
Þann 9. nóvember 1989 féll Berlínarmúrinn, helsta tákn skiptingarinnar milli austurs og vesturs í Köldu stríði. Í þremur stuttum þáttum verður fjallað um nokkrar hliðar þessarar sögu, lífið í Austur-Þýskalandi á sjöunda áratugnum, atburðina og stemninguna í Berlín við fall múrsins og fyrstu misserin í sameiningarsögu Þýskalands. Umsjón: Guðni Tómasson.