Episodit
-
Föstudagur 25. október
Heimsmyndir - Valgerður Þ. Pálmadóttir
Valgerður Þ. Pálmadóttir doktor í hugmyndasögu kom i þáttinn að ræða breytingar á heimsskilningi fólks í gegnum tíðina. Svo tóku þau Kristinn djúpa dýfu í Frankenstein eftir Mary Shelley. Það ótrúlega margbrotna verk. -
Föstudagur 11. október
Heimsmyndir - Helga Þórey
Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir kom í þáttinn að rýna í unglingabækur frá 8. og 9. áratug síðustu aldar. Hver var siðferðisboðskapur þessara bóka? Var hann heldur kristilegur og íhaldssamur stundum? -
Puuttuva jakso?
-
Föstudagur 27. september
Heimsmyndir - Róbert Jack
Róbert Jack heimspekingur kom í þáttinn að ræða upplifanir af fyrri lífum. Hvað sú þekking eða lífsskoðun gerir fyrir hans heimsmynd. Hafi maður upplifað slíkt vill maður geta rætt það við einhvern. Við erum félagsverur. En er það með góðu móti hægt? -
Föstudagur 13. september
Heimsmyndir - Nicole Keller
Nicole Keller doktor í jarðefnafræði kom í þáttinn að ræða um reynslu vísindamanns af að finna sig í jóga og hugleiðslu. Loftslagsmál og merkingar-krísan komu einnig við sögu. -
Föstudagur 30. ágúst
Heimsmyndir - Jóhann Björnsson
Jóhann Björnsson heimspekingur kom í þáttinn að ræða menntaheimspeki: PISA kannanir, væntingar til árangurs og eðli náms. Hvað er hlutverk menntastofnana og hvað segir heimspekin þar um? -
Föstudagur 16. ágúst
Heimsmyndir - Svanhildur Tinna Ólafsdóttir
Svanhildur Tinna Ólafsdóttir barnasálfræðingur kom í þáttinn að ræða heimsmynd barna á einhverfurófinu. Félagslegur veruleiki fólks sem af einhverjum ástæðum á erfitt með samskipti. Hver er hann og er það að einhverju marki spurning um viðhorf og þjálfun? Svanhildur varpaði ljósi á þær spurningar. -
Föstudagur 21. júní
Heimsmyndir - Óli Stef
Handboltahetjan Óli Stef kom í þáttinn að ræða heimspeki hugvíkkandi efna. Er tilveran ein vitund að máta við sig upplifanir? Eða eru hugvíkkandi efni bara grautur af bulli sem endurspeglar helst skapgerð þess sem þau tekur? -
Föstudagur 14. júní
Heimsmyndir - Heiða Eiríks
Heiða Eiríksdóttir (Heiða í Unun) kom í þáttinn að ræða fyrirbærafræði. Um hvað er þessi dulúðlega grein heimspekinnar? Heiða er í doktorsnámi í heimspeki og er hafsjór af fróðleik um þetta áhugaverða svið greinarinnar. -
Föstudagur 31. maí
Heimsmyndir - Vísindaskáldskapur!
Vísindaskáldskapur! Nanna Hlín og Ármann komu aftur í þáttinn að ræða um bókmenntir og heimspeki. Ætti Ursula K. LeGuin að hafa fengið Nobel? Já, segjum við. Frábært spjall um sögur og heima. -
Gestur þáttarins er Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju. Hann kom í þáttinn til að ræða við Kristin um eðli trúar, sem hægt er að skoða bæði trúarlega, sálfræðilega og heimspekilega. Er kristnin með góða nálgun við þetta óræða eitthvað sem við köllum guð? Eru trúarbrögðin viðbrögð við meðvitund um takmarkanir tungumáls og skilnings? Þetta varð flókið og skemmtilegt spjall ólíkra huga.
-
Heimsmyndir, 26. apríl
Sveinn Guðmundsson
Gestur þáttarins er Sveinn Guðmundsson, mannfræðingur við HÍ. Þeir Kristinn reyndu að rýna í heimspeki vinsæls vísindaskáldskapar: Dune, Star Trek og Star Wars. Þessir heimar eru um margt ólíkir. En hugsanlega tengjast þeir engu að síðar þegar betur er að gáð. Sveinn var afar viðræðugóður og skemmtilegur viðmælandi. -
Heimsmyndir 29. mars
Gustav Adolf
Gestur þáttarins er Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, nýdoktor í heimspeki. Gústav hefur skrifað afar áhugaverða doktorsritgerð um eðli samskipta þegar kemur að #Metoo og #BLM, um tilhneigingu okkar til að meðtaka ekki efnislega frásagnir þolenda ofbeldis og óréttlætis. Þeir Kristinn ræddu síðan allskyns tengdar vangaveltur um að segja frá og að meðtaka. Frábær gestur hann Gústav. Nýr uppáhalds, eins og í hverri viku. -
Heimsmyndir, 22. mars
Arngrímur Vídalín
Gestur þáttarins er Arngrímur Vídalín lektor í íslenskum bókmenntum. Arngrímur sagði frá afar áhugaverðri rannsókn sinni á elstu íslensku handritum, þar sem höfundar virðast hafa reynt að færa Ísland nær Evrópu til að afskrísmslavæða okkur. Þeir Kristinn létu svo gamminn geysa um ýmsar fornar hugmyndir og áhrif þeirra á heimsmynd fólks á miðöldum. Mjög fróður maður hann Arngrímur. -
Heimsmyndir 15. mars
Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir
Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki við HÍ er gestur þáttarins. Hún sagði frá frumspeki kynja og kynþátta, hvað verufræði og frumspeki eru og ræddi ýmsar bækur um feminínska heimspeki og feminískar útópíur. Þau Kristinn rifjuðu upp feminísku rökræðurnar á samfélagsmiðlum og veltu fyrir sér árekstrum og árangri í þeim umræðum. Mikil og skemmtileg umræða um eldfim málefni. -
Heimsmyndir 8. mars
Ármann Halldórsson
Gestur þáttarins er Ármann Halldórsson heimspekingur og kennari við Verzlunarskóla Íslands. Þeir Kristinn fóru um víðann völl og ræddu allt frá heimspekikennslu til mikilvægis fegurðar í ýmsu samhengi. Samtalið varð svo líflegt að það varð það lengsta til þessa. Platon, Yuval Noah Harari og Hegel gamli komu allir við sögu. Sem og möguleg hugsun skóga og sveppa. En hugtak dagsins var mýkt og Kristinn reyndi sem mest hann gat að koma því hugtaki að og selja það. Mýkt! -
Heimsmyndir 1. mars
Nanna Hlín Halldórsdóttir
Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki, er gestur þáttarins. Þau Kristinn ræddu vestræna heimspeki og meginlandsheimspeki. En þó aðallega bókina Giving an Account of Oneself eftir Judith Butler. Judith er hán og það fornafn þurftu þau aðeins æfa sig að nota. Gekk ekki snuðrulaust -
Heimsmyndir 23. febrúar
Bjarni Randver Sigurvinsson
Gestur þáttarins er Bjarni Randver Sigurvinsson trúar- og guðfræðingur. Bjarni lenti harkalega upp á kant við herskáa guðleysingja árið 2010 og úr því spunnust miklar deilur í um tvö ár. Kristni þótti gleðilegt að fá tækifæri til að biðjast afsökunar á sínum þætti í þeim deilum. Það má deila um allt sem viðkemur réttu og röngu í þeim árekstri hugsuða, en allir hefðu þeir átt að setjast niður og kynnast frekar en að takast á úr fjarlægð. -
Gestur þáttarins er Atli Harðarson heimspekingur og prófessor í Deild faggreinakennslu. Þeir Kristinn ræddu 17. aldar heimspekinginn Baruch Spinoza, frumspeki hans og tilraunir til endurbóta á trúarhugmyndum samtíma síns. Mun sannleikurinn gera okkur frjáls? Hvað er sannleikur? Atli leiðir okkur í allan... sannleikann.
-
Gestur þáttarins er Karen Kjartansdóttir athafnakona og hugsjónamanneskja. Þau Kristinn ræddu hvað það merkir að vera trúlaus en finna guðdóminn í einhverju, eins og Karen hafði komið inn á í nýlegri grein. Þau ræddu auk þess samskipti við pólitíska andstæðinga og hvernig maður finnur því farveg að taka sjálfa/n sig ekki of alvarlega þótt mikið gangi á.
- Näytä enemmän