Episodes
-
Eftir alltof langa pásu eru Þvottakörfumenn mættir aftur á stjá. Við förum yfir öll helstu mál deildarinnar og segjum okkar skoðanir einsog okkur einum er lagið.
Þvottakarfan er í boði Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Er Grindavík að púlla Grindavík og er Tindastóll að púlla Tindastól? Hverjir eru topp 10 í sögu efstu deildar karla? Þessum spurningum er svarað á þessum frábæra klukkutíma.
Þvottakarfan er í boði Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Episodes manquant?
-
Í þessum þætti förum við drengirnir yfir málefni líðandi stundar. Ræðum stöðu flestra liða eftir landsleikjahlé, hringjum í Davíð Tómas Tómasson dómara og tease'um hlustendur um risastóran lista sem verður valinn í næsta þætti.
Þvottakarfan er í boði Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Við Þvottakörfumenn komum saman og fórum yfir það heitasta í dag. Þvottafréttir, Subway Spjallið, Stjörnuhrap og almenn umræða um öll lið deildarinnar.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar og Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Við Þvottakörfumenn flytjum ykkur Þvottafréttir, förum yfir málefni líðandi stundar í íslenska körfuboltanum, ræðum niðurstöður Power Ranking Subway Spjallsins og höfum bara almennt ógeðslega gaman.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar og Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Við félagarnir fórum yfir mál málanna í Þvottafréttum dagsins, völdum topp 10 bestu íslensku leikmenn deildarinnar í dag og áttum almennt séð frábæran klukkutíma saman.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar og Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Við Þvottakörfumenn leiddum saman hesta okkar og mætum til leiks með tvo nýja dagskrárliði: Ull/Silki og Hraðsuðuna. Að auki ræddum við ÍR, Tindastól, Val og margt fleira.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar og Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Þvottakörfumenn tóku sig saman og ræddum málin. Við heyrðum í Hemma Hauks og fengum einkunnagjöf á búninga liðanna, ræddum umferðina framundan og margt fleira.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar og Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Við Þvottakörfumenn tókum saman liðin í deildinni og ræddum málin í þaula, spáðum í spilin og höfðum gaman. Njótið vel.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar og Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Matthías Orri Sigurðarson kom öllum á óvart þegar hann lýsti því yfir að hann yrði ekki með KR-liðinu á komandi keppnistímabili. Hann settist niður með okkur og útskýrði ástæðuna, auk þess sem hann opnar sig uppá gátt um ýmsa fylgikvilla sem íþróttafólk þarf að díla við, sem oft fara undir radarinn.
Tíminn með ÍR, pressan sem fylgdi því að snúa aftur í Vesturbæinn og svo endalaust margt fleira. Það var allt látið flakka.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar og Trésmiðju Heimis.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Eftir ótrúlegt keppnistímabil stóðu okkar menn uppi sem sigurvegarar, þvert gegn öllum spám og líkönum. Við fengum því til okkar tvo Þórsara og fórum yfir tímabilið frá upphafi til enda. Hvernig urðu Þórsarar bestir á Íslandi? Svörin fást í þessum þætti.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, Smartsocks.is og Trésmiðju Heimis.
-
Hann er eitt allra stærsta púslið í rísandi umfjöllun körfuboltans á Íslandi, hann er grjótharður keflvíkingur og farsæll kvikmyndagerðarmaður. Hann ræddi þetta allt í kvöld ásamt óteljandi mörgu öðru. Njótið vel.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, Smartsocks.is og Trésmiðju Heimis.
-
Gestur okkar að þessu sinni er harðkjarna Grindvíkingur og veitingahús eigandi. Við tipluðum á Grindavíkurliðinu, fallbaráttunni, playoffs, hugarheimi Rodney Glasgow og enduðum svo að sjálfsögðu á góðri Ádeilu.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, Smartsocks.is og Trésmiðju Heimis.
-
Gestur kvöldins var ákveðið cult legend innan körfuboltans á Íslandi. Hann Skarphéðinn var hörkutól sem kallaði heldur betur ekki allt ömmu sína og lét finna fyrir sér á vellinum. Uppvaxtarárin á Mývatni, titlarnir með KR og spurningin: Hvernig varð drengur sem fékk sína fyrstu alvöru körfuboltaþjálfun 17 ára gamall svona góður?
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, Smartsocks.is og Trésmiðju Heimis.
-
Jónas Ástþór Hafsteinsson er lögræðimenntaður körfubolta unnandi frá Egilsstöðum og bróðir eins skemmtilegasta þjálfara landsins, Viðars Hafsteinssonar. Hvernig er stemningin á Egilsstöðum? Hvert stefnir félagið? Við ræddum þetta skemmtilega félag ásamt ýmsu fleiru. Að auki heyrðum við í Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ, og spurðum hann útí stöðu mála og nánustu framtíð Íslandsmótsins.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, Smartsocks.is og Trésmiðju Heimis.
-
Hákon Örn Hjálmarsson spilaði stóra rullu þegar ÍR-ingar fóru óvænt í úrslit tímabilið 2019-20 og spilar í dag með Binghamton Bearcats í New York ríki í Bandaríkjunum. Við töluðum um þetta allt saman og meira til, eins og venjan er.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, Smartsocks.is og Trésmiðju Heimis.
-
Góðvinur þáttarins, Benedikt Guðmundsson, kom til okkar og spjallaði vel og lengi um landslagið í deildinni nú þegar lítið er eftir. Baráttan á botninum, þjálfaramál, bikarkeppnin og Ádeilan er allt á sínum stað, ásamt endalaust af áhugaverðum pælingum þessa magnaða körfuboltaþjálfara sem fangar ávalt athygli þeirra sem hlusta.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, þar sem þið fáið 35% afslátt af öllum sóttum pizzum á matseðli ef þið notið afsláttarkóðan "Thvottakarfan", Smartsocks.is og Trésmiðju Heimis.
-
Formaður KKÍ kíkti til okkar í kjölfar Ársþingsins sem haldið var um helgina. Við töluðum um niðurstöður stóru málanna, ræddum um manninn Hannes, auk þess sem við spurðum hann útí meintar sögusagnir þess að KKÍ hafi í gegnum árin sópað hinum vafasömustu málum undir teppið. Ádeilan er síðan einnig á sínum stað.
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, þar sem þið fáið 35% afslátt af öllum sóttum pizzum á matseðli ef þið notið afsláttarkóðan "Thvottakarfan", Trésmiðju Heimis og Smartsocks.is.
-
Gestur okkar að þessu sinni er grjótharður Króksari. Í sameiningu reyndum við að kryfja vandamálið á Sauðárkróki, spjölluðum um útlitið á liðunum eftir landsleikjahlé ásamt því sem við kynnum nýjan dagskrárlið til leiks: Ádeilan!
Þvottakarfan er í boði Pizzunnar, þar sem þið fáið 35% afslátt af öllum sóttum pizzum á matseðli ef þið notið afsláttarkóðan "Thvottakarfan", Smartsocks.is. og Trésmiðju Heimis.
-
Gestur þáttarins að þessu sinni er sigursælasti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur lifað tímana tvenna. Við spjölluðum um frábæran feril hennar, auk þess sem við ræddum ýmis hitamál sem hafa verið áberandi í samfélaginu undanfarin misseri.
Þvottakarfan er í boði Trésmiðju Heimis og Smartsocks.is.
- Montre plus