Episodes
-
Í þessum þætti ræðum við hvernig við getum verið smá sólarmegin um páskana. Við rifjum upp skemmtilegar páskaminningar og hefðir ásamt því að koma með hugmyndir af nærandi og gleðilegum hlutum til að gera um páskana. Við hvetjum þig til að hægja á, vera í núvitund og njóta páskanna kæri hlustandi.
Instagram: @solarmegin_
-
Í þessum þætti ræðum við lítið rætt en ótrúlega mikilvægt líffæri – nýrnahetturnar. Hvað gera þær? Hvernig tengjast þær streitu, orku og daglegri líðan? Hvernig getur þú vitað hvort að þínar séu þreyttar og þurfi smá dekur? Við deilum okkar eigin upplifunum og gefum þér verkfæri til að styðja við þær.Instagram: @solarmegin_
-
Episodes manquant?
-
Í þessum þætti ræðum við um mikilvægi sjálfsumhyggju og deilum ráðum um það hvernig við getum verið duglegri að forgangsraða okkur sjálfum og smá tíma í deginum til að hlaða batteríin okkar.Hvað elskar þú að gera? Gerðu meira af því og leyfðu þér að njóta þess sem lætur þér líða vel.Instagram: @solarmegin_
-
Í þessum þætti ræðum við streitu á léttu nótunum og mikilvægi þess að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig og vera meðvitaður um streitustjórnun, sérstaklega í samfélagi þar sem maður veltir því stundum fyrir sér hvort að streita sé í tísku?
Instagram: @solarmegin_
-
Í þessum þætti leyfum við þér að kynnast okkur betur, ræðum það afhverju við ákváðum að byrja með hlaðvarpið Sólarmegin og hvað við munum spjalla um næstu misserin. Við förum einnig léttlega yfir sögurnar okkar og hvernig lífsstílsferðalag okkar beggja leiddi okkur saman og hvernig það hefur hjálpað okkur að vera meira sólarmegin í lífinu.
Í þættinum fjöllum við um mikilvægi þess að taka þátt í eigin bata, hvernig ávaxtaríkt mataræði getur umbreytt lífinu og hvernig betri sjálfsumhyggja og streitustjórnun getur hjálpað til við að endurheimta góða heilsu. Við tölum einnig um meðvituð skref til að bæta andlega og líkamlega heilsu.
Komdu með okkur í ferðalag í átt að sólríkara lífi og lærðu hvernig litlar breytingar geta haft stór áhrif til lengri tíma.
Endilega fylgdu okkur á instagram: @solarmegin_