エピソード
-
Lang áhugaverðasti þátturinn hingað til. Alma Lind kom í heimsókn og spjallaði við okkur um hennar reynslu af götunni. Hugrökk reynslusaga sem lýsir hörkunni á götunni og er vel þess virði að heyra, sértaklega síðustu sjö mínúturnar.
-
Erfiðasta upptakan hingað til, á síðasta degi mánaðarins. Höfum aldrei verið leiðinlegri enda ræðum um VoRteymi Reykjavíkurborgar og hvernig líf okkar er í raun og veru.
-
エピソードを見逃しましたか?
-
Áttum eina upptöku frá 26.maí sem við ákváðum að láta út á lýðnetið. Fórum yfir daglegt amstur og óþolandi beltara sem eru á tvöfalt hærri tekjum en þeir sem betlað er af.
-
Eftir andvökunótt hjá Pétri tókst okkur loksins að taka upp eitthvað ómerkilegt röfl. Rifjuðum upp eftirminnilegustu tónleikana og veltum því fyrir okkur hvort það væri best að henda öllum sem eru heimilislausir ofan í rísa stóra holu.
-
Pétur segir frá því helsta sem hann fékk úr Munageymslu Lögreglunnar. Tölum síðan of mikið um hockey áður en við eru truflaðir af manni sem var ekki boðið. Seinni hlutinn er vonandi betri þar sem Pétur lýsir því hvernig það var að dæla í sig "morfín afleiðu" í fyrsta skiptið,
-
Uppgjörið um bangsana. Við vöðum úr einu í annað eins og venjulega. Rifjum upp hvernig við Pétur kynnumst og förum svo beint í digital myndavélar. Skoðum hvort það sé safe að google-a DPchallenge og Pétur fær útskýringu a GayChicken.
-
Gömul test upptaka frá 13. febrúar þar sem Pétur borðar THC hlaupbangsa í fyrsta skipti, og verður kengbeyglaður. Förum líka yfir viðtalið við Pétur eftir brunann í vetur og svo hvernig gramsið í gámunum gengur.
ps. Reykjavík er ekki alvöru borg.
-
Stuttur auka þáttur þar sem við förum yfir Typpamyndir sem eru Pétri mjög hugleiknar. Einnig ræðum við þegar hann tapaði símanum sínum, sem endaði ekki vel og að lokum scumbag-ið Andrew Tate.
-
Leiðinlegasti þáttinn hingað til enda höfum við sjaldan verið eins edrú. Misstum okkur aðeins í röfli um Coca-Cola en Pétur fer yfir hvernig það var að vinna hjá Vífilfelli., þannig að við mælum með að þið hættið bara að hlusta á áttundu mínútu.
-
Ómerkilegur auka þáttur eftir harða helgi. Pétur nær samt að upplýsa góðkunningja hlaðvarpsins um að aðeins 11ára byrjaði hann að drekka kaffi og reykja í rækjuvinnslu og að "ef maður er á góðum fíkniefnum milli 30-40, þá er maður bara ofurmenni". Síðan notuðum við C í fyrirsögninni því Pétur notar C. En hvað er C? Það Cemur ekki fram í þættinum.
-
Förum aðeins út fyrir þægindarammann og ræðum myndirnar The Neverending Story og Lion King. En byrjum auðvitað á að tala um IntroStefið frá Pétri Ben, myndirnar frá Spessa og Logo-ið frá Dabba Fresh.
-
Röfl, áframhaldandi röfl um klám og krónískt handrúnk. Nauðgunarmenning Neyðarskýla Reykjavíkurborgar rædd og við komumst að því að Pétur "myndi aldrei nenna að hamast á einhverjum gutta í eitthvað meira en kortér"
-
Stuttur upphafsþáttur þar sem Pétur upplýsir hlustendur um mögulegar ástæður þess hvers vegna hann var nýlega handtekinn saklaus, og að hafa búið í Eyjum sé líklega verri ákvörðun en fara af stað með eitthvað hrátt hlaðvarp.