Episodit
-
Nýkrýndur þjálfari Íslandsmeistari karla í Körfubolta mætti í Klefann og fór víða, Baldur fór yfir þjálfaraferilinn, þjálfun, styrktarþjálfun körfuboltafólks, hugarfarið og hans þjálfara speki. Hvernig hann skapar liðsheildina, teymið í kringum liðið, traust milli þjálfara og leikmanna, hlutverk þeirra, foreldravandamál og margt fleira.
Þá fór hann með okkur yfir úrslitarimmuna og hvernig hann skoðaði leikina og lagði áherslur á. Hann sagði okkur hvernig hann nýtti umfjöllunina til að búa til sviðsmynd fyrir leikmenn þar sem þeir voru "underdogs" í þessu Playoffs.
Leikmenn segja hann góðan að sjá veikleika og að hann tækli það strax innan liðsins, "ef það eru vandræði, þá leysir hann það strax."Samstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@baldurragn
@stjarnankarfa
@klefinn.is
@siljaulfars -
Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands er sestur hjá mér og við ætlum að ræða lyfjamál.
Á heimasíðu Lyfjaeftirlitsins stendur að hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að vernda hreint íþróttafólk og standa vörð um að íþróttir séu iðkaðar á jafnréttisgrundvelli.
LyfjaprófBannlistarADHD lyfFæðubótaefniog margt fleiraÞá er einnig farið inn á hagræðingu úrslita og veðmál sem það tengist heilindum í íþróttum eins og lyfjamálin.
Þetta er klárlega þáttur sem íþróttafólk og/eða foreldrar ættu að hlusta á og hafa á hreinu.
Samstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@klefinn.is
@siljaulfars -
Puuttuva jakso?
-
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla kom í Klefann og ræddi starfsemi KSÍ og hugmyndafræði þeirra varðandi uppbyggingu leikmanna frá unga aldri upp í atvinnumennsku.
Davíð hefur starfað sem þjálfari hjá Leikni, allt frá yngri flokkum upp í meistaraflokk. Þá hefur Davíð þjálfað yngri landslið Íslands og er nú aðstoðarþjálfari A-landsliðsins, en hann er með KSÍ Pro gráðuna sem gerir honum kleift að þjálfa á efsta stigi.
Davíð ræðir þróunina sem hefur verið hjá KSÍ síðustu ár, hvernig Lars Lagerback og Heimir Hallgríms lögðu grunninn að hugmyndafræðinni sem KSÍ er að vinna með og hvernig það er verið að byggja ofan á þann grunn og unnið að því að efla landsliðs starfið á öllum stigum.
Við fáum að skyggnast inn í víðamikla starfsemi KSÍ, hvernig þau byggja upp íslensk landslið frá yngri leikmönnum til atvinnumanna. Hann deilir með okkur hvernig skipulagið er í æfinga- og keppnisferðum allt frá yngri flokkum og upp í A-landsliðin. Davíð talar mikið um mikilvægi þess að byggja upp sterka liðsheild, hvernig leikmenn læra helstu áherslur þar sem öll þurfa að vera á sömu blaðsíðu og svo margt fleira.
Þess má geta að í video upptökum þáttarins á Spotify eða YouTube má sjá glærur úr fyrirlestri frá honum.
Ef þú hefur áhuga á fótbolta, þjálfun og vita hvað þarf til að komast á toppinn þá ættir þú að hlusta.
Samstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@davidsnorri
@footballiceland
@klefinn.is
@siljaulfars -
Ólafur Björn Loftsson er afreksstjóri Golfsambands Íslands og einn reyndasti kylfingur landsins. Ólafur á að baki glæsilegan feril sem landsliðskylfingur, þá var hann Íslandsmeistari í golfi og fyrsti Íslendingurinn til að keppa á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi.
Í spjallinu fer hann yfir:
Vegferð sína sem afrekskylfings, reynslu hans á bandaríska háskólakerfinu og hvernig hann aðstoðar ungt afreksfólk við að komast í skóla með golfstyrk.Hlutverk PGA á Íslandi og þróun golfíþróttarinnar hér heima.Starf hans sem afreksstjóri GSÍ, markmið sambandsins og verkefni á sviði afreksmála.Stærstu verkefni og mót sumarsins, bæði heima og erlendis.Golf14 verkefnið og mikilvægi fjölbreyttrar íþróttaiðkunar hjá börnum.Andlega og líkamlega þáttinn.Ráð til bæði kylfinga um hvernig bæta má leik sinn í sumar.Þáttur sem enginn golfáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Peppið var svo mikið að Silja fór að skoða golfkennara eftir þetta spjall.
Samstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@gsigolf
@klefinn.is
@siljaulfars -
Jimmy Ekstedt er Svíi með sterkar tengingar við Ísland, hann þjálfar hér á landi og er giftur íslenskri konu og saman eiga þau tvær stúlkur. Þegar þátturinn var tekinn var hann landsliðsstjóri sænska fimleikasambandsins en hefur nú sagt upp störfum þar og tekið að sér verkefni á Íslandi.
Þótt Jimmy komi úr fimleikunum þá hefur hann þjálfað íþróttafólk úr öllum íþróttum, þátturinn er því fyrir fólk sem hefur áhuga á íþróttum unglinga og afreksfólks! Jimmy ræðir þjálfarahlutverkið, hvað gerir góðan þjálfara og mikilvægi þess að skapa jákvætt umhverfi fyrir íþróttafólk og framtíð íþróttaþjálfunar. Tíðahringur íþróttafólksins, kynþroskaskeiðið, hvenær á að byrja að sérhæfa sig, íþróttaforeldrar og eru íþróttir barnanna orðið að fjölskyldu "business"? Hann segir hvernig Svíar skoða meiðslasögu íþróttafólksins þegar kemur að landsliðsvali, næringu íþróttafólk, mikilvægi þess að fylgja skipulögðu æfingaplani og að ná markmiðunum sínum.
Þá segir hann frá nýju concepti í Svíþjóð sem er Íþrótta áhalda banki (Sport equipment bank).
Jimmy hefur áhyggjur að íþróttir á Íslandi séu að dragast aftur úr, hvort við séum stöðnuð og spyr hvar eru fyrirmyndirnar, því þær hvetja jú til íþróttaiðkunar.
Skelltu þér í göngutúr og taktu Jimmy Ekstedt með þér.
Samstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@jimmyeks
@klefinn.is
@siljaulfars---
Jimmy Ekstedt Former national team director of Swedish gymnastics
In this conversation, Jimmy discusses his journey as a coach in gymnastics, the importance of creating a positive environment for athletes, and the role of nutrition and parental support in sports. He emphasizes the need for self-determination among athletes and the significance of following a structured plan to achieve their goals. The discussion also touches on injury prevention, the evolution of coaching philosophies, and the future of sports coaching.
A good coach sets boundaries and creates a fun environment. Creating a safe and enjoyable environment helps retain athletes. Education for coaches is essential for athlete development. Parents should support their children without interfering. Injury prevention is a priority in gymnastics training. Athletes should follow a structured plan to achieve their goals. -
Gestur Pálma hefur komið víða við, hann er meðal annars fyrrum sérsveitarmaður og segir okkur frá því ferli. Í dag starfar hann sem stjórnenda þjálfari hjá Complete og sagði okkur frá áhugaverði nálgun stjórnenda.
Gestur hefur unnið með mikið af íþróttafólki og þá hefur hann aðstoðað hlaupara í bakgarðinum og ræðir sumar áskoranir þeirra.
Gestur ræðir leiðtoga og hvernig þú færð liðið til að vinna vel saman og svo er hann að vinna með Formúlu 1 liði og segir okkur aðeins frá því.
Streita, startegía og margt fleira, hvetjum þig til að hlusta
Samstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@gesturpalma
@klefinn.is
@siljaulfars -
Perla Ruth Albertsdóttir er landsliðskona í handbolta, hún mætti á sína fyrstu handboltaæfingu 17 ára og segir okkur frá því þegar hún byrjaði, hvernig hún æfði með yngri flokkum til að fá verkefni við hæfi og eyddi mörgum kvöldum að henda bolta í vegg til að læra grunnatriðin.
Perla segir frá vegferð sinni í landsliðið eftir að hafa byrjað frekar seint í handbolta, en hún á 157 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim 138 mörk. Í gær tilkynnti hún að hún væri ólétt af sínu öðru barni og keppir því ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni HM núna í vikunni. Landsliðið mætir Ísrael í tveimur leikjum þann 9. og 10. apríl, sigurvegarinn í þessum tveimur leikjum tryggir sér sæti á HM. Vegna öryggisástæðna verður leikurinn lokaður áhorfendum, hægt verður að horfa á leikinn í sjónvarpinu.
Þá eiga þær Perla og Sandra Erlings saman fyrirtækið P.S.Árangur þar sem þær aðstoða fólk við næringar og lífstíls ráðgjöf.
Hvetjum ykkur til að hlusta - Áfram Ísland.
Samstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@perlarutha
@ps.arangur
@klefinn.is
@siljaulfars -
Pétur Rúnar Heimisson er markaðs- og þjónustustjóri hjá fasteignafélaginu Heimum.
Pétur hvetur íþróttafélög til að leggja meira áherslu á markaðsmál því það muni skila sér á endanum til félagsins. Núna er úrslitakeppnin hafin í handbolta og körfubolta og knattspyrnu tímabilið að hefjast, hvað eru íþróttafélögin að gera á samfélagsmiðlum. "Vörumerki íþróttafélaga eru með þeim verðmætustu á Íslandi. Á sama tíma er markaðsstarfi þeirra stýrt af sjálfboðaliðum."
Farið víðan völl í þættinum
- Vörumerki
- Hugverkastofa og skráð vörumerki
- Samskipti við foreldra
- Að móta stefnu í markaðsmálum
- Markaðsmál er meira en bara samfélagsmiðlar
- Íþróttaliðin á instagramSamstarfsaðilar Klefans eru: Powerade, Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@peturheimisson
@klefinn.is
@siljaulfars -
Sigrún Haraldsdóttir er eigandi Happy Hips, sem er æfingakerfi þar sem hún blandar saman bandvefsnudd, hreyfiflæði, teygjur og slökun til að fá sem mest út úr líkamanum. Hún mætti með Beinu með sér og við skoðuðum líkamann og hvernig við getum látið hann vinna með okkur.
Sigrún fór yfir margt í þættinum eins og:
Hvernig við rúllum okkur og hvað gerist í líkamanumHvernig bolta viljum við frekar og af hverjuHvenær á ungt fólk að byrja að rúlla sigHvað er bandvefur (spiderman gallinn) og hvað gerir hann?Trigger punktar, hvað er það og hvernig vinnum við á þeim?Hvernig þú ættir að rúlla fyrir æfingar og hvernig eftirÞau sem stækka hrattHvað er sogæðakerfi og taugakerfi og hvernig hefur að rúlla áhrif á það tvennt.Vagus taugin (flökku taugin) Vöðvabólga, beinhimnabólga, IT bandið, Osgood Schlatter, hvernig við nuddum iljarnarDjúpteygjur og hvernig er gott að teygja?og ýmislegt fleira!Það var svo margt nytsamt sem kom þarna fram, þú verður hreinlega að hlusta, eða helst að horfa (getur það á youtube eða á Spotify)!
Við getum glatt ykkur að fljótlega tökum við svo upp þætti með svona "rúllu tímum" og þú getur þá nýtt þér eða kíkt á Sigrúnu á Happyhips.is og fengið ítarlegri leiðbeiningar.
Samstarfsaðilar Klefans eru: Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@happyhips.is
@klefinn.is
@siljaulfars -
Viran Morros þykir einn besti varnarmaðurinn í handbolta síðustu 20 ára. Viran er spænskur 41 árs retired handboltamaður sem lék meðal annars með Barcelona Ciudad Real, Paris saint-germain, Fuchse Berlin og fleirum.
Viran á bronz frá Ólympíuleikunum, þrjár medalíur frá Heimsmeistaramótinu og fjórar frá Evrópumeistaramótinu, þá hefur hann þrisvar sinnum unnið Meistaradeild Evrópu með Barcelona. Viran hefur meðal annars spilað með Ólafi Stefáns, Guðjóni Val, Aroni Pálmars og Sigfúsi Sigurðssyni og hann talar um þá reglulega í þættinum. Talant Dujshebaev þjálfari kom til tals og í lokin þá má heyra hljóðskilaboð frá Talant sjálfum þar sem hann ræðir Viran.
Viran er að undirbúa handboltanámskeið á Íslandi í sumar - frekari upplýsingar koma inn síðar - en þú finnur frekari upplýsingar hér @international.handball.
Í þættinum þá fer hann yfir íslendingana sem hann lék með og gegn, liðin sem hann lék með, hann ræðir varnar vinnu sem hann er sérfræðingur í, handbolta unglinga, spænska landsliðið og margt fleira.
Spurningar til hans komu frá þjálfurum, foreldrum og metnaðarfullum handbolta iðkendum á öllum aldri.
Njótið vel.
Samstarfsaðilar Klefans eru: Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@viranmorros
@international.handball.
@siljaulfars
@klefinn.isTímalína
Í grófum dráttum4:20 - Handball Camp in Iceland in June
14:10 - Icelandic players
- Youth training
- Icelandic national team
- More about the Icelandic players
46:20 - Growing up in FC Barcelona
53:00 - Ciudad Real and Talant Dujshebaev
57:27 - What made you the best defender?
1:07:55 - Spanish National Team
- New way of handball?
- Would you change any rules in handball?
1:20:48 - Let´s talk defense
1:37:30 - Questions from young players
1:50:00 - Message from Talant Dujshebaev -
Kristinn Jónasson er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Kristinn er einnig formaður körfuboltans í Haukum, en sjálfur lék hann með Haukum lengi. Þá er hann einnig einn af stofnendum körfuboltaliðs Hauka Special Olympics liðsins.
Undanfarið hefur verið rætt um skattalegt regluverk í tengslu m við íþróttafélög, sem er mikið áhyggjuefni innan íþróttahreyfingarinnar. Kristinn skrifaði grein "Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld" og hélt fyrirlestur um viðfangsefnið. Þetta snertir íþróttalífið í landinu svo hann kom og ræddi skattamálin í Klefanum. Launþegar vs. verktakar, hvernig er gervigreindin að koma inn í þetta, áhrifin sem þetta getur haft á starf sjálfboðaliða, launa umhverfi hópíþrótta, gervi verktakagreiðslur, auglsýingaskiltin og margt fleira!
Samstarfsaðilar Klefans eru: Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
@klefinn.is
-
Unnar Helgason er Osteopati og þjálfari, hann segir okkur frá samvinnu hans og Gunnars Nelsons sem á nú bardaga í mars. Þá vinnur hann með Eygló Fanndal sem keppir í Ólympískum lyftingum og hefur komið einmitt í Klefann. Þá hefur hann einnig unnið með fólki frá Hollywood þegar þau eru í tökum hér á landi og segir okkur aðeins frá því.
Unnar fer yfir ýmislegt tengt líkamanum, axlaræfingar, mjaðmir, kálfar og fleira. Þá segir hann okkur hvað Osteopadia er og hvað hann gerir með sínum kúnnum.
Þá ræðir hann einnig hvernig þú þjálfar elite íþróttafólk, static teygjur, hreyfiteygjur, pnf teygjur, Power Leak, Core æfingar, Zone æfingar og að vinna með einkenni þar sem sársaukinn er viðnám og margt fleira.
Hvetjum þig til að hlusta!
Samstarfsaðilar Klefans eru: Lengjan, Auður, Hafið Fiskverslun og Nutrilenk.
Þú finnur frekari upplýsingar um Unnar hér - @unnarh.
@osteo_klinikin
@klefinn.is
@siljaulfars -
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 23 ára er leikmaður leikmaður Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni, en er á láni frá Bayern Munich. Karólína er ein af lykil leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins, hún hefur leikið um 50 leiki með landsliðinu og ræðir EM sem fer fram í Sviss í sumar og stemmninguna í landsliðinu.
Karólína fer yfir ferilinn og leiðina að atvinnumannaferlinum í Þýskalandi, hvernig gekk að aðlagast og hvernig æfingavikurnar eru uppsettar. Hún ræðir mótlæti og að það geti verið krefjandi þegar spilað er kerfi sem hentar ekki þínum leikstíl.
Karólína svarar spurningum frá næstu kynslóð og margt fleira. Samstarfsaðilar Klefans eru Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Endilega fylgist með Karólínu Leu á instagram @karolinaleaa@klefinn.is
@siljaulfars -
Dr. Birna Varðardóttir hefur síðustu 10 ár verið að mennta sig í því sem tengist næringu og þjálfun, þá hefur hún mikið verið að skoða hlutfallslegan orkuskort í íþróttum, eða það sem við köllum REDs (Relative Energy Deficiency in sport).
Á sínum tíma glímdi Birna við átröskun og þar af leiðandi langaði hana að skilja betur hvað gerðist í líkamanum og hvers vegna.
Birna gerði doktorsverkefnið sitt um REDs og fer aðeins yfir niðurstöðurnar ásamt því að ræða um átröskun, endurheimt, næringu og fleira.
Samstarfsaðilar Klefans eru Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Endilega fylgist með Birnu á
@sportbitarnir
@birnavardar -
Bæði Logi Geirs og Aron Pálma hafa kíkt í Klefann og rætt sinn feril, margt svipað með þeim og greinilegt að Logi hafði allskonar áhrif á Aron. Það er fyndið að bera saman sumar sögurnar þeirra, hér eru einhverjar sögurnar klipptar saman.
Hlustaðu hér á Loga Geirsson.
Hlustaðu hér á Aron Pálmarsson.
Nú eru þeir í sviðsljósinu á HM á sitthvorum vettvangnum og þá er gaman að rifja upp eitt og annað. Ég hef nú ekki áður tekið svona saman, en væri gaman að heyra hvort þið hafið gaman af - sendu mér endilega skilaboð á @siljaulfars eða @klefinn.is.
Samstarfsaðilar Klefans eru - Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. -
Aron Pálmarsson einn besti handboltamaður Íslands og jafnvel einn sá besti í heimi.
Aron hefur leikið með mörgum af bestu liðum heims eins og Kiel, Veszprém, Barcelona, Álaborg og FH. Aron hefur unnið marga af helstu titlum í Evrópu, verið íþróttamaður ársins, rookie of the year í Þýskalandi, valinn í All Star Team á Ólympíuleikunum, MVP í Championship league og fleira.
Aron fer yfir ferilinn, segir okkur sögur frá hverjum stað, eins og þegar öfuga jólatréð mætti til Kiel og að það borgi sig ekki að stanga Alfreð Gíslason. Einnig segir hann frá vandræðunum hjá Veszprem þegar hann fór þaðan síðast og hvernig það kom til að hann er kominn þangað aftur í dag.
Nú er HM að hefjast og Aron fer yfir landsliðsferilinn, mótið, markmið, formið og fleira. Þá svaraði hann spurningum úr sal mjög samviskulega.
Hvetjum ykkur til að hlusta og Áfram Ísland.
Tímaramminn
5:40 - Hvernig HM leggst í Aron
14:15 - Formið og keppnisþyngdin
16:00 - Íþróttir á yngri árum
21:20 - Logi Geirsson
24:15 - Kiel og fyrstu árin í atvinnumennskunni
31:25 - Öfuga jólatréð mætti til Kiel
34:30 - Veszprém
38:25 - Stormasamur viðskilnaður við Veszprém
45:45 - Fer aftur til Vesprém 2024 - sögustund
55:27 - Barcelona og Aalborg
57:30 - Nútíma handboltamenn - þróun
59:35 - Auglýsingahlé í boði Bæjarbakari
1:02:03 - Íslenska landsliðið
1:03:20 - London 2012 - 5. sæti - mikil vonbrigði
1:05:50 - Markmiðið fyrir HM 25
1:08:40 - af hverju ertu ekki bara alltaf góður?
1:11:10 - Snorri þjálfari og Aron fyrirliði
1:14:15 - Að spila fyrir Ísland og pressan
1:22:00 - Recovery gamla mannsins
Veikleikar, styrkleikar, mótlæti, hverju ertu stoltastur yfir og hver eru næstu skref.Samstarfsaðilar Klefans eru Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun, þá þökkum við Bæjarbakarí sérstaklega fyrir.
@klefinn.is
@aronpalm
@siljaulfars -
Elísabet hefur verið aðalþjálfari knattspyrnuliðs í 30 ár, í 15 ár stýrði hún liði Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni með frábærum árangri. Hún hefur tvisvar sinnum verið útnefndur þjálfari ársins hjá sænsku úrvalsdeildinni og hefur meðal annars hlotið Fálkaorðuna fyrir sín störf í þágu kvenna knattspyrnu. 2023 hætti hún hjá Kristianstad til að róa á önnur mið og við bíðum spennt að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur.
Elísabet segir frá sínum fyrstu skrefum sem þjálfari, ræðir liðin og áskoranirnar sem hún hefur upplifað, og hvað hún myndi gera öðruvísi í dag sem yngri flokka þjálfari. Hún ræðir mistökin sem þroskuðu hana sem þjálfara og af hverju henni finnst Besta Deildin hafa þróast of hægt á síðustu 16 ár. Elísabet ræðir möguleika kvennalandsliðsins á EM í sumar og fer yfir það sem hún telur styrkleika og veikleika liðsins. Þá ræðir hún einnig hvort hún vilji þjálfa karlalið og að hún hefði elskað það challenge að taka til í karlaliði Vals í sumar.
Elísabet hefur skemmtilega sýn á að búa til samhelt lið, einhverjir myndu næstum kalla það sértrúarsöfnuð. Hún ræðir hvaða eiginleika leikmenn þurfa að hafa og hvernig hún notar litríkt excel skjal með dass af "Flow" til að velja í liðið sitt. Hún notar mismunandi nálganir á leikmenn, ræðir sjálfstraust þeirra og þjálfara.
Elísabet segir söguna þegar hún plataði milljónamæring á fund til að ræða styrktar umhverfi íþróttafélaga og hvernig það þurfi að vera win win fyrir klúbbinn og samfélagið. Hún gefur ráð til þjálfara og íþróttafólks og margt fleira. Hvetjum ykkur til að hlusta og fylgjast vel með Elísubetu 2025!
@elisabetgunnarz
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Eygló Fanndal Sturludóttir er 23 ára læknanemi og ein sú besta í Ólympískum Lyftingum í -71 kg flokki. Í ár hefur Eygló sannað sig sem eitt af framtíðarstjörnum í Ólympískum lyftingum, hún varð Norðurlandameistari, Íslandsmeistari, Evrópumeistari U23 og í 4rða sæti á Heimsmeistaramótinu núna í desember. Þá var hún hársbreidd frá því að komast inn á Ólympíuleikana og ræðir um áætlanir hennar fram að 2028 Ólympíuleikunum.
Í Ólympískum lyftingum er keppt í Snörun og Jafnhendingu (clean & jerk), en keppt er í samanlögðum árangri í þessum greinum. Í þættinum ræðir hún hvernig æfingavikan er sett upp, tæknin sem þarf að huga að og fleira. Einnig ræðum við mikilvægi næringar og endurheimtar.Við þökkum samstarfsaðilum Klefans, Auður, Hafið fiskverslun, Lemon, og Nutrilenk fyrir stuðninginn.
Hvetjum ykkur til að hlusta og fylgjast vel með Eygló 2025!
@eyglo_fanndal
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Guðbjörg Gunnarsdóttir er fyrrum markvörður sem lék með öllum yngri landsliðum Íslands ásamt A landsliði Íslands, yfir 100 landsleiki. Þá var hún atvinnukona frá 2009-2022 þar sem hún spilaði með 6 erlendum liðum í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi.
Í dag starfar hún sem markmannsþjálfari hjá yngri landsliðum sænska knattspyrnusambandsins, ásamt því að halda í fyrirlestra fyrir sænska sambandið sem snúast um markmannsþjálfun, þróun markvarða og hvernig best er að leggja upp æfingar fyrir markmenn. Þá sér hún einning um gæðastjórnun í menntun markvarðarþjálfara hjá Knattspyrnusamböndum Stokkhólms og Gotlands.
Guðbjörg ræðir um áherslur í markmannsþjálfun í Svíþjóð, innihald á æfingum og hvernig hægt er að vinna í andlegum þætti markvarða ásamt mörgu öðru.
Þátturinn er í boði Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
Velkomið að senda á hana skilaboð ef þú hefur spurningar 👉🏼@guggag.
@Klefinn.is
@Siljaulfars -
Snorri Steinn Guðjónsson er landsliðsþjálfari íslenska karla landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig nú fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram í janúar. Snorri Steinn spilaði 257 leiki fyrir íslenska landsliðið, þá var hann einnig atvinnumaður í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi.
Snorri ræðir landsliðsþjálfara starfið, aðdraganda Heimsmeistaramótsins og hvernig rútínan þeirra er úti. Snorri ræðir ferilinn, silfurverðlaunin og deilir reynslu sinni af mótlæti, meðal annars að klikka á mikilvægu víti á Ólympíuleikunum.
Þá fengum við spurningar frá ungu íþróttafólki sem Snorri vandaði sig að svara. Snorri hvetur alla til að nenna að leggja sig fram og ná sínum markmiðum.
Þátturinn er í boði Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun.
3:15 - Undirbúningur fyrir HM og vona að leikmenn meiðist ekki.
8:25 - Þjálfa Val - hvernig það hlutverk er öðruvísi
10:35 - Traust til leikmanna og að landsliðsmenn skilji sín hlutverk
13:20 - Mótlætið og fara í fílu, "ég er mikill fan af mótlætinu, ég held að það gerist ekkert gott nema með mótlætinu".
14:20 - Hvaða áhrif að klúðra vítinu á ÓL hafði á Snorra
18:20 - Undirbúningurinn fyrir HM og æfingar fyrir HM
21:30 - Aron Pálmarsson fór aftur út til Veszprem
23:44 - Að velja lokahópinn fyrir HM
26:20 - ráð til yngri flokka sem komast ekki í hópinn
29:26 - Svekktur með hefbundinn undirbúning fyrir HM og ræðir hvernig mótið leggst í hann
32:50 - Að vera í sigurliði
34:25 - Hvernig býrðu til lið úr einstaklingum?
39:06 - Dagskrá landsliðsins úti
48:00 - Að upplifa gagnrýni
54:00 - Hvað er mikilvægt fyrir ungt íþróttafólk að huga að til að ná sem lengst?
57:10 - Að æfa fleiri íþróttagreinar, "því meira því betra".
1:00:40 - ræddi um Val og liðin sem hann var í
1:08:15- "blautur bak við eyrum og hélt ég væri frábær þjálfari".
1:16:20 - Hæfileikamótun og menntaskólaaldurinn
1:23:10 - Spurningar frá yngri kynslóðinni@Klefinn.is
@Siljaulfars - Näytä enemmän