Episodit
-
Sveinn Aðalsteinn, Bjarki Þór og Daníel nokkur Rósinkrans ræða um það helsta úr heimi tölvuleikja. Daníel gagnrýnir The Plucky Squire þar sem söguhetjan hoppar úr ævintýrabók og lendir í allskyns ævintýrum. Strákarnir skoða hvað var fjallað um á State of Play þar sem Sony kynnir væntanlega leiki fyrir PlayStation leikjatölvurnar - Þar má meðal annars nefna samúræ-leikinn Ghost of Yōtei.
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Daníel Rósinskrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór fjalla um PlayStation 5 Pro sem er væntanleg í verslanir næstkomandi nóvember. Við hverju má búast og hvernig er Pro útgáfan öflugri en hefðbundna PlayStation 5? Tríóið ræðir einnig um einn af betri leikjum ársins, Astro Bot, sem er fyrsti leikurinn fær fimm stjörnur af fimm mögulegum hjá okkur nördunum.
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Puuttuva jakso?
-
Daníel Rósinskrans og Bjarki Þór fjalla um þrjár stórar leikjakynningar - Summer Game Fest, Xbox Games Showcase og Nintendo Direct. Til umfjöllunar eru leikir á borð við Starfield, Super Mario Bros. Wonder, Mortal Kombat 1 og fjöldi annara leikja sem margir hverjir eru væntanlegir á komandi mánuðum.
Upptaka frá 4. júlí 2023.
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Sveinn, Daníel og Bjarki fara yfir helstu leikina sem kynntir voru á PlayStation Showcase 2023 sýningunni. Undanfarna daga hafa strákarnir svo verið að spila The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom og í síðari hluta þáttar segja þeir frá sínum fyrstu hughrifum á leiknum (umræður án söguspilla).
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Ofurdúóið Daníel Rósinkrans og Sveinn Aðalsteinn tækla allt það helsta úr heimi tölvuleikja! Þar á meðal Xbox Developer_Direct, Hi-Fi Rush, FM 2023 fyrir PS5, DualSense Edge, Live Service leikina og síðast en ekki síst Forspoken.
Athugið. Þátturinn var tekinn upp snemma í febrúar en upptakan fór á flakk og týndist. Upptakan fannst loks. Afleiðingar fylgdu í kjölfarið. Tæknimaður okkar var rekinn, ráðinn aftur, faðmaður og honum fyrirgefið.
Mynd: Midjourney
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Þeir eru mættir aftur til leiks eftir vetrardvala! Daníel Rósinkrans, Sveinn og Bjarki fara saman yfir það sem stóð upp úr af nýliðnu leikjaári og gefa hlustendum smjörþefinn af leikjaárinu 2023. Strákarnir velja topp 3 bestu leiki ársins 2022 af sínu mati, ræða God of War: Ragnarök og fleira og fleira.
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Í þættinum er ofurkrúttlegi kisuleikurinn Stray tekinn fyrir en leikurinn hefur náð að heilla marga spilara upp úr skónum og hefur auk þess verið nokkuð áberandi á netinu og samfélagsmiðlum. Fyrst þarf þó að klæða sig í gulu gúmmíhanskana þar sem háþrýstiþvottur í PowerWash Simulator verður tekinn fyrir og enginn skítur skilinn eftir! Farið er yfir reynslusögur af því að steyma leikjum beint í gegnum PlayStation-leikjatölvuna og rætt um fréttir sem tengjast PlayStation 5, PSVR2 og Quest 2 sýndarveruleikagleraugunum. Í lok þáttar er fjallað um bílaleikinn Hot Wheels Unleashed sem býður spilurum meðal annars upp á það að búa til sínar eigin brautir. Allt þetta og fleira í fertugasta og þriðja þætti af Leikjavarpinu, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins!
Efni þáttar:
Hvað er verið að spila?Háþrýstiþvottur í PowerWash SimulatorKisuleikurinn StrayHvernig virkar að streyma PS-leikjum?PS5 með stuðning við 1440p skjáiPSVR2 upplýsingar og Quest 2 hækkar í verðiHot Wheels UnleashedMyndir úr Stray og PowerWash Simulator, Pride fáninn ásamt digital töfrum Bjarka
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Bjarki, Daníel og Sveinn spjalla um sjóðheitar tölvuleikjafréttir ásamt að taka fyrir Grow: Song of the Evertree og stórleikinn Elden Ring.
Yfirlit þáttar:
Í spilunÍsland í tölvuleikjumÚtgáfudagur God of WarSkull and Bones kynning og útgáfudagurForspoken seinkaðEkkert RDR eða GTA 4 RemakeGollum stiklanGrow: Song of the Evertree leikjarýniEldheitar Elden Ring umræðurMyndir úr Elden Ring (4) og Grow: Song of the Evertree (2)
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Sveinn, Daníel og Bjarki fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja! Farið er yfir hvað kom fram á nýjustu Nintendo Direct Mini kynningunni, spjalla um leikina Teenage Mutant Ninja Turtles: Shredder's Revenge, Horizon: Forbidden West og Kirby and the Forgotten Land, ræða kosti og galla nýjustu PlayStation áskriftarleiðanna og fleira.
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Bjössi úr Gamestöðinni mætir í Leikjavarpið og ræðir E3 ferðina sína árið 2018. Einnig segir Sveinn frá ferðalagi sínu þegar hann heimsótti Gamescom í Köln árið 2012.
Mynd:
Myndblanda - Bjössi, Sveinn og Daníel og
Wikimedia Commons (Dronepicr)
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
-
Sveinn Aðalsteinn og Daníel Rósinkrans fjalla um Summer Game Fest og Xbox & Bethesda Games Showcase leikjakynningarnar sem fóru fram fyrir stuttu. Á kynningunum var sýnt úr og fjallað um væntanlega leiki sem flestir eru væntanlegir á þessu eða næsta ári. Þar á meðal eru leikirnir Redfall, The Callisto Protocol, High on Life og fjöldi annara leikja. Ef þú vilt vita hvað er framundan í leikjaheiminum er þessi þáttur algjört möst!
Tónlist:"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
-
Tölvuleikjasérfræðingarnir Daníel Rósinkrans og Sveinn Aðalsteinn hjá Nörd Norðursins fjalla um það allt það helsta úr heimi tölvuleikja. Aðalefni þáttarins er State of Play leikjakynningin hjá Sony en einnig er fjallað um ýmislegt fleira eins og Diablo Immortal, Star Wars Jedi: Survivor, Sonic Frontiers og hvað er framundan í sumar.
Tónlist:"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
-
Daníel Rósinkrans, Bjarki, Sveinn og hinn Daníel ræða allt það helsta úr heimi tölvuleikja í þrítugasta og sjöunda þætti Leikjavarpsins, sem er jafnframt fyrsti Leikjavarpsþáttur ársins 2022. Stóra umræðuefni þáttarins eru væntanlegir leikir á komandi ári en auk þess er fjallað um PSVR 2, E3 2022 og tölvuleikina Inscryption, Death's Door og Halo Infinite.
Efni þáttar:Hvað er verið að spila?Daníel og Sveinn leggja lokadóm á Halo InfiniteInscryption, fyrstu hughrifSony kynnir PSVR 2Death's Door leikjarýniE3 2022 verður á netinuVæntanlegir tölvuleikir árið 2022LeikjaklúbburinnTónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Neon Laser Horizon by Kevin MacLeodLink: https://incompetech.filmmusic.io/song/7015-neon-laser-horizonLicense: https://filmmusic.io/standard-license
-
Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór fjalla um það helsta úr heimi tölvuleikja og gera upp tölvuleikjaárið 2021. Farið er yfir hvaða leikir unnu til verðlauna á The Game Award og fjallað um ný sýnishorn úr leikjum sem sýnd voru á hátíðinni. Strákarnir fara yfir þá fimm leiki sem stóðu upp úr á árinu að þeirra mati og svo er Tölvuleikjaklúbburinn á sínum stað. Allt þetta og fleira til í þrítugasta og sjötta þætti Leikjvarpsins!
Efni þáttar:Í spilunChorus leikjaumfjöllunHalo InfiniteAllt það helsta frá The Game AwardsHellblade 2 sýnishorniðThe Matrix Awakens: An Unreal Engine 5 ExperienceSony með GamePass kerfi í bígerðiLeikaklúbburinn (NUTS)Leikir ársins að mati Nörd NorðursinsTónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Neon Laser Horizon by Kevin MacLeodLink: https://incompetech.filmmusic.io/song/7015-neon-laser-horizonLicense: https://filmmusic.io/standard-license
Mynd:Frá vinstri: Deathloop (2021), It Takes Two (2021), The Game Awards (2021), Returnal (2021), Ratchet & Clank: Rift Apart (2021)
-
Í þrítugasta og fimmta þætti Leikjavarpsins spjalla þeir Bjarki Þór og Daníel Rósinkrans við Ara Þór sem starfar sem boðberi (evangelist) hjá Epic Games. Í þættinum fer Ari yfir feril sinn í leikjaiðnaðinum en hann hefur meðal annars komið að gerð Angry Birds tölvuleiks og Returnal sem var gefin út fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna. Í þættinum er einnig fjallað um Unreal leikjavélina, upphaf HRingsins, PS5 prótótýpuna, íslenska tölvuleikjafyrirtækið Gogogic (sem gaf meðal annars út leikinn Vikings of Thule) tölvuleikjabransann og margt fleira.
Tónlist (intro):
Voxel Revolution by Kevin MacLeodLink: https://incompetech.filmmusic.io/song/7017-voxel-revolutionLicense: https://filmmusic.io/standard-license
-
Efni þáttar:Leikir í spilun - Hvað hafa strákarnir verið að spila frá því seinast?The Game Awards tilnefningar - Daníel Rósinkrans leiðir umræðuna og skoðar hvaða leikir eru tilefndir í ár.Cyberpunk 2077 - Ár er liðið frá útgáfu, hefur eitthvað breyst? Steinar Logi segir frá því hvernig leikurinn er að keyra á PS5 í dag.Hvaða leikir voru keyptir á Black Friday? - Eru veskin nokkuð orðin tóm?!Kena: Bridge of Spirits - Daníel Rósinkrans heldur áfram að gagnrýna þennan fallega leik.Just Dance 2022 - Bjarki fer í dansskóna og rýnir í nýjast Just Dance leikinn.Battlefield 2042 - Sveinn fer yfir stöðuna á Battlefield 2042 sem hefur verið að glíma við ýmiskonar vandamál.Halo Infinite - Fyrstu hughrif.Leikjaklúbburinn - Donut County og NUTS - Daníel Páll leiðir okkur áfram í gegnum Kleinuhringjasýslu og næsti leikur er kynntur til sögunnar; NUTS!
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Neon Laser Horizon by Kevin MacLeodLink: https://incompetech.filmmusic.io/song/7015-neon-laser-horizonLicense: https://filmmusic.io/standard-license
Mynd:Cyberpunk 2077 (CD Projekt), Kena: Bridge of Spirits (Ember Lab) og Just Dance 2022 (Ubisoft)
-
Strákarnir í Leikjavarpinu fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja, þar á meðal nýju Halo Infinite og Elden Ring leikjakynningarnar. Þrír tölvuleikir eru teknir fyrir í þættinum; adrenelínleikurinn Riders Republic, þægilega rólegi indíleikurinn Unpacking og ævintýraleikurinn Kena: Bridge of Spirits.
Ár er liðið frá útgáfu PlayStation 5 og Xbox Series X leikjatölvunum og strákarnir yfir hvað hefur staðið upp úr á liðnu ári, farið yfir helstu kosti og galla leikjatölvanna. Fjallað er um notendaviðmót, kælingu, hvort tölvurnar séu hljóðlátar eða háværar, hraða, geymslupláss, gæði, leikjaúrval, persónulega upplifun og fjarstýringar svo eitthvað sé nefnt. Leikjaklúbburinn er á sínum stað þar sem fjallað er um leikinn Papers, Please og nýr leikur settur á leikjalistann.
Strákarnir í Leikjavarpinu fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja, þar á meðal nýju Halo Infinite og Elden Ring leikjakynningarnar. Þrír tölvuleikir eru teknir fyrir í þættinum; adrenelínleikurinn Riders Republic, þægilega rólegi indíleikurinn Unpacking og ævintýraleikurinn Kena: Bridge of Spirits.
Ár er liðið frá útgáfu PlayStation 5 og Xbox Series X leikjatölvunum og strákarnir yfir hvað hefur staðið upp úr á liðnu ári, farið yfir helstu kosti og galla leikjatölvanna. Fjallað er um notendaviðmót, kælingu, hvort tölvurnar séu hljóðlátar eða háværar, hraða, geymslupláss, gæði, leikjaúrval, persónulega upplifun og fjarstýringar svo eitthvað sé nefnt. Leikjaklúbburinn er á sínum stað þar sem fjallað er um leikinn Papers, Please og nýr leikur settur á leikjalistann.
Efni þáttar:Leikir í spilunHalo Infinite kynninginStaða Xbox Series S/X einu ári eftir útgáfuElden Ring kynningSveinn ræðir Riders RepublicFleiri seinkannir á vélum vegna íhlutaskortsBjarki og Daníel spila Unpacked á SwitchNintendo fréttirDaníel fjallar um Kena: Bridge of Spirits,Staða PlayStation 5 einu ári eftir útgáfuLeikjaklúbburinn (Paper, Please)Tónlist:
Neon Laser Horizon by Kevin MacLeodLink: https://incompetech.filmmusic.io/song/7015-neon-laser-horizonLicense: https://filmmusic.io/standard-license
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Mynd:PlayStation 5 og Xbox Series X
-
Þrítugasti og annar þátturinn af Leikjavarpinu, hlaðvarpi Nörd Norðursins, er nú kominn á allar helstu hlaðvarpsveitur! Að þessu sinni eru það Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór sem eru mættir til leiks til að ræða allt það helst úr heimi tölvuleikja. Það er úr ýmsu að taka og má þar meðal annars nefna nýjar fréttir varðandi útgáfu Cyberpunk 2077 og The Witcher, ný stikla úr Uncharted kvikmyndinni, Nintendo Expansion Pack-ið skoðað og Sveinn rýnir í Guardians of the Galaxy. Allt þetta og margt fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins!
Efni þáttar:Cyberpunk og Witcher uppfærslurrnar seinkaðFyrsta stiklan fyrir Uncharted kvikmyndina skoðuðGod of War væntanlegur á PCGTA þríleikurinn væntanlegur á þessu áriNintendo Expansion Pack nú fáanlegtSveinn gagnrýnir Guardians of the GalaxyState of Play yfirferð - væntanlegir leikir á PlayStation(Leikjaklúbburinn geymir umfjöllun og spilar áfram Paper, Please fyrir næsta þátt)Tónlist: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Mynd: Guardians of the Galaxy (2021)
-
Daníel Rósinkrans, Sveinn og Bjössi hjá Gamestöðinni eru mættir til að fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja. Í þættinum er ákveðið Nintendo þema þar sem fjallað er um væntanlega Animal Crossing viðbót, Nintendo Online viðbótaráskrift sem gerir áskrifendum kleift að spila gamla N64 og Sega Genesis leiki á Switch og að lokum rýnir Rósinkrans í Metroid Dread sem margir Nintendo-spilarar hafa beðið spenntir eftir.
Auk þess fjalla þremenningarnir um Gotham Knights, Suicide Squad og Back 4 Blood sem kom út í seinustu viku. Tölvuleiknum var streymt á Twitch-rás Nörd Norðursins fyrir nokkrum dögum þar sem nördarnir börðust hetjulega gegn óðum zombískrímslum. Tæknimál koma einnig við sögu þar sem Sveinn upplýsir hlustendur um hvað ber að hafa í huga þegar verið er að uppfæra geymsluplássið á PS5 leikjatölvunni. Umræðuefnið tengist grein sem var nýlega birt á heimasíðu Nörd Norðursins þar sem verð og framboð á SSD diskum fyrir PS5 hér á landi var sérstaklega skoðað. Samhliða þeirri umfjöllun hefur Nörd Norðursins birta leiðbeiningar um hvernig er hægt að bæta við SSD diski við PS5 tölvuna.
Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Leikjavarpsins!
Efni þáttar:
*Back 4 Blood*Animal Crossing viðbót*SSD ævintýri Sveins*Nintendo Online viðbótar áskrift*Gotham Knights og Suicide Squad á DC Fandome*Metroid Dread
Tónlist: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Mynd af Metroid í Metroid Dread (Nintendo)
-
Tölvuleikjanördarnir Bjarki Þór, Steinar Logi, Sveinn Aðalsteinn og Daníel Páll fara um víðan völl í þrítugasta þætti Leikjavarpsins. Steinar segir frá Alan Wake Remastered sem var gefinn út í byrjun mánaðar, Sveinn gagnrýnir Far Cry 6 en hann hefur spilað allar Far Cry leikina og þekkir seríuna því mjög vel, Bjarki skellir sér í takkaskóna og tæklar FIFA 22 og Hypermotion-tæknina sem EA notaði við gerð leiksins, Daníel heldur áfram með Leikjaklúbbinn og kynnir næsta leik sem klúbburinn ætlar að spila. Allt þetta og margt fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins!
Efni þáttar:Hvað er verið að spila?Alan Wake RemasteredWindows 11Verðið á Nintendo Switch OLED á ÍslandiBattlefield 2042 BetaAuka SSD diskar fyrir PS5Far Cry 6FIFA 22LeikjaklúbburinnGTA Definitive Edition safniðStreymi planað: Back 4 BloodTónlist:
Neon Laser Horizon by Kevin MacLeodLink: https://incompetech.filmmusic.io/song/7015-neon-laser-horizonLicense: https://filmmusic.io/standard-license
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Mynd:Haninn Chicharrón úr Far Cry 6
- Näytä enemmän