Reproducido
-
Íþróttavarpið ræðir við landsliðsmenn Íslands í handbolta í aðdraganda HM í Svíþjóð. Gestir þáttarins í dag eru landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Þeir eru líka liðsfélagar hjá Kolstad í Noregi og konurnar þeirra eru systur. Þeir eru því mikið saman og eru góðir vinir. Þetta er til umræðu í þættinum ásamt HM sem er framundan, hvernig Sigvaldi valdi að spila fyrir Ísland frekar en Danmörku og skilaboðin sem Þórir Hergeirsson sendir reglulega á Janus Daða. Lengri útgáfu Íþróttavarpsins má finna á helstu hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV.
Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson. -
Íþróttavarpið heilsar í dag frá Kristianstad í Svíþjóð. Þar hefur íslenska landsliðið í handbolta leik gegn Portúgal á HM á morgun. Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fóru yfir málin, en stærsti hlutur þáttarins er hins vegar spjall við aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það eru þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson.
Umjón: Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson -
Adda Baldursdóttir og Ólafur Kristjánsson völdu bestu miðjumennina í sögu HM, óvæntustu úrslit og óvæntustu hetjuna á HM í Íþróttavarpi dagsins. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir.
-
Það er frábær umferð að baki í ensku úrvalsdeildinni þar sem stórleikur Liverpool og Manchester City stóð upp úr.
Gummi og Steinke fóru yfir umferðina með Arnari Laufdal, þáttastjórnanda Ungstirnanna. Síðustu sjö dagar hafa verið ansi góðir hjá Laufdalnum; Breiðablik varð Íslandsmeistari, Liverpool vann Man City og hann fór á árshátíð.
Eitt er víst eftir þennan leik Liverpool og Man City: Darwin Nunez er kóngurinn. -
Þeir Sæbjörn Steinke og Aksentije Milisic fara yfir sjöttu umferðina í ensku úrvalsdeildinni.
Það urðu nokkur ansi athyglisverð úrslit um helgina og mörg vafaatriði sem hægt var að tala um.
Man Utd vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið lagði topplið Arsenal, Liverpool tapaði stigum í fjórða leiknum á tímabilinu, City náði ekki að leggja Villa og Chelsea var stálheppið að vinna. Brighton heldur svo áfram að heilla og Ivan Toney var maður helgarinnar.
Í lok þáttar eru svo valin draumalið skipað leikmönnum deildarinnar. Reglurnar eru þrjár: 11 leikmenn, að hámarki einn úr hverju liði og að hámarki einn af hverju þjóðerni.
Þátturinn er í boði White Fox, en það er bara fyrir 18 ára og eldri. - Mostrar más