Episodit
-
Ágerður Stefanía, eða Adda eins og hún er oft kölluð, er alinn upp í Breiðabliki en er í dag goðsögn í Stjörnunni og Val, þar sem hún raðaði inn Íslands- og bikarmeistaratitlum. Þegar leikferlinum lauk hélt hún strax áfram að móta sigurlið – nú í þjálfarateymi með Pétri Péturssyni.Í þessum þætti förum við yfir magnaðan feril, hvernig sigurhugarfar mótast, hvað þarf til að byggja upp sigursælt lið og hvernig maður vinnur með mótlæti á leiðinni.Turnarnir eru í boði fiskverslunarinnar Hafsins, Lengjunnar, World Class, Golflklúbbsins Keilis og hins Tékkneska Budvar!Njóttu vel!
-
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 3. maí. Umsjón: Tómas Þór og Elvar Geir.
Baldvin Már Borgarsson ræddi um Lengjudeildina og rennt er yfir komandi umferð og helstu tíðindi í Bestu deildinni.
Gestur þáttarins er Björn Hlynur Haraldsson sem var í Liverpoolborg um síðustu helgi þegar titillinn var tryggður. -
Puuttuva jakso?
-
Uppbótartíminn er nýtt hlaðvarp á Fótbolta.net þar sem fjallað er um kvennaboltann á Íslandi.
Umsjónarmenn eru Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Magnús Haukur Harðarson.
Í þessum þætti er farið yfir stöðu liða eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deild kvenna og einnig er farið aðeins yfir neðri deildir sem eru að fara af stað.
Hertz er stoltur stuðningsaðili kvennaboltans á Fótbolta.net. -
Gestur dagsins er Agla María Albertsdóttir, barnastjarna úr Kópavoginum! Agla María hefur spilað á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu, unnið Íslands- og bikarmeistaratitla með bæði Stjörnunni og Breiðabliki og leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð. Hún er í dag fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks – og útskrifaðist aðeins 24 ára gömul með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja.Góða skemmtun!
-
Elvar Geir, Valur Gunnars og Tómas Þór gera upp 4. umferð Bestu deildarinnar í Innkastinu.
Jafntefli á Hlíðarenda, Framarar grýttu Eldingunni aftur niður á jörðina, Eyjamenn á siglingu, skemmtikraftarnir í KR fóru á kostum, útlitið svart hjá FH og aftur kom Höskuldur Blikum til bjargar. -
Liverpool Englandsmeistari! Pökkuðu Tottenham saman á Anfield. Baráttan um meistaradeildarsætin 3-5 sætið heldur áfram. Newcastle fór upp í 3.sætið með þægilegum sigri á Ipswich. Matheus Chuna er listamaður Úlfanna. Chelsea sigraði Everton á Brúnni. Man City og Crystal Palace sem spiluðu ekki í umferðinni mætast í úrslitum FA bikarsins.
-
Liverpool vann í gær sinn 20. Englandsmeistaratitil. Þetta hafði verið lengi í loftinu en Liverpool er búið að vera langbesta liðið þetta tímabilið.
Baldvin Már Borgarsson og Magnús Haukur Harðarson voru gestir í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag og gerðu upp magnað tímabil hjá Liverpool.
Einnig var rætt um komandi Evrópuleiki og aðeins farið í spænska boltann í lokin. -
Fyrir 15 árum síðan var Guðjón Örn Ingólfsson að lyfta með Blaz Roca þegar Erpur hvatti hann til að mennta sig í styrktarþjálfun — ráð sem átti eftir að móta feril hans. Síðan þá hefur Guðjón verið lykilmaður í ótrúlegri uppbyggingu hjá Víkingi Reykjavík, þar sem hann varð Íslandsmeistari tvisvar sinnum og bikarmeistari fjögur ár í röð. Einnig tók hann þátt í velgengni FH á sínum tíma. Í dag starfar Guðjón sem styrktarþjálfari hjá KR, þar sem hann vinnur náið með Óskari Hrafni Þorvaldssyni.Í þættinum ræðum við vegferð Guðjóns, hvernig góð styrktarþjálfun getur gert gæfumuninn í knattspyrnu — og hvaða lærdóma hann hefur tekið með sér á leiðinniGóða skemmtun
-
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Í þessum þætti er hitað upp fyrir 4 og 5. deild karla sem fer senn að hefjast. Rætt er um öll liðin og spáð fyrir um það hvar þau enda á komandi tímabili.Þáttastjórnendur eru Haraldur Ingi og Tómas Helgi.
-
Elvar Geir og Tómas Þór í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 laugardaginn 26. apríl.
Besta deildin á hug okkar að vanda. Helstu tíðindi, gluggapælingar og næsta umferð. Daði Berg Jónsson hefur farið á kostum með Vestra og er á línunni.
Enski boltinn er til umræðu. Kristján Atli Ragnarsson sérfræðingur mætir en mikil eftirvænting er í Liverpoolborg. Þá er einnig rætt um Evrópudrauma Arsenal og Manchester United. -
Innkastið eftir þriðju umferð Bestu deildarinnar.
Afturelding, ÍBV og Vestri; liðin sem voru í neðstu sætum í spám fyrir mót, unnu öll í þessari umferð! Vestri er á toppnum og KA á botninum. -
Liverpool aðeins einum sigri frá því að verða meistarar. Trent með góða kveðjugjöf eða hvað? Aston Villa burstaði Newcastle en tapaði svo gegn Man City. Nottingham Forest með mikilvægan útisigur á Tottenham á annan í páskum. Spennan verður svakaleg um þetta 3-5 sæti sem gefur meistaradeildarsæti. Svo óskum við Leeds og Burnley stuðningsmönnum til hamingju með úrvalsdeildarsætið.
-
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Í þessum þætti er hitað upp fyrir 3. deild karla sem fer senn að hefjast. Rætt er um öll liðin og spáð fyrir um það hvar þau enda á komandi tímabili.Þáttastjórnendur eru Haraldur Ingi og Tómas Helgi.
-
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Í þessum þætti er hitað upp fyrir 2. deild karla sem fer senn að hefjast. Rætt er um öll liðin og spáð fyrir um það hvar þau enda á komandi tímabili.Þáttastjórnendur eru Haraldur Ingi og Tómas Helgi.
-
Elvar Geir og Baldvin Borgars með sérstaka páskayfirferð í útvarpsþættinum þessa vikuna.
Fjallað er um 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins sem hafa boðið upp á óvænt úrslit. Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV sem rúllaði yfir Víking, og Marinó Hilmar Ásgeirsson, leikmaður Kára sem sló út Fylki, verða á línunni.
Þá verður fótboltavikan gerð upp og horft í tíðindi hér heima og erlendis. Það er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum í Evrópukeppnunum. -
Liverpool eru með 9 fingur á Englandsbikarnum. Newcastle á fullri ferð inn í meistaradeildina í 3.sætinu. Notthingham Forest og Arsenal töpuðu bæði stigum í umferðinni. Aaron Ramsdale markvörður Southampton gerði sér lítið fyrir og varði 2 vítaspyrnur gegn Aston Villa.
Svarthvíta hetjan Harvey Barnes var frábær í þessum tveimur leikjum hjá Newcastle. -
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson.
-
Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum en Besta deild kvenna byrjar að rúlla í kvöld. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik.
Agla María Albertsdóttir og Kristín Dís Árnadóttir, leikmenn Blika, komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og fóru yfir stöðuna hjá Blikum. -
Besta deild kvenna fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Í öðru sæti í spánni er Valur.
Til þess að ræða um Valsliðið, þá komu Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði, og Matthías Guðmundsson, þjálfari, í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net. -
Innkastið eftir 2. umferð Bestu deildarinnar. Leikirnir voru svo sannarlega misskemmtilegir í þessari umferð!
Elvar Geir, Valur Gunnars og með þeim er Magnús Haukur Harðarson.
Geggjuð skemmtun í Laugardal, ótrúlegur leikur í Úlfarsárdalnum, Stjarnan með fullt hús, markalaus nýliðaslagur, FH-ingar í vandræðum og bikarmeistararnir fengu skell. - Näytä enemmän