Episodit
-
Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra voru gestir Pressu í dag og ræddu meðal annars alvarlega stöðu á bráðamóttöku. Willum og Alma leiða bæði lista í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum, Alma fyrir Samfylkingu og WIllum Framsókn. Jóhannes Kr. Kristjánsson mætir einnig í þáttinn og sagði frá nýjum þáttum um bráðamóttökuna sem birtast hjá Heimildinni.
-
Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn inn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
-
Puuttuva jakso?
-
Arnar og Aðalsteinn eru tveir í hljóðveri í þætti dagsins og rýna í upphaf lokaspretts kosningabaráttunnar. Forskot tekið á sæluna og rýnt í funheita þingsætaspá Heimildarinnar og dr. Baldurs Héðinssonar, sem er væntanleg á vefinn. Eru blaðamannafundir, borðaklippingar og rannsóknir liður í kosningabaráttunni? Við spyrjum spurninga í þætti dagsins.
Þemalag þáttarins er Grætur í Hljóði eftir Prins Póló. -
Björg Erlingsdóttir er gestur þáttarins. Hún fór erlendis til Svíþjóðar til að læra þjóðfræði og hefur meðal annars rannsakað tengsl mannsins við náttúruna, en það er áhugavert hvernig hugmyndir okkar hafa tekið breytingar á undanförnum árum og milli kynslóða.
-
Illugi Jökulsson rifjar upp að um mánaðamótin maí-júní árið 1916 var haldin mesta sjóorrusta sögunnar þar sem fallbyssuskip voru í aðalhlutverki.
-
Víða í Danmörku hefur árum saman vantað fleiri presta en ástandið hefur aldrei verið jafnslæmt og núna. Ættingjar geta þurft að bíða vikum saman eftir að geta kvatt ástvini vegna annríkis hjá prestum.
-
Flokkur fólksins var stofnaður til að útrýma fátækt á Íslandi, sem Inga Sæland, formaður flokksins, þekkir af eigin raun. Hún boðar nýtt húsnæðiskerfi með fyrirsjáanleika og niðurskurð í öllu því sem heita aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Grænasta land í heimi eigi að nota peningana í heilbrigðiskerfi og aðra innviði sem standi á brauðfótum.
-
Hugmyndafræði sósíalismans hefur ekki beðið skipbrot heldur virðast allir flokkar verða sósíalískari fyrir kosningar. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins, fyrir komandi þingkosningar. Hún segir að eigin reynsla af því að alast upp við fátækt sé drifkraftur hennar og boðar réttlátara skattkerfi og stefnubreytingu í húsnæðisuppbyggingu. Þar eigi hið opinbera að stíga inn og fjármagna uppbyggingu á félagslegum grunni.
-
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ræðir um vandamálin í íslensku samfélagi og lausnirnar sem Framsókn býður fram í ítarlegu viðtali við Heimildina.
-
Fjórði þáttur Pod blessi Ísland inniheldur símtal til Búdapest. Við komum síður en svo að tómum kofanum hjá fjölmiðlafólkinu fyrrverandi Frey Rögnvaldssyni og Snærós Sindradóttur. Þau segja frá því hvernig konsúll Íslands í Ungverjalandi tekur á móti kjósendum og fara yfir hvernig kosningabaráttan og slagorð flokkanna hljóma, frá sæluríki Viktors Orbán.
-
Í þessum þætti af Þjóðháttum er fjallað um hvernig borgarlandslagið í miðbæ Reykjavíkur getur virkað sem minningarbrunnur fyrir þá sem þar fara um.
-
Pönkið lifir í Pírötum, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, en hreyfingin er þó orðin settlegri. Lýðræðisumbætur eru lykilmál í hennar huga og leita þarf í auknum mæli til þjóðarinnar. Hún segir spillingu vandamál á Íslandi og að hlúa þurfi að fólkinu sem beri uppi heilbrigðiskerfið.
-
Á sínum tíma las Illugi Jökulsson með mestu athygli fréttir um að nýbirt skjöl FBI gæfu til kynna að foringi þýskra nasista, Adolf Hitler, hefði komist undan til Argentínu. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem slíkar fréttir bárust.
-
Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerir sér grein fyrir því að það sé á brattann að sækja en segir mikinn þrótt og kraft í flokksfólki. Hún sakar Bjarna Benediktsson um trúnaðarbrest í aðdraganda stjórnarslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugsað sér að taka þátt í starfsstjórn. Það sé fullgild spurning hvort það hafi verið of dýru verði keypt að vera í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.
-
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku, verða gestir Pressu í dag. Þar mun hækkandi matvöruverð vera til umræðu. Aldrei hefur verið meiri hagnaður fólginn í því að selja íslenskum neytendum matvöru.
-
Karen Kjartansdóttir almannatengill og fyrrverandi fjölmiðlakona er fyrsti gestur hlaðvarpsins Pod blessi Ísland. Hún ræddi við Aðalstein og Arnar Þór um fyrstu vikur kosningabaráttunnar, hápunktana úr kappræðum síðasta föstudags og hvað Sigurður Ingi er góður maður (fyrirvari: hún er aðeins að vinna fyrir Framsóknarflokkinn þessa dagana). Einnig ræðum við um hvernig Samfylkingunni hefur tekist að hætta að tala um Sjálfstæðisflokkinn og hvort Píratar séu orðnir jafn þreyttir á túristum og íbúar í smábæ í Svartfjallalandi.
Þemalag þáttarins er Grætur í hljóði eftir Prins Póló. -
Gestur þáttarins hefur rannsakað allt frá ofgnótt matar, matarmenningu og matarsóunn til ruslsins sem safnast upp í kringum okkur.
-
Á sama tíma og einræðisríki rísa upp eiga Íslendingar varnir sínar undir Bandaríkjunum, þar sem stór hluti þjóðarinnar styður stefnu sem líkist sífellt meir fasisma. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir um fallvaltleika lýðræðisins í Bandaríkjunum og hvernig Íslendingar geta brugðist við hættulegri heimi.
-
Illuga Jökulsson rak í rogastans þegar hann fór að kynna sér furðu lítt þekktan atburð í sögu Kína.
-
Gleðilegan kosningamánuð. Í öðrum þætti Pod blessi Ísland fara Aðalsteinn og Arnar Þór yfir kappræður gærkvöldsins. Þáttarstjórnendurnir sjálfir íhuga framboð eins lista í NV-kjördæmi í næstu kosningum til að fá vettvang til að viðra skoðanir sínar í kappræðum ríkismiðilsins. Farið yfir frammistöðu Jóhannesar Loftssonar og allra hinna leiðtoganna í íslenskri pólitík, það sem kom á óvart og það sem gerði það ekki.
Þemalag þáttarins er Grætur í Hljóði eftir Prins Póló. - Näytä enemmän