エピソード
-
Hvernig sem á er litið þá má segja að Einar Bárðarson sé maður sem fer ótroðnar slóðir. Hér spjallar hann um tónlistina, verkefnin og litla strákinn sem hafði metnað til að hasla sér völl í tónlistinni. Hann lætur líka Orku náttúrunnar hafa það óþvegið og gefur ekkert eftir þegar kemur að því að verja konuna sína.
Hann telur borgarkerfið hafi sett upp leiksýningu til að hvítþvo sjálfan sig og málaferli eru í gangi.
Einar kann öll trixin í bókinni þegar kemur að kynningarmálum… Það er ekki annað hægt að segja en að Einar Bárðarson sé alltar í réttum bransa….
-
Frosti Sigurjónsson er í réttum bransa. Hann hefur verið virkur þátttakandi í viðskiptalífinu í fjölda ára og á að baki störf og verkefni sem marga dreymir um. Hann snerti líka á pólitík og fór á þing fyrir Framsóknarflokkinn eftir hrun.
Hann barðist fyrir sjálfstæðinu með Advice hópnum þegar Ísland stefndi í Evrópusambandið og sigurinn var þeirra. Íslendingar höfnuðu inngöngu.
Í þessu spjalli okkar Frosta segir hann okkur frá þeim verkefnum sem hann vinnur að í dag, hugsjónum sínum og áhugamálum. Hann er hamingjusamur og rólegur og á góðum stað í lífinu.
Hann er alfarið á móti því að við seljum banka og telur að þjóðarsjóður sé mistök.
Frosti Sigurjónsson ófeiminn við að segja sína skoðun á hlutunum.
-
エピソードを見逃しましたか?
-
"Alltaf í röngum bransa" er hlaðvarp sem framleitt er af Litla Frjálsa Hljóðverinu. Í þessum þætti er rætt við Þorgeir Ástvaldsson, landfræðing og útvarpsmann. Þorgeir er ein þekktasti útvarpsmaður og skemmtikraftur landsins og hefur verið daglegur gestur á heimilum landsmanna síðan 1977, þegar hann hóf störf á Ríkisútvarpinu.
Þorgeir segir hér frá lífshlaupi sínu og hvernig tónlistin hefur ofið sig inn í líf hans og fjölskyldu.
Jón Axel Ólafsson ræðir við Þorgeir og gefur ekkert eftir. Hvernig var lífið á bakvið tjöldin? Hvernig fór Ríkisútvarpið með Þorgeir og hvaða toll tók skemmtanalífið.
Þorgeir er klárlega í réttum bransa!