Episodit
-
Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands er síðasti, en alls ekki sísti, gestur Hringferðar Morgunblaðsins sem farið var í af tilefni af 110 ára afmæli blaðsins. Morgunblaðið fagnar 111 ára afmæli í dag. Andrés Magnússon og Marta María Winkel Jónasdóttir settust niður með Guðna á Hótel Holti við Bergstaðastræti í Reykjavík.
-
Ferðaþjónusta hefur tekið við af mjólkurframleiðslu á stórbýlinu Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Þar er minningu hinna mögnuðu landpósta einnig gert hátt undir höfði.
-
Puuttuva jakso?
-
Það er líf og fjör í atvinnulífinu á Fáskrúðsfirði. Þar skipta umsvif Loðnuvinnslunnar mestu en fyrirtækið er í eigu kaupfélagsins, sem aftur er sameign stórs hluta bæjarbúa. Mogginn tók hús á tveimur meðlimum kaupfélagsins. Þau standa vaktina á vettvangi þess, en koma úr ólíkum áttum.
-
Magnaðar tilviljanir valda því að Húsavík hefur komist á heimskortið. Þar spila Netflix og Eurovision mikla rullu. Ferðaþjónustan er á góðri siglingu í bænum og þar er í fararbroddi hvalaskoðun sem vaxið hefur mikið á síðustu árum.
-
Hringferðin kíkti í heimsókn í Skógarböðin
-
Hótel Akureyri vex nú hröðum skrefum og nýtt anddyri þess er eins og sena frá New York árið 1928. Mæðginin Daníel Smárason og Þuríður Þórðardóttir ráða ríkjum í þessum heimi sem tekur hlýlega á móti ferðamönnum sem drífur að úr öllum áttum. Þau hafa mikla trú á ferðaþjónustunni í Eyjafirði.
-
Lúxushótelið að Deplum í Fljótum í Skagafirði hefur verið á margra vörum síðustu árin enda starfsemin orðlögð fyrir mikinn lúxus. Þangað hafa hins vegar ekki margir komið, enda ekki á allra færi að greiða fyrir herlegheit af þessu tagi. Moggamenn litu við og ræddu við Hauk Sigmarsson sem ræður ríkjum á Deplum.
-
Hjónin Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson hafa, ásamt fjórum börnum sínum, byggt upp myndarlegt bú á Brúnastöðum í Fljótunum. Þar er þó ekki bara um hefðbundinn sveitarbæ að ræða og verkefnin eru fjölbreytt.
-
Á horni Hverfisgötu og Klapparstígs er fornbókabúðin Bókin, 60 ára gömul menningarmiðstöð í hjarta Reykjavíkur. Þar er sagan í hverjum krók og kima, en Ari Gísli Bragason bóksali hefur ófáar sögur að segja af öllu því menníngarástandi.
-
Friðrik Pálsson hefur rekið Hótel Rangá í rúma tvo áratugi. Í viðtali við hlaðvarp hringferðar Morgunblaðsins fjallar hann meðal annars um þau atriði sem helst ber að huga að við rekstur á hóteli í umhverfi sem oft á tíðum er krefjandi.
-
Fyrir einum og hálfum áratug leit Hörður Lárusson, hönnuður, við hjá Braga í Bókavörðunni. Hann vantaði bók. Eina skilyrðið var að hún væri gatslitin. Innihaldið skipti minna máli, eða það var það sem hann hélt. Bókin átti eftir að leiða hann út á nýjar brautir og spennandi.
-
Fólksfjölgun hefur orðið á Vestfjörðum síðastliðin ár og við mótun nýrrar sóknaráætlunar hefur fólk leyft sér, í fyrsta sinn í langan tíma, að velta því fyrir sér hvernig skuli sækja fram ef fólksfjölgunin heldur áfram.
-
Þorsteinn Másson er fæddur og uppalinn Ísfirðingur sem er búsettur í Bolungarvík. Þegar hann var ungur flutti hann frá Vestfjörðum og ætlaði aldrei að koma aftur. Þegar hann eignaðist börn breyttist það og er hann nú framkvæmdastjóri Bláma.
-
Gylfi Ólafsson lét af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í september á síðasta ári og hefur síðan þá unnið að uppbyggingu upplifunarsýningu um hagsögu Íslands og Vestfjarða sem hverfist fyrst og fremst um þorskinn.
-
Eftir farsælan rekstur í ellefu ár ákváðu María Rún Þorsteinsdóttir og Heiðar Ingi Heiðarsson að láta af
rekstri Crossfit Hengill í Hveragerði. Ákvörðunin var erfið en María segir þau finna fyrir sátt í hjartanu. -
Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála hjá Laxey, og Daði Pálsson framkvæmdastjóri ræða umfangsmikla uppbyggingu félagsins í Vestmannaeyjum. Stefnt er að því að framleiða yfir 30 þúsund tonn af laxi þegar félagið hefur náð fullri starfsemi.
-
Í gamalli sementsverksmiðju í útjaðri Hvolsvallar má nú finna reisulegt hostel og veitingastað sem ber heitið Midgard Base Camp. Starfsemin er þó fjölbreyttari en svo og teygir anga sína vítt og breitt um Suðurlandið.
-
Eyjamenn standa nú í stórræðum við undirbúning Þjóðhátíðar. Fyrstu helgina í ágúst breytir Heimaey um svip og þúsundir gesta sækja hana heim í þeim tilgangi að skemmta sér og öðrum. Í mörg horn er að líta og Morgunblaðsmenn tóku hús á mönnum sem eru öllum hnútum kunnugir við undirbúninginn - fyrr og nú.
-
Fjölskyldan í Varmahlíð undir Eyjafjöllum opnaði gistiheimilið Skúrinn árið 2017 og segir Anna Birna Þráinsdóttir, eigandi Skúrsins, það hafa verið mikið heillaspor. Anna Birna og dóttir hennar Ingveldur Anna Sigurðardóttir, fulltrúi sýslumanns og 2. Varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, tóku hlýlega á móti blaðamönnum í Skúrnum og ræddu um lífið undir Eyjafjöllum.
-
Brothers Brewery hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt áhugaverðasta brugghús landsins. Það er starfrækt í glæsilegu húsnæði í Vestmannaeyjum og nú hefur fyrirtækið opnað minnsta bar á Íslandi við höfnina í Eyjum. Þessu öllu fengu blaðamenn Morgunblaðsins að kynnast á ferð sinni út í Heimaey.
- Näytä enemmän