Episodit
-
Sunnudagurinn 12. janúar:
Synir Egils: Verkefni ríkisstjórnar, kjör, vextir og Sjálfstæðisflokkurinn
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Jovana Pavlović mannfræðingur, Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og ræða vettvang dagsins og stöðu samfélagsins. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni. Þorvaldur Logason félagsfræðingur, Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur og Vilhjálmur Egilsson fyrrum þingmaður ræða síðan stöðu Sjálfstæðisflokksins, hvað sá flokkur hefur verið, er og getur orðið. -
Í Rauðum raunveruleika kvöldsins fjöllum við um aðgerðir Eflingar gegn gervistéttarfélaginu Virðingu, um fasista og nýnasista á Twitter, um Elon Musk, stéttabaráttu, falsfréttir, áróður og um eðli fasismans.
Trausti Breiðfjörð Magnússon og Ægir Máni Bjarnason tala við Karl Héðinn Kristjánsson í Rauðum raunveruleika kl. 20:00. -
Puuttuva jakso?
-
Laugardagur 11. janúar
Helgi-Spjall: Ragna Sigrún Sveinsdóttir
Ragna Sigrún Sveinsdóttir, leiðsögumaður og lektor emerita segir okkur frá pælingum sínum um keltnesk áhrif á Íslandi og um allan heim, hún hefur um árabil ferðast um landið og heiminn og séð ólík upprunaeinkenni birtast í tengslum við skipulag, ástríðu, listir og stríð ... Hún bjó lengi í París og segir okkur frá lífinu þar og á Víkingavatni í æsku, frá áhrifavöldum lífs síns, rannsóknum á þróun tungumála og vináttunnar. -
Föstudagurinn 10. janúar
Vikuskammtur: Vika 2
Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Svala Magnea Ásdísardóttir formaður Málfrelsis, Margrét Örnólfsdóttir kvikmyndahöfundur, Elín Oddný Sigurðardóttir teymisstjóri Virknihúss og Sigtryggur Baldursson trommari og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af afsögn, yfirgangi, stjórnmálafólki á útleið og öðrum á leið til valda. -
Fimmtudagur 9. janúar
Grimmi og Snar - #32 Athygli er orka 👁️👁️
Hlustið á þennan snilling, danskennara Grimma og Snar 🩰 Dansþerapistann Tómas Odd Eiríksson höfund Yoga Moves
🦶🏽🫱🏽🫲👋🏼🤘🏽👐 -
Los Angeles brennur; Jakob Frímann Magnússon, fyrrum þingmaður og tónlistarmaður er sérfræðingur í málefnum borgarinnar sem aldrei sefur, nema kannski á verðinum yfir loftslagsvánni ræðir stórbrunann og afleiðingar hans við Maríu Lilju. Þá taka við þau Oddný Eir og Jón Helgi Þórarinsson, tölvuleikjasmiður sem áður bjó í Grænlandi hvar eiga sér nú stað miklar vendingar í pólitíkinni varðandi sjálfstæði þjóðarinnar. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri, Gunnlaugur Briem trommari og tónskáld og leikararnir Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors ræða jólasýningu Þjóðleikhússins, Yermu, erindi verksins og umfjöllunarefni. Helga Arnalds og Sólveig Guðmundsdóttir segja okkur frá þverfaglega tilraunabrúðuleikhúsinu Tíu fingur sem setur á svið heilandi og má segja terapískar leiksýningar fyrir börn og fullorðna, nú síðast Líkaminn er skál í Tjarnarbíói en Tíu fingur fagna nú tíu ára afmæli með áhugaverðri dagskrá sem snertir mörg ólík svið lífs, lista og fræða.Í lokin koma Ólafur J. Engilbertsson menningarmiðlari og Kári Schram kvikmyndagerðarmaður og segja okkur frá Samúel Jónssyni og verkum hans, byggingum og líkneskjum sem finna má í Selárdal.
-
Fimmtudagur 9. janúar
34. þáttur - Smábátaeigendur
Grétar Mar Jónsson ræðir við Artúr Bogason, formanns Félags smábátaeigenda um áform nýrrar ríkisstjórnar. -
Miðvikudagur 8. janúar
Arfleið Bjarna Benediktssonar
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilsson fá gesti til að ræða arfleið Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði af sér þingmennsku á mánudaginn. Fyrst koma Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Marinó G. Njálsson tölvunarfræðingur og Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona og ræða Sjálfstæðisflokkinn undir Bjarna, hvernig flokk tók hann við og hver er flokkurinn í dag. Gunnar Smári ræðir síðan við Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóra Vísbendingar um ríkisfjármálin og efnahagsmálin undir Bjarna. Í lokin fær Sigurjón gesti til að ræða um spillingu á tíma Bjarna; Atli Þór Fanndal upplýsingafulltrúi, Þór Saari fyrrverandi þingmaður, Birgitta Jónsdóttir og Björn Þorláksson blaðamaður meta áhrif Bjarna á siðferði í stjórnmálum. -
Þriðjudagur 7. janúar
Sprúttsalar, Færeyjar, loftlagsmál, umhverfi og byggðamál
Vegna hávaða af framkvæmdum er þáttur kvöldsins snöggsoðinn (og í sumum viðtölum má heyra bornið í fjarska). Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi ræðir ólöglega áfengissölu og siðlausa áfengisframæleiðendur og Carl Jóhan Jensen rithöfundur segir fréttir fra Færeyjum, títt af bókmenntum og pólitík. Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands auglýsir eftir fleiri talsmönnum umhverfisverndar og Andrés Skúlason ræðir umhverfis- og byggðamál. -
Mánudagur 6. janúar
Bjarni, veður, leikhús, þrettándinn, Carter
Við byrjum á að ræða frétt dagsins, afsögn Bjarna Benediktssonar. Og ræðum síðan veðrið við Trausta Jónsson veðurfræðing. Förum á Köttur á heitu blikkþaki og ræðum sýninguna við aðstandendur: Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og leikararnir Sigurður Ingvarsson, Hilmir Snær Guðnason og Ásthildur Úa Sigurðardóttir ræða grimm samskipti og leyndarmál. Eru jólasveinar byltingarmenn? Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson, Dagrún Ósk Jónsdóttir og Kristinn Schram ræða þjóðfræði þrettándans og ýmsa forna og samtíma galdra. Í lokin segir Tjörvi Schiöth okkur frá Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem lést nýverið í hárri elli. -
Sunnudagurinn 5. janúar:
Synir Egils: Nýtt ár, nýir tímar, nýr og háskalegur heimur
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Kristinn Hrafnsson blaðamaður, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi og fara yfir stöðuna um áramót, nýja ríkisstjórn og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður munu taka púlsinn og fá svo Hilmar Þór Hilmarsson prófessor til að meta utanríkisstefnu nýrrar ríkisstjórnar í ljósi breyttrar heimsmyndar. -
Laugardagur 4. janúar
Helgi-spjall: Þorvaldur Kristinsson
Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur, ritstjóri, þýðandi, rithöfundur og baráttumaður segir frá lífshlaupi sínu í gegnum listir og réttlætisbaráttu. -
Föstudagur 3. janúar
Vikuskammtur: Vika 1
Í fyrsta þætti Rauða borðsins á glænýju ári, Vikuskammti, fær Björn Þorláksson til sín góða gesti til að gera upp líðandi stundu og ræða helstu fréttir og tíðaranda. Þau Viðar Eggertsson leikari, Margrét Tryggvadóttir rithöfundur, Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og Matthías Imsland framkvæmdastjóri ræða stöðu samfélagsins og horfur næstu vikur - nú þegar hrein valdaskipti hafa orðið á Alþingi og sitthvað gæti tekið breytingum. Þá fær Áramótaskaupið sérstaka athygli í umræðunni. -
Laugardagur 21. desember
Helgi-spjall: Guðmundur í Afstöðu
Guðmundur Ingi Þórodsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir frá æsku sinni og uppruna, refilsstigum og beinum brautum, fordómum og ungum dómum. -
Föstudagur 20. desember
Vikuskammtur: Vika 51
Gestir borðins að þessu sinni eru úr öllum áttum og hyggjast fara um víðan völl um liðna viðburðaríka fréttaviku. Á boðstólnum eru skipulag í Breiðholti, vinnumansal, ný ríkisstjórn, hvalveiðar, rafbyssur, fyrirtækjaleiksskólar, stúdentar og Iceguys. Þetta eru þau Saga Kjartansdóttir así, Lísa Margrét Gunnarsdóttir, formaður lís Jón D Ásgeirsson, arkitekt og Stefán Víðisson. -
Fimmtudagur 19. des
Öryggismál, galdur, bókaball, fyrirtækjavæðing og skrautleg skilaboð til stjórnvalda
Við Rauða borðið í kvöld er umræðan lífleg og nær yfir mörg svið. Fyrstur mætir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara og ræðir um fyrirtækjavæðingu leikskólans. Valur Ingimundarson prófessor fjallar um minni áhuga stjórnvalda á norðurslóðum og breytt mat á öryggismálum og því næst ræðir Hilmar Örn Hilmarsson, Allsherjargoði um trú og tóna tilverunnar, dauðann, lífið og galdurinn í tilefni sólstöðuhátíðarinnar framundan. Sex höfundar bregða upp balli, þau Linda Vilhjálmsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Daníel Daníelsson, Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Sunneva Kristín Sigurðardóttir og Karólína Rós Ólafsdóttir koma að rauða borðinu á mörkum flóðs og fjöru og segja okkur frá útgáfureynslu sinni og lesa brot úr nýútkomnum bókum sínum. Nýteiknaður hvalur er leynisgestur á ballinu. Í lok þáttar safnast aktívistarnir Sigtryggur Ari Jóhannsson, Pétur Eggerz, Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, Unnur Andrea Einarsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir saman við rauða borðið og föndra jólakort með skýrum skilaboðum til raðamanna. Föndrað með föndra jólakort með skýrum skilaboðum til ráðamanna. -
Miðvikudagur 18. desember
Fátækt, ofbeldi, ljóð, innanríki, hvað er framundan og skaðaminnkun
Myndlistamaðurinn og Öryrkinn Georg Jónasson ræðir við Maríu Lilju um fátækt frá fyrstu hendi, myndlistina og allt þar á milli. Þá mæta til leiks Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, forstýra Kvennaathvarfsins og ræða um ofbeldi í nánum samböndum. Oddný Eir og Vigdís Grímsdóttir halda áfram með ítarlegt bókaspjall. Fyrstur að borði er Bragi Ólafsson með nýja bók Innanríkið Alexíus. Þar strax í kjölfarið verður staða ljóðsins krufin mtt. Tveggja nýútkominna verka skáldkvennanna Guðrúnar Hannesdóttur, Sigurbjargar Þrastardóttur.
Sigurjón M. fær til sín álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um framhaldið í samfélaginu þetta eru þau Valur Grettisson, Bryndís Haraldsdóttir og Auður Alfa Ólafsdóttir.
Í lokin kemur Svala Jóhannesardóttir formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, og ræðir um velsæld áfengis- og vímuefnasjúklinga. -
Þriðjudagur 17. desember
Þýskaland, neytendur, alþjóðakerfið, dauðinn, börn mæðra sinna og bókarspjall
Ragnar Hjálmarsson, doktor í stjórnarháttum, ræðir um fall stjórnarinnar og nýtt pólitískt landslag í Þýskalandi. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna bíður spenntur eftir því hvort ný ríkisstjórn bæti hag neytenda. Þórdís Ingadóttir prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík ræðir hvernig alþjóðaréttarkerfið er að styrkjast á sama tíma og vettvangur alþjóðastjórnmála veikist. Vigfús Bjarni Albertsson fyrrum sjúkrahússprestur ræðir um lífið, dauðann og lífsglímuna. Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður aðstoðaði móður sína Ágústu Oddsdóttur við bók hennar um listmeðferð Sigríðar Björnsdóttur og Oddný Eir Ævarsdóttir rtihöfundur skrifaði og ritstýrði bók um ævistarf móður sinnar, Guðrúnar Kristjánsdóttur. Þau koma öll að Rauða borðinu og ræða bækurnar, listina, tengsl barna við mæður sínar (og öfugt) og hvernig það er að vinna með fjölskyldunni sinni. Í lokin koma rithöfundarnir Valur Gunnarsson og Gunnar Theodór Eggertsson og ræða bækur og samfélag. -
Mánudagur 16. desember
Snjóflóð, Seyðisfjörður, ljóðadjamm, Gaza og niðurbrot verkalýðsfélaga
Við hefjum leik á viðtali við Katrínu Oddsdóttur mannréttindalögmann sem berst gegn laxeldi á Seyðisfirði – að því er virðist í andstöðu við íslenskar ríkisstofnanir.
Hjónin Ólöf Þorvaldsdóttir og Logi Kristjánsson hafa skrifað bókina Fjall í fangið, sem fjallar um snjóflóðin í Neskaupstað en líka um samfélagið sem flóðin féllu á, sérstakt samfélag sem var mótað af völdum og áhrifum sósíalista.
Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags atvinnuflugmanna, ræðir tilraunir flugfélaga til niðurbrots á verkalýðsfélögum og félagsleg undirboð og áhrif þess á kjör flugstétta og samfélagið allt. Við ræðum ástandið á Gaza viðMagneu Marínósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing og Guðrúnu Margrétu Guðmundsdóttur, mannfræðing. Þær eru báðar sérfræðingar í málefnum Miðausturlanda. Að lokum koma ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson, Halla Þórðardóttir og Þórunn Valdimarsdóttir og ræða um ljóðlistina, ljóðadjammið og leyfa okkur heyra lljóð úr nýútkomnum bókum sínum. -
Karl Héðinn og Anita Da Silva ræða við Tjörva Schiöth um atburðina í Sýrlandi, hvítþvott Vesturlanda á þjóðarmorði, hryðjuverkum og heimsvaldastefnu.
Hvað er að gerast í Sýrlandi og hvað gætu þessir atburðir þýtt fyrir framtíð Palestínu og Íran? Mun Ísrael taka stóran hluta Sýrlands og komast upp með það?
Af hverju er CNN og aðrir stórir bandarískir fjölmiðlar að hvítþvo fyrrverandi foringja ISIS og Al-Kaída? - Näytä enemmän