Episodes
-
Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu, skýrir fyrir okkur þetta flókna skjal sem við fáum í hverjum mánuði: rafmagnsreikninginn. Hún fer líka yfir stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði og ýmislegt fleira.
-
Bjarni Pálsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Vinds og jarðvarma. Í þessum þætti segir hann okkur frá ýmsum spennandi verkefnum sem framundan eru.
Þátturinn á YouTube -
Episodes manquant?
-
Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur, segir okkur hvernig seiðafleyta virkar, hver áhrif virkjaðra vatnsfalla á fiskistofna og veiði eru ásamt ýmsu fleiru.
Þátturinn á YouTube -
Ívar Kristinn Jasonarson, sérfræðingur hjá Loftslagi og grænum lausnum, segir okkur frá hringrásarhagkerfinu. Hvernig fellur starfsemi Landsvirkjunar að því?
Þátturinn á YouTube -
Guðmundur Finnbogason, verkefnisstjóri Nærsamfélags og náttúru er fyrrum heimilisfræðikennari og skáti. Sú reynsla hefur nýst honum vel í vinnu með nærsamfélagi aflstöðva Landsvirkjunar. Guðmundur ræðir einmitt mikilvægi þess að vera góður granni, segir frá hundraðasta frisbígolfvelli landsins við Ljósafossstöð, Orkuslóðinni sem er að verða til á Þjórsársvæði - og hvernig sé best að elda nýveiddan silung undir berum himni.
Þátturinn á YouTube -
Úlfar Linnet, forstöðumaður Viðskiptaþjónustu ræðir við Þóru Arnórsdóttur um raforkumarkaðinn og þær breytingar sem eru að verða á honum með innkomu skipulegra raforkumarkaða. Hvernig virka þeir? Hvaða áhrif hafa þeir á verð til neytenda og raforkuöryggi?
Þátturinn á YouTube -
Selma Svavarsdóttir, nýkjörinn formaður Kvenna í orkumálum, og Hildur Harðardóttir, fráfarandi formaður, segja okkur frá starfi félagsins og mikilvægi kvenna í orkugeiranum.
Þátturinn á Youtube -
Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Þjórsársvæðis, segir okkur frá starfi sínu þar sem engir tveir dagar eru eins.
Þátturinn á YouTube -
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis, fer yfir þá möguleika sem felast í bættri orkunýtni í þessum nýjasta þætti Grænvarpsins.
Þátturinn á YouTube -
Unnur María Þorvaldsdóttir, forstöðumaður þróunar vindorku, segir okkur frá áformum Landsvirkjunar um að reisa vindorkuver og öllu sem því fylgir.
Þátturinn á YouTube -
Ólöf Rós Káradóttir er verkefnisstjóri Hvammsvirkjunar, þess virkjunarkostar Landsvirkjunar sem er einna lengst kominn í undirbúningi. Hún segir okkur frá verkefninu í nýjasta þætti Grænvarpsins.
Þátturinn á YouTube -
Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun segir okkur frá samstarfsverkefnum Landsvirkjunar á sviði nýsköpunar.
Þátturinn á YouTube -
Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars segist vera í skemmtilegasta starfi landsins. Það hefur til að mynda leitt hann á staði á hálendinu sem nærri enginn fer á og sér. Andri fer yfir hvað er gert í jöklamælingaferðum og ýmislegt fleira.
Þátturinn á YouTube -
Þóra Arnórsdóttir ræðir við Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing um eðli og tilgang upprunaábyrgða. Til hvers var kerfið búið til og hver er ávinningurinn af því fyrir íslensk orkufyrirtæki og almenning? Hverjir kaupa þessi grænu skírteini og hvers vegna? Virkar kerfið eins og lagt var upp með? Getur Ísland sleppt því að taka þátt? Hvaða áhrif hefði það?
Þátturinn á YouTube -
Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri Vatnsafls, ræða um raforkuöryggi frá ýmsum hliðum. Þau útskýra m.a. muninn á afli og orku, hættuna á því að stærri fyrirtæki yfirbjóði heimili og smærri fyrirtæki í kaupum á rafmagni og hvað gerist þegar keypt rafmagn fer yfir tiltækt afl í raforkukerfinu.
Þátturinn á YouTube -
Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri hjá Landsvirkjun og Laufey Lilja Ágústsdóttir, sérfræðingur hjá Loftslagi og umhverfi hjá Landsvirkjun, segja okkur frá fyrirkomulagi úrgangsmála hjá fyrirtækinu.
-
Þórdís Þórhallsdóttir fræðir okkur um Plastlausan september, en átakið leit fyrst dagsins ljós árið 2017.
-
Í þættinum er rætt við Orra Björnsson, framkvæmdastjóra Algalífs, en Algalíf framleiðir fæðubótarefni úr örþörungum. Framleiðsla fyrirtækisins er kolefnisneikvæð, þ.e. hún bindur meira kolefni en hún losar.
-
Sigurður Halldórsson er framkvæmdastjóri plastendurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling. Við spjöllum við hann um starfsemi fyrirtækisins og þann vanda sem felst í plastmengun í heiminum.
-
Sigurður Friðleifsson hjá Orkusetri fræðir okkur um orkuskipti: hvar við Íslendingar stöndum í þeim efnum og hvaða vörður eru á leiðinni að kolefnishlutlausu Íslandi.
- Montre plus