Episodios
-
Í þessum þætti er fjallað um öxina Rimmugýgi sem er öxi Skarphéðins Njálssonar og er hennar getið i Brennu – Njálssögu. 2 ástæður eru fyrir því að öxin er tekin fyrir sú fyrri er að þessi öxi Skarphéðins Njálsonar hefur einhvern dularfullan kraft í sér og vinnur hvern bardaga þar sem henni er beitt. Hin ásæðan er að elsta og flottasta víkingafélag á Íslandi heitir eftir þessari öxi, Rimmugýgur. Víkingafélagið Rimmugýgur var stofnað árið 1997 við Öxará á Þingvöllum og hefur aðsetur í Hafnarfirði. Þættinum er skipt niður í 6 smáa kafla, aðeins sagt frá aðdraganda atburða svo er lesinn Njálutexti þar sem axarinnar er getið og svo smá eftirmáli.
-
Í þessum þætti er fjallað um Njálu í mjög stuttu máli. Farið er yfir söguna, helstu persónur og sögusvið.
Njála er ein þekktasta Íslendingasagan og sú lengsta. Hún er saga Njáls Þorgeirssonar bónda, höfðingja og lögspekings á Bergþórshvoli og sona hans, einkum þá Skarphéðins. En auk þess er hún saga Gunnars á Hlíðarenda Hámundarsonar, Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur og margra fleiri.
-
¿Faltan episodios?
-
Farið er yfir Laxdælu í mjög stuttu máli.