Episodes
-
,,Ég hef aldrei upplifað svona mikið um sjálfan mig á svona stuttum tíma"
Hvað lærðum við á þessu herrans ári sem er að líða og hvernig ætlum við að taka þann lærdóm með okkur inn í nýja árið? Árið 2020 var ófyrirsjáanlegt, fullt af blautum tuskum í andlitið en það leyndi einnig á sér og veitti ný tækifæri. Í þessum lokaþætti á fyrstu þáttaröð ÞÍN EIGIN LEIÐ gera Friðrik Agni og Anna Claessen upp árið 2020 og horfa dreymandi áfram í árið 2021.
Takk fyrir samfylgdina!
Friðrik Agni á Instagram
Anna Claessen á Instagram
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíó Podcaststöðvarinnar er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.
-
,,Það að ég sé hommi er hvorki upphafið né endirinn á mínum ferli"
Lokaviðtal ársins er tveggja tíma bomba með Páli Óskari. Hvað lærist af Covid? Hvernig fylgir þú gjöfinni sem þú hefur? Að koma út úr skápnum? Hvað vonar þú að fólk segi um þig þegar þú kveður? Hvers óskar þú þessi jól?
Hlustaðu á magnaðan mann svara öllu þessu og meira til og þú fyllist innblæstri um jólin!
Friðrik Agni á Instagram
Páll Óskar á Instagram
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.
-
Episodes manquant?
-
,,það er óþarfi að stressast...jólin koma hvort sem er"
Í þessum sérstaka jólaþema þætti tala Friðrik Agni og Anna Claessen um jólastress. Af hverju er eitthvað til sem heitir jólastress? Eru jólin ekki friðarhátíð? Förum yfir hvað er mikilvægast fyrir okkur þessi jól og sleppum stressinu því jólin koma hvort sem er.
Friðrik Agni á Instagram
Anna Claessen á Instagram
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.
-
,,Þú getur farið þína eigin leið”
Ef þú hlustar bara á einn þátt í þessari viku - hlustaðu þá á þennan.
Þórdís Nadia Semichat eða einfaldlega Nadia er kröftugur persónuleiki sem býr yfir ótrúlegri dýpt og karisma. Hún segir okkur frá helstu köflum á sinni litríku ævi en hún hefur farið víða og búið í Svíþjóð, Namibíu og New York. Saman fara Nadia og Friðrik svo í samfélagsleg málefni út frá upplifun sinni á því að vera ,,blandaðir Íslendingar”.
Friðrik Agni á Instagram
Nadia á Instagram
Þátturinn er tekin upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.
-
,,Ég fann minn takt. Hjartað mitt slær í Flamenco takti”
Reynir Hauksson hreifst af tónlist frá barnsaldri og töfrunum sem fylgir því að spila hana. Það er forvitni innra með Reyni sem fleytti honum erlendis þar sem hann kynntist Flamenco tónlist. Þá var ekki aftur snúið. Flamenco var týnda púslið sem vantaði í líf Reynis. Í viðtalinu deilir hann sögu sinni um að uppgötva sjálfan sig í tónlistinni og tónlistina í sjálfum sér.
Það er auðvelt að hrífast með Reyni og hvernig hann lýsir ástríðu sinni á tónlist. Njótið!
Friðrik Agni á Instagram
Reynir á Instagram
Þátturinn er tekin upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.
-
,,Allir draumar okkar geta ræst ef við höfum hugrekki til þess að fylgja þeim eftir"
Í þessum síðari hluta af draumaseríunni talar Anna Claessen aðeins um sína reynslu af því að fylgja sínum draumum eftir í Vín og L.A. Hvað gerði hún og hvað hún hefur lært? Í lokin ræða Anna og Friðrik aðeins um markmið og drauma almennt og reyna að kjarna það niður hvað það þýðir fyrir þeim.
Ertu að tengja? Ertu að dreyma? Láttu okkur vita!
Friðrik Agni á Instagram
Anna Claessen á Instagram
Dans og Kúltúr
Þátturinn er tekinn upp í Nóa Siríus stúdiói Podcaststöðvarinnar og er styrktur af Laugar Spa Organic Skincare.
-
,,Ekki gefa afslátt þegar kemur að draumunum þínum. Settu sjálfa/n þig í fyrsta sæti”
Í þessum fyrsta þætti um drauma og markmið fer Friðrik Agni yfir sína leið með Önnu Claessen. Ástralía, Ítalía, Svíþjóð og Dubai - Blanda af ástríðu, hvatvísi og hugrekki til að taka áhættur hefur leitt Friðrik á mismunandi staði. ,,Það er enginn lærdómur ef þú prófar ekki að taka áhættur.”
Finnið Friðrik Agna á Instagram
Anna Claessen á Instagram
Þátturinn er tekinn upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.
-
,,Ef þú þráir eitthvað nógu heitt þá finnur þú leiðina - annars finnur þú alltaf afsökunina”
Ævintýradrottningin og pólfarinn Vilborg Arna fann ástríðu sína 22 ára eftir fyrstu fjallaferðina á Hvannadalshnjúk. Sú upplifun breytti lífi hennar og hún var komin á rétta hillu.Vilborg fór hægt og rólega að skilja hver markmið og draumar hennar voru og nálgast draumana með afar skilvirkum hætti. Í kjölfarið fylgdu hinir ýmsir leiðangrar eins og á Suðurpólinn og á sjö hæstu tinda allra heimsálfa. Í þættinum deilir hún ýmsum ráðum og segir frá því hvernig hún hefur gert fjalla ævintýrin að sinni eigin leið.
Friðrik Agni á Instagram
Facebook
Vilborg Arna
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare
-
,,Hvað er að taka af þér orku vs. veita þér orku?"
Fyrir hvern erum við að reyna að vera dugleg og drepa okkur í vinnu? Að lenda í Kulnun er oftast út frá pressu sem við setjum á okkur sjálf. Við þurfum ekki að ströggla svona mikið við að gera allt sem við gerum það besta. Sumar af ástríðum okkar eru bara hobbí og þurfa ekki að þjóna einhverjum æðri tilgangi en það. Ekki láta dugnaðinn drepa þig.
Friðrik Agni á Instagram
Anna Claessen á InstagramÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.
-
,,Af hverju langar mig að gera þetta frekar en allt annað?”
Langar þig að vera sjálfstæð/ur í starfi, í lífinu? Ef þú hefur hæfileika og ástríðu og leyfir þér að fylgja því eftir þá eru ótal möguleikar í boði. En þú þarft að spyrja þig af hverju og finna svörin og öðlast óhagganlega trú á því sem þú ert að skapa. Hjálmar Gíslason er tæknifrumkvöðull og fer yfir sína leið og kemur með allskyns ráð í þessum þætti af ÞÍN EIGIN LEIÐ fyrir þá sem dreyma um að skapa eigin tækifæri.
Fylgstu með @fridrikagni á Instagram og Facebook til að skyggnast á bakvið tjöldin á minni leið.
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare organicskincare.is -
,,Hlustaðu á líkamann. Kökkur í hálsinum? Hvað er kökkurinn að segja þér?"
Ófyrirgefin mál geta valdið reiði og gremju og af hverju ættum við að vilja lifa í reiði? Í þessum þætti fara Anna Claessen og Friðrik Agni yfir mikilvægi þess að gera upp gamlar tilfinningar og sár til þess að geta haldið áfram veginn. Og þau velta fyrir sér persónulegum mörkum. Getum við sagt nei?
Fylgist með @fridrikagni á Instagram og Facebook til að skyggnast á bakvið ÞÍN EIGIN LEIÐ
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og í samvinnu við Laugar Spa Organic Skincare www.organicskincare.is
-
,,Stærsta verkefnið mitt í dag er ég sjálf”
Sigrún Kjartans er sannkölluð ofurkona sem hefur fengist við margt í gegnum ævina. Allt frá grunnskólakennaranum yfir í eigin fyrirtækjarekstur og Zumba. Hún fær orku við að gera hluti og var alin þannig upp að það þyrfti að vinna fyrir sínu. Hún segist hafa sjálfstraust og keppnisskap að eðlisfari og stressar sig ekki um of því að hennar reynslu er alltaf til lausn.
Fylgist með @fridrikagni á Instagram og Facebook til að skyggnast á bakvið ÞÍN EIGIN LEIÐ
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og í samvinnu við Laugar Spa Organic Skincare (www.organicskincare.is)
-
,,Þegar ég trúi sjálfur á verkefnið þá er eins og ég sé bara leiddur áfram"
Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson hafa gengið veginn saman en í sitthvoru lagi síðustu tvo áratugi. Þeir tala um mikilvægi stuðnings í maka, að treysta og trúa á eigin verkefni, að grípa gæsina þegar hún gefst og að tala sjálfan sig upp gegn kvíða og neikvæðni.
Fylgstu með @fridrikagni á Instagram og á Facebook til að skyggnast á bakvið tjöldin á ÞÍN EIGIN LEIÐ.
Ertu að tengja við samræðurnar? Deildu þættinum með vinum á Instagram og Facebook og taggaðu mig. Ég vil heyra í þér.
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og styrkt af Laugar Spa Organic Skincare.
-
Í þessum föstudags "special edition" er Anna Claessen mætt í Nóa Siríus stúdíóið og við ræðum um þær niðurdrepandi hugsanir og tilfinningar sem við fáum þegar okkur líður eins og okkur sé hafnað.
Hvaðan kemur þessi stöðuga þörf fyrir viðurkenningu og af hverju gefum við öðrum svona mikið vald á tilfinningum okkar?
Ath. þessi þáttur er mjög berskjaldaður og ekki fyrir viðkvæma!
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og styrkt af Laugar Spa Organic Skincare
Fylgstu með @fridrikagni á Instagram og á Facebook til að skyggnast á bakvið tjöldin á ÞÍN EIGIN LEIÐ.
-
,,I was here / Ég var hér"
Hvað viltu skilja eftir þig? Stelpurnar og vinkonurnar Eva og Sylvía skafa ekki utan af mannlega þættinum í hlaðvarpinu sínu Normið. Þær mættu í ÞÍN EIGIN LEIÐ og við fórum yfir tilganginn með því að tala einlægt um hlutina eins og þeir eru og hve mikilvægt það er að segjast elska fólkið okkar. Segjum það oft og meinum það.
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er styrkt af Laugar Spa Organic Skincare.
Fylgstu með @fridrikagni á Instagram og Facebook til að skyggnast á bakvið ÞÍN EIGIN LEIÐ.
Fylgstu með Norminu hér
-
,,Þú verður að halda áfram, áfram og áfram þar til að uppskeran kemur"
Söngfuglinn Svala hefur sungið inn jólin frá 8 ára aldri og farið sínar eigin leiðir í tónlist og lífinu alveg síðan.
Svala segir það vera mikilvægt að fylgja ástríðunni því að í henni felst hamingjan en það krefst ásetnings og það er undir okkur komið að vinna vinnuna á hverjum degi.
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er styrkt af Laugar Spa Organic Skincare.
www.organicskincare.is
Fylgstu með @fridrikagni á Instagram og Facebook til að skyggnast á bakvið ÞÍN EIGIN LEIÐ.
-
Til að fara ÞÍNA EIGIN LEIÐ þá þarf að hafa einhverja glóru um hver maður er. Það er sama klisjan: Hver er ég?
Hvað með að taka spurninguna út og byrja á að segja upphátt eða skrifa Ég er...og klára svo setninguna. Innst inni held ég að við vitum hver við erum.
Gefðu þér tíma á hverjum degi til þess að nálgast þessa hugsun. Með daglegri athugun byrjar þú að komast nær sjálfinu og uppgötva hvar hjartað slær.
Prófaðu allavega og sjáðu hvert það leiðir þig.
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er styrkt af Laugar Spa Organic Skincare.
-
,,Aldrei gefast upp”
Ólafur H. Móberg gefst ekki upp. Í gegnum allskyns mótlæti í lífinu einkennist leiðin hans Óla Helga af ótrúlegu hugrekki og sjálfstrú. Hugrekkið fleytti honum til Ástralíu og Ítalíu og ástríðan hans fyrir leiklist og skapandi vinnu fleytti honum í heim drag senunnar á Íslandi þar sem hann kemur fram undir nafninu Starína.
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Fylgstu með minni leið á Instagram https://www.instagram.com/fridrikagni/
Og á Facebook https://www.facebook.com/FridrikAgni
-
,,Þú verður að vera skemmtilegur”
Danskennari, skemmtikraftur, fjölmiðlakona og móðir. Margrét Maack er kennd við þúsund þjalir en hvað drífur hana áfram? Hvað gerir hana óttalausa? Hver er tilgangurinn að hennar mati? Spennan sem fylgir því að byrja á núllpunkti og að þroskast er m.a. það sem sem fleytir Margréti áfram á leið sinni í lífsins ólgusjó.
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Fylgstu með á Instagram og Facebook @fridrikagni.
-
,,Við erum gerð til þess að gera hluti. Ég er með huga, líkama og sál og ég ætla gera allt sem ég get gert því ég, og við, erum lifandi!”
Hafsteinn Þór Guðjónsson eða Haffi Haff hefur gefið út popp smelli, er þekktur fyrir yfirdrifna sviðsframkomu og persónuleika en sýndi einnig að hann getur dansað í dansþáttunum Allir geta dansað. Í þessu samtali kemur m.a. fram að Haffi lærir með því að gera, sér tækifærin sem gjafir og gerir því alltaf sitt besta. En stærsta verkefnið er alltaf verkefnið sem hann fæst við í augnablikinu sem er einfaldlega dagurinn í dag og lífið sjálft sem hann tæklar af einskærum kærleik og mögnuðu innsæi.
*Athugið að þessi þáttur fer fram á bæði íslensku og ensku þar sem Haffi ólst upp í Bandaríkjunum, eins og kemur einnig fram í samtalinu.
ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Fylgstu með á Instagram og Facebook @fridrikagni
- Montre plus