Episodes
-
Hvernig brjótumst við út úr viðjum vanans og innleiðum meiri leik og útiveru í lífið okkar? Sabína Steinunn, íþrótta- og heilsufræðingur og áhugakona um hreyfifærni og þroska barna, kemur til okkar og eys úr viskubrunni sínum.
-
Það segir að það taki heilt þorp að ala upp barn, en hvar er þorpið í dag? Og hvar eru svokallaðir „þriðju staðir“ – rými þar sem fólk kemur saman utan heimilis og vinnu?
Anna og Kristín velta fyrir sér hlutverki þorpsins í nútímasamfélagi, þeim áskorunum sem fjölskyldur standa frammi fyrir í dag og mikilvægi þess að skapa staði þar sem einstaklingar geta hist, tengst og byggt upp samhug innan samfélagsins.
-
Episodes manquant?
-
Í þessum þætti fáum við til okkar frábæran gest, hana Önnu Claessen. Anna er margreyndur markþjálfi, einkaþjálfari, fyrirlesari og skemmtikraftur, með sérþekkingu á viðfangsefnum eins og streitu, kulnun og sjálfsrækt.
Við ræðum áhrif skjánotkunar á andlega og líkamlega heilsu, tengsl stafræns áreitis við streitu og kulnun, og hvernig við sem einstaklingar og samfélag getum tekist á við þessar áskoranir.
Njótið!
-
Anna og Kristín fara í saumana á fjórum lykilleiðum sem Jonathan Haidt leggur til til að takast á við skjánotkun barna og skoða hvernig við sem samfélag getum innleitt þær í framkvæmd. Þær ræða einnig hlutverk frjáls leiks í þroska barna, mikilvægi þess að efla ábyrgð þeirra og hvernig öryggi barna getur samræmst sjálfstæði þeirra í nútíma samfélagi.
-
Anna og Kristín ræða stöðu foreldra og barna í tengslum við skjátíma barna og þau samfélagslegu áhrif sem honum fylgja. Þær fara yfir helstu áskoranirnar sem blasa við, hvernig við lentum í þessari stöðu og hvað hægt er að gera til að bæta ástandið.