Episodes
-
Melkorka Þorkelsdóttir er listakona og DJ. Hún ræddi við Lóu um sýningu sína Hýsill í Hannesarholti.
-
Tónlistarkonan Karítas, sem hefur verið DJ Reykjavíkurdætra undanfarin misseri, gaf út nýtt lag á dögunum. Lagið fjallar um það að brjótast úr þeim vana sem er að sælkjast í hluti sem ekki eru góðir fyrir mann.
-
Episodes manquant?
-
Villi Neto er í uppistandshópnum VHS. Á laugardaginn munu þau sýna Jólasýningu í Tjarnarbíó og hafa leyfi fyrir 50 áhorfendum. Fyrir þá sem ekki komast verður frítt streymi.
-
Kærustuparið Ægir og Maria hafa í sitthvoru lagi gert slatta af tónlist, en upp á síðkastið hafa þau verið að leika sér að því að gera tónlist saman. Þau gáfu út jólalagið Ekki skemma jólin mín á dögunum og frumfluttu það í Hverfinu.
-
Inga María Hjartardóttir ræddi starfemi Píeta-samtakanna við Gunnar og Lóu en í ár rennur öll sala Góðgerðarpizzunnar til þeirra.
-
Gunnar og Lóa ræddu við þær Ragnhildi og Vigdísi í hljómsveitinni Flott. Lagið „Segðu það bara“ er fyrsta lag sveitarinnar.
-
Muni, Ísidór og JóiPé sátu ekki aðgerðarlausir í samkomubanni heldur fóru þeir að búa til tónlist saman. Úr varð hljómsveitin Vill.
-
Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, er ein höfunda bókarinnar Konur sem kjósa. Bókin fjallar um íslenska kvenkjósendur í heila öld. Bókin byggir á áralöngum rannsóknum og samvinnu fjögurra fræðimanna.
-
Árni Már Erlingsson ræðir um sýninguna sína Formfast í Gallery Port. Hann er einn af stofnendum sýningarrýmisins Gallery Port sem leggur áherslu á að setja upp sýningar með ungum og nýútskrifuðum listamönnum. Sjálfur er hann útskrifaður úr Ljósmyndaskólanum og hefur hann verið að graffa, krota og teikna frá því að hann var krakki.
-
Salóme Katrín Magnúsdóttir er ung tónlistarkona sem gaf út sína fyrstu plötu á dögunum. Platan ber titilinn Water og inniheldur hún 5 lög. Hún spjallaði við Gunnar og Lóu um ferlið á bakvið plötuna, innblásturinn og hvernig tilfinning það er að gefa út sína fyrstu plötu. Salóme kom fyrst fram opinberlega á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Hún hafði flutt tónlist eftir aðra áður en hún steig sín fyrstu skref í lagasmíðum.
-
Alexandra Baldursdóttir er gítarleikari íslensku rokkhljómsveitarinnar Mammút. Hún hefur verið í hljómsveitinni síðan í grunnskóla. Hún segir frá tilkomu nýju plötunnar, Ride the Fire, líf listamannsins í Covid og upprunasögu Mammút.
-
Gunnar Ingi og Lóa stýra þættinum Hverfið. Í fyrsta þætti spjalla þau m.a. um innbrotið, #FreeBritney, rokk, óskýra Wikipedia síðu um meint kynferðisbrot Joe Biden og margt fleira. Þau fá til sín gest, Alexöndru Baldursdóttur úr Mammút. Hún er gítarleikari hljómsveitarinnar og hefur verið stærri hluta af lífi sínu í Mammút en ekki.