エピソード
-
Jæja kæru vinir, þá er komið að því. Lokaþátturinn. Við lítum yfir farinn veg og förum í fallegan en óþægilegan hróshring. Ný útgáfa af fimmunni lítur dagsins ljós og splunkunýtt þemalag fyrir lið sem Geinar undirbjó ekki. Allt eins og það á að vera.
Við viljum þakka öllum gríslingum kærlega fyrir samfylgdina og hlustunina, fyrir spurningarnar og peppið! Við munum snúa aftur einhvern daginn. Einhvernveginn.
Bæjó!
-
Geinar stal hjólinu sínu og 200 manns horfðu. Strákarnir ræða mjög fullorðinslega hluti eins og skírnarveislur og leigutryggingu. Ótrúlegir hlutir gerast í fimmunni og hvort myndirðu frekar er á sínum stað!
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
エピソードを見逃しましたか?
-
Hvaða nafn skal nota í útlöndum? Eru rennilásar inni í typpum? Er eðlilegt að mæta skyndilega með kanínu á heimilið? Þessum spurningum og mörgum fleiri svara grísirnir í þætti þar sem Gummi kemur seint og Gummi fer snemma.
Ps. búið ykkur undir STÓR TILKYNNINGU!
-
Gummi er byrjaður að skokka og Geinar vill alls ekki taka þátt í 10 km hlaupinu af ótta við að vera með lélegri tíma en Gummi. Pálmi gerir fráááábæra Trump eftirhermu.
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Mamma hans Gumma, Ásdís Malmquist Ingþórsdóttir er gestur vikunnar! Afhverju er Gummi eins og hann er? Er eðlilegt að hugsa sturtuferðina til enda áður en þú ferð í sturtu? Gera það allir? Erum við skrítin? Hver veit!
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Gummi hatar lélegt skipulag á röðum. Er lægri þröskuldur til að knúsa fólk í jarðarför? Strákarnir fara í keppni um hluti sem ALLAR konur vita (nema Blær og örugglega margar fleiri) og Geinar leikur fyndinn karakter þangað til karakterinn er allt í einu mannlegur harmleikur. Og ekki missa af RISA tilkynningunni í lokin!!!
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Geinar hefur áhyggjur af því að við kennum börnunum okkar að dýr spili á hljóðfæri. Pálmi er ekki kominn yfir mómentið sem gerðist fyrir mánuði þegar hann hitti frægan leikstjóra. Og er ekki kominn tími á stefnumótaforrit fyrir vini?? Eða væri það bara mjög skrítið?
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Já, Blær er ennþá gestur og hún er með fleiri klósettpælingar. Krakkarnir fara í æsispennandi keppni um hver er mest miðaldra og við heyrum splunkunýtt lag um átakafælni eftir Salsakommúnuna!
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Blær er gestagrís vikunnar! Og við töluðum svo mikið að við þurftum að MAKE IT A TWO PARTER! Ókunnugur maður á háalofti, íbúðir í Prag eru scam, húðrútina er scam, konur kúka saman á djamminu og margt fleira!
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Það var stór stund þegar fyrsta live upptaka Grísanna þriggja fór fram. Grísirnir eru meyrir yfir viðtökunum og þakklátir yfir samfélagi gríslinganna sem eru BESTU AÐDÁENDUR Í HEIMI!
Grísirnir tækluðu erfiðar aðstæður (með slæmum árangri), tókust hart á um óskrifaðar reglur í bíó og tóku eftirhermukeppni fyrir aldirnar.
-
Síðasti þáttur fyrir Live-þáttinn sem verður á litla sviðinu í Tjarnarbíó 26. júní! Ef þú hefur ekki núþegar tryggt þér miða þá muntu ekki geta staðist freistinguna þegar þú heyrir auglýsingarnar í þessum þætti! Fimman er á sínum stað og loksins raða strákarnir í top fimm lista yfir kolvetni. Númer 5 mun koma þér á óvart!
Fylgdu okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Það verður stór tilkynning í lok þáttar! Ekki gleyma að hlusta á stóru tilkyninnguna sem er í lok þáttarins! Annars gerðist líka alls konar skemmtilegt í þessum þætti. Spurningar frá hlustendum og ég veit ekki hvað og hvað!
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Erfiðar aðstæður í þætti dagsins. Hvað gerum við þegar við missum af glugganum til að segja sögu? Eða hittum leiðinlegan leikhúsgest eða ef ókunnug manneskja vill halda á barninu okkar? Hvað ef maður vill alltaf láta klippa meira af hárinu sínu?
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Jájájá 20 mínútna samtal um golf frá þremur mönnum sem kunna ekki golf. IKEA er í ruglinu og of fjölmennir messenger þræðir eru óþolandi. Pálmi er búinn að eignast óvin og Geinar er alltaf bara sami gamli Geinar :)
Fylgið okkur á Instagram! @grisirnirthrir
-
Leiðinlegi þátturinn part 2 - umræður um steyputappa, Bykoferðir, bílakaup og allskonar leiðinlegt. Hvar er sumarið?? Tuð tuð tuð og stuð stuð stuð!
Fylgið okkur á instagram! @grisirnirthrir
-
Pálmi hlustar á podcöst á 60% hraða til að sofna, Geinar leikur óskýrmæltan leigubílstjóra og flestir sem hlusta á fyrirlestra skilja þá ekki. Fullt af erfiðum aðstæðum og leikþáttum í þætti dagsins! Endilega hlustið á 60% hraða ef þið viljið sofna!
Fylgið okkur á Instagram og sendið spurningar eða erfiðar aðstæður! @grisirnirthrir
-
Jæja gott fólk, það hlaut að koma að því. Við gerðum leiðinlegan þátt. Mikið talað um neglur, gardínur og ryksugur. Í þættinum má líka heyra laaaangt rifrildi um hegðun fólks í strætóskýlum. Góða skemmtun!
Fylgið okkur á Instagram @grisirnirthrir
-
Pálmi er byrjaður að ganga með buddu og Gummi er byrjaður að gera vont content á Tiktok. Við svörum spurningum gríslinga og gerum senur sem tengjast kúk.
Fylgið okkur á Insta! @grisirnirthrir
-
Strákarnir fara yfir víðan völl og ræða mataræði, snakkvenjur og fleira og fleira.
-
Við erum komnir aftur!!!!
- もっと表示する