra. Gekk ekki vel en fengum amk tvö svör!
Hvernig fannst þér Mad Max leikurinn?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Hvern langar ekki í city builder með hagfræðilegu ívafi?
Án alls gríns þá er Manor Lords (sem er að mestu úr smiðju eins manns) andskoti áhugavert verkefni sem er nú í boði á Steam.
Þý byggir þorp og breytir því í stórbæ ásamt því að taka yfir svæði í kringum þig.
Arnór Steinn og Gunnar ræða það sem komið er út í þaula. Leikurinn er ekki tilbúinn en við erum með vísbendingar um hvað verður í boði í leiknum þegar hann er tilbúinn.
Hlustaðu á þáttinn fyrir nokkur tips&tricks til að koma samfélaginu þínu af stað í MANOR LORDS
... og kaupið hann svo á Steam ... undir eins!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
-
Við þurftum 200 þætti til að hita upp fyrir þetta meistaraverk.
Arnór Steinn suðaði og puðaði og það virkaði! Gunnar er kominn í New Vegas og búinn að spila nóg til að ræða fyrsta helminginn.
Deep dive á einum helvíti áhugaverðum leik. Það fylgir stór höskuldarviðvörun þessum þætti; drengirnir ræða ALLT.
Companions, sagan, factions, playstyles og margt, MARGT fleira í stút fullum þætti um New Vegas!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
- Mostrar más