Episodes
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur söngleikjamyndina Wicked sem var frumsýnd í síðustu viku við mikinn fögnuð aðdáenda sem margir hverjir höfðu beðið í 20 ár eftir myndinni. Kolbrún María Másdóttir, krakkafréttamaður, segir okkur meira frá Wicked. Hún er mikill söngleikjaaðdáandi og talar fyrir Nessu Rose í íslenskri talsetningu myndarinnar. Í seinni hluta þáttarins skoðum við hinn útdauða geirfugl og kíkjum á safn í Brussel.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða dveljum við í Noregi og kynnumst norsku konungsfjölskyldunni sem hefur verið mikið í fréttum. Í síðari hluta þáttarins einbeitum við okkur að borginni Þrándheimi, tengslum hennar við Ísland og kíkjum á safn.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Episodes manquant?
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða segir Ingibjörg Fríða Helgadóttur okkur frá Malölu Yousafzai, einni af röddunum í upphafi allra Krakkaheimskviðuþátta. Í seinni hluta þáttarins ræðir Karitas við fréttamanninn Önnu Lilju Þórisdóttur um bresku konungsfjölskylduna og samband þeirra við Ástralíu.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða ræðir Karitas við fréttamanninn Birtu Björnsdóttur um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum, sem fóru fram í vikunni. Í seinni hluta þáttarins skoðum við fimm hundruð ára gamal hálsmen sem fannst í Bretlandi árið 2019 og tengist merkilegri konungsfjölskyldu þar í landi.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hvað er að gerast í Venesúela með aðstoð fréttamannsins Róberts Jóhannssonar. Seinni hluti þáttarins er tileinkaður hljómsveitinni One Direction, en fréttir af andláti eins meðlims sveitarinnar, Liams Payne, bárust fyrir hálfum mánuði.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas sögu hrekkjavökunnar sem er á fimmtudaginn, hvernig hún byrjaði og af hverju hún er á þessum árstíma. Í seinni hluta þáttarins segir fréttamaðurinn Dagný Hulda Erlendsdóttir okkur frá stöðunni í Úkraínu, þar sem hefur geisað stríð síðustu tvö og hálfa árið.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur Atlantshafsbandalagið, eða NATO, með aðstoð fréttamannsins Björns Malmquist. Karitas skoðar svo Legó-slysið svokallaða sem varð árið 1997 og afleiðingar þess.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða förum við til Danmerkur með fréttamanninum Hallgrími Indriðasyni þar sem Halla Tómasdóttir, nýr forseti Íslands, fór í sína fyrstu opinberu heimsókn í vikunni. Við skoðum líka samband Danmerkur við tvö önnur lönd, Grænland og Færeyjar, og baráttu þessara landa fyrir því að verða fullgildir meðlimir Norðurlandaráðs. Karitas skoðar svo vísindamanninn Heman Bekele sem er 15 ára og var í ágúst valinn krakki ársins af tímaritinu Time.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða minnumst við atburða síðasta árs frá því að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023. Fréttamaðurinn og fullorðins-Heimskviðuumsjónarmaðurinn Bjarni Pétur Jónsson segir okkur hvernig þessir atburðir tengjast því sem er að gerast í Líbanon, en á þriðjudaginn réðst Ísraelsher inn í landið. Í seinni hluta þáttarins vendum við kvæði okkar í kross og förum út í geim, nánar til tekið til Mars. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, segir okkur frá mjög merkilegri uppgötvun um plánetuna.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, okkur frá löndunum sem hafa breytt nöfnunum sínum. Karitas og Ólöf Ragnarsdóttir skoða stöðu stelpna og kvenna í Afganistan og þær reglur sem þær þurfa að hlýða í síauknum mæli.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti af Krakkaheimskviðum kynnum við okkur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í byrjun nóvember. Bogi Ágústsson segir okkur hvað er svona merkilegt við þær, Karitas fer yfir atburði sumarsins og Birgir Þór Harðarson útskýrir kosningakerifð.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Ritstjórn: Birta Björnsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum allra fyrsta þætti Krakkaheimskviða fjöllum við stuttlega um stærstu fréttir sumarsins og kynnum okkur hvað verður um allt draslið og dótið sem fylgir stórum íþróttamótum eins og Ólympíuleikunum þegar þau klárast.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir og Birta Björnsdóttir
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.