Episodes
-
Sturla Sigurðarson, myndlistar- og tónlistarmaður, flutti til Berlínar síðasta sumar. Þar varð hann sér úti um sérkennilegt starf: að tæma dánarbú. Við heyrum sögur af vettvangi og veltum fyrir okkur hvað verður um alla hlutina sem við sönkum að okkur, hvort það sé hægt að finna merkingu í handahófskenndum munum af heimilum ókunnugra.
Una María Magnúsdóttir er að vinna í því að verða gjaldgeng í samfélagi kvikmyndaáhugafólks. Í dag veltir hún því fyrir sér hvernig við lýsum kvikmyndunum sem við elskum.
Jelena Ciric sendi frá sér stuttskífuna Shelters Two síðastliðið haust, í kjölfar Shelters One sem kom út árið 2020. Jelena segist á plötunum tveimur hafa gert tilraun til þess að búa sér til heimili þar sem hún tilheyrir alveg 100 prósent. En Jelena er fædd í Serbíu, uppalin í Kanada og bjó á Spáni og í Mexíkó áður en hún flutti til Íslands. Við ræðum tónlist, blaðamennsku og goðsagnir við Jelenu ?iri?.
Lagalisti:
Sun City Girls - Black Orchid
Stirnir - A.I. Horse
Jacob Tanaka - SIP
Connie Converse - Chanson Innocent
Arthur Russell - I Couldn't Say It To Your Face
KUSK, Óviti - Loka augunum
Jelena Ciric - Inside Weather
Jelena Ciric - Other Girls
Jelena Ciric - Rome -
Við rennum yfir helstu sigurvegara Golden Globes verðlaunanna, sem fram fóru í Hollywood í gær. Barbie sem hlaut flestar tilnefningar, sópaði fáum verðlaunum að sér. Sigurvegarar gærkvöldsins voru Oppenheimer í leikstjórn Martin Scorsese og Poor Things úr smiðju Yorgos Lanthimos.
Um helgina kom fjöldi fólks saman á Austurvelli og talið að á fimmta tug manna hafi varið aðfaranótt sunnudags í tjaldbúðunum sem þar hafa staðið í tæpar tvær vikur. Við höldum áfram að kynnast tjaldbúunum og ræðum við íslenska aðgerðasinna sem hafa tekið þátt í mótmælunum.
Svo heyrum við annan þátt úr örseríunni Á samviskunni sem Anna Marsibil Clausen framleiddi 2022. Í þessum þætti verður fjallað um Katrínu Thoroddsen lækni.
Hjalti Freyr Ragnarsson valdi bestu íslensku geimveruteknólögin frá árinu sem var að líða. -
Episodes manquant?
-
Síðan að Grindavík var rýmd þann 11. Nóvember höfum við flutt regluglega hljóðdagbækur nokkurra íbúa bæjarins hér. Í dag fáum við að heyra hvernig jól og áramót voru hjá þeim Siggeiri, Teresu og Andreu.
Í gær var fyrsti þáttur nýrrar þáttarraðar, Nordic Beats eða norrænir rafstraumar, sýndur á Rúv. Þorsteinn Hreggviðsson, eða Þossi, útvarpsmaður á Rás 2, er þulur þáttarins.
Davíð Roach, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, fer skýrt og skilmerkilega yfir árið 2023 í tónlist. -
Stirnir Kjartansson hefur verið virkur í íslensku indí-senunni undanfarin ár. Hann er meðlimur í nokkrum fjölda hljómsveita, meðal annars Trailer Todd en gefur einnig út tónlist undir eigin nafni. Sóló-plötur Stirnis eru nú fjórar talsins og hafa aðallega komið út á bandcamp en nýjasta platan hans nefnist Apple pie and <3 the razor.
Við höldum áfram að kynnast mótmælendum frá Palestínu sem dvelja um þessar mundir í tjaldbúðum beint á móti Alþingishúsinu við Austurvöll í svokölluðum kyrrsetumótmælum og krefjast þess að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem enn eru á Gaza, verði veitt hæli á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Í kjölfarið heyrum við fyrsta þátt í örseríu Önnu Marsibil Clausen, Á samviskunni, sem var fyrst flutt hér í Lestinni í upphafi 2022 - serían fjallar um þann fjölda fólks á flótta frá Þýskalandi í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar sem reyndi að sækja um hæli á Íslandi en fékk iðulega neitun.
Lagalisti:
stirnir - yureioskdcvnbvcxsodifhdnsdkcmv
stirnir - I Don't Know If I'm Gonna Get It Right
stirnir - the brick wall
Trailer Todd - ég vil ekki
stirnir - Skjálfhent
stirnir - fucales
Riad Awwad, Hanan Awwad and Mahmoud Darwish - Palestinian
Riad Awwad, Hanan Awwad and Mahmoud Darwish - Intifada -
Katrín Helga Ólafsdóttir gerði sér ferð á þrenna tónleika milli jóla og nýjárs, hún kíkti í Pipumessu í Tóma rýminu, Vetrarkyrrð á jólum í Landakotskirkju og Kickstart the new year á vegum samlagsins Rask.
'Þetta verður eins og skólaleikrit sem fjallar um vinsælustu krakkana í árganginum og er skrifað af þeim og leikið af þeim,' sagði Jón Trausti Reynisson á Heimildinni í gær. Við hefjum Lestina á nýju ári á fyrstu menningarátökum ársins, sem snúast iðulega um áramótaskaupið. Er nóg að það sé fyndið? Og hvað þarf það að vera annað? Nína Richter og Ásgeir Ingólfsson rýna í skaup ársins 2023, sem og gestir og gangandi á bókasafni Kringlunnar.
Lestin heimsækir litlar tjaldbúðir sem reistar voru á Austurvelli milli jóla og nýjárs, beint á móti alþingishúsinu. Í tjöldunum hefur safnast saman flóttafólk frá Palestínu og stuðningsmenn þeirra, fólk sem á það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í einhvern tíma, en á fjölskyldu á Gaza. -
Víðsjá og Lest fara saman yfir árið 2023
-
Bjarni Daníel fer á stúfanna í Kringlunni og veltir fyrir sér vondum jólagjöfum.
Viðar Þorsteinsson, heimspekingur, segir frá ítalska heimspekingnum Antonio Negri, sem lést í desember. Hann er einn þeirra hugsuða sem hefur haft hvað mest áhrif á róttækar vinstrihreyfingar á seinni hluta tuttugustu aldar og upp úr aldamótum. Hann var umdeildur, á sér sérstaka sögu, sat í fangelsi og var sendur í útlegð. -
Í Lestinni í dag ætlum við að rýna í plötur ársins samkvæmd vefsíðunni Album of the year punktur org. Heyra hvaða plötur skora hæst á listum gagnrýnenda og tónlistartímarita.
Við fáum pistil frá Sigríði Þóru Flygenring, listamanni. Hún er að pæla í internetinu, eða kóngulóarvefnum, og velta því fyrir sér hvort internetið sé mögulega einhverskonar framlenging á heilunum okkar.
Undir lok þáttar sláumst við svo í för með Önnu Marsibil Clausen, ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV, en hún eyddi nóttinni með fréttastofu RÚV við gosstöðvarnar, nóttina sem eldgosið hófst við Sundhnúgsgíga. Innslagið er hluti af hlaðvarpsþáttaröðinni Grindavík sem er aðgengileg á spilara á RÚV. -
Það er hafið eldgos á Reykjanesskaga! Seint í gærkvöldi hófst eldgos rétt fyrir norðaustan Grindavík. Frá því að bærinn var rýmdur höfum við reglulega fengið að fylgjast með tilfinningum og hversdagslífi þriggja Grindvíkinga. Teresa, Siggeir og Andrea sendu okkur hljóðdagbækur eftir að gosið hófst.
Kona ælir yfir allan bílinn sinn, önnur byrjar á túr, sú þriðja getur ekki svæft börnin sín. Þetta er aðeins örfá dæmi um þá fyrirboða sem fólk upplifði í gær í aðdraganda eldgossins. Lóa Björk veltir fyrir sér fyrirboðum.
Hin goðsagnakennda pönksveit Purrkur Pillnikk kom aftur saman á dögunum og spilaði á tónleikum í Smekkleysu til að fagna útgáfu á heildarsafni sveitarinnar. Sævar Andri Sigurðarson var ekki fæddur þegar hljómsveitin spilaði síðast en fann samt til nostalgíu þegar hann mætti á tónleikana. -
IceGuys seldu upp þrenna tónleika í Kaplakrika um helgina og eiga vinsælasta lagið í dag. Er IceGuys markaðsstönt eða brandari sem gekk of langt? Þeir Jón Jónsson og Hannes Þór Helgason, leikstjóri þáttanna um IceGuys voru gestir Lestarinnar í dag.
Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður, veltir fyrir sér letri, sérstöfum og bókakápum.
Við förum í heimsókn í Bókina á Hverfisgötu og heyrum hvaða gömlu jólabækur seljast. Og hvort jólabókaflóðið nái inn fyrir dyr fornbókabúða. -
Á dögunum gaf Netflix streymisveitan áhorfstölur út í fyrsta sinn. Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, rýnir í Netflix-tölfræði eða skort á henni. Og við veltum því fyrir okkur hvers vegna það er svona erfitt að nálgast áhorfstölur eftir tilkomu streymisins.
Kolbeinn Rastrick rýnir í nýja mynd frá framleiðslufyrirtækinu A24, myndina Dream Scenario í leikstjórn hins norska Kristoffer Borgli. -
Við vörðum heilum degi um borð í leið 4, strætó sem keyrir úr Mjódd niður á Hlemm um Breiðholtið. Í dag heyrum við sögur fólks sem ferðaðist með vagninum síðastliðin föstudag. Strákur á leið að fá sér drekatattú, stuðningsfulltrúi á leið heim úr vinnu, Venesúelskur söngvari á leið til sálfræðings og danskur kökuskreytingameistari situr undir stýri.
-
Á föstudag fóru Lóa og Kristján í strætó-rúnt með upptökutæki meðferðis. Hugmyndin var að ræða við farþega strætó, komast að því hvert þau væru að fara, hvaðan þau voru að koma. Meðan sá þáttur verður til rifjum við upp vídjóleiguþáttinn frá því í vor.
-
Á föstudag létu mótmælendur rauðu glimmeri rigna yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra til að andmæla afstöðuleysi ríkisins gagnvart framferði Ísraelshers á Gaza. Við pælum í glimmeri, eggjum, skóm og öðrum hlutum sem mótmælendur hafa kastað í stjórnmálafólk í gegnum tíðina.
Lestin er komin í jólaskap og ætlar að velta fyrir sér nýjum og sígildum jólalögum. Iceguys, Prettyboichocco og Laddi koma meðal annars við sögu.
Þungarokkshátíðin Andkristni hefur farið fram í kringum jólin frá árinu 2000. Við ræðum við einn aðstandendanna, Viktor Árna Veigarsson, sem tekur þátt í skipulagningunni í fyrsta skipti ár. -
Mikil umræða um sniðgöngu um þessar mundir í tengslum við framferði Ísraelshers á gaza undanfarnar vikur. Stuðningsfólk Palestínu hér á landi hefur reynt að beita þrýstingi á fólk, fyrirtæki og stofnanir til að sniðganga Ísrael eða þá sem styðja árásir ísraelska hersins á Gaza. Þessi krafa nær inn á nánast öll svið samfélagsins: menntakerfið, íþróttir og menningu.
Við tileinkum Lestina í dag hugtakinu sniðganga. Við fáum sjónarhorn frá Kristínu Sveinsdóttur, Ásgeiri Brynjari Torfasyni, Tómasi Þór Þórðarsyni, Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Boris Grebenschikov. -
40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr PISA-könnuninni 2022 sem voru birtar í dag.
Hvað er OECD? Hvað er PISA? Af hverju fengum við svona lága einkun í PISA? Og hverju er það að kenna? Og hverja erum við að bera okkur saman við og af hverju? Við fáum nokkra Rúvara til að taka PISA-prófið umrædda.
Katrín Helga Ólafsdóttir heldur áfram að fjalla um listir og menningu nágrannaþjóða okkar á Norðurslóðum. Að þessu sinni fjallar hún um samíska tónlist.
Við heyrum líka um vinsælasta lagið í Ísrael þessa stundina, Charbu Darbu með dúettnum Ness og Stilla. Umfjöllunarefnið er hefnd og hernaður. ?Í landi þar sem tónlistarmenn hafa yfirleitt nálgast átökin með skarpri greiningu, þá er óþægilegt að sjá þennan stríðsæsingasöng á toppi vinsældalistans,? skrifar blaðamaður ísraelska fréttamiðilsins Forward. Aðrir hafa gengið lengra og sagt það hvetja til þjóðarmorðs. -
Friedrich Nietzsche er einhver alræmdasti hugsuður vestrænnar nútímasögu og alltaf virðast nýjar kynslóðir heillast af skrifum þessa þýska heimspekings, fólk verður heltekið. Nú á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Andkristur frá árinu 1888, bók með ógnvænlegan titil, bók sem er skrifuð af knýjandi þörf, jafnvel heift gagnvart kristinni trú, en líka djúpu innsæi og mannskilningi. Andkristur er með því síðasta sem kom frá Nietzsche en aðeins nokkrum mánuðum síðar fékk hann taugaáfall, missti vitið, veiktist á geði. Sigríður Þorgeirsdóttir mætir í Lestina og ræðir um Jesú Krist og Andkrist Nietzsches.
Við ræðum við Val Gunnarsson rithöfund sem fékk ánægjuleg skilaboð í gær, en hann fær ritlaun í fyrsta skipti, eftir einhverja tvo áratugi af ritstörfum og sjö útgefnar bækur.
Nýlega var tilkynnt um þriðju hópuppsögnina í ár hjá Spotify, framleiðslu virtra hlaðvarpa hefur verið hætt, og greiðslumódeli tónlistarfólks hefur verið breytt. Fyrirtækið virðist nú gera allt til að byrja að skila hagnaði. Við ræðum við Árna Matthíasson um hagnaðarvon og hnignun Spotify. -
Við ræðum leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv við Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamann. Hefði Breiðablik getað sniðgengið, hætt við, neitað að keppa? Og hvaða afleiðingar hefði það haft í för með sér? Og hvenær mega íþróttir og pólitík blandast, hvenær ekki?
Eiríkur Guðmundsson fór í heimsókn í Skerjafjörðinn árið 2018 og ræddi við Odd F. Helgason, ættfræðing. Oddur og kona hans Unnur Björg Pálsdóttir féllu frá í vikunni, til stóð að fá Odd í Lestina, en við huggum okkur við þetta viðtal sem leyndist í kistu Ríkisútvarpsins.
Kristján vill segja upp Audible áskriftinni sinni, en getur það ekki, sama hvað hann reynir. Og Hjalti Freyr Ragnarsson, tónlistarmaður og pistlahöfundur í Lestinni hefur sérstakan áhuga á sjónvarpsþáttunum How To With John Wilson. Þættirnir koma úr smiðju Bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO og eru á mörkum þess að vera vídjólist og sjónvarp. -
Við heyrum um költ-hasarmyndina Foxtrot frá árinu 1988, en það stendur til að dusta rykið af henni í Bíó Paradís um helgina.
Kolbeinn Rastrick fjallar um stórmynd Ridleys Scott um franska keisarann Napóleon, eina umdeildustu persónu evrópskrar sögu. Pabbar og sagnfræðinördar hafa flykkst á myndina og eru mjög mishrifnir. Það hefur verið fundið að ýmsum sagnfræðilegum rangfærslum. En Kolbeinn skemmti sér ágætlega þó að myndin væri langt því frá gallalaus.
Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, hefur í vetur fjallað um tónlist og menningu nokkurra nágrannaþjóða okkar í Lestinni. Grænlenska tónlistarhefð og færeysku grasrótarsenuna. Nú er komið að menningu og tónlist Sama í norður Skandinavíu. -
Nú er byrjað að grafa ofan í sprungur í Grindavík, fólk er mætt til vinnu í fiskvinnslunni, bæjarbúar fá meiri tíma heima hjá sér og einhverjir eru farnir að hugsa um að jólaskreyta. Við höldum áfram að heyra hljóðdagbækur Grindvíkinga sem við höfum fylgt eftir í tæpar þrjár vikur eða alveg frá því því að bærinn var rýmdur 10. nóvember. Siggeir Ævarsson, Teresa Bangsa og Andrea Ævarsdóttir leyfa okkur að fylgjast með hversdeginum sínu.
Fyrir fimmtíu árum birtist grein Þorsteins Gylfasonar, ?Að hugsa á íslenzku? sem þar sem hann skrifar meðal annars: ?Í fæstum orðum virðist mér eina vonin til þess að Íslendingur geti hugsað og skrifað yfirleitt vera sú að hann geti hugsað og skrifað á íslenzku.? Við ræðum við Loga Gunnarsson, prófessor í heimspeki við Háskólann í Potsdam í Þýskalandi, um þessa klassísku grein Þorsteins, um það að hugsa á íslensku, og það hvernig ensk tunga er farin að móta hugsun heimspekinga um allan heim. - Montre plus