Episodios
-
Ef þið hlustið á einhvern þátt á ævinni, hlustið þá á þennan og þið munið útskrifast. 🎓
-
Við skreppum aftur í bíltúr, keyrum út í auðnina og ræðum um tölvuleiki og vandamálinu sem fylgir þeim
-
¿Faltan episodios?
-
Brrr!
Haustið er komið, eða.. er það á leiðinni?
Allavega, við þurfum að ræða það svo enginn fari blind/ur inn í haustið!
-
Tveir Loðnir í bíltúr!
Já þið lásuð rétt, Óskar og Kristbergur ákváðu að taka upp þátt á leiðinni heim til Reykjavíkur og ræða allskonar um akstur, sögur og annað.
Vesgú! 🚗
-
Ahh alveg rétt 😁
Tími til að byrja að alvöru!
Núna erum við að komast í gang aftur og þá þurfum við að fara yfir hvernig það ferli hefur verið.
Endilega byrjið á þessum ef að þið eruð að "stilla inn" í fyrsta skipti! 🎙🎙
-
Við erum komnir aftur! 🎉
Mikið fjör framundan en til að byrja með ákváðum við að hafa þetta afslappað, nice og fara aðeins yfir stöðuna.
Hlökkum til að halda áfram!
-
Timburmenn koma stundum og smíða í kollinum á manni, oftast nær um helgar.
en hvað er þá til ráða? hvernig losar maður sig við þessa menn?
þú þarft ekki að leita lengra því við erum lausnamiðaðir vandræðagemsar sem leysa öll vandamál.
-
Ef að þú týndir þessum þætti þá fundum við hann fyrir þig.
Við erum alveg vissir um að þú átt ekki eftir að týna neinu framar eftir að hafa hlustað á þennan þátt!
-
Við erum alltaf að prófa e-ð nýtt, í þetta skipti fáið þið að fara með okkur í göngutúr, gefum að borða og gerum tilraun til að búa til ASMR, gjörið svo vel.
-
Það er enginn að fara út i búð fyrr en þið eruð búin að hlusta á þennan þátt.
Við ræðum bestu aðferðirnar við að versla, bestu búðirnar og fullt fullt fleira! 🛒
-
Tíminn er endalaus en ekki vandamálalaus! boom !
hvað er klukkan? skíttu á puttan
-
Gleðilegt sumar!
Það er ekki oft sem að við fáum sumar á Íslandi en sumarið er samt komið og því ber að fagna.
Hvað er til ráða ef að maður þarf að skafa rúðurnar í júní?
-
Þá er komið að special númer tvö, í þessum þætti borðum við grænmeti ótrúlega hátt eins og sellerí, blómkál og kartöflur, namminamm eða hvað?
-
Góður svefn skiptir ótrúlega miklu máli, en svo að við getum náð sem besta svefninum hafa Tveir Loðnir tekið tíma úr sinni svefn rútínu fyrir ykkur til að ræða um svefninn og hvernig er hægt að sofa sem best.
-
Ertu að leita þér að vinnu en veist ekki hvað á að gera?
Þá erum við með þátt fyrir þig!
Förum yfir allt sem þú þarft að vita þegar kemur að nýrri vinnu.
-
Austur Evrópa er skemmtileg.. en sko flugvélar geta verið óþægilegur ferðamáti, annars eru Pólverjar mjög skemmtilegir.. en flugvélar eru þröngar, of kaldar og heitar og þú getir ekki farið neitt.
Vorum við búnir að tala um að Varsjá er eins og Breiðholtið?
En flugvélar eru samt vesen.
Við tölum semsagt mikið um flugvélar og austur Evrópu í þessum þætti.
-
SÚKKULAÐI!
Páskarnir eru á leiðinni og vorum við beðnir um að smakka öll páskaeggin.
Við getum því miður ekki borðað öll páskaegg landsins en við fórum út í búð og keyptum súkkulaði sem að er einnig notað í páskaeggin og ekki nóg með það heldur komu Omnom okkur til hjálpar og gáfu okkur heilan helling af sínu súkkulaði líka!
Bara fyrir ykkur og ekki reyna þetta heima (nema þið viljið það).
-
Stundum er snjór, stundum er enginn snjór.
Sama hvort það er þá þurfum við að ræða það og vera tilbúin í allar aðstæður, hvernig á að skafa rúðuna? Hvernig á að losa bílinn?
Við leysum það hér! ❄️🚗🎙
-
Reykir þú? Hættu því!
Við allavega hjálpum þér að komast yfir þetta vandamál, enda er það ekki lengur cool!
-
Okkur finnst ótrúlega gaman að vita hvað ykkur finnst gaman að hlusta á þáttinn okkar.
Sérstaklega hvað við eigum til með að tala um allt og ekkert og svoleiðis, stundum útskýrir maður hlutina samt of mikið sem veldur því að fólk missir athygli eins og kennari sem talar alltaf um sjálfan sig í staðinn fyrir námið sem er náttúrulega pínu skrítið, afhverju erum við að tala um kennara? Veit það ekki en við ræðum allavega um hvað það að útskýra hlutina of mikið getur verið pirrandi í þessum nýjasta þætti okkar, við vonum að þið hafið gaman af honum haaa?
- Mostrar más