Episodes
-
Góðvinur pörupiltanna, hann Jóhann nokkur, kom til þeirra á dögunum með fræknar sögur af myntuslegnum sundklefa, geitungum í Japan og háskalegu eftirpartíi. Strákarnir reyna sitt besta við að komast að sannleikanum í fertugastaogöðrum þætti af Kjaftæði!
-
Hún Anya (ekki með joði) kom til okkar á dögunum og stærði sig af óþekktarbarninu sem hún var, sprautuháska á kaffihúsi og standandi þvagmenningu. Komist að sannleikanum með strákunum í fertugastaogfyrsta þætti af Kjaftæði!
-
Episodes manquant?
-
Hann Árni kom til okkar á dögunum og sagði okkur sögur af samfélagsmiðlabönnum, skyldleikum og dramatískum afmælisdegi. Strákarnir taka á honum stóra sínum og reyna eftir bestsu getu að komast að sannleikanum í fertugasta þættinum af Kjaftæði!
-
Uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson kom til okkar á dögunum og sagði okkur hinar ótrúlegustu sögur af partístungum, vírusum í Kína og Rokklingunum. Komist að sannleikunum með pörupiltunum í þrítugastaogníunda þættinum af Kjaftæði!
-
GóGó Bergmann kom til okkar á dögunum og sagði okkur frá sífellt banvænni sögum um Netflix, útskriftir og Hafnfirsk költ. Pörupiltarnir okkar reyna eftir fremsta megni að greina úr hvað er satt og hvað er lygi í þrítugastaogáttunda þætti af Kjaftæði!
-
Ylfa Marín kom til okkar á dögunum og sagði okkur furðusögur af manna(kvenna)villtum, búðarflassi og rothöggum! Grallararnir grúska sem mest þeir geta og reyna að komast að sannleikanum í þrítugastaogsjöunda þættinum af Kjaftæði!
-
Palli, Dagur og Viktor ljúga hvor annan fullan í þetta sinn. Sögur af köngulóamanninum, dracco köllum og háskalegum glæfraakstri. Komist að Sannleikanum í þrítugastaogsjötta þætti af Kjaftæði!
-
Þriðji og síðasti þátturinn í bræðraþríleiknum svokallaða, þar sem pörupiltarnir í Kjaftæði fá bræður sína til sín til að ljúga þá kjaftfulla. Komist að sannleikanum í þrítugastaogfimmta þætti af Kjaftæði!
-
Annar þátturinn í bræðraþríleiknum svokallaða, þar sem pörupiltarnir í Kjaftæði fá bræður sína til sín til að ljúga þá kjaftfulla. Komist að sannleikanum í þrítugastaogfjórða þætti af Kjaftæði!
-
Fyrsti þátturinn í bræðraþríleiknum svokallaða, þar sem pörupiltarnir í Kjaftæði fá bræður sína til sín til að ljúga þá kjaftfulla. Komist að sannleikanum í þrítugastaogþriðja þætti af Kjaftæði!
-
Tónskáldið Veigar Margeirsson kom til okkar á dögunum og sagði okkur frá þremur "misskilningum" sem hann hafði lent í, hvor öðrum lygilegri. Strákarnir köfuðu í þá og leituðu að sannleikanaum í þrítugasta-og-öðrum þætti af Kjaftæði!
-
Ragnhildur "Rocky" Veigarsdóttir kom til okkar á dögunum og sagði okkur frá krýningum, hipphoppdönsum og N'Sync tónleikum. Lygin liggur þarna einhversstaðar og strákarnir reyna að komast að sannleikanum í þrítugastaogfyrsta þætti af Kjaftæði!
-
Hún Sigga Ósk kom til okkar á dögunum og sagði okkur frá háskaferðum í landi strúta, köldum sturtum og forsetaóhöppum. Komist að sannleikanum í þrítugasta! þættinum af Kjaftæði!
-
Guðrún kom til okkar á dögunum og sagði okkur frá mennskum dýragörðum, daufri deyfingu og dragkeppni. Hlustir á pörupiltana í Délítunni spyrja Guðrún spjörunum úr og komist að sannleikanum í tuttugastaogníunda þætti af Kjaftæði!
-
Eftir ílangt páskafrí snúa fræknu lygabanarnir aftur! Sestur í stólinn er enginn annar en Villi Netó og sagði hann okkur sögur af tölfræðilegum ólíkindum á Hróarskeldu, þreyttum fótboltaköppum á Spáni og róðrarafrekum sínum. Komist að sannleikanum í tuttugastaogáttunda þætti af Kjaftæði!
-
Viktor tekur sér tíma við að smíða ikea húsgögn, Dagur gengur inn á kúkandi menn og Palli er með afar mikilvæga tilkynningu. Komist að sannleikanum í tuttugastaogsjöunda þættinum af Kjaftæði!
-
Í þessum sérstaka þætti af Kjaftæði segir Viktor frá hundakeppni sem hann tók þátt í, Dagur segir frá lyklatöku mikilvægs manns og Palli segir kunnuglega sögu, í nýjum búning. Komist að sannleikanum í þessum sérstaka þætti af Kjaftæði!
-
Palli er týndur! Þannig að Askur kom til okkar og sagði okkur fræknar sögur af líkamsvessum af öllum toga; pissi, svita og pöddum. Pöddum?? Pöddum. Okkur til halds og traust stökk Brimrún inn í staðinn fyrir Palla og hjálpaði okkur að komast að sannleikanum í tuttugastaogsjötta þætti af Kjaftæði!
-
Öðlingarnir í Délítunni setjast að borðum og segja fræknar sögur af göldrum, sænskum ránum og örum (ekki örvum). Komist að sannleikanum í tuttugastaogfimmta þættinum af Kjaftæði!
-
Uppkastari, Tik Tokkari, Olif! Óli kom til okkar á dögunum og sagði okkur frá Svíþjóð, Spáni og tánöglum. allt lönd í Evrópu. Eitt þessara landa er uppspuni frá rótum. Komist að sannleikanum í tuttugastaogfjórða þættinum af Kjaftæði!
- Montre plus