エピソード
-
Haukur Guðjónsson hjá Sundra í spjalli hjá Óla Jóns.
Haukur er frumkvöðull af lífi og sál, í dag er hann með fyrirtækið sitt Sundra sem er tól til notkunar við vinnu myndbanda.
Á vef Sundra sundra.io má meðal annars lesa þessa lýsingu
"The Video Editors Assistant Sundra automates the most time-consuming parts of editing and gives video editors more time to focus on the creative part". -
Auður Ösp Ólafsdóttir átti og rak ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavík í áratug og byggði það upp með persónulegum sögum af landi og þjóð.
Þar blandaði hún persónulegum frásögnum, á meistaralegan hátt, saman við fjölbreytileika íslenskrar menningar og náttúru. Nálgun hennar heillaði ekki aðeins ferðamenn alls staðar að úr heiminum heldur gaf hún einyrkjum og minni ferðaþjónustuaðilum von í harðri samkeppni við stærri fyrirtæki. -
エピソードを見逃しましたか?
-
Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við frumkvöðulinn og athafnamanninn Friðrik Guðjónsson stofnanda Feed the Viking. Friðrik er athafnamaður og frumkvöðull og ótal margt til lista lagt. Hann hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hann hefur kennt á brimbretti á Hawaii, bjargað fólki úr lífsháska sem meðlimur í björgunarsveit og stofnað nokkur farsæl fyrirtæki, hér segir Friðrik sögu sína og frá hans hugmyndafræði á bak við velgengni.
Friðrik vildi verða bankastarfsmaður eftir að hafa orðið fyrir miklum áhrifum af verðbréfamiðlurum Wall street.
Hann byrjaði í verkfræði í Hí til að geta farið þaðan að vinna í banka en það var of mikið stökk frá framhaldsskólanum, það átti ekki við Friðrki að sitja í Þjóðarbókhlöðu að diffra.
Friðrik segist svo hafa gefist upp á háskólanáminu keypt sér Playstation tölvu og ekki farið út úr húsi í tvær vikur.
Friðrik skráði sig í viðskiptafræði 2003 hjá Háskóla Reykjavíkur og hóf nám þar um áramót, uppgvötvaði þar að hann gæti lært.
Hafði gaman af að læra þar og kynntist mikið af góðu fólki.
Útskrifaðist 2006 og fór í fyrsta atvinnuviðtalið á ævinni, fékk vinnu í banka, svo í verðbréfamiðlun.
Friðrik er einnig með fyrirtækið the Optimistic food group sem framleiðir Happyroni eða vegan “pepperóní”.
Friðrik var búinn í tvö ár að reyna að koma Fish Jerky til Icelandair án árangurs en þá kom fram á fundi að þau hefðu lengi verið búin að leita að kjötsúpu til að hafa í vélunum.
“Við keyptum frostþurrkunarvél og fórum að framleiða frostþurrkaðar súpur meðal annars kjötsúpu sem Icelandair tók í sölu í vélunum sínum”
Til varð ný vörulína af frostþurrkuðum mat sem Friðrik þekkti mjög vel áður úr björgunarsveitastarfinu.
Eina sem þarf er heitt vatn, hræra og bíða í 8 mín.
Að frostþurrka mat er aðferð sem hefur verið notuð frá aldamótunum 1800/1900 og var notuð í fyrri heimstyrjöld og mun meira í seinni heimstyrjöld.
Allur matur sem fer í alþjóðlegu geimstöðina og allur hermannamatur er frostþurrkaður, þessi frostþurrkunar aðferð tekur langan tíma og er mjög kostnaðarsöm, en þetta er talin besta aðferð til varðveislu á mat í heiminum í dag.
Best til að varan haldi næringargildi sínu.
Varan missir rakann, en þegar þú bætir honum við er hún eins og hún var áður, eða ný.
Frostþurrkaður matur varðveitist í 20 ár mögulega 50 ár.
“Erum komin með 5 máltíðir, pakkaðar fyrir göngufólk og svo til að nota heima eða í vinnu, börn að koma svöng heim úr skóla, þetta á meðal annars að vera heilsusamlegur valkostur við núðlusúpuna.”
Hjá Feed The Viking eru einnig framleitt frostþurrkað nammi sem slegið hefur í gegn hér á landi. Regnbogasprengjur sem er frostþurrkað Skittles er fyrsta varan í þeirri línu, þær fást hjá N1, Krónunni og í vefverslun feedtheviking.is. -
Gestur minn í þessum þætti er Guðlaugur (Gulli) Aðalsteinsson hjá Cirkus.
Við fórum um víðan völl í viðtalinu allt frá hænsnabúum að ÍMARK.
Gulli hefur stússað ýmislegt í gegnum tíðina. Hann er alinn upp á hænsnabúi fyrstu ár ævinnar hjá mjög hugmyndaríkum foreldrum, hann hefur alltaf verið að teikna og eitthvað í tónlist, fór í nám í Bournemouth eftir að hafa valið skóla út frá töff brimbrettakappa.
Hann hefur unnið á fjölmörgum auglýsingastofum og viðskiptavinir hafa fylgt honum á milli stofa.
Hann stofnaði Cirkus ásamt þeim Hauki Viðari Alfreðssyni og Jens Nørgaard-Offersen árið 2020
Það voru settar þrjár reglur þegar Cirkus var stofnuð
1. Ætla ekki að vinna yfirvinnu
2. Taka ekki þátt í pitchum
3. Eftir hádegi á föstudögum eru alltaf frímínútur
Þú getur heyrt meira um þessar reglur og önnur Cirkus-trix í spjallinu okkar. -
Hörður kom í viðtal hjá Óla Jóns í nóvember 2017 í þætti númer 41.
Í þessu viðtali fer Hörður yfir hvað Entravision sem er vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta er, hvað þjónustu þau bjóða upp á osfrv.
Hluti af þeim spurningum sem koma svör við í þessu viðtali.
Hvað er Entravision?
Hvað þjónusta er hjá Entravision?
Hvað þarf ég til að vera viðskiptavinur Entravision?
Þarf ég að verja lágmarksupphæð í birtingar?
Afhverju kostar þjónusta Entravision ekki neitt, fæ ég svo reikning í bakið seinna?
Tapa ég einhverju á að vera í viðskiptum við Entravision?
Dekkun og tíðni, hvað er það?
Á https://entravision-iceland.com/ segir um Entravision að þau séu Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar Meta eru hluti af teymi Meta í völdum löndum á heimsvísu. Hjá þeim starfa sérfræðingar sem hafa verið sérstaklega valdir, þjálfaðir og vottaðir af Meta. Sérfræðingar okkar veita fyrirtækjum endurgjaldslausan stuðning og ráðgjöf, allt frá þarfagreiningu til stefnumótandi ráðgjafar. Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar Meta hjálpa fyrirtækjum að ná markmiðum sínum, auka hæfni og árangur af markaðsstarfinu.
Við Hörður vorum líka með leynigest sem stóð sig virkilega vel og var með mjög sterka innkomu, þökkum Ronju fyrir hennar hlutverk í þessu viðtali. -
Margeir Haraldsson Arndal
Verkefnastjóri markaðs- og tæknimála hjá Lýðskólanum á Flateyri
Í þessu viðtali ræðir Óli Jóns við Margeir Haraldsson Arndal um lífið á landsbyggðinni, um Lýðskólann á Flateyri, um skapandi hugsun, um markaðsmál og margt fleira.
Margeir sem býr á Flateyri með sinni fjölskyldu starfar hjá Lýðskólanum á Flateyri við markaðssmál ásamt því að sjá um tæknimál skólans. Margeir er líka með önnur járn í eldinum s.s. framleiðslufyrirtæki með tvíburabróður sínum.
Á vef Lýðskólans lydflat.is segir;
Hvað er lýðskóli?
Nám við lýðskóla er ólíkt því sem við eigum að venjast í hefðbundnum framhaldsskólum. Í lýðskóla fá nemendur og kennarar tækifæri til að vera við leik og störf og prófa sig við ólík viðfangsefni án þess að þurfa að sökkva sér niður í fræðilegar kenningar og skólabækur.
Samtöl og samvinna, verklegt nám og vettvangsferðir eru lykilorð. Námsmat og endurgjöf í lýðskólum er ekki fengið með hefðbundnum prófum og einkunnum heldur í gegnum fundi og samtöl. Þetta gefur lýðskólum frelsi til að mennta og þroska nemendur með óhefðbundnum en árangursríkum leiðum. -
Inga Hlín Pálsdóttir
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Inga Hlín kom einnig í viðtal janúar 2021 þar sem við ræddum meðal annars áskoranir ferðaþjónustu fyrirtækja í Covid.
Inga Hlín hefur undanfarin ár starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi og fyrirlesari. Helstu verkefni hafa snúið að samstarfi fyrirtækja og opinberra aðila, stefnumótun, markaðssetningu, breytingastjórnun og sjálfbærni í tengslum við svæði og borgir. Hún hefur starfað með ýmsum aðilum í tengslum við ráðgjöf og má þar helst nefna Austurbrú, Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða starfaði Inga Hlín hjá norrænu ráðgjafarfyrirtæki á sviði þróunar, nýsköpunar og markaðssetningar svæða.
Inga Hlín er með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og M.Sc. próf í alþjóðamarkaðsfræði frá The University of Strathclyde í Skotlandi. Hún starfaði áður í yfir áratug hjá Íslandsstofu og Útflutningsráði, lengst sem forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina. Þar stýrði hún meðal annars kynningar- og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi í samstarfi við hagaðila og fór allt markaðsstarf fram undir merkjum Inspired by Iceland. Þá stýrði hún samstarfsverkefnunum Ísland allt árið og Iceland Naturally auk þess sem hún sat í stjórn NATA ferðamálasamstarfsins.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins ses. var stofnuð 3. apríl 2023. Stofnendur stofunnar eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Að undirbúningi stofunnar komu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og atvinnulífið í gegnum Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðinu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu, auk þess sem stjórnvöld studdu við verkefnið.
Eitt af hlutverkum Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að vera áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið. Skilgreining stjórnvalda á áfangastaðastofu er eftirfarandi: „Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) [er] svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi“. -
Halldór Bachmann
Halldór hefur frá mörgu áhugaverðu að segja og gerir það í þessu einlæga viðtali.
Persónulegar áskoranir í lífi og starfi, hindranir og sigrar.
Það er áhugavert að heyra Halldór segja frá vinnu sinni við vörumerki eins og MasterCard, IcelandAir, KEA, Sambandinu, Morgunblaðinu og mörgum fleirum. -
Davíð Arnarson hjá Datera spjallar ma. um SEO og Google Analytics.
-
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido -
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido -
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido -
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido -
Hér eru 5 viðtöl sem Óli Jóns tók á árinu 2022 og fyrir annan hlaðvarpsþátt en eru nú endurbirt hér.
Guðrún Þórisdóttir, Gray Line Worldwide
Helgi Pjetur, Púls Media
Þorgils Sigvaldason, CrankWheel
Gísli S Brynjólsson, Icelandair
Arnar Gísli Hinriksson, Digido -
Ásgeir hefur starfað í ferðaþjónustunni síðan 2007, fyrst í 11 ár í DMC fyrirtæki við skipulagningu hvataferða og viðburða erlendra fyrirtækja til Íslands, þareftir í 2 ár í dagsferðarfyrirtæki sem framleiddi dagsferðir í rútum frá Reykjavík og nú í 4 ár sem framkvæmdastjóri TripCreator. Ásgeir hefur jafnframt 8 ára reynslu af þróun innanhússhugbúnaðar sem notaður var í tilboðs- og leiðarlýsingargerð fyrir DMC fyrirtækið og nýtir þá reynslu í vinnu sinni hjá TripCreator.
TripCreator er sölu- og umsjónarkerfi (e. Travel Management Solution) fyrir fagaðila í ferðaþjónustunni (B2B), fyrir þá sem útbúa leiðarlýsingar fyrir sína viðskiptavini, hvort heldur endaviðskiptavini eða aðra samstarfsaðila. Í lausninni er jafnframt reikningagerðarkerfi, rekstrarkerfi, bókunarvél, utanumhald um viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, og fleira sem leysir dagleg verkefni starfsfólks ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda. -
Hans Júlíus Þórðarson hjá Vettvangi ræðir um efnismarkaðssetningu við Óla Jóns
-
Allt um markaðssetningu vörumerkja eins og Nike og Speedo með Bryndísi Rún hjá Icepharma.
Bryndís útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. 𝘔𝘚.𝘤. 𝘔𝘢𝘳𝘬𝘦𝘵𝘪𝘯𝘨 𝘢𝘯𝘥 𝘐𝘯𝘵𝘦𝘳𝘯𝘢𝘵𝘪𝘰𝘯𝘢𝘭 𝘉𝘶𝘴𝘪𝘯𝘦𝘴𝘴
Við ræðum lokaverkefnið hennar "Viðhorf markaðsfólks til faglegs markaðsstarfs" ásamt því að spjalla um námið í heild sinni. -
í þessum lokaþætti af Hlaðvarpinu á Jóns farið yfir þessi ár og þessa þetta þætti sem komnir eru í loftið.
Virkilega skemmtilegt verkefni sem hefur kennt mér heilmikið, gefið mér fjölmörg tækifæri og síðast en ekki síst allt fólkið sem ég er búinn að kynnast.
Þakka öllum sem hafa komið, öllum sem hafa hlustað og öllum sem hafa hjálpað mér að halda þessu gangandi.
Þar fer að sjálfsögðu frú Katrín Kjartansdóttir Arndal (aka ljónið) konan mín, á hennar hugsa ég að lokaþáttur hefði verið ca 140 þáttum fyrr. -
Í nóvember kíkti ég í heimsókn til Siteimprove í Kaupmannahöfn og hitti þar Guðrúnu Unni Gústafsdóttur og Heiðrúnu Örnu Óttarrsdóttur. Þær sögðu mér frá þeirra lífi og starfi í Danmörku ásamt því að fara yfir hvað Siteimprove.
-
Í nóvember síðastliðnum hitti ég í ásamt Agnari Frey Gunnarssyni samstarfsfélaga hjá Birtingahúsinu Styrmi Másson á vinnustað hans í Kaupmannahöfn.
Styrmir starfar sem "Performance Marketing Lead" hjá Planday.
Í þessu spjalli segir Styrmir okkur frá Planday, fyrir hverja það er og hvernig markaðssetningu er háttað.
"Planday is a technology company that was born in a Danish bar. We’ve come a long way since our cofounders first dreamed up a tool that would make scheduling and communicating more straightforward. With over 12 years of experience in the industry, we’re well-placed to provide businesses with a solution that meets their unique needs.
Powered by some of the smartest people in the world, and driven by a growth-centric business model, we’re not only changing the way businesses across the world operate, but also how managers and employees fundamentally interact with each other." - もっと表示する