Episodes
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
„Hann hafði oft verið óviðeigandi og maður var búin að heyra sögur þannig maður passaði sig alveg á honum” Segir Katrín Lóa sem tilkynnti kyferðislega áreitni til lögreglu árið 2019. Áreitið átti sér stað á vinnustað af eiganda fyrirtækissins og gekk yfir í eitt og hálft ár. Katrín segir áreitið hafa byrjað eftir að maðurinn hafi lánað henni fimm milljónir sem hún notaði til þess að kaupa sér íbúð.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Ingibjörg Sædís ólst upp við mikla fátækt þegar hún var yngri. Hún bjó hjá foreldri sem gat ekki unnið vegna andlegrar og líkamlegrar veikinda og var á sama tíma mótfallin því að biðja um aðstoð. Hún segir horfa aðdáunaraugum á fólk sem biður um aðstoð á internetinu fyrir börnin sín og vildi óska að faðir hennar hefði gert það sama.
-
Episodes manquant?
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Kefsan kærði Hlal, eiganda Mandi árið 2020 fyrir alvarlega líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Mandi. Í skýrslutökum lýsir hún því hvernig hann hafi kýlt hana í höfuðið, ýtti henni niður stiga og sparkað í hana af miklu afli, þar sem hún lá á gólfinu. Þá ber hún að Hlal hafi í þrjá mánuði áreitt sig og hótað sér á meðan hún leigði herbergi, sem var í eigu hans.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Soffía Karen var átján ára þegar hún fór heim með strák, sem hélt henni hjá sér í fjóra tíma á meðan hann braut á henni kynferðislega. Hún leitaði strax á bráðarmóttöku og lagði fram kæru stuttu eftir brotið. Gerandinn bað Soffíu afsökunar á því að hafa verið “ógeðslegur” við hana, en þrátt fyrir áverka var málið fellt niður tveimur árum síðar. -
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Ung kona sem er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð segir baráttuna og mótmælin í MH hafa hjálpað sér í gegnum kynferðisbrot sem hún varð fyrir árið 2021. Hún segir nafn geranda síns hafa verið skrifað á vegg skólans og í kjölfarið fór hún að fá hótanir frá vinum hans og fjölskyldu.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Ólafía Gerður bjó með ofbeldisfullum barnsföður sínum í tæp fjögur ár, frá því hún var 16 ára. Barnsfaðir hennar steig nýlega fram í viðtali þar sem hann lýsti sambandinu þeirra sem “stormasömu”. Ólafía segir frá líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og stafrænu kynferðisofbeldi sem hún mátti þola á heimilinu. “Hann reyndi að kirkja mig og endar á því að nauðga mér. Þetta er eitt af mínum stærstu minningum sem ennþá daginn í dag, tæpum sex árum seinna, er ég að fá martraðir.” Segir Ólafía í þættinum. Ástæðan fyrir því að Ólafía ákvað að segja sögu sína er tvíþætt. “Ég ætla að skila skömminni og styrkja sjálfa mig.” Svo er það hitt: “það var ótrúlega erfitt að sjá hann koma fram í viðtali, ég titraði bara og mér var óglatt.” Henni er fyrirmunað að skilja af hverju fjölmiðlar birta viðtöl við menn sem hafa verið kærðir fyrir ofbeldi.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Magdalena Valdemarsdóttir var föst í ofbeldissambandi í 10 mánuði og segir ofbeldið hafi haldið áfram þrátt fyrir sambandsslit. Alvarlegt ofbeldi á sér stundum stað eftir sambandsslit og það er ekkert sem segir að þegar ofbeldissambandi sé slitið þá sé ofbeldið búið. TW: Árið 2017 kærði Magdalena barnsföður sinn fyrir tilraun til manndráps. Barnsfaðir hennar fékk 18 mánað fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst inn til hennar, slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit en jafnframt tekið hana í tvisvar sinnum kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var gengin 17 vikur á leið með tvíbura þeirra.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið “yfir mörk” í samskiptum við konur. Í Apríl birtist Ísland í dag viðtal við Auðunn þar sem hann sagðist axla ábyrgð á hegðun sem hann taldi særandi og óþægileg. Katla Ómarsdóttir, Ýr Gudjohnsen og Thelma Tryggvadóttir stíga fram og segja Auðunn nota orð sem smætta það ofbeldi sem þær upplifðu.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Lovísa Ösp var í sambandi með manni sem beitti hana andlegu, líkamlegu og fjárhagslegu ofbeldi. Hún lýsir því hvernig sjálfsmorðshótanirnar voru hans leið til að koma í veg fyrir að hún færi frá honum. Hann lét hana vita að hann væri vís til þess að myrða hana og hótaði einnig að drepa hana. “Mér fannst ég bara ekki geta lifað án hans og ég hélt að þetta væri eðlilegt”. Lovísa segir manninn hafa passað sig að áverkar hennar væru einungis á höndum og fótum svo hún gæti falið þá með langermabolum. Lovísa varpar ljósi á hversu stórt hlutverk nándin spilar í ofbeldissamböndum og afhverju það er erfitt að slíta sig frá ofbeldismanninum. “Hann var bara minn klettur og þótt þetta hafi verið svona ljótt að þá sagði ég honum allt.” Segir Lovísa.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Lísbet varð ólétt 19 ára og eignaðist barnið fjórum dögum fyrir útskrift en hún útskrifaðist úr FSu. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi sumarið fyrir framahaldsskóla og var með gerandanum í skóla hálfa skólagönguna “Ég þurfti að setja félagslífið mitt á pásu af því að hann var þarna” segir Lísbet í þættinum og segir FSu ekki hafa tekið á málinu og hún hafi þurft að mæta geranda sínum á göngunum. Lísbet var greind með þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun og í kjölfarið varð hún ólétt 19 ára. “Ég grét alla daga útaf vanlíðan og ég náði ekki að tengjast stelpunni minn […] Mér fannst hún eiginlega bara fyrir” Segir hún í þættinum og bætir við að henni hafi liðið eins og hún væri ömurleg móðir. “Þegar ég var búin að fæða að þá fékk ég ekki þessa tilfinningu að ég væri glöð að sjá barnið mitt, hún var lögð á bringuna á mér og ég hugsaði bara: hvað nú?”
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Martyna Ylfa er frá Póllandi en hefur búið á Íslandi í tíu ár. Martyna var sambandi með íslenskum manni sem beitti hana ofbeldi í langan tíma. Ein þekktasta aðferðin til að ná stjórn í ofbeldissambandi er að brjóta niður makann, þannig að hann treystir ekki sjálfum sér lengur og telji sig ekki verðugan hamingju og heilbrigðari framkomi. “Mér leið eins og ég hafi hitt sálufélagann minn. Þetta byrjaði mjög hratt og honum fannst allt sem ég gerði flott, fötin mín, allt sem ég sagði og gerði var svo æðislegt” segir hún í þættinum og bætir við að eftir smá tíma að þá breyttist það og hann fór að brjóta hana niður. “Flótlega hrundi sjálfstraustið mitt og mér leið eins og ég mætti ekki segja neitt, ég mátti ekki spurja margra spurninga. Ég vissi alveg þegar hann var reiður og hann sýndi mér svona hvað hann gæti gert, að hann gæti meitt mig ef hann myndi vilja það”.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Freyja var 15 ára þegar eldri strákur seldi nektarmyndir af henni sem fóru í dreifingu á svokalla chan-síðu, sem er vettvangur þeirra sem beita stafrænu kynferðisofbeldi á Íslandi. “Á einhver myndir af Freyju?” Spyr stofnandi þráðsins á síðunni þar sem nektarmyndum af stúlkum allt niður í fermingaraldur er deilt. Í þættinum lýsir Freyja varnarleysinu sem fylgdi því að uppgötva að nektarmyndir af sér væru komnar í dreifingu á netinu án hennar samþykkis. “Ég vakna við 1000 nýja fylgjendur á Instagram og fólk var að reyna að hringja í mig og spurja mig hvað ég tæki á tímann”. Freyja hugsaði um að kæra brotið til lögreglu en sama ár hafði hún kært nauðgun. “Við erum tvær sem kærðum árið 2019 og við fengum báðar játningu frá honum” segir Freyja í þættinum og bætir við að þær hafa ekki ennþá heyrt frá lögreglunni varðandi málið.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
“Afhverju fara þær ekki bara?”
Það er þessi rómantíska hugmyndin um að konur eigi að elska fram í rauðan dauðann og geti ekki lifað án einhvers. Margar konur koma úr ofbeldissamböndum með skömm yfir því að þetta sé þeim að kenna af því að ofbeldismaðurinn tekur að sér skilgreiningarvaldið segir Sigþrúður Guðmundsdóttir sem var framkvæmdarstýra kvennaathvarfsins í 16 ár.
Í þættinum fer Sigþrúður yfir afleiðingar heimilsofbeldis, afhverju konur fara ekki strax úr ofbeldissamböndum og hvað konur í þessari stöðu geta orðið veikar af alvarlegum sjúkdómum án þess að gera sér grein fyrir því. Þær eru margar ótengdar eigin tilfinningum og líðan að þær taka jafnvel ekki eftir einkennum sem annað fólk tæki eftir. “Ef maður setur sig í þessi spor að lifa í hættu ástandi heima hjá sér, stöðugt eftirlit, takmarkað frelsi, líkamlegt ofbeldi, yfirvofandi kynferðisofbeldi þegar það hentar þeim sem maður býr með, þá getur það bara lagst á konur, líkamlega og andlega”.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Kristján Ernir Hölluson segir að ofbeldismenning fái að grassera innan stjórnar SÁÁ, en fjöldi manna sem hafa verið ásakaðir um ofbeldi gegn konum voru kosnir í stjórn samtakanna á aðalfundi þann 13. júní. Kristján Ernir segir að það varpi stórum skugga á stjórnina að þarna séu nokkrir menn sem sitja ennþá eftir í stjórn sem hafa verið sakaðir um ofbeldi gagnvart konum og játað að hafa beitt ofbeldi. “Málið er að þetta eru samtök sem sinna mjög mikilvægari þjónustu við fólk sem margt hvert er jaðarsett og/eða berskjaldað og valdalítið þegar það leitar sér hjálpar og þetta á sérstaklega við um jaðarsettar konur og ungmenni. Það er mjög ófaglegt og ber vott um skort á skilningi á mikilvægi siðferðis í þjónustu við fólk sem margt stendur höllum fæti þegar það leitar þjónustu að vera með menn sem hafa beitt konur ofbeldi í stjórn slíkra samtaka”.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Gunnar Hersveinn lauk prófi í heimspeki og sálfræði, blaðamennskunámi og hefur stundað meistaranám í kynjafræði. Gunnar er rithöfundur og hefur mikinn áhuga á friðarmenningu, átakamenningu og viðhorfum gagnvart manneskjunni. Í þættinum ræðum við meðal annars um skala illskunar “Ég er sannfærður um að þetta tengist einhverju valdakerfi. Það er best fyrir valdhafann að flestir hegði sér svipað, það er auðveldara að stjórna þeim og þá kemur þessi þrýstingur að vera eins og aðrir. Þannig það liggur í samfélagsgerðinni, kerfinu, valdakerfinu að þessi spilling á sér stað. Þeir sem standa hjá og sjá illskuna að verki og gera ekkert í því eru þá orðnir einhvers skonar fórnarlömb illskunar"
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
“Maður horfir stundum tilbaka og hugsar: hvað er maður með í höndnum eftir 13 ár í atvinnumennsku? fjárhagslega er það ekki neitt en það sem þetta hefur gefið mér fyrir lífið er bara stórkostlegt og ég myndi ekki skipta ferlinum mínum út fyrir neitt.” Segir Sif Atladóttir, sem er 36 ára atvinnukona í knattspyrnu. Í þættinum talar Sif um andlega partinn af fótboltanum og mikilvægi þess að leikmenn hafi greiðan aðgang að íþróttasálfræðingum. “Það sem hefur verið mikilvægast fyrir mig er að ég hef alltaf haft einhvern til þess að tala við. Ég myndi persónulega ekki ýta börnunum mínum út í afreksíþróttir af því að þetta er eitt af því erfiðasta sem þú getur gert”.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Anna stígur fram og lýsir reynslu sinni af því ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu barnsföður hennar. Anna er frá Úkraínu og segist vilja vekja athygli á því kerfislæga ofbeldi, sem erlendar konur verða fyrir. Takmörkun á aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum og vernd gegn ofbeldinu, þegar brotið er á þeim, getur haft alvarlegar og langvarandi áhrif. “Hver átti að vernda mig?” Segir Anna í þættinum og gagnrýnir það að þrátt fyrir nálgunarbann að þá hafi barnsfaðir hennar ennþá verið með umgengni við barnið og hafi því mátt mæta heim til hennar.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Vorið 2016 óskaði barnaverndarnefnd að lögreglan tæki til rannsóknar langvarandi ætluð kynferðisbrot drengs sem hafði greint sálfræðingi frá kynferðislegum athöfnum með yngri bróðir sínum, við köllum hann Pétur. “þetta var eins og að taka jörðina af bakinu á mér” segir Pétur og bætir við að það hafi verið mikill léttir þegar bróðir hans hafi ákveðið að segja frá kynferðisofbeldinu. Pétur segir frá því að hann hafi verið lagður í mikið einelti á þessum tíma og hafi ekki þekkt neitt annað en að líða illa. “Maður fattar bara ekki hvað þetta er algjörlega óeðlilegt og ég í rauninni fattaði það ekki fyrr en 2017” segir hann í þættinum og greinir frá því að hann hafi sótt mikið í vímuefni eftir að þetta komst upp. Einna erfiðasta, segir Pétur, er að hugsa til þess að fjölskyldan gæti sundrast vegna málsins en málið var aldrei rætt heima fyrir. “Fyrir mér var hann bara veikur og mér finnst hann ekki eiga neitt illt skilið” segir Pétur og bætir við að hann vilji halda fjölskyldunni saman. Pétur vill vekja athygli á afleiðingum kynferðisofbeldis en í dag glímir hann við þunglyndi og áfallastreituröskun. Hann segir Pieta samtökin hafa bjargað lífi sínu og hann sé fyrst og fremst að læra að lifa með þessu og skilja sjálfann sig.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Barnsfaðir Freyju hlaut tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Maí 2020, fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni í rituðum samskiptum á Skype. Í Desember 2021 var hann síðan sakaður um að hafa átt samskipti við 14 ára stúlku í gegnum samfélagsmiðla. Hann hafi sótt hana í heimhúsi og frelsisvipt stúlkuna í þrjá klukkutstundir þar sem hann meðal annars nauðgaði henni. Freyja var sjálf þolandi sem barn og segir mál barnsföður síns vera erfitt fyrir sig og börnin. Freyja lýsir því í þættinum þegar tálbeitan hringir í hana um nóttina og sendir henni mynböndin og samtölin milli barnsföður hennar og það sem átti að vera 13 ára stelpa. “Mér leið skelfilega því mér fannst hann hafa svikið mig með því að vera inná einkamál og svo var hann þarna að tala við einhvern sem hann hélt að væri 13 ára gömul stúlka” segir Freyja í þættinum. “Ég tók þessu bara þannig að […] Þetta er rétt eftir að ég slasast og ég er ekki búin að vera nóg” segir hún. Freyja og barnsfaðir hennar slitu sambandinu eftir fyrsta brotið en héldu þau áfram að búa saman. “Auðvitað þykir mér vænt um þennan mann, hann gaf mér barnið mitt og ég hef ekkert val. Ég Þarf að vera í samskiptum við þennan mann, sama hvað hann gerði” segir Freyja. Hún gagnrýnir kerfið og segir barnavernd ekki hafa haft samband við hana eftir að barnsfaðir hennar fékk dóm fyrir að brjóta á barni. Er eðlilegt að maður sem sakaður er um brot gegn barni umgangist börnin sín? Hvernig á að miðla upplýsingum til barna hans?
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Valgerður Kehinde og Jóhanna halda uppi hlaðvarpinu Antirasistarnir ásamt Instagram síðunni. Rasismi er oft hulinn fólki sem finnur ekki fyrir honum á eigin skinni og hvít forréttindi er að mestu leyti ósýnilegt þeim sem hafa það. “Ég skil ekki þessa menningu á íslandi að fólk megi bara segja og gera hvað sem er og það hefur engar afleiðingar fyrir neitt” Segir Jóhanna um ummæli Sigurðs Inga og bætir við að það sé með ólíkindum að forsetisráðherra sem er hvít kona í forréttindastöðu, hafi sagt hann vera búinn að segja fyrirgefðu. “Þetta var bara ekki hennar að fyrirgefa” Segir Vala. Jóhann segir lögregluna hafa haft samband við þær eftir að sérsveitin handtók svartan strák í strætó og beðið þær um að halda fræðslu. “Það sem ég hugsaði var að þetta er miklu stærra en við. Þetta þarf félagsfræðinga, afbrotafræðinga og fólk sem er háskólamenntað í lögreglufræði. Þetta þarf svart fólk sem er menntað á þessum sviðum” Segir Jóhanna í þættinum og segir að það þurfi að brjóta upp í kerfinu. Við viljum vera góð við hvort annað, þú getur ekki verið góð við manneskju án þess að sjá fordómana sem hún gengur í gegnum” segir Jóhanna í þættinum. Þær segja mikið um white fragility eða hvíta viðkvæmni. “Mér finnst ég sjá þetta oft hjá fyrirtækjum” segir Vala í þættinum og tekur dæmi þar sem ekki einn litaður einstaklingur var sýnilegur í fermingar auglýsingu frá Gallerí 17. “það var bara strax farið í vörn um að það hefði verið covid og að þau hafi bara hringt í frændsystkini sín” segir Vala og bætir við að það sé partur af vandamálinu að fullt af innflytjendum og fólk af lit komast ekki inn í þetta af því þau eru ekki frændfólk.
- Montre plus