エピソード
-
Að þessu sinni fengum við til okkar smekkskonuna og innanhússhönnuðinn hana Viktoríu Hrund Kjartansdóttur. Við fórum vægast sagt um víðan völl, kynntumst Viktoríu og hennar ferli, rifjuðum upp skemmtilegar fjölskyldutengingar og hlógum mikið. Góða hlustun!
-
Við mæðgur áttum dásamlegt spjall með systrunum, Guðnýju og Helgu. Þær eru eigendur fyrirtækisins Smátré Gunnars ásamt föður sínum sem smíðar og hannar þessi fallegu tré sem fá að prýða heimili margra yfir jólahátíðina. Góða hlustun og ekki missa af komandi viðburðum hjá þeim feðginum!
-
エピソードを見逃しましたか?
-
Dans hefur verið hluti af lífi okkar mæðgna til margra ára. Í þessum þætti sköfum við lítið af hlutunum og förum yfir upplifun okkar mæðgna á dansheiminum sem er vægast sagt harður. Góða hlustun!
-
Kæru hlustendur! Þetta hefur verið heljarinnar kosningarár hjá Íslendingum. Við mæðgur rifjum upp forsetakosningarnar en þá aðallega klæðaburð frambjóðenda. Af hverju sló klútur Höllu T í gegn? og var Halla Hrund ótrúverðug í fánalitunum? Eftir tæpa viku göngum við svo aftur til kosninga en okkur mæðgum þykir atkvæði okkar afar dýrmætt og viljum við að þeir aðilar sem við kjósum séu snyrtilegir til fara af virðingu við okkur og íslensku þjóðina. Talandi um kröfuharðar mæðgur...góða hlustun!
-
Steinunn og Eva, eigendur Andrá Reykjavíkur mættu í spjall til okkar mæðgna. Hverjar eru þessar hugrökku konur sem opnuðu fataverslun í byrjun Covid, hvernig var ferlið og hvaða trend eigum við að hoppa á fyrir jólapakkann í ár? Engar áhyggjur, við förum yfir þetta allt í þættinum. Góða hlustun!
-
Við mæðgur vorum í stuði og ákváðum að henda í einn styttri þátt um hvernig á að máta...m.a. sundbol og leðurstígvél. Guðrún lumaði nefnilega á nokkrum mjög góðum ráðum í þeim efnum. Þátturinn gæti einnig reynst verslunareigendum gagnlegur en við tökum mátunarklefa fyrir, hvernig getur það verið svona erfitt að setja upp góða mátunarklefa?
Góða hlustun! -
Guðrún mætti í tökur í miklum gír og tók alla fjölskyldumeðlimi fyrir í þættinum, meira að segja tengdasoninn!
Mæðgurnar snerta á ýmsu í þessum þætti en ræða þá helst stílinn inn á heimilum hvor annarrar. Guðrún heldur því enn fram að hún sé stíllaus en Helga er ekki alveg sammála því. Í raun mætti segja að eggið kenni hænunni ýmislegt í þessum fjórða þætti hlaðvarpsins! -
Dýrmætt spjall sem við áttum með Dóru Júlíu og Guðrúnu. Við fórum um víðan völl með þessum skemmtilegu og líflegu mæðgum en þær eiga sko mörg móment saman sem þær gátu deilt með okkur. Hvetjum allar mæðgur til þess að setjast saman yfir sunnudagsbollanum og hlusta saman á þennan dásamlega þátt. Góða hlustun!
-
Í þessum þætti förum við mæðgur um víðan völl en reynum þó að greina vel okkar eigin fatastíl. Hvernig myndir þú annars lýsa þínum fatastíl?
-
Í þessum fyrsta þætti af Móment með mömmu eru mæðgurnar kynntar til leiks.