Episodes
-
The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk.
En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins og Hrafninn flýgur eða sjálfan Hamlet? Já, eða miðaldamyndir á borð við Excalibur, Conan the Barbarian og The Green Knight? Og eru Íslendingar líklegir til þess að fara að vinna meira sjálfir úr þessum sagnaarfi eða er það mögulega alltof dýrt?
Við fengum þrjá leikstjóra til að ræða allt þetta og meira til, þá Ragnar Bragason, Ásgrím Sverrisson og Hauk Valdimar Pálsson, en sá síðastnefndi kom lítillega að leikmyndahönnun myndarinnar, hannaði meðal annars leikmynd eftir málverki Da Vinci. Við ræðum einnig heimsbíó frá Ástralíu, Kóreu, Frakklandi og Úkraínu og margt fleira.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
-
„Glansandi teinarnir flytja okkur í kæliskáp Guðs,“ segir Vadím við finnska stúlku þegar þau hittast fyrst. Klefi nr. 6 eftir Rosu Liksom fjallar um ferðalag þeirra með Síberíulsestinni um Sovétríkin á níunda áratug síðustu aldar, síðasta áratug Sovétríkjanna. Stúlkan þarf sem sagt að deila klefa með ruddalegum miðaldra verkamanni alla leið frá Moskvu til Mongólíu. Í þessum þrönga klefa mætir austrið vestrinu og við fáum magnaðar svipmyndir af mörgum nyrstu borgum heims.
Bókin kom út á finnsku árið 2011 og vann Finlandia-verðlaunin og var að auki tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Hún kom svo út á íslensku í þýðingu Sigurðar Karlssonar árið 2013. Nú er svo kvikmynd gerð eftir bókinni í sýningum í Bíó Paradís og við ræðum bæði mynd og bók í bókasmygli dagsins.
Gestir þáttarins eru tveir rithöfundar búsettir í Finnlandi; þeir Tapio Koivukari og Kári Tulinius. Tapio er finnskur og giftur íslenskri konu, Kári er íslenskur og giftur finnskri konu. Tapio Kouvukari hefur gefið út fjölda bóka sjálfur, sem margar hafa verið þýddar íslensku, en hefur líka þýtt höfunda á borð við Vigdísi Grímsdóttur, Guðmund Andra Thorsson, Friðrik Erlingsson, Þórarinn Eldjárn, Einar Kárason, Guðberg Bergsson og Gerði Kristnýju á finnsku. Kári hefur sent frá skáldsögurnar Píslarvottar án hæfileika og Móðurhug og sendi síðast frá sér smásagnakverið Uppruni augnabliksins. Hann var auk þess meðal stofnenda Meðgönguljóða.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
-
Episodes manquant?
-
Í bíósmygli vikunnar fjöllum við um Skjálfta, sem er fyrsta mynd Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd og er byggð á Stóra skjálfta, skáldsögu Auðar Jónsdóttur. Þetta er mynd um þegar líf sögu fer á annan endan þegar hún fær óvænt flogakast – en ekki síður mynd um fjölskyldumynstur sem ganga kynslóð fram að kynslóð, minnið og áföllin sem marka okkur, sem og auðvitað íslenska kjötsúpu. Þær Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Brynhildur Björnsdóttir ræða myndina og ýmislegt fleira.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
-
Í nýjasta bókasmyglinu fáum við Björn Halldórsson rithöfund til að segja okkur aðeins frá því hvernig bók verður til, hvernig rithöfundaferill byrjar og hvernig hann vinnur. Hann rifjar upp ritlistarnám í Bretlandi og útgáfuferlið, auk þess að ræða aðra höfunda eins og Elizabeth Strout og Elenu Ferrante.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
Óskarsverðlaunin verða afhent núna á sunnudaginn og við fengum þá Ívar Erik Yeoman leikstjóra og Gunnar Ragnarsson, gagnrýnanda Lestarinnar, leikara og söngvara, til að ræða ítarlega myndirnar tíu sem eru tilnefndar sem besta mynd og myndirnar fimm sem eru tilnefndar sem eru tilnefndar sem sú besta erlenda – en alls eru myndirnar þó aðeins fjórtán, þar sem ein er tilnefnd í báðum flokkum.
Hér eru líflegir palladómar um allar myndirnar, stundum frá öllum þremur þegar allir eru séðir, það er jú erfitt að nálgast sumar þessara mynda, en auk þess eru tíndar til myndir sem menn sakna og ýmislegt fleira í þéttum tveggja tíma þætti.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar að taka prófið, siðfræðingsins Veturs, viðskiptakonunnar Eyju og Ólafs Tandra, höfundar prófsins, auk þess sem nokkrar minni persónur fá einnig sína kafla. Þetta er framtíðarsaga sem tengir við tímann, við slaufunarmenningu, kófið, upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaumræðu og já, jafnvel Úkraínustríðið.
Þau Hermann Stefánsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir eru gestir þáttarins – og fjalla auk Merkingar um Tsjernóbyl-bænina, American Psycho, Black Mirror, Útlendinginn hans Camus, Norn Hildar Knútsdóttur og bækur skáldkvennana Margaret Atwood og Samönthu Schweblin og sitthvað fleira.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
Núna fyrr í haust fékk bosníska myndin Quo Vadis, Aida? Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd, auk þess sem Jasmila Žbanić var valin besti leikstjórinn og Jasna Đuričić besta leikkonan, auk þess sem myndin hafði áður verið tilnefnd sem besta alþjóðlega myndin á Óskarsverðlaununum í fyrra. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís, en þegar leikar hefjast hafa serbneskar hersveitir hafa umkringt Srebrenica og túlkurinn Aida er á milli tveggja elda, að reyna að túlka orð sem hún finnur að er ekki lengur að marka. Um leið áttar hún sig á að hún þarf að bjarga eigin fjölskyldu frá hildarleiknum framundan.
Þau Jasmina Vajzović Crnac, sem sjálf flúði Bosníu ekki löngu seinna, og Valur Gunnarsson, rithöfundur og sagnfræðingur ræða myndina, sem sannarlega rímar um ýmislegt við styrjöldina í Úkraínu þessa dagana, þótt ákveðin lykilatriði séu vissulega öðruvísi.
Myndir á borð við Belfast, Sólstingur (Zvizdan), No Man‘s Land, An Ordinary Man, Underground, Verkalýðshetjur, Banvænir kettlingar og Donbass koma einnig við sögu, sem og minningaskáldsagan Uppruni eftir Saša Stanišić, og sjónvarpsþáttaröðin Servant of the People með sjálfum Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. Valur dvaldi í Kænugarði í fyrstu bylgju kófsins og rifjar um leið upp sögu heimshlutans, rifjar upp gömul ferðalög um önnur lönd svæðisins og fer á ótal misheppnuð stefnumót.
Þá verða sýndar klippur sem þáttastjórnandi tók af mótmælum á aðalverslunargötu Prag sem og við rússneska sendiráðið, þar sem úkraínski þjóðsöngurinn var sunginn – en Úkraínumenn eru fjölmennasti innflytjendahópur Tékklands, taldi um 150 þúsund manns (um 1,5 prósent þjóðarinnar) og sú mun vafalítið hækka hratt á næstu misserum.
Þær Natasha, þýðandi, ljóðskáld og ritstjóri, og Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku við HÍ, ræða bókina – en það er rétt að taka fram að spjallið var tekið upp aðeins þremur dögum eftir innrás, en sökum tæknilegra örðugleika frestaðist frumsýningin um nokkra daga. Bækur þeirra Svetlönu Aleksíevítsj og Ljúdmílu Úlítskaja koma einnig við sögu.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
„Ég hef aldrei hitt rasista sem kann þjóðdansa“ – Svavar Knútur.
Hver er staða tónlistarmanna í rafrænum heimi á Covid-tímum? Hafa nýlegar vendingar hjá Spotify einhver áhrif þar á? Hvað með kaup Universal á Öldu Music, sem er með stóran hluta íslenskrar tónlistarsögu á sínum snærum?
Við fengum Svavar Knút tónlistarmann og Önnu Hildi leikstjóra og fyrrum framkvæmdastjóra ÚTÓN til að ræða þessi mál – og líka palestínskt og tælenskt rapp, þjóðdansa, borgaralaun og ævisögu Arnolds Schwarzenegger.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
Áttundi og síðasti þáttur sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar var sýndur um helgina, en við hituðum upp fyrir þáttinn með góðu spjalli við Eirík Örn Norðdahl skáld og Ísfirðing og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Húsvíking. Við ræddum þættina til þessa, íhuguðum möguleikann á fleiri seríum og ræddum hversu sannfærandi mynd þetta væri af vestfirsku sjávarþorpi, eftir að allir voru búnir að útlista eigin reynslu (eða reynsluleysi) af slorinu.
Vestfirskar bókmenntir og jólabækurnar koma þó einnig við sögu, sem og sjónvarpsþættir á borð við Killing Eve, The Wire og Stranger Things, kongóska skáldsagan Tomorrow I’ll be 20 og verk pólska leikstjórans Krzysztof Kieslowski.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem koma fyrir í handtösku, spánskflugur og margt, margt fleira. Þar á meðal Erik Satie, sem á upphafstóna verksins.
Þeir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor og Árni Friðriksson menntaskólakennari og leikskáld eru gestir þáttarins – og fjalla auk Kóperníku um fyrri bækur Sölva, ævisögu Lyndon B. Johnson, bækur Margaret Atwood, Efndir eftir Þórhildi Ólafsdóttur og sitthvað fleira.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
„Fyrsti klukkutíminn á Endgame er bara eins og að horfa á mynd eftir Ingmar Bergman.“
Spider-Man: No Way Home er fjórfalt vinsælli en nokkur önnur bíómynd eftir að kófið skall á heimsbyggðinni. En hvað þýðir þetta fyrir heimsbíóið og fyrir Hollywood? Hvað með allar hinar myndirnar? Hvað er besservisserabensín? Og er eitthvað vit í þessum nýjustu ævintýrum Köngulóarmannsins? Við fengum Birtu Ögn Elvarsdóttur, söngleikjafræðing og starfsmann í myndasögubúðinni Nexus, og Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamann, poppkúltúrfræðing og háskólakennara, til að rýna í málið.
Auk þess ræddum við stuttlega um aðrar stórmyndir síðustu jóla á borð við Sögu úr Vesturbænum (West Side Story), The Matrix Resurrections og Ghostbusters: Afterlife, auk þess sem sjónvarpsserían Euphoria kom við sögu.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
Jólabókavertíðinni er lokið – en hversu gjöful var hún? Við fengum Soffíu Auði Birgisdóttur og Gauta Kristmannsson til að ræða flóðið, en bæði eru mikilsvirkir bókmenntagagnrýnendur og bókmenntafræðingar, en Gauti flytur gagnrýni í Víðsjá á Rás 1 og Soffía Auður skrifar á vefinn skald.is.
Auk þess verður aðeins rætt um ritlaun sem og þýðingar, en Soffía Auður hefur meðal annars þýtt bækur Virginiu Woolf á íslensku og Gauti er um þessar mundir að leggja lokahönd á Töfrafjall Thomasar Mann. Auk þess veita þau okkur örlitla innsýn í færeyskar og þýskar bókmenntir.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
-
Smyglið fagnar nýju ári með því að dusta rykið af viðtækjunum og hefja nýja sjónvarpsþáttaröð. Heiða Eiríksdóttir, Benedikt Erlingsson og Gunnar Hrafn Jónsson litu við í betri stofu Menningarsmyglsins og ræddu kvikmyndina Don’t Look Up við ritstjóra Smyglsins.
Þar að auki var rætt stuttlega um Himininn yfir Berlín, þáttaröðina Kalifat, makedónskar kvikmyndir á borð við Honeyland og Systrabönd og ýmislegt fleira. Loks kemur ljóðskáldið Willie Watson við í óvænta heimsókn og flytur ljóðrýni á Don’t Look Up.
Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!