Episodes
-
Hvernig geta sviðslistir fyrir börn blómstrað? Hvaða áhrif hefur list fyrir unga áhorfendur, og hvernig tryggjum við aðgengi barna að leikhúsi? Í þessum þætti Sviðsljóssins ræðir Salka Guðmundsdóttir við sviðslistakonurnar Aude Busson og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur um mikilvægi barnamenningar, lýðræðislega þátttöku barna í listsköpun og þær áskoranir sem sviðslistir fyrir börn standa frammi fyrir í dag. Þær velta fyrir sér hvernig fjölbreytni í barnaleikhúsi getur aukist, hvernig stór leikhús og sjálfstæð senan geta stuðlað að betra aðgengi, og af hverju það skiptir máli að hlusta á raddir barna í sviðslistum.
-
Í öðrum þætti Sviðsljóssins fáum við til okkar gagnrýnendurna Sigríði Jónsdóttur og Þorgeir Tryggvason til að ræða um hlutverk og áhrif leikhúsgagnrýni. Hver er tilgangur menningarumfjöllunar? Hvernig hefur fjölmiðlaumhverfið breyst og hverjar eru afleiðingarnar fyrir sviðslistir?
Við förum í saumana á mikilvægi gagnrýni fyrir listsköpun, áskoranir smæðar íslensks sviðslistageira og áhrif stjörnugjafar á dómgreind áhorfenda. Einnig veltum við upp spurningunni: Hvernig tryggjum við að leikhúsgagnrýni lifi af og þróist í takt við tímann?
-
Episodes manquant?
-
Í fyrsta þætti Sviðsljóssins ræðir Salka Guðmundsdóttir við Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóra Tjarnarbíós, og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, í aðdraganda kosninga 30. nóvember.
Samtalið snýst um stöðu sviðslista á Íslandi, styrkjaumhverfið og hvernig hægt er að skapa langtímasýn fyrir sjálfstætt starfandi listafólk. Þau ræða einnig sviðslistastefnu, rýmisþörf og hlutverk listmenntunar í framtíðinni, auk þess sem þau velta fyrir sér áhrifum nýrrar tækni eins og gervigreindar.
Kosningaloforð og áskoranir sem framundan eru fyrir íslenskt listalíf fá sérstaka umfjöllun.